Morgunblaðið - 11.04.1996, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 29
+
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÞJONUSTUMIÐ-
STÖÐ FISKISKIPA
*
ISLENZK fyrirtæki hafa verið í verulegri sókn á erlend-
um mörkuðum með sjávarfang og vörur til fiskiðnaðar
og útgerðar. Auk þess hafa þau fjárfest í erlendum sjávar-
útvegsfyrirtækjum á sviði veiða, vinnslu og markaðsmála.
Þessi þróun mun vafalaust halda áfram í vaxandi mæli á
næstu árum, enda hafa hvers konar höft og múrar verið
að hrynja í alþjóðaviðskiptum um alllangt skeið. Viðskipta-
samningar þjóðarinnar, og þá fyrst og fremst aðildin að
Evrópska efnahagssvæðinu, hafa skapað ný tækifæri sem
fyrirtækin eru að færa sér í nyt af auknum krafti. Margt
er þó ógert til að njóta ávaxtanna af auknu viðskipta-
frelsi, ekki sízt í okkar eigin garði.
Enn leifir af þeim haftahugsunarhætti, sem kynslóðir
íslendinga uxu upp við, og má þar m.a. nefna, að ennþá
eru steinar lagðir í götu erlendra fiskiskipa, sem vilja eiga
viðskipti við okkur. Það má rekja til þess, að í hálfa öld
var þeim bapnað að landa afla sínum hér á landi og fengu
í raun enga þjónustu nema í neyðartilvikum. Bannlögin
frá 1922 voru ekki afnumin fyrr en vorið 1992 og upp
frá því fóru erlend fiskiskip að landa hér afla sínum og
fá nokkra þjónustu aðra.
Gífurleg tækifæri eru fyrir íslenzk fyrirtæki í viðskipt-
um við erlend fiskiskip og í raun má segja, að allt Norður-
Atlantshafið sé markaðssvæðið. Nú hefur Útflutningsráð
íslands ráðizt í það verkefni, ásamt hópi fyrirtækja, að
kynna ísland sem þjónustumiðstöð fiskiskipa. Áherzla
verður lögð á að miðla upplýsingum til útgerðarstjóra
fyrirtækja og skipa, sem stunda veiðar eða siglingar um
Norður-Átlantshaf. Vönduðu kynningarriti verður dreift
til þeirra, svo og á sjávarútvegssýningum, til ræðismanna
og íslenzkra viðskiptaaðiláerlendis. í ritinu verður íslenzk-
um fyrirtækjum og höfnum landsins gefinn kostur á að
kynna vörur sínar og þjónustu.
Þetta framtak Útflutningsráðs og samstarfsfyrirtækja
þess er til mikillar fyrirmyndar. Enginn vafi er á því, að
miklir ónýttir möguleikar eru fyrir hendi í þjónustu og
viðskiptum við erlend skip. Sérstaka áherzlu ætti að leggja
á, að þau selji afla sinn á fiskmörkuðum hér eða í beinum
viðskiptum við fiskvinnslustöðvar. Augaleið gefur, hvílíkur
fengur það væri til atvinnusköpunar um land allt.
RÉTT ÁKVÖRÐUN í
SCHENGEN-MÁLINU
RÍKISSTJÓRNIN tók rétta ákvörðun er hún samþykkti
að þekkjast boð Schengen-ríkjanna um áheyrnaraðild
að samstarfi þeirra og að taka áfram þátt í viðræðum
um gerð samstarfssamnings við Schengen.
Könnunarviðræðum um gerð slíks samnings er nú lokið
og er gert ráð fyrir að hann feli í sér að ísland taki að
sér gæzlu ytri landamæra Schengen-svæðisins, að vega-
bréfsskoðun verði afnumin á ferðalögum milli íslands og
Schengen-ríkjanna og að ísland fái aðild að undirbúningi
og töku ákvarðana aðildarríkja samkomulagsins, þótt það
geti ekki hindrað framgang tillagna, sem Schengen-ríkin
styðja. Sama mun eiga við um Noreg, sem líkt og ísland
stendur utan Evrópusambandsins.
