Morgunblaðið - 11.04.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
PIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 35
í dag er kvödd hinstu kveðju
elskuleg vinkona mín, Guðrún Re-
bekka Sigurðardóttir. Guðrún var
einstök kona á margan hátt. Hún
var afar félagslynd og naut þess
að vera innan um annað fólk.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Guðrúnu í sameiginlegum fé-
lagsskap okkar, Sinawik í Reykja-
vík. Hún var einn af stofnendum
klúbbsins árið 1969 og var fyrsti
ritari hans. Guðrún tók við sem
formaður þá um haustið og var hún
fyrsti formaður félagsins sem
gegndi því embætti heilt starfsár.
Hún bar hlýjan hug til félagsins
og var ein ötulasta félagskonan sem
sótti fundi í 27 ára sögu þess. Hún
var formaður Landssambands
Sinawik 1980-1982 og gegndi því
embætti af trúnaði og samvisku-
semi eins og öll þau störf sem hún
tók að sér. Guðrún var á heima-
velli þar sem Sinawik var. Hún
kunni sögu Sinawik betur en marg-
ur annar og gat miðlað okkur yngri
konunum fróðleik um upphafsárin.
Við Guðrún unnum saman í
nefndum félagsins og þá var tekið
til hendinni af röggsemi og festu
því vinkonan vildi að hlutirnir
gengju hratt og vel fyrir sig. Stund-
vísi og skipulag voru henni að skapi
og ekki var verra ef áætluð tíma-
mörk fundanna stæðust. Hún var
ófeimin að láta skoðanir sínar i ljós
um menn og málefni og talaði hisp-
urslaust og án allrar tæpitungu.
Þessi eðlisþáttur var ríkur í fari
Guðrúnar, þetta var hún sjálf. En
nú er skarð fyrir skildi, félagið hef-
ur misst eina sína mætustu félags-
konu og það skarð verður ekki fyllt.
Ég átti í Guðrúnu einstakan vin
sem mér þótti svo vænt um. Mér
þótti vænt um hlýtt og traust hand-
takið, léttan koss á kinn þegar við
hittumst og kvöddumst og hvatn-
ingarorðin þegar ég tók við for-
mennsku í félaginu okkar. Mér þótti
vænt um trúmennsku hennar og
trygglyndi sem hún sýndi okkur
Ævari alla tíð. Eftir að Guðrún
greindist með þann sjúkdóm sem
varð henni að aldurtila áttum við
saman mörg símtölin. Mér fannst
það gott veganesti fyrir nýbyijaðan
dag að hringja í Hofslundinn og
heyra í vinkonu minni. Leita fregna
af heilsu hennar og heyra eitt og
annað um áhugamál okkar beggja.
Hún bar hag fjölskyldunnar fyrir
bijósti og talaði af stolti um störf
barnanna sinna og tengdabarna.
Ömmubörnin voru henni hugleikin
svo og langömmubörnin.
Guðrún var hafsjór af fróðleik
um Kiwanis en þar hefur Ólafur
eiginmaður hennar verið félagi í
yfir 30 ár.
Ótaldar voru ferðir þeirra hjóna
á Evrópu- og Heimsþing Kiwanis
og þar naut hún sín innan um vini
sína víðs vegar að úr heiminum.
Hún átti auðvelt með að halda uppi
samræðum við fólk af ólíku þjóð-
erni því hún var gædd eiginleikum
félagsverunnar. Á Heimsþingi Kiw-
anis í Las Vegas í fyrrasumar var
stór stund fyrir fjölskylduna en þá
tók tengdasonur hennar, Eyjólfur
Sigurðsson, við sem heimsforseti
hreyfingarinnar. Þar var stórfjöl-
skyldan samankomin til að fagna
þessum merka áfanga. Guðrún lét
ekki sitt eftir liggja og var þá orðin
veik. Dugnaður hennar var ótrúleg-
ur að ferðast svo langa leið en hún
naut umhyggjusemi fjölskyldunnar
í hvívetna.
Svo fór að heilsunni hrakaði jafnt
og þétt á næstu mánuðum, kraftur-
inn þvarr smám saman og hún var
lögð inn á sjúkrahús. Ég fékk tæki-
færi að kveðja mína kæru vinkonu
á spítalanum og fyrir það er ég
þakklát.
