Morgunblaðið - 11.04.1996, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Misheppnaður
úthafskarfa-
samningur
FYRIR nokkru var skýrt frá því
að náðst hefði milliríkjasamningur
um veiðistjómun á úthafskarfa á
Reykjaneshrygg, sem Rússar og
Pólveijar ætla að mótmæla. Sumir
virðast halda að samkomulagið
hafi verið sigur fyrir okkur. Það
er rangt, því íslenska samninga-
nefndin hefur greini-
lega samið hrapallega
illa af sér, þó ekki eins
illa og þegar Jan May-
en-samningurinn var
gerður.
Fyrir hagsmuni ís-
lands væri hyggileg-
ast, að íslensk stjórn-
völd staðfestu ekki
gerðir þessarar samn-
inganefndar.
Hinn sögnlegi
réttur
Það er athyglisvert,
að þegar rætt er um
rétt þjóða til nýtingar
auðlinda úthafsins
utan landhelgi að hinn „sögulegi
réttur“ er þýðingarmikill. Hann var
kjaminn í doktorsritgerð minni um
rétt íslensku þjóðarinnar til víð-
áttumikillar landhelgi og birtist nú
sem strandríkisréttur, sem krafa
um að sérstakt tillit sé tekið til
í stað þess að binda
úthlutun kvótans við
hvert einstakt ríki, segir
Gunnlaugur Þórðar-
son, skal nú opnaður
möguleiki fyrir brask
með kvótann.
þess hve afkoma þjóða er háð fisk-
veiðum og sem veiðireynsla. Menn
hafa látið sér koma til hugar að
fyrst greinda atriðið samsvari 30%
og hin síðari 70%. Hitt er annað
mál, að seint mun nást samkomu-
lag um skiptingu þeirra í hundraðs-
hluta. Auðvitað er varðveisla fiski-
stofna mál, sem snertir alla jarð-
arbúa.
Vakandi útgerðarmenn
Sem betur fer hafa íslenskir
útgerðarmenn í vaxandi mæli verið
vakandi fyrir þeim möguleikum
sem úthafsveiði gefur og sýnir það
hve einkaframtakið er þýðingar-
mikið á þessu sviði sem öðrum.
íslensk stjórnvöld virðast til þessa
ekki hafa áttað sig eins vel á mikil-
vægi þeirra. Einn ráðherranna hef-
ur meira að segja reynt að sporna
við þeim svo sem afstaða hans til
Smuguveiðanna sannar. Þá hefur
sama ráðherra komið til hugar, að
meina fleirum en 18 skipum veiðar
á Flæmska hattinum. Tal um
„stjórnlausar úthafsveiðar“ kemur
og upp um undarlega sýn á þeim
mikilvægu veiðum.
Tillögur um kvótaskiptingu
úthafskarfans
Samkvæmt fyrrgreindri hlut-
fallaskiptingu má meta rétt okkar
sem 100%. Afstaða Grænlands og
Færeyja saman má heita svipuð.
Tillögur helstu veiðiþjóða um
skiptingu úthafskarfans voru þess-
ar: Tillögur íslands og Grænlands:
ísland fái 53.421 tonn, Grænland
og Færeyjar 58.991 tonn, Rúss-
land 18.991 tonn, Noregur 4.367
tonn, ESB 6.796 tonn og aðrar
þjóðir 7.364 tonn, samtals 150.000
tonn.
Tillögur ESB: ísland 50.470
tonn, Grænland og Færeyjar
27.230 tonn, Rússland 40.697
tonn, Noregur 5.428 tonn, ESB
27.114 tonn og aðrir 4.061 tonn.
Tillögur Rússa: ísland 35.200
tonn, Grænland og Færeyjar
20.700 tonn, Rússland 55.400
tonn, Noregur 9.600 tonn, ESB
11.000 tonn og aðrir
15.000 tonn.
Til samanburðar
skal hér tilfærð meðal-
veiði síðustu 3ja ára
samkv. skýrslu Al-
þjóðahafrannsóknar-
áðsins: ísland 36.200
tonn, Grænland 280
tonn, Færeyjar 3.900
tonn, Noregur 8.700
tonn, Rússland 27.000
tonn, ESB (árið 1995)
30.658 tonn og aðrir
(árið 1995) 6.800
tonn.
Alvarleg mistök
Sakmv. samkomu-
laginu varð kvóti Islands aðeins
45.000 tonn, en hefði miðað við
fyrrgreind hlutföll með réttu átt
að vera a.m.k. 61.000 tonn. Sérs-
takta athygli vekur að ESB lagði
til að ísland fengi 50.470 tonn.