Með þessu móti verður unnt að viðhalda norræna vega-
bréfasambandinu, einum mikilvægasta ávinningi norræns
samstarfs, þrátt fyrir að Danmörk, Svíþjóð og Finnland
gerist aðilar að Schengen-samkomulaginu. Það yrði alvar-
legt áfall fyrir samstarf Norðurlandanna, ef nýir múrar
yrðu reistir á milli þeirra, nú á tímum aukins frelsis í
alþjóðasamskiptum og niðurrifs girðinga á milli ríkja og
þjóða um alla Evrópu.
Samstarf við Sdiengen býður upp á þátttöku í hinni
landamæralausu Evrópu og í samstarfi Evrópuríkjanna
gegn t.d. glæpum og fíkniefnasmygli. Ávinningurinn af
þátttöku í evrópska vegabréfasamstarfinu er svo mikill
að hann mun vega upp þann kostnað, sem talið er að
hljótist af t.d. breytingum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
vegna hennar.
Fátt bendir til annars en að góður árangur náist í þeim
samningaviðræðum, sem eru framundan. Alþingi ætti því
ekki að verða neitt að vanbúnaði að samþykkja samstarfs-
samning við Schengen-ríkin á næsta ári.
Enn eru skiptar skoðanir um fyrirhugaða lagningu vegar um land Stóra-Kropps
Fyrsti varaforseti kínverska þingsins er í opinberri heimsókn ásamt föruneyti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Askorun um
brúarsmíð
yfir Flóku
Engin niðurstaða fékkst í deilumáli um vegar-
lagningu í Reykholtsdal á fundi í Logalandi í
fyrrakvöld. Fundarmenn samþykktu hins vegar
að skora á hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps
að beita sér fyrir endurbyggingu brúar yfir
Flóku. Guðjón Guðmundsson var á fundinum.
AFJÖLMENNUM fundi, sem
hreppsnefnd Reykholts-
dalshrepps boðaði til í
fyrrakvöld, komu enn fram
skiptar skoðanir um fyrirhugaða lagn-
ingu vegar um land Stóra-Kropps.
Umræður stóðu langt fram á nótt og
lauk með því að hluti fundarmanna
gekk út af fundi. Þá hafði verið lögð
fram tillaga um að skora á hrepps-
nefndina að beita sér fyrir því að byggð
yrði brú yfir ána Flóku fyrir vegafé
þessa árs. Menn andvígir lagningu
vegarins um svokallaða neðri leið
lögðu þá fram frávísunartillögu. Hún
var felld og gengu þeir þá af fundi.
TiIIagan um brúarsmíðina var hins
vegar samþykkt með 34 atkvæðum
gegn 2.
Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri,
rakti forsögu þessa máls í framsöguer-
indi sínu. Vegagerðin gerði að loknu
mati á umhverfísáhrifum tillögu um
að vegurinn yrði lagður um neðri leið-
ina. Urskurður skipulagsstjóra hneig í
sömu átt en hann var síðan kærður til
umhverfisráðherra. Umhverfísráðherra
úrskurðaði í samræmi við skipulags-
stjóra að farið skyldi að tillögu Vega-
gerðarinnar. Meirihluti hreppsnefndar
hefur í bréfí farið fram á það við sam-
gönguráðherra að hann endurskoði af-
stöðu stjómvalda í þessu máli og mæla
með efri leiðinni svokölluðu. í máli
sumra fundarmanna kom fram að ekk-
ert annað mál hefði valdið jafn mikilli
sundrungu innansveitar og mál væri
komið til að leggja niður vopnin og
sameinast um hagsmuni sveitarinnar.
Vegtæknilegir kostir
Fyrirhuguð vegarlagning sem deil-
urnar snúast um yrði sunnan við ána
Flóku. í máli vegamálastjóra kom fram
að brúin yfír Flóku myndi nýtast bæði
efri og neðri leiðinni en hugmyndir eru
uppi um að endurbyggja brúna. Helgi
greindi frá þeim valkostum sem voru
fyrir hendi í lagningu vegarins, þ.e.
efri og neðri leið og leið 2b sem er
tjlbrigði við neðri leiðina.
