Morgunblaðið - 11.04.1996, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGÓLFUR GÍSLI
INGÓLFSSON
+ Ingólfur Gísli
Ingólfsson lekt-
or var fæddur í
Reykjavík 11. nóv-
ember 1941. Hann
varð bráðkvaddur
28. mars sl. Faðir
hans var Helgi Ing-
ólfur Gislason
kaupmaður, f. 4.
júní 1899, d. 13. feb.
1968; móðir hans er
Fanney Gísladóttir,
Vogatungu 105,
Kópavogi, f. 4. júní
1911. Ingólfur Gísli
var fjórði í röð sjö
systkina. Systkini hans eru:
Erna, f. 29.1. 1928, Hörður, f.
1.1. 1930, Helga Sigríður, f.
19.3. 1931, Lára Sigrún, f. 2.8.
1943, Ólafur, f. 28.8. 1945, og
Sigurður Valur, f. 31.5. 1948.
7. nóvember 1970 kvæntist Ing-
ólfur Helgu Guðmundsdóttur
arkitekt, f. 26. júní 1950. For-
eldrar hennar eru Guðmundur
Kr. Kristinsson arkitekt og
Sigrid Kristinsson. Börn Ing-
ólfs og Helgu eru: Guðmundur
Gísli, f. 29.3. 1976, Helgi Ingólf-
ur, f. 25.8. 1979, Gunnar Órn,
f. 20.7. 1982, og Fanney Sigrid,
f. 16.3.1986. Ingólfur bjó lengst
af í Kópavogi, síðast í Lindar-
hvammi 7. Ingólfur Gísli lauk
sveinsprófi í húsgagnasmíði
árið 1965, í húsasmíði árið 1968
og fékk síðar meistararéttindi
í sömu greinum. Hann lauk
prófi í húsgagna- og innanhúss-
arkitektúr í Noregi 1977 og
uppeldis- og kennslufræðum
frá KHI. Auk þess lauk hann
ýmsum styttri nám-
skeiðum í fagi sínu.
A æsku; og ungl-
ingsárum átti Ing-
ólfur heima í Fitja-
koti á Kjalarnesi og
vann við búskapinn.
Um tveggja ára
skeið vann hann í
verslun í Reykjavik.
Að námi loknu vann
hann við innan-
hússarkitektastörf,
húsasmíði, hús-
gagna- og innrétt-
ingasmíði í Sviss,
Noregi og á Islandi
og um tíma rak hann eigið inn-
réttingaverkstæði. Frá árinu
1978 kenndi hann við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti og
árið 1985 varð hann lektor í
handmennt við Kennarahá-
skóla Islands. Ingólfur gegndi
mörgum trúnaðarstörfum.
Hann starfaði í Alþýðuflokkn-
um um áratugaskeið. Hann var
í byggingarnefnd Kópavogs-
bæjar um árabil og nú síðast í
kærunefnd fjöleignarhúsa-
mála. Hann var mjög virkur í
íþrótta- og ungmennahreyfing-
um, var formaður Frjáls-
íþróttadeildar Breiðabliks 1962
til 1964, átti sæti í stjórn
Breiðabliks og Fijálsíþrótta-
sambandsins í mörg ár og var
formaður UIVfSK 1969. Hann
var einn af stofnendum Félags
trérennismiða á Islandi og for-
maður þess frá upphafi.
Útför Ingólfs fer fram frá
Digraneskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
Það lagði ískaldan gust um hug
vina og ættingja þegar sú fregn
barst rétt fyrir upprisuhátíðina að
Ingólfur Gísli Ingólfsson hefði orðið
bráðkvaddur 28. mars. Nágusturinn
er ætíð kaldur, aldrei velkominn og
síst þá þegar hann sviptir óvænt á
brott með sér lífi jafn ágæts manns
sem Ingólfs mágs míns, manns á
besta aldri, sem allar vonir stóðu
til - hans sjálfs og þeirra sem
þekktu til - að ætti fjölmargt og
mikið ævistarf óunnið til gagns fyr-
ir ástvini sína og ekki síður fyrir
land sitt og þjóð. Eins og kemur
fram hér að framan var hann sonur
Fanneyjar Gísladóttur frá Lokin-
hömrum við Arnafjörð og Ingólfs
Gíslasonar kaupmanns í Reykjavík.
Hann átti því til mikilla athafna-
manna og Iistamanna að telja í
ættir fram og hlaut þaðan dijúgan
arf þeirra eiginleika. Valur Gísla-
sona leikari var föðurbróðir hans
og rithöfundurinn Guðmundur G.