Afstaða íslensku samninga-
nefndarinnar er furðuleg að ætla
Færeyjum og Grænlandi 58.991
tonn eða 5.500 tonnum meira en
íslandi.
Vissulega er æskilegt að hafa
gott samstarf við þessar grann-
þjóðir okkar. Samkv. áðurnefndum
hlutföllum hefði hlutur þeirra átt
að vera 24.000 tonn, en 40.000
tonn var ofrausn og 59.000 tonn
fjarstæða.
Þetta sannar hve klaufalega ís-
lenska samninganefndin hefur
staðið sig. Óskiljanlegt hve Græn-
lendingum er hampað á okkar
kostnað.
Spillt hugarfar
Greinilegt er að spillt hugsun
hefur gripið samningahópinn. í
stað þess að binda úthlutun kvót-
ans við hvert einstakt ríki, skal
nú opnaður möguleiki fyrir brask
með kvótann.
Augljóst er að samninganefndin
reynir að hugga íslenska útgerðar-
menn með því að þeir geti tekið
þátt í braskinu. (Sbr. Morgunblað-
ið 22. f.m.)
Auðvitað vita samningamenn
ESB, Færeyja og Grænlands að á
íslandi eru engir slíkir sjóðir til,
sem keppt geta um kaup á kvóta
við sjóði ESB. Þannig að þessi sið-
lausa von um kaup á kvóta er
aðeins til þess að kasta ryki í augu
útvegsmanna. Þetta kvótabrask er
greinilega hugsað í þágu Græn-
lendinga. Samt eiga Grænlending-
ar ekki skip til úthafskarfaveiða,
en eru þeim mun sólgnari í að fá
kvóta til þess að geta selt hann
fyrir peninga.
Mistökin má ekki endurtaka
Rætt hefur verið um að gera
þurfí milliríkjasamkomulag um
rækjuveiði á Flæmska hattinum.
Sem betur fer hefur ekki orðið úr
því enn, því hætt er við að íslensk
samninganefnd semji aftur af sér.
í skjóli einkaframtaksins hafa
íslenskir útgerðarmenn sýnt mikla
framtakssemi með hinum auknu
úthafsveiðum, sem er lofsvert. Þær
munu skila margra milljarða meiri
tekjum í þjóðarbúið og verða til
bættrar samningsstöðu, þegar og
ef til samninga kemur.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Gunnlaugur
Þórðarson
Ég er ekki mállaus!
MIÐVIKUDAGINN 20. mars sl.
birtist hér í Morgunblaðinu stutt
frétt undir fyrirsögninni „Brotist
inn til heyrnarlauss manns.“ Tilefni
þessara skrifa minna eru þau að
fréttin hófst á eftirfarandi hátt:
„Heyrnarlaus og mállaus maður
varð fyrir þeirri óskemmtilegu
reynslu aðfaranótt þriðjudagsins að
vakna við það að innbrotsþjófur
stóð yfir rúmi hans.“
Leiður misskilningur
Það er ekki skemmtilegt að sjá
stærsta blað landsins nota orðið
mállaus um mann sem ekki heyrir.
Frá mínum sjónarhóli bera orðin
mállaus og málleysingi neikvæðan
biæ, alveg eins og orðin heyrnleys-
ingi og blindingi. Notkun orðsins
mállaus er byggð á vanþekkingu,
því að þó heyrnarlausir geti ekki
talað á raddmáli hinna heyrandi eru
þeir alls ekki mál-lausir. Þennan
misskilning er nauðsynlegt að leið-
rétta. Ekki eru öll mál talmál eða
ritmál. Við sem erum heyrnarlaus
eigum okkar eigið mál, sem er ís-
lenska táknmálið.
Sérstakt mál
Þetta mál er fyllilega sambæri-
legt við önnur tungumál, það hefur
eigin orðaforða og sjálfstæða mál-
fræði. Eini munurinn er sá að það
er sjónrænt og talað með höndum,
andliti og búk, þar sem hljóðrænt
mál nýtist okkur ekki. Við sem
erum fædd heyrnarlaus lítum svo
á að íslenska táknmálið sé okkar
móðurmál. íslenskt tal- og ritmál
lítum við á sem fyrsta framandi
mál okkar. Táknmálið er fjölbreytt
og fallegt mál sem er jafn samofið
menningu okkar heyrnarlausra og
íslenskan er samþætt menningu
þeirra sem eiga hana að móður-
máli.