Nú er lífsgöngu Guðrúnar lokið
og komið að kveðjustund. Sinawik
í Reykjavík kveður mæta félags-
konu með virðingu og þökk.
Elsku Ólafur, Sjöfn, Eyjólfur,
Einar, Inga Jóna og aðrir ástvinir.
Við Ævar sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að veita ykkur styrk og hugg-
un.
Ásta Guðjónsdóttir,
formaður Sinawik
í Reykjavík.
MIIMIUINGAR
+ Friðjón Skarp-
héðinsson fæddr
ist á Oddsstöðum í
Miðdölum 15. apríl
1909. Hann lést í
Reykjavík 31. mars
síðastliðinn. Eftir-
lifandi eiginkona
Friðjóns er Sigríð-
ur Ólafsdóttir, f. 31.
maí 1930. Börn
Friðjóns eru fjögur,
þau eru Þórarinn
Friðjónsson, maki
Ólöf Jónsdóttir,
María Friðjónsdótt-
ir, maki Ástmundur
K. Guðjónson, Ólafur Héðinn
Friðjónsson, maki Auður
Gunnarsdóttir, og Kristín Lára
Friðjónsdóttir, maki Erlendur
Helgason.
Friðjón lauk stúdentsprófi
frá MR árið 1930, lögfræði-
prófi frá HÍ 1935 og stundaði
síðan framhaldsnám í Kaup-
mannahöfn 1937-38. Hann
varð bæjarstjóri í Hafnarfirði
vorið 1938 og gegndi því starfi
Síðdegis laugardaginn 30. mars
buðum við hjónin heim til okkar
nokkrum góðvinum til kaffidrykkju
og á meðal þeirra voru frú Sigríður
Ólafsdóttir og eiginmaður hennar
Friðjón Skarphéðinsson. Ég hafði
orð á því eins og fleiri hve hraust-
lega Friðjón liti út, því hann hafði
verið dálítið slappur öðru hveiju upp
á síðkastið.
Síðari hluta næsta dags hringdi
frú Sigríður og sagði okkur að Frið-
jón hefði skyndilega veikst þá um
daginn er þau óku nálægt Borgar-
spítalanum. Þau höfðu hraðað sér
beint á slysavarðstofuna og dó hann
þar á spítalanum mjög fljótlega því
að ekki hefði tekist að stöðva kröft-
uga innvortis blæðingu hjá honum
í tæka tíð.
Okkur brá mikið við þessi tíðindi
enda voru þau hryllileg og óvænt.
Kynni okkar Friðjóns voru nokk-
uð löng því við vorum að mestu
samferða gegnum Menntaskóla
Reykjavíkur þar sem hann var ein-
um þekk á undan mér enda nær
ári eldri.
I Háskólanum vorum við samtím-
is að miklu leyti. Hann var þó orð-
til 1. mars 1945 er
hann var skipaður
sýslumaður í Eyja-
fjarðarsýslu og
bæjarfógeti á Ak-
ureyri. I tæpt ár,
frá 23. desember
1958 til 20. nóvem-
ber 1959, sat hann
sem ráðherra
dómsmála, land-
búnaðar- og félags-
mála, en tók þá aft-
ur við embætti sínu
á Akureyri. Árið
1967 var hann svo
skipaður yfirborg-
arfógeti í Reykjavík og gegndi
því embætti til 1979. Friðjón
var landskjörinn alþingismað-
ur 1959-63 og sat það tímabil
sem forseti sameinaðs Alþing-
is, kom síðan inn aftur sem
varaþingmaður 1965-67. Eftir
Friðjón liggur fjöldi rita og
hefur honum hlotnast margvís-
legur heiður á lífsleiðinni.
Utför Friðjóns var gerð frá
Fossvogskapellu 9. apríl.
inn lögmaður og embættismaður
tveimur árum áður en ég útskrifað-
ist úr læknadeildinni árið 1937.
