Morgunblaðið - 11.04.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 17
r
ERLENT
Metat-
vinnuleysi í
Þýskalandi
FJÖLDI atvinnulausra hélt áfram
að vaxa í Þýskalandi í mars, átt-
unda mánuðinn í röð. Alls eru nú
3,998 milljónir Þjóðveija án at-
vinnu og hafa ekki verið fleiri eftir
stríð. Atvinnulausum fjölgaði um
26 þúsund milli mánaða en hafði
mánuðinn þar áður fjölgað um 27
þúsund.
Biður
gyðinga
fyrirgefningar
LEIKARINN Marlon Brando hefur
í símtali við yfirmann Simon Wies-
enthal-stofnunarinnar harmað um-
mæli er hann lét
falla í beinni út-
sendingu þáttar
Larry King á
sjónvarpsstöð-
inni CNN sl.
föstudag. Þar
sagði Brando
gyðinga ráða
ríkjum í Holly-
wood og væri
hann reiður
gyðingum í stétt kvikmyndagerðar-
manna er sýndu ýmsa minnihluta-
hópa aðra en gyðinga í neikvæðu
Ijósi í myndum sínum. Yfirmaður
stofnunarinnar sagði Brando hafa
harmað þessi<ummæli en jafnframt
tekið fram að gyðingahatur hafi
ekki legið að baki.
Aukakosn-
ingar í
Bretlandi
TALIÐ er liklegt að íhaldsflokkur-
inn tapi aukakosningum í kjördæm-
inu Staffordshire í Mið-Englandi í
dag. Þingmaður kjördæmisins,
íhaldsmaðurinn David Lightbown,
lést í lok síðasta árs. Benda skoð-
anakannanir til að Verkamanna-
flokkurinn vinni öruggan sigur í
kosningunum. Verði sú raunin mun
ríkisstjórn Johns Majors forsætis-
ráðherra einungis hafa eins manns
meirihluta á þingi. Ihaldsflokkurinn
hefur ekki unnið sigur í aukakosn-
ingum frá árinu 1989.
Marlon Brando
Alþjóðleg ráðstefna í Vín um Tsjernobyl-kjarnorkuslysið
Flest fórnarlömb böm
Vín. Reuter.
ALÞJÓÐLEG ráðstefna um Tsjernobyl-slysið var
sett í Vín á þriðjudag og hófst með einnar mín-
útu þögn í minningu þeirra, sem látist hafa, og
vegna þeirra, sem þjást nú og eiga hugsanlega
eftir að þjást af völdum geislamengunar. Eru
þátttakendur rúmlega 700 en ráðstefnan er hald-
in á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn-
ar, IAEA, Evrópusambandsins, ESB, og Heil-
brigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna,
WHO.
Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri SÞ,
sagði í ávarpi sínu, að Tsjernobyl-slysið 26. apríl
1986 væri ekki einkamál fárra þjóða enda myndi
langur timi líða áður en allar afleiðingar þess
kæmu fram. Minnti hann á, að vegna slyssins
hefðu hundruð þúsunda manna hrakist frá heim-
ilum sínum, mörg hundruð börn hefðu greinst
með krabbamein í skjaldkirtli, ófijósemi hefði
aukist og einnig dánartíðnin.
25% útgjaldanna vegna Tsjernobyl
Breskur vísindamaður sagði, að Tsjemóbýl-
slysið hefði fyrst og fremst bitnað á bömum, þau
væm fjölmennustu fórnarlömbin þar sem vitað
væri um skjaldkirtilskrabba í 400 börnum í Hvíta-
Rússlandi sem rekja mætti beint til slyssins.
Skjaldkirtilskrabbamein í
börnum hefur 100-faldast í
Hvíta Rússlandi
Fulltrúar þeirra þriggja landa, sem urðu mest
fyrir barðinu á geislamenguninni, Hvíta Rúss-
lands, Úkraínu og Rússlands, drógu upp ófagra
mynd af afleiðingum slyssins og lögðu áherslu
á, að þau þyrftu á fjárhags- og tæknilegri að-
stoð að halda tii að lina þjáningar þúsunda
manna á menguðum svæðum.
Alexander Lúkashenko, forseti Hvíta Rúss-
lands, sagði, að 25% af útgjöldum ríkisins færu
eingöngu til að bæta fyrir afleiðingar „kjarn-
orkufellibylsins" fyrir tíu árum. 1990 lýsti þáver-
andi æðstaráð Hvíta Rússlands yfir, að landið
væri allt eitt hamfarasvæði en sérfræðingar á
ráðstefnunni sögðu, að 140.000 ferkm, svæði á
stærð við Danmörk, Belgíu, Holland og Sviss
samanlögð, væm mengaðir.
Sem dæmi um afleiðingar geislamengunarinn-
ar má nefna, að skjaldkirtilskrabbamein í börn-
um er nú 100 sinnum algengara í Gomel-héraði
í Hvíta Rússlandi en fyrir slysið og talið er, að
hún eigi einnig sök á auknu hvítblæði.