Ekki alþjóðlegt
Margir halda að táknmálið sé
alþjóðlegt, að heyrnarlausir alls
staðar í heiminum tali sama málið.
Svo er ekki. Maðurinn er félagsvera
og hefur ríka þörf fyrir samskipti.
Þegar tveir eða fleiri heyrnarlausir
koma saman hljóta
þeir því að þróa með
sér táknmál til sam-
skipta, eins og þegar
tveir heyrandi koma
saman þróast óhjá-
kvæmilega talmál.
Þetta gerist alls staðar
í heiminum, sérstakt
talmál og sérstakt
táknmál hefur kviknað
á hveijum stað og
málið ber merki þess
umhverfis og þess
þjóðfélags sem það
skapaðist í. Allir vita
að heyrandi íslending-
ar tala ekki sömu
tungu og heyrandi
Kínveijar og hví skyldu heyrnar-
lausir íslendingar þá tala sama
málið og heyrnarlausir Kínveijar?
Hröð þróun
Táknmálið þróast mjög hratt, því
það hefur enga skriflega geymd og
ekkert ritmál. Sem dæmi má taka
Barn sem fæðist
heyrnarlaust, segir
Anna Jóna Lárusdótt-
ir, hefur bestu mögu-
leikana á eðlilegum
málþroska ef táknmál
er talað í umhverfi þess
allt frá fyrstu tíð.
að elsta kynslóð heyrnarlausra talar
mál sem kallast fingramál og bygg-
ist mikið á stöfun íslenskra orða
með fingrunum. Yngra fólkið talar
hins vegar táknmál, þar sem flest
orð og hugtök sem notuð eru eiga
sérstök tákn. Það er því ekki hægt
að setja samasemmerki milli fingra-
stafrófsins og táknmálsins, heldur
er fingrastafrófið aðeins hluti af
táknmálinu. Nýyrði og erlend orð
eru þó oft stöfuð þar til ný tákn
fyrir þau þróast. Tákn-
málið á það sammerkt
með öðrum tungumál-
um að ekki er alltaf
auðvelt að þýða það
beint, frá orði til orðs.
Eitt tákn á táknmáli
getur þurft að þýða
sem heila setningu á
íslensku og öfugt.
Túlkun
Þýðing milli tákn-
máls og íslensku er í
höndum táknmáls-
túlka. Margir þeir sem
fæddir eru heyrnar-
lausir eiga erfitt með
að lesa af vörum og
vill því oft verða misskilningur i
samskiptum við heyrandi fólk.
Heyrnarlausir eiga því skýlausan
rétt á túlkun í samskiptum við opin-
bera aðila, í heilbrigðisþjónustu og
í skólakerfinu. Einnig eru til rittúlk-
ar, sem slá inn í tölvu jafnóðum
það sem fram fer á talmáli. Hinri
heyrnarlausi les það af tölvuskján-
um og getur þannig fylgst með.
Rittúlkun nýtist þeim sem hafa
misst heyrn á fullorðinsaldri og eiga
islenskuna að móðurmáli. Þeir sem
hvorki hafa heyrn né sjón eiga svo
rétt á þjónustu daufblindratúlka,
sem túlka með snertingu. Túlka-
miðlun er í höndum Samskiptamið-
stöðvar heyrnarlausra og heyrnar-
skertra, sem heyrir undir mennta-
málaráðuneytið. Þar fara líka fram
rannsóknir á íslenska táknmálinu
og námskeið i táknmáli.
Táknmálskennsla
á háskólastigi
Nú hafa rúmlega 800 manns
sótt táknmálsnámskeið hjá Sam-
skiptamiðstöðinni, en auk þess að
kenna almenningi táknmál hefur
hún umsjón með kennslu í tákn-
málsfræðum við Háskóla íslands.
Nú er boðið upp á 60 eininga nám
í táknmálsfræðum og auk þess 40
eininga viðbótarnám i táknmáls-
túlkun. Þetta er nýjung hér á ís-
landi, en alger nauðsyn fyrir okkur
heyrnarlausa, því táknmálskennsla
Anna Jóna
Lárusdóttir
ÞINGMENN Sjálf-
stæðisflokksins eru
einkennilegt fyrir-
brigði. Þeir hafa engin
sameiginleg markmið.
Þeir standa aldrei sam-
an um neina stefríu, og
það er fjarri þeim að
ræða heiðarlega um
efnahagsmál eða
stjórnmál. Þeir kunna
einfaldlega ekki ára-
lagið. Kristján Pálsson
(S) þingmaður Reyk-
nesinga sannar þetta
vel í grein sinni í Mbl.