„f aðalatriðum má segja að kostir
neðri leiðarinnar séu vegtæknislegs
eðlis, þ.e. minni beygjur, minni brekk-
ur, minni hæð og minni hæðarmunur.
Þessi atriði eru öllu umferðaröryggi
hagstæð. Þess utan er neðri leiðin
ódýrust. Gallar neðri Ieiðar-
innar hins vegar snúa að
íbúum á svæðinu. Annars
vegar fer vegurinn yfir
ræktað og ræktanlegt land
og sker jarðirnar í sundur
og umferðin dregur úr þeirri friðsæld
sem þar ríkir nú. Á móti kemur það
hagræði sem er af góðum veg með
bundnu slitlagi. Hinn gallinn snýr að
jörðum í Flókadal. Þær fjarlægjast
aðalleið og þar með dregur úr gæðum
þeirrar vegaþjónustu sem þar er veitt,“
sagði Helgi.
Helgi sagði að lengd veganna væri
svipuð en efri leiðin þó styst. Mesta
hæð yfir sjó á neðri leið væri 52 metr-
ar en 95 metrar á efri leiðinni og leið
2b. Mesti bratti væri á neðri leiðinni,
9,6%, 6,5% á efri leiðinni og 5,2% á
leið 2b. Skert vegsýn, þar sem heil-
dregin lína yrði á vegi, yrði minnst á
neðri leiðinni, alls á 220 metra kafla,
1.920 metra kafla á efri leiðinni og á
1.200 metra kafla á leið 2b.
Helgi sagði að eins og sæist af þess-
ari upptalningu væri neðri leiðin hag-
stæð út frá vegtæknilegu sjónarmiði.
„Almennar kenningar ganga út á það
að því minni bratti og því minni beygj-
ur því minni líkur eru á slysurn," sagði
Helgi.
Kostnaður vegna neðri leiðar er
metinn á 170 milljónir kr., 230 millj-
ónir kr. végna efri leiðar og 250 millj-
ónir kr. vegna 2b.
Land undir veg
Helgi sagði að land sem færi undir
veg í landareign Stóra-Kropps væri
talið nema 4,1 hektara en á móti
kæmi annað land á vegsvæði gamla
vegarins sem væri um 3 hektarar.
Hluti af því væri ekki eins hæft til
ræktunar og það land sem
færi undir nýja veginn. Á
landareign Ásgarðs færi 4,9
hektarar lands undir nýja
veginn en á móti kæmu 1,7
hektarar í staðinn.
Helgi sagði að unnið væri að end-
urskoðun vegaáætlunar fyrir þetta ár
og komið hefðu fram hugmyndir að
byggja nýja brú yfír Flóku á þessu
ári og styrkja gamla veginn milli Flóku
og Kleppjámsreykja og leggja hann
bundnu slitlagi. Kostnaður við veginn
væri metinn á 50-60 milljónir kr. en
bygging brúarinnar um 41 milljón kr.
„Það má þó ljóst vera nú þegar að
ekki verður gert meira á þessu ári en
að byggja brú yfir Flóku ef sú ákvörð-
un verður tekin," sagði Helgi.
Leiðir úr sjálfheldu
Helgi benti á nokkra möguleika sem
leið úr sjálfheldunni. Einn væri sá að
meirihluti hreppsnefndar og þeir íbúar
sem hafa mótmælt neðri leið láti af
andstöðu sinni og gangi til viðræðna
við Vegagerðina um það hvernig
draga megi sem mest úr því óhag:
ræði landareigenda sem í hlut eiga. í
öðru lagi að meirihluti sveitarstjórnar
freisti þess að fá samþykki skipulags-
yfirvalda við efri leiðina þrátt fyrir
fyrra samþykki sömu yfirvalda við
neðri leiðina. í þriðja lagi nefndi Helgi
þann möguleika að styrkja gamla veg-
inn og leggja hann bundnu slitlagi og
í síðasta lagi að vegamál svæðisins
yrðu skoðuð upp á nýtt í tengslum
við vinnu að gerð svæðisskipulags sem
nú er í gangi.
