Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 41
FRÉTTIR
HELGA Guðjónsdóttir, Gerður Gústavsdóttir og Hope Knútsson
iðjuþjálfar ásamt Einari Signrðssyni landsbókaverði.
Fyrirlestur
um áhrif sýk-
inga á fitu-
Islands
gefa bækur
efnaskipti
INGIBJÖRG Harðardóttir heldur fyr-
irlestur um áhrif sýkinga á fituefna-
skipti fimmtudaginn 11. apríl kl.
16.15. Fyrirlesturinn verður haldinn
í Læknagarði (fyrirlestrarsalur á
þriðju hæð).
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Ingibjörg mun kynna niðurstöður
rannsókna sinna við Læknadeild
Kaliforníuháskóla í San Francisco en
þær beindust að áhrifum endótoxíns
og cýtókína á framleiðslu apólípópró-
teins J og kólesterýl ester flutning-
spróteins (CETP) í hömstrum. Apólí-
póprótein J og kólesterýl ester flutn-
ingsprótein gegna mikilvægu hlut-
verki í fítuefnaskiptum líkamans en
rannsóknir hafa sýnt að sýkingar
valda aukinni blóðfitu og auka magn
lípópróteina í blóði. Þessar breytingar
á fítuefnaskiptum eru taldar jákvæð-
ar þar sem lípóprótein binda endótox-
ín og veirur og hamla gegn eitur-
áhrifum þeirra."
------» »..♦-----
„Eru þið ekki
spennt?“
FYRIR skömmu fór fram verðlauna-
afhending í samkeppni Sambands
íslenskra tryggingafélaga og Hins
hússins meðal ungs fólks um áhrifa-
ríka setningu varðandi umferðarör-
yggismál. Eftirfarandi setningar
hlutu verðlaun og viðurkenningar:
Aðalverðlaun: Eruð þið ekki
spennt? Lífið er framundan. Höfund-
ur: Emma Marie Swift.
Aukaverðlaun. íslensk rúletta? Nei
takk. Höfundur: Róbert S. Róberts-
son. Glannaakstur eða gætni? Þitt
er valið! Höfundur: Guðrún Fossdal.
Beltið! Umgjörð lífsins. Höfundur:
Haukur Claessen.
í TILEFNI af því að 20 ár eru
liðin frá stofnun Iðjuþjálfafé-
lags Islands færði félagið
Landsbókasafni Islands - Há-
skólabókasafni fagbókasafn fé-
lagsins að gjöf, alls um 200 titla
auk tímarita. Við sama tæki-
færi afhenti Hope Knútsson,
formaður Iðjuþjálfafélags ís-
lands, Landsbókasafni persónu-
lega tímaritið American Jo-
urnal of Occupational Therapy
frá árinu 1967 til þessa dags,
auk 13 bóka. í frétt frá Lands-
bókasafni íslands - Háskóla-
bókasafni segir að þegar bóka-
safn Iðjuþjálfafélagsins hafi
verið flutt í Þjóðarbókhlöðu
batni aðgengi að fagtímaritum
í iðjuþjálfun til muna.
Foreldraverðlaunin
’96 veitt í fyrsta sinn
LANDSSAMTÖK foreldra,
Heimili og skóli, veita í fyrsta
sinn á þessu vori viðurkenningu
sem hlotið hefur heitið Foreldra-
verðlaunin.
í fréttatilkynningu segir að
tilgangur Heimilis og skóla með
þessari viðurkenningu sé að
vekja jákvæða eftirtekt á grunn-
skólanum og því gróskumikla
starfi sem þar er unnið á fjöl-
mörgum sviðum.
Foreldraverðlaunin verða út-
hlutað árlega til þess eða þeirra
sem á yfirstandandi ári hafa
unnið góð störf í þágu foreldra.
og barna. Sérstaklega verður
litið til verkefna sem efla tengsl
heimila og skóla og auka virkni
foreldra, kennara og nemenda í
því mikilvæga samstarfi.
Óskað er eftir ábendingum
um einstaklinga eða hópa sem
hafa unnið vel á þessu sviði.
Hver sem er getur sent inn til-
nefningu s.s. foreldrar, kennar-
ar, nemendur og sveitarstjómar-
menn en sérstaklega verður leit-
að til foreldrafélaga og skóla
efitr ábendingum.
í dómnefnd sitja: Axel Eiríks-
son, Heimili og skóla, Jón Ás-
bergsson, Útflutningsráði, Ólöf
Rún Skúladóttir, fréttamaður
RÚV, Ragnhildur Bjarnadóttir,
lektor í Kennaraháskóla íslands,
og Rannveig Jónsdóttir, Heimili
og skóla. Tilnefningar sendist
skriflega fyrir 10. maí til Lands-
samtakanna Heimili og skóli.