Friðjón var mjög vel gefinn og
afbragðs námsmaður. Hann var
hlédrægur og lítt málgefinn að jafn-
aði en ágætur ræðumaður enda
þurfti hann oft að beita mælskulist-
inni í hinum mörgu, opinberu störf-
um sem honum voru falin svo sem
í ráðherra- og yfirborgarfógeta-
embættunum.
Eins og alþjóð veit var honum
trúað fyir fjölmörgum ábyrgðar-
störfum í þessu þjóðfélagi sem hann
rækti með kostgæfni en tæplega
hef ég séð nokkurn jafnyfirlætis-
lausan mann gegna slíkum störfum.
Drambsemi var honum fjarri
skapi. Yfirlætisleysi og lítillæti hafa
löngum þótt einkenna stórmenni og
hvort tveggja átti Friðjón í ríkum
mæli.
Því miður höfðum við ekki mikil
samskipti fyrri hluta ævi okkar.
Langt framhaldsnám mitt erlendis,
til ársins 1945, er ég kom heim og
hóf læknisstörf í Reykjavík við sér-
grein mína og vann þar að mestu
síðan og hann var samtímis við
embættisstörf sem bæjarfulltrúi á
Akureyri og í æðri embættum að
því loknu, hittumst við því miður
sjaldan.
Vorið 1954 útskrifaðist dóttir
mín, Ásthildur Erlingsdóttir, sem
stúdent frá Menntaskóla Akur-
eyrar. í höfuðstað Norðurlands var
sólskin og blíða. Þá var Friðjón
Skarphéðinsson bæjarfógeti á Ák-
ureyri og sýslumaður Eyjafjarðar-
sýslu.
Hann var svo elskulegur að bjóða
okkur hjónunum, ásamt Áshildi og
öllum nýstúdentunum heim til mót-
töku og mannfagnaðar í skrúðgarð-
inurmvið sýslumannsbústaðinn. Þar
var skálað í kampavíni, haldnar
ræður og nýstúdentunum fagnað
innilega.
Friðjón var höfðingi heim að
sækja og þess höfum við hjónin oft
notið. Síðari árin höfum við um-
gengist hann nokkuð og hans in-
dælu eiginkonu og jafnvel ferðast
með þeim til útlanda. Alltaf hefur
hann verið jafnrólegur, þægilegur
og tillitssamur sem ævinlega. Þegar
því var að skipta gladdist hann með
glöðum, hló hjartanlega og skemmti
sér.
Eiginkona hans, frú Sigríður Ól-
afsdóttir, hefur einnig orðið góð
vinkona okkar, alltaf glaðleg , upp-
örvandi og mikil húsmóðir sem búið
hefur bónda sínum fagurt og nota-
legt heimili. í gestrisni voru þau
hjónin samhent eins og í fleiru.
Friðjón var mjög góðviljaður og
vingjarnlegur, vildi hvers manns
vanda leysa. „Svona eiga sýslu-
menn að vera“ segir gamalt mál-
tæki. Hann var réttur maður á rétt-
um stað þegar hann gegndi því
starfi en þannig var hann ævinlega
og þótti öllum vænt um hann sem
honum kynntust.
Að lokum vil ég geta þess að
hann var einn víðlesnasti maður
sem ég hef kynnst og átti hann
eitt stærsta og merkilegasta bóka-
safn, sem ég hef séð og heyrt um
getið, í einkaeign hér á landi.
Það er mikið áfall fyrir okkur
hjónin að missa góðvin okkar Frið-
jón Skarphéðinsson og ennþá til-
finnanlegra hlýtur það að vera fyr-
ir nánustu ástvini hans.
Við Þórdís og böm okkar sam-
hryggjumst innilega frú Sigríði,
ekkju hans, og öllum aðstandendum
þeirra.
Við biðjum Friðjóni guðsblessun-
ar á þeim leiðum sem hann nú hef-
ur lagt út á.
Blessuð sé minning hans.
Erlingur Þorsteinsson
FRIÐJÓN
SKARPHÉÐINSSON
Örfáum orðum viljum við minn-
ast góðs vinar, Friðjóns Skarphéð-
inssonar.
