Morgunblaðið - 11.04.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 21
LISTIR
UMBREYTINGAR
BÓKMENNTIR
Ljód
VÖTN ÞÍN OG VÆNGUR
eftir Matthías Johannessen, Hörpu-
útgáfan, 1996 -175 bls.
FÁTT ER mikilvægara í skáld-
skap en nýsköpun máls. Fá ís-
lensk nútímaskáld hafa sinnt
þessum þætti af meiri ástríðu en
Matthías Johannessen. Ljóð hans
eru sjaldan byggð upp í kringum
eina allsráðandi mynd eða hug-
mynd heldur koma þau til okkar
úr mörgum áttum í senn. Þess
háttar kveðskapur gæti virst
brotakenndur og sundurlaus. En
hafa verður í huga að sjaldnast
er það meginmarkmið nútíma-
ljóðskálda að draga upp ná-
kvæma mynd úr heimi veruleik-
ans heldur túlka þau áhrif sem
hann hefur á þau og gefa óhlut-
bundinni hugsun, tilfinningum
og kenndum myndrænt form. Af
því leiðir að formgerð kvæðanna
einkennist af margbreytileika og
sundurgerð.
Mörg kvæði Matthíasar í nýrri
bók hans, Vötn þín og vængur,
eru af þessum toga. Ljóðmyndir,
myndbrot, tákn og jafnvel stök
orð, litaorð og orðasambönd
mynda þá gjarnan ljóðheima út
af fyrir sig, skáldlega nýsköpun,
sem verður svo aftur þráður í
stærri myndvefnaði. Orðasam-
setningin „fingurmjúk hugsun" á
við guðlega hugsun og lýsir mildi,
„grasdautt hófatak tímans“ er
ímynd haustsins í lífinu og þegar
skáldið segir landið „moldsárt /
í vindmjúkum greipum" hvarflar
hugurinn að uppblæstri og land-
eyðingu en einnig sársauka sem
fylgir þeirri hugsun. Oft eru
myndskeið Matthíasar óvænt og
óvenjuleg. í einu kvæði segir
hann hugsanir sínar „mjúkar og
kringlóttar eins og himinninn en
ekki ferkantaðar eins og jörð- /
in og ofbeldið og hugmyndir okk:
ar um lífsstíl og verðmæti“. í
öðru kvæði túlkar skáldið hug-
myndakreppu samtímans:
Hundshræ liggur hugmynd mannsins
og rotnar við sorphauga hverfulla
daga en tennurnar hvítar perlur,
I báðum þessum kvæðisbrot-
um er reynt að túlka óhlutbundna
hugsun með ljóðmyndum. Þau
kveikja fremur grun en vissu og
kalla eftir túlkun lesandans sem
verður samábyrgur skáldinu í
nýsköpuninni. í öðrum kvæðis-
brotum stöndum við svo á fasta-
landi hefðarinnar, jafnvel þótt
myndirnar séu nýstárlegar.
„Borgin í kjólfötum / með sól í
hnappagati," segir í persónu-
gervingu í kvæði um dauða
skáldsins Pauls Verlaine og í ljóði
þar sem sögnin af Tristran og
Isól gegnir miklu hlutverki segir:
„en júnísólin gullkamb sinn / við
birkilaufið leggur."
Vötn þín og vængur er með
viðamestu ljóðabókum Matthías-
ar, 175 síður. Hluti hennar hefur
raunar komið út á norsku og
nefndist Om Vindheim vide
(1994). Bókin skiptist í átta hluta
eða ljóðaflokka. Mörg kvæðanna
eru löng og djúphugul og víða
er komið við. Óteljandi vísanir
og tákn auka á litadýrðina og
margbreytileikann enda er víst
óhætt að flokka Matthías með
lærðum skáldum. Enn fremur
sjáum við stundum við hlið mód-
ernískra mynda fornar kenningar
og stílbrögð úr vopnabúri hefðar-
innar.
Efni kvæðanna er einnig ijöl-
breytt. Þó sýnast mér nokkur
viðfarigsefni einna yfirgripsmest.
Það eru trúarleg efni, ástin,
tíminn og náttúran en öllum þess-
um viðfangsefnum tengist hug-
myndin um umbreytinguna.
