Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 13
LANDIÐ
Fegurðardrottning Vestfjarða valin
Guðrún Astrid fegurst
kvenna á Vestfjörðum
ísafirði - Guðrún Astrid El-
varsdóttir, 18 ára Súðvíking-
ur, var kjörin fegurðardrottn-
ing Vestfjarða 1996 í hófi sem
fram fór í veitingahúsinu
Krúsinni á ísafirði á laugar-
dagskvöld. Sex stúlkur frá
þremur bæjarfélögum á Vest-
fjörðum tóku þátt í keppninni.
Thelma Elísabet Hjaltadótt-
ir var kjörin ljósmyndafyrir-
sæta Vestfjarða 1996 og Sóley
Guðfinna Arnórsdóttir var
kjörin vinsælasta stúlkan úr
hópnum. Þá var Freyja Kristín
Rúnarsdóttir frá Bolungarvík
fyrir valinu sem sú stúlka sem
hafði fallegustu fótleggina.
Dómnefnd á úrsiitakvöldinu
var skipuð þeim Sigtryggi Sig-
tryggssyni, sem var formaður
dómnefndar, Silju Allansdótt-
ir, Loga Bergmann Eiðssyni,
Asu Brynju Reynisdóttir, feg-
urðardrottningu Vestfjarða
1995 og Unu Guðrúnu Einars-
dóttur, ljósmyndafyrirsætu
Vestfjarða 1995.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
GUÐRÚN Astrid Elvarsdóttir var kjörin fegurðardrottning
Vestfjarða 1996 á laugardagskvöld. Með henni á myndinni eru
þær Thelma Elísabet HjalLadóttir (t.v.) sem var kjörin ljósmynda-
fyrirsæta Vestfjarða 1996 og Sóley Guðfinna Arnórsdóttir, sem
var kjörin vinsælasta stúlkan úr hópi sex keppenda.
Píslarganga
kringum
Mývatn
Mývatnssveit - Svokölluð píslar-
ganga var gengin kringum Mývatn
á föstudaginri langa. Var göngu-
leiðin tæpir 40 kílómetrar. Alls
skráðu sig í gönguna 45 manns og
er það talin mjög góð þátttaka.
Stjórnendur göngunnar voru Jó-
hann Gestsson og Snæbjörn Pét-
ursson. Þeir stjórnuðu fleiri
göngum um páskana. M.a. var
gengið frá Kröflu að Leirhnjúk, upp
á Hreindýrahól og víðar. Annan
dag páska var síðan gengið upp á
Vindbelgjarfjall. Mjög góð þátttaka
var einnig í þeim gönguferðum.
Veður var hagstætt göngudagana
og ánægja með þessar heilsubótar-
göngur.
STJÓRN Kvenfélags Landakirkju ásamt Gunnari Kr. Gunnars-
syni, framkvæmdasljóra sjúkrahússins, ljósmæðrum og væntan-
legri sængurkonu sem sýndi notkun rúmsins.
Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja gefiö fæðingarrúm
Sveinsbréf í húsasmíði afhent
Vestmannaeyjum - Kvenfélag
Landakirkju afhenti fyrir skömmu
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að gjöf
mjög fullkomið fæðingarrúm. Rúmið
var afhent á fæðingarstofu Sjúkra-
hússins og að afhendingu lokinni var
notagildi rúmsins sýnt. Stjórn Kven-
félagsins var viðstödd afhendinguna
en Máría Gunnarsdóttir, formaður
félagsins, flutti stutt ávarp þar sem
hún afhenti rúmið. í máli Maríu kom
fram að rúmið með öllum fylgibún-
aði hefði kostað 725.000 krónur.
Gunnar Kr. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri sjúkrahússins, tók við
gjöfinni fyrir hönd Sjúkrahússins.
Hann sagði að þessi gjöf Kvenfélags
Landakirkju til sjúkrahússins væri
sú þriðja á einu ári og sýndi það vel
þann mikla velvilja sem félagið bæri
til sjúkrahússins og þar með bæj-
arbúa allra sem nytu þjónustu þess.
Þakkaði Gunnar félaginu fyrir vel-
vilja þess og þessa höfðingiegu gjöf.
Hellu - Sunnlenska iðnfélagið sem
er félag sveina í byggingagreinum
afhenti nýlega tvö sveinsbréf í
• húsasmíði. Við athöfnina flutti for-
maður félagsins, Ármann Ægir
Magnússon, ávarp þar sem fram
kom að á því rúma ári sem félagið
hefur starfað hefur það stutt á
margan hátt við félagsmenn sína,
haldið endurmenntunarnámskeið
og komið upp orlofshúsi.
í lögum félagsins er tilgangur
þess sagður m.a. að vinna að hags-
muna- og menningarmálum fag-
menntaðra starfsmanna í iðnaðar-
mannastétt á félagssvæðinu, þ.e.
Árnes-, Rangárvalla- og V-Skafta-
fellssýslu. Félagið ákveður og sem-
ur um kaup og kjör félagsmanna,
stuðlar að framförum og aukinni
verkmenntun í greininni, auk þess
sem það hefur nána samvinnu við
önnur félþg innan Samiðnar, ASS
og ASÍ. Ármann Ægir sagði mörg
mál framundan sem leysa. þyrfti
og minnti hina nýútskrifuðu á þýð-
ingu þess að bera virðingu fyrir
verkmenntun sinni. Alltof mikið
væri um ófaglærða á svæði félags-
ins sem og annars staðar og þyrfti
félagið að fá vitneskju um fúskar-
ana.
Nokkur ávörp og kveðjur voru
flutt í tilefni dagsins en að því
loknu bauð Sunniðn viðstöddum til
kaffisamsætis.
Guðamdm Rapi Gemdal
vœmanlequR poKsmfKamhjóðaiú
Stefnuskrá, 8. liður af 12:
„Að styðja heilsuhvatningu."
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
FRÁ afhendingu sveinsbréfanna í Laufafelli á Hellu, f.v. Ár-
mann Ægir Magnússon formaður Sunniðnar, Árni Erlendsson,
Fjölbrautaskóla Suðurlands, Elías Þráinsson húsasmíðasveinn,
Selfossi, Magnús Þorbergsson prófdómari, Magnús Víðir Guð-
mundsson húsasmíðasveinn, Flúðum, Sigmundur Ámundason
prófameistari, Agnar Pétursson meistari Elíasar og Guðmundur
Magnússon meistari Magnúsar Víðis.
ÆB0D/eMli
V . portwr^^72.500,
* . pvottsvö. 9.k?sS.QO°-'
t m
37.aao,,
pui ' ÁA l, r. / ’CZ •
X/QtjOI ■
LAUGAVEGI 172
,05 REVKJAVÍK • SlMl
569 5773