Morgunblaðið - 11.04.1996, Side 39

Morgunblaðið - 11.04.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 39 ATVIN N MMA UGL YSINGAR Matreiðslumaður Veitingastaðurinn Hverinn í Mývatnssveit óskar eftir að ráða matreiðslumann í sumar. Upplýsingar í simum 464-4189 og 464-4186. Einstök manneskja óskast Við erum tvær systur, 7 mánaða, sem vant- ar góða gæslu virka daga e. h. heima hjá okkur. Mamma eða pabbi verða við símann í kvöld og næstu kvöld. Síminn er 553 2639. Sölumaður Sölumaður, sem ferðast sjálfstætt um landið og hefur áhuga á að bæta við sig auðseljan- legum vörum, leggi nafn sitt og heimilisfang með símanúmeri inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 20. apríl, merkt: „L - 4142“. Vélstjóri Jökull hf., Raufarhöfn, auglýsir eftir vélstjóra á tog- og nótaveiðaskip (EX Drangur SH 511). Skipið mun fara til síld- veiða í maí. Áhugasamir hafi samband við Jóhann Ólafsson eða Harald Jónsson í síma 465-1200, 465-1212 eða 465-1296. Ljósmæður Okkur á Sjúkrahúsi Akraness bráðvantar Ijós- mæður í sumarafleysingar. Nánari upplýsingar veita Sólveig Kristinsdótt- ir, hjúkrunardeildarstjóri, og Steinunn Sigurð- ardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 431 2311. Lausarerutil um- sóknar þrjár stöður forstöðumanna sviða á skrifstofu skólamála í Reykjavík - Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur. Samkvæmt lögum um grunnskóla frá 8. mars 1995 munu grunnskólar heyra undir sveitarfélögin frá og með 1. ágúst 1996. í Reykjavík verður sett á stofn ný skrifstofa skólamála. Þar verður yfirstjórn menntamála á vegum Reykjavíkurborgar. Skrifstofan verð- ur til húsa í Miðbæjarskólanum og mun hún skiptast í þrjú svið: Þjónustusvið, þróunar- svið og rekstrarsvið. Auglýst eru til umsóknar störf forstöðu- manna þjónustusviðs, þróunarsviðs og rekstrarsviðs. Forstöðumaður þjónustusviðs Á þjónustusviði fer fram fagleg þjónusta við skólastjóra, kennara eða aðra starfsmenn skóla, nemendur og aðstandendur þeirra. Þessi þjónusta felur m.a. í sér kennsluráð- gjöf vegna bekkjarkennslu, sérkennslu, námsmats og námsefnis, sérfræðiþjónustu, leiðsögn um nýbreytnistarf og mat á skóla- starfi, umsjón með símenntun kennara ísam- vinnu við kennaramenntunarstofnanir og leiðsögn um foreldrasamstarf. Hlutverk yfirmanns þjónustusviðs: • Hafa forystu og frumkvæði um uppbygg- ingu og skipulagningu þjónustusviðs í sam- vinnu við yfirmann fræðslumiðstöðvar. • Stjórna starfsemi þjónustusviðs. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. Sölumaður Vegna aukinna verkefna vantar sölumann til starfa strax. Framtíðarstarf. Reynsla af sölu- mennsku er æskileg. Bíll er nauðsynlegur. Viðkomandi situr kynningarnámskeið í upp- hafi starfs. Góð laun í boði fyrir árangursrík- an sölumann. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf berist afgreiðslu Mbl. fyrir 16. apríl nk. merktar: „Sölumaður - 2001“. T ónlistarkennarar Tónlistarskóli A-Hún. auglýsir lausar stöður skólastjóra og kennara á tréblásturshljóð- færi, frá og með næsta skólaári. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1996. Upplýsingar veitir Skarphéðinn Einarsson í síma 452 4180 eða 452 4060 og Steindór Haraldsson í síma 452 2730 eða 452 2624. Verkstjóri kvöldsölu Leitað er að kröftugum sölumanni sem hefur mannlegu samskiptin á hreinu. Mikil ábyrgð fylgir starfinu. Stjórnun og þjálfun símasölu- manna, frágangur samninga, þátttaka í sölu, símsvörun þjónustusíma o.s.frv. Vinnutími mánudag til fimmtudags frá kl. 17.00-22.30. Þátttaka í sölustjórnun fer fram á dagtíma. Viðkomandi þarf að vera vel að sér í fyrir- tækjaþjónustu og hafa góða reynslu til að miðla til annarra. Umsóknum með uppl. um menntun og fyrri störf, berist afgreiðslu Mbl. fyrir 16. apríl nk. merktar: „Verkstjóri - 2002“. • Kennaramenntun, æskilegt að viðkom- andi hafi viðbótarmenntun á einhverju sviði kennslumála, eða sálfræðimenntun. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum og góð yfirsýn yfir daglegt skólastarf. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti. Næsti yfirmaður: Yfirmaður Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur. Undirmenn: Starfsmenn þjónustusviðs. Forstöðumaður þróunarsviðs Á þróunarsviði fer fram upplýsingaöflun um skólastarf í Reykjavík, regluleg útttekt á fram- kvæmd grunnskólalaga í borginni, kerfis- bundnar athuganir, áætlanagerð til skemmri og lengri-tíma um starfsemi skóla og ráðgjöf á þessu sviði. Á þróunarsviði verður gagna- banki um skólastarf og upplýsingamiðlun. Verkefni yfirmanns þróunarsviðs: • Hafa forystu og frumkvæði um uppbygg ingu og skipulagningu þróunarsviðs í sam vinnu við yfirmann fræðslumiðstöðvar. • Stjórna starfsemi þróunarsviðs. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Hæfni og reynsla í að skipuleggja og vinna úr tölfræðilegum gögnum og reynsla af rannsóknavinnu. • Háskólamenntun á sviði uppeldis- og/eða félagsvísinda. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti. Næsti yfirmaður: Yfirmaður Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur. Undirmenn: Starfsmenn þróunarsviðs. Skólaskrifstofa Suðurlands - laus störf Hér með eru auglýst laus til umsóknar eftir- talin störf á Skólaskrifstofu Suðurlands sem tekur til starfa 1. ágúst nk: Starf forstöðumanns. Störf tveggja sálfræðinga. Starf kennsluráðgjafa. Starf sérkennsluráðgjafa. Starf talkennara. Umsóknum fylgi yfirlit um menntun og starfs- feril. Umsóknarfrestur er til 12. apríl nk. Umsóknir sendist til stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, Eyrarvegi 8, Selfossi. Upplýsingar gefa Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, í síma 482-1088 og Ingunn Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Skóla- skrifstofu Suðurlands, í síma 482-1378. Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands. Bókhalds- og skrifstofustarf Óskað er eftir góðum og vönum starfskrafti til tölvuþókhalds- og skrifstofustarfa. Starfið er hálfsdagsstarf og unnið er fyrir hádegi. Umsóknir berist til Miðaprentunar ehf., fyrir 17. apríl. Miðaprentun ehf., Höfðabakka 3, Pósthólf 12330, 132 Reykjavík. Forstöðumaður rekstrarsviðs Á rekstrarsviði fer fram gerð fjárhagsáætlana fyrir grunnskóla í Reykjavík og aðrar stofnan- irsem heyra undir fræðslumiðstöð; fjármála- eftirlit, umsjón starfsmannamála skólanna, rekstur og eftirlit með skólabyggingum og búnaði (þ.m.t. tölvukostur skóla). Verkefni yfirmanns rekstarsviðs: • Hafa forystu og frumkvæði um uppbygg- ingu og skipulagningu rekstrarsviðs í sam- vinnu við yfirmann fræðslumiðstöðvar. • Stjórna starfsemi rekstrarsviðs. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. • Háskólapróf í hagfræði- eða viðskipta- fræði eða sambærileg menntun. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti. Næsti yfirmaður: Yfirmaður Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur. Undirmenn: Starfsmenn rekstrarsviðs. Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. Æskilegt er að ofannefndir forstöðumenn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra menn- ingar-, uppeldis- og félagsmála á skrifstofu borgarstjóra. Borgarstjórinn íReykjavík, 11. apríl 1996. Rétt er að vekja athygli á að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgöarstöðum á vegum borgar- innar, stofnana hennar og fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.