Hagalín móðurbróðir; báðir _þjóð-
kunnir menn, nefnast þeir hér að-
eins sem tvö dæmi af mörgum.
Sem unglingur hugði Ingólfur á
Iangskólanám en slæmur augnsjúk-
dómur, sem háði honum á þeim
tíma, kom í veg fyrir að hann gengi
þá braut sem hann hafði alla hæfi-
leika til. Hann sneri sér þá að iðn-
námi og fékk meistararéttindi bæði
í húsa- og húsgagnasmíði hérlendis;
í tilbót lauk hann námi í húsgagna-
og innanhússarkitektúr í Noregi
1977, eftir að hafa verið bæði við
vinnu og nám í þessum greinum
þar og í Sviss. Eiginkona Ingólfs,
Helga Guðmundsdóttir arkitekt, var
þá jafnframt við nám í þessum lönd-
um. Samhliða þessu námi rak hann
um skeið innréttingaverkstæði og
stóð fyrir húsabyggingum á höfuð-
borgarsvæðinu. Það liggur í hlutar-
ins eðli að vinnudagur þeirra hjóna
hefur á stundum verið langur með-
an þau voru í senn á eigin vegum
að bijótast gegnum dýrt og mikið
nám og í framhaldi af því að eign-
ast hús og heimili fyrir efnilegan,
vaxandi barnahóp.
Árið 1985 hóf Ingólfur starf á
nýjum vettvangi er hann tók við
stöðu sem lektor í handmennt við
Kennaraháskóla Islands og fékk
það hlutverk um leið að leggja
grundvöll að og móta að mestu leyti
þá deild, ekki síst listiðnað trésmíð-
innar.
Ingólfur gekk að þessu starfi
með miklum dugnaði og áhuga,
þótt ekki sé fýsilegt fjárhagslega
að.ráðast til starfa hjá hinu opin-
bera við að auka menntun og þekk-
ingu á íslandi. En þetta starf átti
um margt vel við hann. Sjálfur var
hann listrænn smiður, frumlegur
hönnuður og svo vandvirkur „perf-
ektionisti“ að hann gat aldrei skilist
við nokkurt verk fyrr en honum
fannst ekki hægt að gera betur.
Hygg eg að dvöl hans í Sviss hafi
ekki síst slípað og fágað meðfædda
hæfileika og vandvirki hans, enda
hefur þar og í grannlöndum Mið-
Evrópu frá örófi alda verið hjarta-
staður evrópskrar handmenntar og
listiðnaðar. Hann kunni glöggt að
sjá að handmennt og listræn hand-
iðja er um þessar mundir í mikilli
endurvakningu meðal margra
menningarþjóða, enda eru það eðli-
leg viðbrögð og vörn listrænnar
þráar mannsins gegn þeim býsnum
ómerkilegra hluta, dóti og drasli
sem spúð er yfir neyslusamfélag
okkar tíma úr sjálfvirkum verk-
smiðjum markaðsóskapnaðarins
sem áfangastaðar á leiðinni upp í
sorpfjöll framtíðarinnar. Hann
spáði og trúði því að listiðnaður
íslendinga ætti mikla framtíð fyrir
sér ef tækist að endurvekja með
þjóðinni fornar iðnmenntir, t.a.m.
tréskurðarlist, og ryðja nýjum
braut. í þeim tilgangi braust hann
m.a. í að fá erlenda verksnillinga á
sviði rennismíði og eldsmíði til þess
að halda námskeið fyrir nemendur
sína og fleiri og var ráðinn í að
fylgja þessu brautryðjandastarfi
eftir. Hann átti mikinn þátt í stofn-
un félags áhugamanna um trérenni-
smíði, var formaður þess félags frá
upphafi. ,Ef handmennt og listræn
iðn hverfur, deyr menningin,“ var
mottó í fyrirlestri sem hann flutti
í Norræna húsinu um þetta hugðar-
efni sitt í vetur, skömmu fyrir lát
sitt.
Skortur kennslubóka og fræðirita
hefur löngum einkennt íslenskar
menntastofnanir og áhugi Ingólfs
sem arkitekts á nýtingu og nytsemi
viðar beindist undanfarin misseri
að því að semja leiðbeiningabók um
viðarfræði og viðarnytjar. Hafði
hann dregið að sér allmikið efni og
drög að slíkri bók er hann lést.
Grein, sem hann birti um íslenska
birkið í 1. tbl. Trérennismiðafélags-
ins fyrir skömmu, sýnir að hann
gat ekki síður beitt stílvopni en egg
smíðatólsins. En hætt er við nú að
samning og birting á jafn þörfu
riti dragist. Vonandi tekur einhver
upp þann þráð sem nú hefur slitnað
úr höndum hans.