25. jan, og er ástæða
til að yfirfara þetta,
sem honum þykir svo
skemmtilegt í íslenzku efnahagslífi:
KP þykir sjálfsagt, að íslenzkt
fiskverkunarfólk flytji til Danmerk-
ur, því þar fær það þrefalt hærri
laun. Jafnsjálfsagt finnst honum,
að erlent fiskverkunarfólk fái fijáls-
an aðgang að slíkri vinnu hér, og
„má þá allt eins búast við því að
verkafólk á íslandi verði fljótlega
flest af erlendu bergi brotið". „Það
er þó erfítt að kyngja því, að ís-
lenzkt verkafólk treystir sér ekki
til að lifa á þeim launum, sem boð-
in eru hér.“ Þegar nýkrónan tók
gildi 1981 (þrem árum fyrir upp-
töku kvótakerfisins) kostaði dönsk
króna um þijár íslenzkar krónur.
Nú kostar hún tæpar 12 krónur.
Verðmæti íslenzku krónunnar er
þannig nú rúmlega fjórðungur þess
sem þá var. Meginástæða þessa er
óstjórn í fjármálalífi landsins undir
stjórn Seðlabankans
og offjárfesting í djúp-
veiði- og vinnsluskip-
um, sem teflt hefír ver-
ið fram gegn landróðr-
arbátum og vinnslu í
landi, hinum hefð-
bundnu atvinnuvegum
landsins. Allt hefir
þetta byggzt á kvóta-
kerfi framsóknar-
manna, sem þingmenn
Sjálfstæðisflokksins
hafa stutt af miklum
óvitaskap og ábyrgðar-
leysi. Framsókn hlær
að þessum óvitum.
KG lýsir ástandinu
nú svona: „Að frum-
kvæði sjávarútvegsfyrirtækja víða
um landið hefír orðið mikill samruni
fyrirtækja, sem hefir gjörbreytt af-
komu þeirra til hins betra.“ Þetta
er algjörlega órökstutt. Þjóðhags-
stofnun telur afkomu vinnsluskipa
nú vera um 1%, þ.e. þau beijast í
bökkum við að standa undir ofur-
þunga offjárfestingarinnar, þrátt
fyrir að upp hafi verið gefið að 20
stærstu útgerðarfyrirtækin hafi nú
um helming allra þorskkvóta í fiski-
lögsögunni að árlegu verðmæti um
7,6 milljarðar króna. Þijár stærstu
útgerðirnar eiga 26 djúpveiði- og
vinnsluskip, sem notuð eru innan
fiskilögsögunnar við að drepa niður
atvinnuvegi byggðanna. Allar jafn-
ræðisreglur eru brotnar af fiski-
ráðuneytinu og Fiskistofu með því
að vinnsluskip fá kvóta en fiskverk-
anir í landi verða að kaupa kvóta
Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins eru einkenni-
legt fyrirbrigði, segir
___ —
Onundur Asgeirsson,
sem heldur því fram, að
afnám kvótakerfís leiði
til bættra lífskjara.
dýru leiguverði eða fara á uppboðs-
markaði. KP þakkar frumkvæði
stórútgerðarinnar þetta „góða“
ástand, og að ella „væri staða þeirra
mjög bágborin og jafnvel eins og
staða landvinnslunnar er í dag“.
Hann gerir þó engar tillögur um
bætta afkomu landvinnslunnar, því
að hann er talsmaður stórútgerðar-
innar, hinna fáu og stóru. Kjörorð-
ið: „Gjör rétt, þol ei órétt“, er að-
eins í gildi fyrir kosningar.
Erlent fjármagn og lág laun
KP hvetur með stórum orðum til
erlendrar fjárfestingar í íslenzkum
sjávarútvegi, „allt að 49%“. Hann
hefir ekki fyrir því að segja hvort
það eigi að reiknast af allri fjárfest-
ingu í sjávarútvegi, eða t.d. aðeins
af kvótunum í fiskilögsögunni. „Að-
ild útlendinga á frekar að vera fagn-
aðarefni en áhyggjuefni," segir
hann. Hann segir heldur ekki til
hvers eigi að nota þetta erlenda
fjármagn. Svona framsetning máls
er rökleýsa, öðru nafni vitleysa. Það
væri gott að hann setti mál sitt
fram á ný, þannig að hægt væri
að vita, hvað hann á við. Það er
ekki hægt að ræða mál án þess að
forsendurnar liggi fyrir. Alþingis-
Lífróðurinn
Önundur
Ásgeirsson