Morgunblaðið - 11.04.1996, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Mál Andreottis
Réttar-
höld end-
urtekin
Palermo. Reuter.
DÓMARI í Palermo á Sikiley stöðv-
aði í gær sjö mánaða réttarhöld
yfir Giulio Andreotti, fyrrverandi
forsætisráðherra Ítalíu, vegna
meintra mafíutengsla hans. Dómar-
inn úrskurðaði að endurtaka þyrfti
réttarhöldin vegna langvinnra veik-
inda meðdómara og þau verða sett
að nýju 15. maí.
Dómarinn Francesco Ingargiola,
sem stjórnar réttarhöldunum, úr-
skurðaði þetta vegna augnsjúkdóms
annars af tveimur meðdómurum
hans. Ekki hafði verið réttað í mál-
inu vegna forfalla dómarans frá 10.
janúar. Ákveðið var að skipa nýjan
dómara og því varð að endurtaka
réttarhöldin.
Andreotti, sem er 77 ára, er sak-
aður um að hafa verið helsti póli-
tíski verndari mafíunnar í Róm en
kveðst saklaus af sakargiftunum,
sem eru byggðar á frásögnum fyrr-
verandi mafíuforingja.
Andreotti kemur fyrir rétt í dag
í öðrum réttarhöldum sem fara fram
í Perugia vegna meintrar aðildar
hans að morði mafíunnar á ítalska
blaðamanninum Mino Pecorelli.
Saksóknarar halda því fram að
Andreotti hafi beðið mafíuna um
að ráða Pecorelli af dögum.
------» , «-----
Vill halda vin-
áttu Kínverja
Helsinki. Morgunblaðið.
MARTTI Ahtisaari Finnlandsforseti
vísar á bug gagnrýni vegna heim-
sóknar til Kína í næstu viku. Hann
segist engar efasemdir hafa um
ágæti þess að halda uppi viðræðum
við ráðamenn í Kína þrátt fyrir
mannréttindastefnu ráðamanna í
Peking.
Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa
Ahtisaari er Elisabeth Rehn, sem
starfar nú sem mannréttindafulltrúi
Sameinuðu þjóðanna í Bosníu.
Ahtisaari forseti segist ekki úti-
loka að mannréttindi verði rædd
þegar hann hittir æðstu stjórnendur
Kína. Hins vegar vilji hann fremur
stuðla að þjóðfélagsbreytingum sem
kunni að auka mannréttindi og
bæta Iífskjör Kínveija frekar en að
hafa uppi stórar yfirlýsingar.
ERLENT
Reuter
„Rómeó og Júlía“ jarðsett
UNGIR elskendur, múslimska
stúlkan Admira Ismic, og ungur
Serbi, Bosko Brkic, voru jarð-
sett að nýju hlið við hlið í
Sarajevo í gær, þremur árum
eftir að þau voru drepin þegar
þau reyndu að flýja saman frá
borginni.
Ungmennin stunduðu bæði
efnafræðinám í háskóla og
felldu hugi saman þegar þau
voru á táningsaldri. Stúlkan
féllst á að flytja með unnusta
sínum á yfirráðasvæði Serba og
hersveitir fylkinganna lofuðu að
skjóta ekki á þau áður en þau
lögðu af stað í maí 1993. Eftir
að þau höfðu farið yfir brú milli
yfirráðasvæða múslima og
Serba var þó skotið á þau. Brkic
féll á undan og stúlkan skreið
til hans, faðmaði hann að sér í
hinsta sinn og dó.
Ekki er vitað hveijir voru að
verki. Líkin lágu í átta daga á
staðnum meðan Serbar og mú-
slimar deildu um hveijir hefðu
orðið ungmennunum að bana og
hveijir ættu að hætta lífi sínu
til að ná í líkin.
Drápið vakti heimsathygli og
þótti táknrænt fyrir grimmdina
sem einkenndi stríðið í Bosníu.
Ungu hjónaefnin, nefnd „Rómeó
og Júlía Sarajevo", voru jarðsett
í kirkjugarði serbneska hersins
en faðir stúlkunnar lét grafa þau
upp og flytja til Sarajevo. Mynd-
in var tekin þegar elskendurnir
voru jarðsettir í kirkjugarði í
Sarajevo, þar sem mörg af fórn-
arlömbum stríðsins voru grafin.