Trúarleg afstaða Matthíasar
mætti í fljótu bragði virðast
nokkuð skýr. Hann lítur á veröld-
ina sem hugsun guðs. „Við / sem
bráðnum eins og lakk / undir
signeti þínu / við sem erum ein-
ungis til / í hugsun þinni,...“,
segir í einu kvæði. Guð er jafn-
framt viðmið sem allt byggist á,
„naglfast / lögmál / í nóttlausri
/ veröld minni“ og sömuleiðis
birtist okkur vilji guðs í öllu sem
„viljalaust / lögmál öldunnar".
Það er ekki þar með sagt að
maðurinn sé að öllu leyti vilja-
laust verkfæri eða afstaða Matt-
híasar til guðs sé einföld. Það
sjáum við í öðrum hugleiðingum
skáldsins. Þannig finnum við
kvæði þar sem ort er um „að
komast / burt úr
ánetjaðri hugsun“.
Nútímamaðurinn
fullur efasemda birt-
ist okkur líka í líki
Akabs í Mobý Dick
í afstöðu hans til
guðdómsins. „Tengsl
þín / við Guð // geisli
/ við kulnaða
stjörnu." Og á öðrum
stað er ekki laust við
að spurningum sé
varpað fram í tengsl-
um við umbreyt-
ingarhugmynd pásk-
anna. Dregin er upp
mynd af brotinni
páskadagsskurn og
vængjum sem tákna umbreyting-
una og upprisuna en efinn er
einnig fyrir hendi:
Kaldur
og nístingsblár
efi
grafhýsi
engils
og autt.
Annað mikilvægt meginþema
bókarinnar er einmitt tíminn og
forgengileikinn. Guli litur
haustsins er allsráðandi í bókinni
og víða fjallað um dauðann og
haust lífsins. „Hríslast / þitt hár
eins og renni / tíminn.úr gam-
alli / greip“, segir í einu kvæði.
En afstaðan til endalokanna er
tvíbent, annars vegar kvíði
vegna ágangs tímans: „Haust-
kvíða- / myrkur / í drúpandi
augum“ en á hinn bóginn æðru-
leysi. Það þarf heldur ekki lengi
að ferðast um ljóðheim Matthías-
ar til að rekast á brotna egg-
skurn, fugl og vængi
eða orm og fiðrildi,
tákn endurfæðingar-
innar: „Þegar vind-
urinn blæs duft initt
/ úr opnum lófa / og
ég flýg eins og silfr-
aður fugl...“
Vissulega er hér
af mörgu að taka.
Sum náttúruljóð
Matthíasar eru
glæsileg en þó hygg
ég að ástarkvæðin
höfði einna mest til
mín í einfaldleika
sínum, t.d. Hún og
Hún er vorið,
kannski ekki síst
vegna þeirra einlægu tilfinninga
sem þau túlka:
Eg tala ekki
um aldur
við hana
hún sem springur
út
hvern morpn
eins og hún sé
vorið sjálft
hvem dag
sem guð gefur.
Þessi nýjasta ljóðabók Matt-
híasar Johannessens er enn ein
staðfesting þess að um þessar
mundir sé skáldskapur hans í
miklum blóma. Kveðskapur hans
er í senn nýsköpun máls og
glíma við tímann og forgengi-
leikann með trúarlega fullvissu
að vopni.
Skafti Þ. Halldórsson
Matthías
Johannessen.
Pósthólf:
Heimilisfang:.
lystaukandi
elös
íyrir lítið?
Þú kaupir uppáhaldstegundirnar þínar
af ljúffengu Göteborgs-kexi,
sendir Q strikamerki af þeim ásamt
399 krónum - og glasið er þitt.
Þú getur valið úr fjölmörgum gerðum af
Ritzenhoff glösum með myndskreytingum
eftir heimsfræga listamenn þ.á.m. Erró.
Fáðu þér bækling í næstu matvöruverslun.
Njóttu vel!
- þ etta góða!
KI.IPPID Hf.R
Sendist til: GÖTEBORGS-KEX, Pósthólf 4132, 124 Reykjavík
Ég sendi hér með 6 strikamerki og 399 krónur.
lnnan 3ja vikna fæ ég sent kort frá Casa þar sent mér verður boðið að koma
í verslunina og velja mér glas, eða að láta senda mér, að kostnaðarlausu.