Hjálparstofnun kirkjunnar
Nýtt verkefni á Ind-
landi til að draga úr
barnaþrælkun
„Á INDLANDI eru um 110 milljón-
ir barna sem verða að vinna fullan
vinnudag og fá ekki að ganga í
skóla. Af þeim er nærri helmingur
hreinir þrælar, þau eru látin vinna
12 tíma á dag við vefnað, sígarettu-
gerð, höggva gijót eða við eld-
spýtnaframleiðslu _ og fá. fyrir það
5-6 rúpíur (10-20 ÍSK) á dag.“ Þetta
segir séra Martin, kaþólskur prestur
frá Indlandi, um bamaþrælkun þar
í landi. Hann var nýlega staddur
hérlendis á vegum Hjálparstofnunar
kirkjunnar til að kynna starf sam-
takanna Social Action Movement
eins og þegar hefur verið greint frá
hér í Morgunblaðinu og er hann að
undirbúa nýtt starf meðal bama í
borginni Kanchipuram í Suður-Ind-
landi sem er skammt frá Madras.
Páskasöfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar
stendur nú yRr og hef-
ur landsmönnum á
aldrinum 41 til 75 ára
verið sendur gíróseðill
með ósk um stuðning
við starfið á Indlandi.
„Borgin Kanchipur-
am er mikil miðstöð
hindúa sem flykkjast
þangað í pflagrímsferð-
ir og þangað koma líka
mjög margir ferða-
menn,“ segir séra
Martin í samtali við
Morgunblaðið. „Hún er
líka þekkt fyrir silki-
vefnað sinn á sari og
þar er framleitt fyrir
allt landið og til útflutnings. Þarna
vinna um 30 þúsund böm við fram-
leiðsluna hjá litlum fjölskyldufyrir-
tækjum með einn eða tvo vefstóla
eða á vegum stórra framleiðenda
með margt fólk í vinnu en tiltölulega
fáir fullorðnir vinna þessi störf.
Bömin era yfirleitt úr fjölskyldum
hinna stéttlausu, óhreina fólksins
sem allir líta niður á og þau era
eftirsótt vinnuafl af þvi þau hafa
litlar hendur og era lagin við að eiga-
við grannan þráðinn og það er hægt
að bjóða þeim nánast hvaða kjör sem
er.“
Hvað getur breytt þessum kjöram
barnanna?
„Hugmynd mín er sú að leigja
hús í borginni, komast í samband
við börn á þessum vinnustöðum,
bjóða þeim að kynnast öðra en vinnu
með því hreinlega _að reka eins kon-
ar félagsmiðstöð. í framhaldi af því
getum við undirbúið þau fyrir grann-
skólanám og vonandi boðið einhveij-
um þeirra styrki til að hefja nám
og þarf nokkurt fjármagn til þess.
Þessi barnaþrælkun er ólíðandi og
við verðum að geta bjargað þessum
bömum. Það geram við best með
því að útvega þeim skólavist, koma
þeim gegnum grannskólann sem
gefur þeim kost á öðrum störfum,“
segir séra Martin ennfremur.
Oftast bytja börnin að vinna 8 til
9 ára gömul og fram til 14-15 ára
aldurs þegar þau hætta og halda til
starfa við landbúnað sem er heldur
betur launað. En af hveiju lenda
bömin í þessari þrælkun?
Vinna fyrir skuldum
„Ástæðan er yfirleitt skuldasöfn-
un foreldranna og þá verða öll börn-
in að vinna til að geta greitt skuld-
irnar en oft hefur lánið verið fengið
gegnum yfirstéttimar. Algengasta
ástæðan er kostnaður
við heimanmund dóttur
sem hefur verið gift og
þá hafa foreldrarnir ?
kannski steypt sér í tvö
til þijú þúsund rúpía
skuld. Það getur líka
verið til dæmis vegna
kostnaðar við læknis-
hjálp. Það tekur mörg
ár að vinna upp slíkar
skuldir og yfirleitt
kreljast lánardrottn-
amir þess að börnin séu
látin vinna upp í skuld-
ina og þannig neyðast
foreldrarnir til að sjá „
af þeim í þessa þrælk-
un. Ef menn gerast svo
djarfir að stinga af era
yfirstéttimar ekki í vandræðum með
að láta elta fólkið uppi.“
Jónas Þórisson framkvæmdastjóri
Hjálparstofnunar kirkjunnar segir
að fé sem kemur inn í páskasöfnun-
inni muni meðal annars verða notað
í þetta nýja verkefni. Hjálparstofnun
hefur síðustu árin stutt 400 til 500
skólabörn með tilstyrk fósturfor-
eldra og lagt fram nokkurt íjármagn
til stuðnings starfi Social Action
Movement í baráttu samtakanna
fyrir bættum kjöram og landréttind-
um hinna stéttlausu: „Ef þeim tekst
að fá land til ræktunar matvæla og
koma sér upp híbýlum era þeir ekki
lengur háðir vinnu eða duttlungum
yfirstéttanna sem vilja nýta út úr
vinnuafli þeirra eins og þræla. Með
því móti batna kjör þessa fólks smám
saman og þó að við hjálpum ekki
miklum fjölda fólks af öllum þeim
milljónum í Indlandi sem búa við .