Póllandsforseti
Anægður
með Rúss-
landsför
Moskvu. Reuter.
ALEKSANDER Kwasniewsky,
forseti Póllands, sagði við lok
heimsóknar sinnar til Rússlands
í gær að hann væri ánægður
með heimsóknina, þrátt fyrir að
honum hafi í viðræðum við Bor-
ís Jeltsín Rússlands ekki tekist
að ieysa deilu ríkjanna um vænt-
anlega aðild Pólveija að Atlant-
hshafsbandalaginu (NATO).
Þetta er fyrsta Rússlands-
heimsókn Kwasniewskis frá því
að hann náði kjöri í nóvember í
fyrra og tók hann það skýrt fram
í samtöium sínum við Jeltsín á
þriðjudag að Póiveijar myndu
ekki hvika frá þeirri stefnu að
gerast aðilar að NATO þrátt
fyrir andstöðu Rússa.
Á blaðamannafundi í gær
sagðist Kwasniewsky sannfærð-
ur um að viðræður hans við
Jeltsín myndu hafa mikil áhrif
til lengri tíma litið. Ekki hafi
verið ætlunin að leysa NATO-
deiluna í þessari heimsókn og
mikilvægast væri að ríkin rædd-
ust við og gerðu sér grein fyrir
áformum hvors annars.
Pólski forsetinn hóf Rúss-
landsheimsókn sína á mánudag
við fjöldagröfína í Katyn-skógi,
400 kílómetra vestur af Moskvu,
þar sem þúsundir pólskra her-
manna voru teknir af Iífi af
Rússum árið 1940.
Erlendir borgarar fluttir frá Monrovíu
Vopnahléð talið ótraust
Washington, Monrovíu. Reuter.
ÓTRAUST vopnahlé, sem samið var
um á þriðjudagskvöld, var enn í
gildi í Monrovíu, höfuðstað Líberíu,
í gær en öðru hveiju heyrðust þó
skothvellir á nokkrum stöðum.
Bandaríkjamenn héldu áfram að
flytja bandaríska og aðra erlenda
ríkisborgara frá staðnum með þyrl-
um. Að sögn Rauða kross íslands
var gert ráð fyrir að Ingvar Ásgeirs-
son, fulltrúi Alþjóðarauðakrossins,
yrði kominn til Freetown í Sierra
Leone síðdegis í gær.
Ákveðið var að tveir af fímm
fulltrúum Alþjóðarauðakrossins
yrðu eftir í Monrovíu, að sögn full-
trúa Rauða krossins. í gærkvöldi
var búið að flytja alls 168 erlenda
borgara frá Líberíu en vitað var um
allmarga sem áttu erfitt með að
komast að bandaríska sendiráðinu
vegna átakanna, að sögn talsmanns
utanríkisráðuneytisins í Washing-
ton. 15.000 borgarbúar leituðu
skjóls á stórri lóð bandaríská sendi-
ráðsins þegar átök hófust á laugar-
dag en sumir héldu heimleiðis í
gær. Um 420 Bandaríkjamenn búa
í landinu og verða þeir fluttir burt
sem það vilja.
Borgarastríð hófst í Líberíu
1989, um 150.000 manns hafa fall-
ið en í ágúst sl. tókst að mynda
eins konar samsteypustjórn. Frið-
argæslulið frá nokkrum grannríkj-
um hefur séð um öryggi almennings
í Monrovíu en átök hafa verið í
öðrum hlutum landsins. Hafa því
margir flúið úr sveitum til höfuð-
borgarinnar. Einn af stríðsherrun-
um sem beijast um völdin, Charles
Taylor, krafðist þess nýlega að ann-
ar leiðtogi, Roosevelt Johnson, sem
gegnt hefur ráðherraembætti, yrði
handtekinn. Johnson brást til varn-
ar með því að taka hundruð
óbreyttra borgara og gæsluliða í
gíslingu. Líbería er elsta lýðveldi
Afríku, stofnað 1847. Svæðið var
keypt handa bandarískum leysingj-
um en afkomendur þeirra eru í
minnihluta meðal íbúanna.
Færeyingar opna
skrifstofu í Brussel
Kaupmannahöfn. Morgunblaðid.