Kynni okkar hófust fyrir hart- )
nær tíu árum þegar börnin okkar,
Kristín Lára og Erlendur, leiddu
okkur saman. Giftudijúgri starf-
sævi hans var þá lokið og hann i
sestur í helgan stein. Hugurinn var j
þó enn ungur og sístarfandi og .
hans helgi steinn var bókasafnið V
sem var óvenjulegt bæði að stærð j
og innihaldi. Þar sat hann löngum /
stundum við lestur og margs konar !
grúsk og skýrust verður mynd hans ,
í huga okkar þar sem hann situr í '
stólnum sínum við gluggann í bóka-
herberginu, umkringdur bókum.
Ást hans á bókinni vaknaði
snemma. í augum hans var góð
bók gersemi sem bar að umgang- 1
ast af nærfærni og virðingu. Ein- i
hveiju sinni, þegar hann var spurð- j
ur hvað hefði vakið ástríðu hans j
til bókasöfnunar, svaraði hann, að j
það hafi verið bókaskorturinn þeg- j
ar hann var að alast upp. Það má j
fara nærri um hve fróðleiksþyrst- |
um og gáfuðum unglingi var mik- í
ill fengur að góðri bók á leið sinni , *
til menntunar og þroska. Friðjón
var líka víðlesinn og fjölfróður
maður og minnugur vel. Enda þótt
hann kvartaði síðustu árin undan
því að hann væri orðinn gleyminn,
þegar hann þurfti að fletta ein-
hveiju upp sem hann áður mundi' ;
hefði margur yngri maðurinn mátt \
öfunda hann af minninu. *
Það var einstaklega gott að vera j
í návist hans og góðar stundir átt- (
um við með þeim Sigríði og Frið-
jóni bæði á heimili þeirra og okk-
ar. Þau hafa verið samhent í lífínu .
og börnin þeirra bera þess vitni að fi
vera ræktuð frá fyrstu tíð. Fallegra
og kærleiksríkara samband feðg- ’
ina, en hans og Kristínar Láru, er sj
vandfundið. |
Friðjón var hógvær maður, hæg- I
ur, traustur og hlýr. Hann grund- .
aði hugsun sína og gætti hófs í ;
orðum en kunni einnig vel að meta
gamansemi.
Við söknum hans og erum þakk- I
iát fyrir að hafa kynnst öðlingnum
Friðjóni Skarphéðinssyni og átt
hann að vini.
Sigríði og fjölskyldunni allri
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Margrét Erlendsdóttir,
Helgi Hafliðason.
KRISTÍN
GÍSLADÓTTIR
+ Kristín Gísla-
dóttir fæddist
23. júní 1916. Hún
lést i Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 30.
mars síðastliðinn.
Kristín var dóttir
hjónanna Krislj-
ánssínu Bjarnadótt-
ur og Gísla Árna-
sonar frá Hellis-
sandi. Hún var
yngst fjögurra
systkina. Kristín
giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum,
Þorgeiri Jónssyni
frá Gröf í Laugardal, árið 1944.
Útför Kristínar fór fram 9.
apríl.
Þann 30. mars sl. lést Kristín
Gísladóttir, sem lengi hefur átt
heima í Ljósheimum 12 Rvk. Krist-
ín, eða Stína eins og hún var jafnan
nefnd, var yngst fjögurra systkina,
dóttir hjónanna Kristjánssínu
Bjarnadóttur og Gísla Árnasonar
frá Hellissandi. Stína ólst upp í
Reykjavík hjá foreldrum sínum, sem
af óbilandi þrautseigju sáu heimil-
inu farborða þrátt fyrir að heimilis-
faðirinn gengi ekki heill til skógar,
en hann hafði misst aðra höndina
við olnboga áður en
Stína fæddist. Foreldr-
ar hennar slitu sam-
vistum þegar hún var
sjö ára og eftir það
ólst hún upp hjá móður
sinni og lærði snemma
að aðstoða hana í lífs-
baráttunni. Þessi
kröppu kjör sem hún
ólst upp við, ásamt
óbilandi kjarki og fast-
mótuðum trúarskoð-
unum móðurinnar,
settu sinn svip á ævi-
feril Stínu. Hún leit
alla tíð upp til móður
sinnar og aðstoðaði hana og leit til
hennar flesta daga síðustu æviár
hennar. Stína giftist eftirlifandi
manni sínum, Þorgeiri Jónssyni,
miklum reglu- og drengskapar-
manni, frá Gröf í Laugardal, árið
1944. Hann stundaði vörubílaakst-
ur þar til hann hætti störfum vegna
aldurs fyrir nokkrum árum. Því
miður varð þeim ekki barna auðið.