Ævi og eiginleikum Ingólfs Gísla,
eða ÍGI eins og hann var oftast
nefndur af sínum nánustu, verða
ekki gerð nein verðug skil í fáeinum
minningarorðum. Hann var skap-
mikill maður og fastur fyrir eins
og hann átti kyn til, en jafnan glað-
beittur og grunnt á léttum húmor.
Félagshyggjumaður var hann í
besta skilningi þess orðs og virkur
þátttakandi í mörgum góðum sam-
tökum og félagsskap og einatt kjör-
inn til forystu á þeim vettvangi.
Sem unglingur og ungur maður var
hann góður íþróttamaður og hafði
yndi af útilífi, skíðaferðum og veiði-
skap. Þá var IGI frá unglingsárum
allgóður skákmaður þótt hann legði
taflmennsku aldrei fyrir sig nema
sem frístundagaman.
Það var gæfa Ingólfs er hann
kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni,
Helgu Guðmundsdóttur arkitekt.
Þau voru um sumt ólíkar persónu-
gerðir - að öðru en mannkostum -
en alltaf samhent, áttu flest áhuga-
mál sín sameiginlega og eignuðust
flögur mannvænteg börn sem ung
sjá nú á bak umhyggjusömum föð-
ur. Heimili þeirra, sem lengst hefur
verið í Lindarhvammi 7, Kópavogi,
ber í senn vott hagrar smiðshandar
húsbóndans og smekkvísi beggja.
Þar hefur jafnan verið gestkvæmt
og margir vinir og vandamenn átt
glaðar stundir með þeim hjónum.
Þar blasir við, sé gengið um garðinn
umhverfis, vottur um eitt af hugð-
arefnum Ingólfs og þeirra beggja,
áhugi á tijárækt og gróandi nátt-
úru. Skógrækt var mikið áhugamál
Ingólfs og hafði hann fengið eignar-
hald á vænni landspildu austur í
Laugardal og varið miklum tíma
og fjármunum til þess að gróður-
setja tré og runna; hugði gott til
að eignast þar síðar afþreyingar-
stað í fallegu umhverfi. Eigi verður
hér svo skilist við að geta ekki eins
af kostum Ingólfs sem hann bar
aldrei á torg, en það var hjálpsemi
hans og greiðvikni sem margir vin-
ir hans og ekki síst vandamenn
nutu ef eitthvað bjátaði á eða boða-
föll ógæfu dundu yfir. Eg vil að
lokum senda Ingólfi, - yfir móðu
hins óþekkta, frá mér og minni fjöl-
skyldu, hugheilar þakkir fyrir sam-
vistir margra ára og kynni, sem
urðu þeim mun betri sem þau urðu
nánari og lengra hefur liðið, en aldr-
aðri móður hans, sem syrgir um-
hyggjusaman son, konu hans og
ungum börnum þeirra innilegustu
samúðarkveðjur.
E.J. Stardal.
Ingólfur Gísli dáinn! Það er erfitt
að átta sig á að þennan atburð
hafi borið að. En lífsþrótturinn og
lífsviljinn stóðust ekki ofurefli dauð-
ans og Ingólfur Gísli er sofnaður
um sinn. Slíkur var hinn svipmikli
persónuleiki hans með brosið bjarta
og glettna að höfðingi mátti hann
kallast í fyllstu merkingu þess orðs,
og er því við fráfall hans vandfyllt
skarð þar sem hann stóð.
Þegar Ingólfs Gísla er minnst ber
hæst mannkosti hans sem voru um
margt mjög óvenjulegir og margir.
Þeir standa skýrir og hreinir í minn-
ingunni, bjartir og fágaðir og það
er heiðríkja yfir þeim ölium eins og
persónuleika hans.
Ingólfur Gísli hafði stórt hjarta
í tvennum skilningi: Líkamlegt
hjarta hans var stórt, en hið óeigin-
lega hjarta var óvenjustórt í sniðum
og rúmaði kærleiksríkar tilfinning-
ar, sem birtust í einstakri hjáipfýsi
og óeigingirni. Þar fór maður sem
ekkert aumt mátti sjá án þess að
rétta hjálparhönd og sem aldrei fór
í manngreinarálit. Siðferðiskennd
hans var sterk og hrein.
Hann var óvenjulega góðum gáf-
um gæddur og frábær handverks-
maður sem margir smíðisgripir
hans bera glöggt vitni um. Kímni-
gáfa var honum ríkulega veitt, og
oft bergmáluðu hús og salir af hlátri
þegar hann lagði orð í belg.