Ættingjar talast ekki við
Heimamenn tóku því næst til máls.
Bjarni Guðráðsson sagði að málið
væri í sjálfheldu vegna
þess að sveitarstjórnin í
Reykholtsdalshreppi hefði
tekið afstöðu í málinu áður
en hún hefði kynnt sér það
til fullnustu. Hann sagði
að eigendur jarða við neðri leiðina
fengju ómæld hlunnindi af nýjum
vegi, þar væri samgöngubót sem
myndi vega upp óhagræðið af vegin-
um. Hann lagði til að Vegagerðin
gerði undirgöng undir nýja veginn
svo ábúendur að Stóra-Kroppi hefðu
óhindraðan aðgang að ræktarlandi
sínu.
Sigurður Bjarnason tók sömuleiðis
undir sjónarmið vegamálastjóra og
mæltist til þess að menn sameinuðust
um þá framkvæmd að byggð yrði ný
brú yfir Flóku og lykju síðar vinnu
við skipulag á svæðinu.
Þorsteinn Pétursson sagði að fleiri
en hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps
ættu að hafa eitthvað um það að segja
hvar vegurinn yrði lagður því vegir í
Reykholtsdalshreppi væru ekki ein-
göngu fyrir Reykdælinga heldur einn-
ig fyrir fólk úr nágrannasveitarfélög-
um og þjóðina alla.
„Við skulum vona að hreppsnefnd
Reykholtsdalshrepps komist ekki
áfram með það skemmdarverk sem
hún virðist vera að vinna, þ.e. að láta
okkur sitja hér uppi vegarlaus næstu
10-20 árin,“ sagði Þorsteinn.
Hann sagði að þetta mál hefði vald-
ið miklu tjóni í sveitinni. Nágrannar
og jafnvel nánustu ættingar, sem
hefðu haft gott samband sín á milli,
töluðust ekki lengur við. Hann sagði
að sveitarfélagið hefði breyst ótrúlega
mikið á undanförnu ári og mál væri
til komið að sundrungunni lyki. „Þetta
mál hefur aldrei snúist um vegarstæði
heldur fólk. Við skulum vona að Vega-
gerðin og þeir sem ráða þessum málum
beri gæfu til þess að leggja veginn á
sléttu landi en ekki hoppa með hann
yfir hæðir og hóla,“ sagði Þorsteinn.
Gunnar Bjarnason, oddviti hrepps-
nefndarinnar, sagði að lausn málsins
væri fólgin í meiri og betri skipulags-
vinnu. Hann sagði að inn f það ferli
skorti samstarf Vegagerðarinnar og
sveitarstjórnarinnar. „Ég hef alltaf
haldið því fram að efri leiðin þjónaði
byggðinni best og þeirri atvinnuupp-
byggingu sem er hér á svæðinu," sagði
Gunnar.
Jón Kjartansson, bóndi á Stóra-
Kroppi, sagði að það væri dapurlegast
í þessu máli þær innansveitardeilur
sem hefðu stigmagnast. „Ég álít það
skyldu mína, og sú skylda er lögfest
í lögum um mat á umhverfisáhrifum,
að veita framkvæmdaraðilum og
stjórnvöldum aðhald og gæta eigin
hagsmuna," sagði Jón.
Hann kvaðst ekki vilja nota þetta
tækifæri til þess að deila um einstök
atriði, nóg hefði verið gert af því áður
í ijölmiðlum. „Ég vil hins vegar árétta
það hvers vegna ég vil ekki þennan
veg. Ég geri engan greinarmun á því
hvort vegurinn liggur um hlaðið við
íbúðarhús mitt eða fyrir framan fjósið.
Eg keypti jörðina fyrir
tveimur árum og ætlaði að
byggja þarna upp öflugan
landbúnað. Margir reyndu
að telja úr mér kjark og ég
hef reyndar oft efast um það
að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Ég
lít svo á að verði þessi vegur lagður
verði skilyrði mín til búskapar verulega
verri. Ég trúi því ekki að allir þeir
bændur, sem þyrftu að horfa upp á
það að jörð þeirra yrði klofin í þriðja
sinn, myndu ekki bregðast við eins og
ég og reyna að hafa áhrif á þessa
framkvæmd," sagði Jón.