Færeyska landsstjórnin hyggst
opna skrifstofu í Bnissel um næstu
áramót til að fylgja eftir færeyskum
hagsmunum gagnvart Evrópusam-
bandinú. Lögþingið á eftir að sam-
þykkja þessa ráðstöfun, en land-
stjórnin Ieggur mikla áherslu á að
hún verði að veruleika. Tryggvi Jo-
hansen forstöðumaður landstjórnar-
skrifstofunnar færeysku í Kaup-
mannahöfn segir að efst á verkefna-
lista væntanlegrar skrifstofu sé að
auðvelda Færeyingum að fylgjast
með framgangi mála innan ESB, en
ekki síst til að reyna að knýja fram
bætur á verslunarsamningi Færey-
inga við sambandið, en almenn
óánægja sé með hann í Færeyjum.
Óánægjan með verslunarsamning
Færeyinga og ESB hefur iengi
kraumað meðal Færeyinga, sem ár-
angurslaust hafa reynt að fá fram
breytingar. í samtali við Morgun-
blaðið sagði Tryggvi Johansen að það
væru einkum ákvæði um vinnslu á
fiski frá þriðja landi og óþjálar skil-
greiningar á unnum fiskvörum, sem
Færeyingar væru óánægðir með.
Rétt eins og íslendingar þyrftu Fær-
eyingar að sætta því að fiskur frá
þriðja landi, til dæmis Rússlandi, sem
unninn væri í Færeyjum væri tollað-
ur eins og vara frá þriðja landi. Því
yndu þeir ilia, en erfitt virtist að fá
því breytt. Það torveldaði einnig
skipulagningu fískvinnslunnar að
skilgreiningar ESB á hvað væru
unnar fiskvörur væru ósveigjanlegar.
Möguleikar á aðild
kannaðir síðar
í fyrstu eru ætlaðar um 22 millj-
ónir íslenskra króna til að koma fær-
eysku skrifstofunni á laggimar og
aðeins gert ráð fyrir einum manni
þar. Þegar til lengdar lætur er hug-
myndin að kannaðir verði möguleikar
á færeyskri aðild. Eins og er lætur
nærri að ESB-aðild eigi aðeins vísan
stuðning íjórðungs færeyskra lög-
þingsmanna. Rök andstæðinga aðildar
eru kunnugleg íslendingum, möguleik-
ar útlendinga á veiðum og eignarhaldi
í færeyskum sjávarútvegi. Þar við
bætist að færeysk aðild gæti aðeins
orðið á vegum Dana og það fer fyrir
brjóstið á heimastjómarmönnum.
Viðræður við öll Eystra-
saltsríkin samtímis
Taljinn. R*uter.
GÖRAN Persson, for-
sætisráðherra Sví-
þjóðar, segir mikil-
vægt að Eystrasalts-
ríkin þijú, Eistland,
Lettland og Litháen,
hefji aðildarviðræður
við Evrópusambandið
samtímis, þótt síðan
kunni gangurinn i
viðræðunum að verða
mishraður. Persson
fór í gær í opinbera
heimsókn til Eist-
Iands.
Eystrasaltsríkin
hafa öll sótt um aðild
að ESB og líta þau á
norrænu aðildarríkin
sem beztu bandamenn sína í röð-
um Evrópusambandsrikja. Efna-
hags- og félagslegar umbætur eru
hins vegar afar mislangt á veg
komnar í löndunum og hafa Eist-
lendingar augljóslega tekið for-
ystuna, en Litháar dragast aftur
úr.
Eistnesk stjórnvöld
hafa þess vegna sagt
að engin ástæða sé til
að líta á Eystrasalts-
ríkin sem hóp eða
blokk, þegar komi að
því að ESB ákveður
við hvaða riki Austur-
Evrópu á að ræða um
aðild, þegar ríkjaráð-
stefnu sambandsins
lýkur. Litháar hafa
gagnrýnt Eistlend-
inga fyrir að ijúfa
með þessu samstöðu
ríkjanna, sem hafa
með sér náið samstarf
á mörgum sviðum.
„Það er afar mikil-
vægt að Eystrasaltsríkin hefji við-
ræður á sama tíma og að enginn
verði síðastur eða fyrstur að
samningaborðinu," sagði Persson
á blaðamannafundi í Tallinn. „Mis-
munandi árangur getur hins veg-
ar náðst. Það fer eftir gangi við-
ræðnanna."
Göran Persson