Ingólfur Gísli lagði mikið á sig
til að sjá gleði annarra og naut
gleðilegra samverustunda með fjöl-
skyldu og vinum og sparaði ekki
til. Ferðalög voru honum hugleikin
og fór hann víða ásamt hinni yndis-
legu konu sinni Helgu og einstak-
lega efnilegu börnum. Stórhugurinn
var sannarlega mikill og dró hann
aldrei af. Til að gefa hugmynd um
hug haris má líkja því við, að þegar
einhver hefði boðið í mat eða jafn-
vel gistingu, þá hefði Ingólfur Gísli
boðið vetursetu! Hann var í senn
bæði frændrækinn og örlátur enda
var heimili þeirra Helgu óvenju
gestkvæmt og þar skorti aldrei
húsrými.
Eg kynntist mági mínum Ingólfi
Gísla fyrst þegar hann var 14 ára
gamall og voru stórhugur, dugnað-
ur og ósérhlífni þá þegar ríkjandi
eiginleikar í fari hans við búskapar-
störf á myndarlegu heimili foreldra
hans, Ingólfs Gíslasonar og Fann-
eyjar Gísladóttur.
Hann var áhugamaður um íþrótt-
ir og hugsjónamaður um margt er
til framfara horfði. Gróður landsins
var honum kær. Veiðiferðir til íjalla
voru honum ávallt mikið tilhlökkun-
ar efni þegar sól hækkaði á lofti.
Hér að framan hafa verið taldir
upp ýmsir þeir kostir er prýddu
Ingólf Gísla, en hér er miklu frekar
vantalið en hitt og brestur heldur
orð til að lofa þennan góða dreng
sem genginn er.
Góðs föður og eiginmanns, son-
ar, bróður og mágs er sárlega sakn-
að og fjölskyidurnar og fjölmargir
vinir, kunningjar og samstarfs-
menn, sem urðu þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast honum, munu
aldrei gleyma honum. Betri vin og
félaga var ekki hægt að finna.
Hermann Hallgrímsson.
Frændi minn, Ingólfur Gísli Ing-
ólfsson, verður borinn til grafar í
dag. Brotthvarf hans bar óvænt að,
enda dó hann Iangt um aldur fram.
Við vissum þó um alvarlegan sjúk-
dóm hans. En Ingólfur var svo full-
ur af krafti og hafði verið alla tíð
að ekkert virtist geta stöðvað hann.
Við Ingólfur vorum systrasynir
og hefur verið mikill samgangur
milli fjölskyldna okkar. Á bernsku-
árum mínum bjó fjölskylda hans í
Fitjakoti á Kjalarnesi og þangað
heimsóttum við þau á sumrin suður
yfir heiðar á fjölskylduskódanum.
Fitjakot var mikið ævintýraland og
ekki var síður ljómi yfir þessu
frændfólki mínu sem virtist allt
geta. Systkinin voru sjö talsins og
var Ingólfur Gísli um miðjan hóp.
Fékk hann strax orð á sig fyrir að
vera mikill verkmaður. Það kom sér
vel i Fitjakoti þar sem stundaður
var fjölbreyttur atvinnurekstur,
hefðbundinn búskapur, iðnaður og
um skeið verslunarrekstur.
Afi okkar, Gísli Kristjánsson,
fyrrum útvegsbóndi að vestan, telst
líklega hafa verið fyrsti smíðakenn-
ari Ingólfs. Hann eyddi hluta af
ævikvöldinu í Fitjakoti og sagði pilt-
inum til með ýmis handbrögð. Upp
úr tvítugu lærði Ingólfur síðan hús-
gagnasmíði og varð seinna húsa-
smíðameistari. Enn sótti hann í sig
veðrið upp úr þrítugu og tók próf
í innanhúss- og húsgagnaarkitektúr
í Noregi. Var hann þá giftur sinni
ágætu konu, Helgu Guðmundsdótt-
ur. En þrátt fyrir að bóklærdómur-
inn vefðist ekki fyrir Ingólfi leit
hann sennilega alltaf frekar á sig
sem verkmann en fræðimann.
Góð innsýn Ingólfs í báða þætti
tréiðnanna, hinn verklega og hinn
fræðilega, og ótvíræð hæfni á báð-
um sviðum skapaði honum mikla
sérstöðu. Nemendur hans nutu þess
að sjáfsögðu best, þá tæpu tvo ára-
tugi sem hann kenndi. En hvar sem
hann kom var hann reiðubúinn að
leggja lið sínu stóra áhugamáli sem
var viðgangur handverks á íslandi
og það var raunar eitt af sameigin-
legum áhugamálum okkar frænda.