örbirgð megum við ekki gleyma því
að hér eram við að hjálpa einstakl-
ingum og gjörbreyta aðstæðum
þeirra til batnaðar.“
SÉRA Martin
frá Indlandi.
I
I
I
auglýsingar
I.O.O.F. 5 = 1774288 = Br
I.O.O.F. 11 = 17704118'* =
Dagsferð sunnud. 14. apríl
kl. 10.00 Landnámsleiöin,
7. áfangi.
Unglingadeild er hvött til aö taka
þátt (gögnunni á nýju starfsári.
Myndakvöld verður haldið
fimmtud. 11. apríl kl. 20.00 í
Fóstbræðraheimilinu. Leifur
Jónsson sýnir myndir af Fimm-
vörðuhálsi og eru allir sem geng-
ið hafa hálsinn hvattir til að
mæta því fjallað verður um
þessa fornfrægu leið og sögu
Fimmvörðuskálans. Einnig
verða sýndar myndir úr hálend-
isferð sem farin var í mars sl.
og sýnir hálendið sunnan jökla
í ægifögrum vetrarbúningi.
Útivist.
Frá Sálarrannsóknafélagi
islands
Opiðhús
verður í Garða-
stræti 8 kl.
20.30 í kvöld
11. aprfl. Þar
mun velski
miðillinn oq
kennarinn Colin Kingshott
fjalla um náttúruna og heil-
un. Aðgangur ókeypis. Allir
velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Námskeið
Næst komandi helgi 13. og
14. apríl verður Colin
Kingshott með námskeið
þar sem fjallað verður um
hugleiðslutækni, eiginleika
vitundarinnar, þróun, hug-
læga miðilshæfileika, skynj-
un og stjórnun trans, and-
lega heilun og orkuheilun,
notkun tóna og lita við heil-
un o.fl. í framhaldi af nám-
skeiðinu mun Colin koma
af stað hópvinnu fyrir þá
sem vilja halda áfram. í vet-
ur hefur verið í gangi viku-
lega.undir handleiðslu Sim-
on Bacon, þrónunarhópur
sem komið var af stað eftir
námskeið hjá Colin sl.
haust. Colin Kingshot verð-
ur hér að landi til 30. aprfl
og þýður upp á einkatíma í
heilsun, kristal- og hljóðheil-
un, einnig miðilsfundi og
áruteikningu. Bókanir og
upplýsingar í sima 551 8130
milli kl. 10-12 og 14-16 og
á skrifstofunni Garðastræti
8 frá kl. 9-17 alia virka daga.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
( kvöld kl. 20.30 kvöldvaka í
umsjá Gils og Binna. Veitingar
og happdrætti. Allir velkomnir.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
Aðalfundurinn verður í félags-
heimilinu á Baldursgötu 9,
fimmtudaginn 18. apríl kl. 18.30.
Stjórnin.
Bláfjallagangan
íslandsganga —
verður i Bláfjöllum laugardaginn
13. apríl nk. kl. 13.00. Skráning
í Borgarskálanum kl. 11.00-
12.30. Þetta er almennings-
ganga þar sem gengnir eru 20
km (íslandsgangan) 10 km og 5
km (trimmganga). Skautaskrefið
er bannaö i almenningsgöngum
þeim, sem standa að íslands-
göngunnni. Upplýsingar í síma
557 5971. Ef veðurútlit er
ótryggt verða upplýsingar á sím-
svara Bláfjalla 580 1111 á móts-
daginn.
Skíðaráð Reykjavíkur.
'w-
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30.
Bibliulestur úr spádómsbók
Jónasar.
Umsjón: Gunnar Jóhannes
Gunnarsson, lektor.
Upphafsorð hefur Bjarni
Gunnarsson.
Allir karlmenn velkomnir.
Góðtemplarahúsið,
Hafnarfirði
Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn
11 april. Byrjum að spila kl.
20.30 stundvíslega.
Allir velkomnir.