Jón kvaðst taka undir orð annarra
ræðumanna á fundinum að það væri
mál að linnti og menn gætu snúið sér
að sínum hagsmunamálum.
Ómæld
hlunnindi af
nýjum vegi
Skilyrði til
búskapar
versna
Kínveijar áhugasamir um
aukin samskipti við Island
FYRSTI varaforseti kín-
verska þingsins, herra
Tian Jiyun, heimsótti Al-
þingishúsið í gærmorgun
á öðrum degi opinberrar heimsókn-
ar sinnar til íslands ásamt fjórtán
manna föruneyti. Með varaforset-
anum í för eru Tong Zhiguang, sem
situr í forsætis- og utanríkismála-
nefnd kínverska þingsins og er
jafnframt formaður Export-Import
bankans í Kína, starfsmenn ráðu-
neyta um utanríkismál, efnahags-
lega samvinnu og öryggismál, auk
fulltrúa forsætisnefnda í þingum
ýmissa héraða, ritara og aðstoðar-
manna. Ein kona er í hópnum og
gegnir starfi túlks.
Alþingi bauð Kínverjunum til
íslands í því skyni að endurgjalda
heimsókn sendinefndar þingmanna
til Kína í fyrra og gerðu gestirnir
víðreist í gær. Hópurinn dvelst á
Hótel Sögu og hófst gærdagurinn
á heimsókn í Alþingishúsið þar sem
forseti_ Alþingis tók á móti gestun-
um. „Ég fór með þá inn í þingsal-
inn, skýrði fyrir þeim hvernig þing-
ið vinnur og gerði grein fyrir stjórn-
skipulagi okkar. Það kom þeim
einna mest á óvart hvað hvert þing
stendur lengi. Þeir eru vanir að
sitja í mjög stuttan tíma en ganga
þá frá áætlanagerð til margra ára,“
segir Ólafur.
Áhugi á frekara samstarfi
Að skoðunarferð lokinni hófust
viðræður milli þingforseta og gest-
anna þar sem ýmislegt bar á góma.
„Ég innti eftir helstu viðfangsefn-
um og var mér þá gerð grein fyrir
batnandi efnahagsástandi í Kína;
lækkandi verðbólgu, vaxandi þjóð-
artekjum og auknum viðskiptum
við önnur ríki. Við skiptumst síðan
á skoðunum um vaxandi samskipti
ríkjanna, einkum það sem íslend-
ingar geta komið að, sem er fyrst
og fremst á sviði raforkumála,
nýtingar jarðhita og vegagerðar
og samvinna á sviði fiskveiða.“
Ólafur sagði jafnframt að gest-
irnir hefðu lýst áhuga sínum á við-
ræðum um jarðhitanýtingu og raf-
orkumál og að þeir telji góða mögu-
leika á frekara samstarfi við ís-
lendinga. Loks sagðist þingforseti
myndu beita sér fyrir því að gest-
irnir hittu íslendinga sem sýnt
hefðu samskiptum við Kína sér-
stakan áhuga og yrði þeim stefnt
til málsverðar í boði forseta Alþing-
is í þeim tilgangi í kvöld.
Finnur Ingólfsson iðnaðar- og
viðskiptaráðherra tók á móti kín-
verska þingforsetanum og föru-
neyti hans og sagðist einkum hafa
kynnt þeim Island sem vænlegt
land til fjárfestingar. „Kínverjar
fjárfesta talsvert utan Kína og við
reyndum að draga fram kostina
sem Island hefur upp á að bjóða.
Þá bar á góma fyrri viðræður land-
anna um byggingu álvers og höfum
við ákveðið að senda nefnd út til
Kína 22.-29. apríl til að leggja
mat á hvort starfsemi 40.000 tonna
álvers geti samrýmst þeim kröfum
sem við gerum í umhverfismálum,“
sagði Finnur Ingólfsson.