70% mengunarinnar
í Hvíta Rússlandi
Geislamengunar frá Tsjernobyl varð vart um
alla Evrópu en Hvíta Rússland með sína 10
milljón íbúa varð langverst úti. Tsjernobyl-verið
er í Úkraínu, rétt við landamærin að Hvíta Rúss-
landi, en vegna vindáttarinnar þegar slysið varð
bámst 70% geisiamengunarinnar yfir Hvíta
Rússland. Að sögn talsmanna WHO var geislun-
in 200 sinnum meiri en þegar kjarnorkusprengj-
um var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima
og Nagasaki í síðustu heimsstyijöld.
Forseti ráðstefnunnar, Angela Merkel, um-
hverfisráðherra Þýskalands, sagði, að tilgangur
hennar væri að draga saman þær rannsóknir,
sem gerðar hefðu verið á Tsjernobyl-slysinu og
afleiðingum þess.
Rætt um öryggismál
Meðal annars verður rætt um öryggi stein-
steypuhvelfingarinnar, sem gerð var utan um
kjarnakljúfinn í Tsjernobyl eftir slysið, og þá
hættu, sem stafar af öðrum sams konar kljúfum
en þeir em 15 talsins í Austur-Evrópu og Sovét-
ríkjunum fyrrverandi.
Reuter
Leikfimisalurinn í
Dunblane rifinn
HAFIST var handa við að rífa
leikfimisalinn í bænum Dun-
blane á Skotlandi þar sem
Thomas Hamilton skaut sextán
börn og kennara þeirra til bana
13. mars og framdi síðan sjálfs-
morð. Ákveðið var að rífa hús-
ið að beiðni foreldra barnanna,
sem létu lífið, og verður gerður
blómareitur á grunni þess.
í kjölfar morðanna hafa
vaknað kröfur um herta skot-
vopnalöggjöf. Verið er að rann-
saka hvernig á því stóð að
Hamilton, sem hafði orð á sér
fyrir undariega hegðun, hafði
leyfi til að eiga nokkur skot-
vopn.
Rostenkowski
fékk 17 mánuði
Washington. Reuter.
DAN Rostenkowski,
sem eitt sinn var einn
valdamesti demó-
kratinn í fulltrúdeild
Bandaríkjaþings og
var formaður útgjalda-
nefndar hennar, var á
þriðjudag dæmdur í
sautján mánaða fang-
elsi fyrir að misnota
aðstöðu sína á þingi.
Rostenkowski, sem
settist á þing 1959 og
sat þar til hann var
felldur í kosningum
1994, játaði að hafa
vitað að starfsmenn
hans á þingi hefðu gert
persónuleg og pólitísk viðvik í trássi
við reglur þingsins og að opinberir
sjóðir hefðu verið notaðir til að
kaupa vinagjafir í ritfangaverslun
fulltrúadeildarinnar.
„Brást trausti“
Norma Holloway Johnson, dóm-
ari alríkisréttarins í Washington,
sagði að Rostenkowski
hefði „brugðist
trausti“ og fordæmdi
hann fyrir „ámælis-
verða“ hegðun.
„Þú misnotaðir
stöðu þína kinnroða-
laust," sagði dómarinn
og skipaði honum að
gefa sig fram við fang-
elsisyfirvöld innan 30
daga.
Saksóknari féllst á
að falla frá öðrum
kærum gegn játningu
Rostenkowskis og
verður hann því ekki
dreginn fyrir dóm fyrir
spillingu. Ákæruvaldið kvaðst geta
sannað á Rostenkowski að hann
hefði á 20 árum dregið sér rúmlega
600 þúsund dollara (um 40 milljón-
ir króna) úr opinberum sjóðum, sett
fólk á launaskrá án þess að það
ynni og svikið fé úr pósthúsi þings-
ins með því að ljúga til um frí-
merkjakaup.
Dan Rostenkowski
Rétti tíminn til að gera góð kaup!
Canon
Tulip Vision Line Pentium 100
8 MB minni - 850 MB diskur
4 hraða geislaspiiari
SoundBlaster 16 hljóðkort
15W hátalafar - Windows 95
MS Home heimapakkinn
MS Works (ritvlnnsla, tðflureiknir, gagnagrunnurl
MS Encarta - alfræðiorðabók
MS Money - heimllisbókhald
MS Scenes - undersea collection
Megapak 3 <12 geisladiskar stútfullir af leikjum)
The Lemmlngs Chronicles
TFX • Tactical Fighter Experiment
The VORTEX - Quantum Cate II
Cyclones - Jammit - Dragon's Lair
Novastorm - Reunlon - Megarace
The Journeyman Project Turbo
nikmmi
m/14" lítaskiá
kr. 179.900
m/15 ” litaskiá
Opið laugardaga 10-14
CwdDAAW 3
Th* BoM in Gr»phic$
Canon BJC-70
Litableksprautuprentari fyrir heimiliö
2ja hylkja kerfi
720 dpi upplausn
30 blaða arkamatari - 3 bls/mín
kr. 22.950
Litableksprautuprentari
4ra hylkja kerfi
720 dpi - 3 bls/mín
100 blaða arkamatari
CorelDraw hönnunarpakkinn
f^kíuloolS
NYHERJA
SKAFTAHLIÐ 24
SÍMI 569 7800
OLL VERÐ ERU STCR VERD M/VSK
lit!p://www.nylierii.is/vorur/