Ósjaldan riíjuðum við upp hve miklu
meiri áherslu nágrannaþjóðirnar
leggja á handverksfræðslu heldur
en við.
Vitaskuld er missir konu Ingólfs,
Helgu, og barna þeirra íj'ögurra
langmestur. En einnig eiga öldruð
móðir hans og fleiri náin skyld-
menni mikils að missa. Votta ég
og fjölskylda mín þeim okkar
dýpstu samúð með innilegri ósk um
velfarnað í framtíðinni. Sjálfum
þykir mér slæmt að sjá á bak vönd-
uðum manni og góðum félaga.
Helgi M. Sigurðsson.
Það er dýrmætt að eiga góða
vini og sárt að missa þá, ekki síst
þegar menn hafa frá jafn miklu
að hverfa og Ingólfur Gísli Ingólfs-
son. En eigi má sköpum renna. Ég
kynntist Ingólfi fyrir einum 16
árum er hann og fjölskylda hans
fluttu hingað í Lindarhvamminn.
Tókst fljótlega með okkur kunn-
ingsskapur sem þróaðist í vináttu
í tímans rás.
Á æsku- og unglingsárum átti
Ingólfur heima í Fitjakoti á Kjalar-
nesi. Þar sótti hann barna- og ungl-
ingaskóla og vann við búskapinn.
Hugur hans stóð snemma til frek-
ari mennta en hann varð að hverfa
frá þeim áformum um sinn að
læknisráði vegna þráláts augnsjúk-
dóms. Ekki lét hann þó deigan síga
þótt stundarhlé yrði á námi því að
árið 1968 hafði hann lokið námi
bæði í húgsgagna- og húsasmíði
og hafði þá öðlast alhliða reynslu
í hvers kyns smíðum. Síðar fékk
hann svo meistarabréf í báðum
þessum iðngreinum. Ingólfur stofn-
aði eigið húsgagnaverkstæði og rak
um skeið með góðum árangri en
seldi það að svo búnu og flutti til
Sviss þar sem hann vann um hríð
á sannkölluðu listiðnaðarverkstæði
í húsgagnasmíði, þar sem ekki var
spurt um verð vörunnar heldur
gæði. Þar sem Ingólfur var bæði
listrænn og völundarsmiður undi
hann þarna vel sínum hag og öðlað-
ist jafnframt dýrmæta reynslu, sem
kom honum síðar að góðum notum.
En Sviss varð ekki fyrir valinu
fyrir neina tilviljun heldur seiddi
hann þangað ung og fögur blóma-
rós sem síðar varð farsæll lífsföru-
nautur hans, stoð og stytta. Þau
Helga giftust haustið 1970.
Næst lá leiðin til Noregs þar sem
ungu hjónin luku námi í arkitektúr
og elsti sonurinn fæddist. Alls urðu
börnin fjögur. Jafnframt sótti Ing-
ótfur námskeið í tréútskurði á veg-
um Lars Eggens en allt sem viðkom
listrænni tréiðn var Ingólfi mjög
hugleikið. Vildi hann efla alla dáð
í þeim efnum og lét ekki sitt eftir
liggja í þeim efnum eins og þeir
vita best er til þekkja.
Eftir heimkomuna hóf Ingólfur
í raun sitt ævistarf, kennsluna, og
frá 1985 hefur hann verið lektor
við Kennaraháskólann.
Ingólfur starfaði mikið að félags-
málum alla tíð og hann var einn
af frumkvöðlum hins nýstofnaða
Félags trérennismiða á Islandi og
fyrsti formaður þess. Meðal síðustu
verka hans var að rita hvatningar-
og fræðigreinar í hið myndarlega
fyrsta tölublað málgagns þess, Tré-
rennismiðinn.
Ekki verða fjölmörg áhugamál
Ingólfs tíunduð hér, utan náttúru-
skoðun hvers konar. Ber þar trén
hæst. Allt sem þeim viðkom var
honum lifandi áhugamál. Gilti einu
hvort það var ræktun, rót eða bol-
ur, harka eða sveigjanleiki. Engin
lykkja var svo löng að hún væri
ekki leggjandi á sig til að sjá og
mynda fallegt tré, hlúa að græð-
lingi, nálgast rótarhnyðju, reka-
drumb eða komast yfir bol af gull-
regni til smíða.
Ingólfur var mjög glaðvær að
eðlisfari og hrókur alls fagnaðar á
góðra vina fundi. Hann var veitull
með afbrigðum og gjafmildur og
naut þess að gera vinum sínum
góðar veislur af minnsta tilefni.
Snyrtimennska var honum í blóð