I nefndinni verða fulltrúar mark-
aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins
og Landsvirkjunar.
Aukinn útflutningur æskilegur
Guðmundur Bjarnason starfandi
utanríkisráðherra hitti Kínveijana
einnig að máli og var ánægður með
fundinn að eigin sögn. Kvað hann
koma örlítið á óvart að svo stór
þjóð hefði þetta mikinn áhuga á
samskiptum við smáþjóð á borð við
Island. Rætt var um samstarf þjóð-
Morgunblaðið/Þorkell
FYRSTI varaforseti kínverska þingsins, herra Tian Jiyun, skoðaði Alþingishúsið í gærmorgun á öðrum
degi opinberrar heimsóknar sinnar til íslands ásamt fjórtán manna föruneyti.
, Morgunblaðið/Árni Sæberg
KINVERSKU gestirnir nutu leiðsagnar Stefáns Karlssonar for-
stöðumanns í Árnastofnun í gær.
Morgunblaðið/Þorkell
VARAFORSETINN, herra Tian Jiyun, heilsar frú Vigdísi Finnboga-
dóttur forseta íslands á Bessastöðum í gærdag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra heilsar fyrsta
varaforseta kínverska þingsins, herra Tian Jiyun.
anna í atvinnu- og viðskiptamálum
og hvernig mætti breyta því. „Og
kannski leiðrétta þann halla sem
er fyrir hendi því við flytjum miklu
meira inn frá þeim en þeir frá okk-
ur. í því sambandi var meðal ann-
ars rætt um okkar þekkingu og
möguleika á sviði sjávarútvegs,
bæði hvað varðar veiðar og
vinnslu," sagði Guðmundur.
Umhverfismál bar einnig á góma
og segir ráðherrann að ýmsu sé
ábótavant í þeim efnum í Kína sem
fullur skilningur sé á að bregðast
þurfi við. „Við ítrekuðum fyrri
mótmæli okkar við kjarnorkutil-
raunum Kínveija, ræddum mann-
réttindamál, lýðræði og samskiptin
við Tævan. Sagði ég að stjórnvöld
fögnuðu því ef tekin yrðu einhver
skref í rétta átt. Varaforsetinn
staðfesti að tekið hefði verið við
mótmælunum og sagðist sammála
áherslum íslendinga í mannrétt-
indamálum en það var ekki rætt
nánar.
Hvað Tævan áhrærir var áhersla
lögð á þá afstöðu að landið væri
hluti af Kína og að ekki verði gef-
ið eftir í því efni. Á hinn bóginn
fullyrtu þeir að sú efnahagslega
þróun sem orðið hefur í Tævan
muni halda áfram óháð því skipu-
lagi sem ríki- á meginlandinu og
tala í því sambandi um eitt land
en tvö kerfi,“ sagði ráðherra.
Kínversku gestirnir komu við í
Árnagarði síðdegis og fengu að
skoða annað aðalhandrit Grágásar,
íslendingabókarhandrit og Land-
námabók, sömuleiðis Flateyjarbók
og Konungsbók Eddukvæða. „Við-
tökurnar voru góðar og þeir sýndu
handritunum nokkurn áhuga. Þeir
voru forvitnir um Grágásarhandrit-
ið og hvernig það hefði verið gert;
hvort það væri skrifað, hvort staf-
irnir væru þrykktir og á hvað væri
skrifað,“ segir Stefán Karlsson for-
stöðumaður Árnastofnunar. Segir
Stefán það hafa komið talsvert á
óvart að um kálfskinn væri að
ræða og að pappír skyldi ekki hafa
borist hingað fyrr en á 15. öld.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, tók á móti gestunum á
Bessastöðum í gær og í gærkvöldi
bauð Davíð Oddsson forsætisráð-
herra til kvöldverðar í Ráðherrabú-
staðnum. I dag fara Kínverjarnir
meðal annars til Þingvalla, skoða
Ljósafossvirkjun, Hveradali og
hitta Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur borgarstjóra.