Stína lagði sig fram við að prýða
heimili þeirra með fágætum út-
saumi og málverkum, en hún var
listfeng að eðlisfari þó skólaganga
yrði engin í þeim efnum. Það dylst
engum sem sér þeirra heimili að
þar bjó alþýðulistamaður.
Ég átti því láni að fagna að al-
ast upp á heimili þeirra hjóna í fimm
vetur en Stína var móðursystir mín.
Foreldrar mínir bjuggu þá að
Höfðabrekku í Mýrdal. Þar var að-
staða til skólagöngu engin, en mér
stóðu allar dyr opnar hjá Stínu og
Geira. Alla tíð síðan reyndust þau
mér sem bestu foreldrar og börnum
mínum sem afi og amma. Þegar
ég kom til þeirra haustið 1946
bjuggu þau í þröngri kjallaraíbúð
við Vesturgötu, eitt herbergi og
eldhús. En þar sem nóg er hjarta-
rými þar er líka húsrúm og þrátt
fyrir atvinnuleysi og skömmtun á
ýmsum vörum liðum við aldrei
skort. Það var mest að þakka sam-
heldni, nýtni og reglusemi þeirra
hjóna. Slíkt kennir enginn skóli
nema lífsins skóli. Sem skjólstæð-
ingur þeirra á uppvaxtarárunum er
mér ljúft að þakka frænku minni
alla þá elsku og velvild, sem hún
sýndi mér og mínum á vegferð sinni
í lífinu. Heimili hennar og Geira var
kærleikans hús. Þar áttum við, ég
og mín fjölskylda, jafnan skjól ef
við gistum Reykjavík.
Megi góður Guð styrkja þig og
styðja, Geiri minn.
Þorsteinn Ragnarsson.
Elsku Stína frænka, þú ert farin
og kemur aldrei aftur. Þrátt fyrir
að við kölluðum þig aldrei annað
en Stínu frænku varstu okkur sem
önnur amma.
Þú átt aldrei aftur eftir að hringja
og spjalla um alla heima og geima.
Máni Steinn heyrir ekki oftar rödd-
ina þína sem hann var farinn að
þekkja svo vel. Þeirra stunda sem
við áttum yfir kaffibolla eigum við
eftir að sakna því það var hægt að
spjalla við þig um allt. Við gleymum
aldrei öllu því sem þú og Geiri gerðu
fyrir okkur. Þú saumaðir á okkur
föt, jafnvel úr gömlum gardínum,
því þú þekktir tímana tvenna. Það
fór enginn í sporin þín. Þú varst
ein af fáum sem var alltaf jafn
hreinskilin og blátt áfram, tilgerð
var ekki til í þér. Þú varst kraftmik-
il þrátt fyrir veikindin í seinni tíð,
meira að segja daginn áður en þú
fórst talaðir þú um að þú þyrftir
að fara að baka brauð. Þú varst
skapandi og listræn og bera handar-
verk þín vott um það. Þú gast ekki
eignast börn, þú hefðir orðið góð
móðir. Myndirnar sem þú saumaðir
bera vitni um hve heitt' þú unnir
bömum. Þú varst alltaf svo vel til-
höfð og hafðir gaman af að um-
gangast fólk enda varstu alls staðar
hrókur alls fagnaðar.
Elsku Stína, við þökkum fyrir
að hafa fengið að njóta návistar
þinnar. Það eina sem getur huggað
okkur á þessari stundu eru minn-
ingarnar um þig og sú vissa að þú -
tekur vel á móti okkur þegar okkar
tími kemur.
Elsku Geiri, missir þinn er mik-
ill, þú gerðir allt fyrir Stínu. Við
eigum engin orð til að sefa sorg
þína en mundu að okkur þykir mjög
vænt um þig.
Elín, Björk, Kristín, p
Lilja og Elías.