Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 13 LANDIÐ Fegurðardrottning Vestfjarða valin Guðrún Astrid fegurst kvenna á Vestfjörðum ísafirði - Guðrún Astrid El- varsdóttir, 18 ára Súðvíking- ur, var kjörin fegurðardrottn- ing Vestfjarða 1996 í hófi sem fram fór í veitingahúsinu Krúsinni á ísafirði á laugar- dagskvöld. Sex stúlkur frá þremur bæjarfélögum á Vest- fjörðum tóku þátt í keppninni. Thelma Elísabet Hjaltadótt- ir var kjörin ljósmyndafyrir- sæta Vestfjarða 1996 og Sóley Guðfinna Arnórsdóttir var kjörin vinsælasta stúlkan úr hópnum. Þá var Freyja Kristín Rúnarsdóttir frá Bolungarvík fyrir valinu sem sú stúlka sem hafði fallegustu fótleggina. Dómnefnd á úrsiitakvöldinu var skipuð þeim Sigtryggi Sig- tryggssyni, sem var formaður dómnefndar, Silju Allansdótt- ir, Loga Bergmann Eiðssyni, Asu Brynju Reynisdóttir, feg- urðardrottningu Vestfjarða 1995 og Unu Guðrúnu Einars- dóttur, ljósmyndafyrirsætu Vestfjarða 1995. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson GUÐRÚN Astrid Elvarsdóttir var kjörin fegurðardrottning Vestfjarða 1996 á laugardagskvöld. Með henni á myndinni eru þær Thelma Elísabet HjalLadóttir (t.v.) sem var kjörin ljósmynda- fyrirsæta Vestfjarða 1996 og Sóley Guðfinna Arnórsdóttir, sem var kjörin vinsælasta stúlkan úr hópi sex keppenda. Píslarganga kringum Mývatn Mývatnssveit - Svokölluð píslar- ganga var gengin kringum Mývatn á föstudaginri langa. Var göngu- leiðin tæpir 40 kílómetrar. Alls skráðu sig í gönguna 45 manns og er það talin mjög góð þátttaka. Stjórnendur göngunnar voru Jó- hann Gestsson og Snæbjörn Pét- ursson. Þeir stjórnuðu fleiri göngum um páskana. M.a. var gengið frá Kröflu að Leirhnjúk, upp á Hreindýrahól og víðar. Annan dag páska var síðan gengið upp á Vindbelgjarfjall. Mjög góð þátttaka var einnig í þeim gönguferðum. Veður var hagstætt göngudagana og ánægja með þessar heilsubótar- göngur. STJÓRN Kvenfélags Landakirkju ásamt Gunnari Kr. Gunnars- syni, framkvæmdasljóra sjúkrahússins, ljósmæðrum og væntan- legri sængurkonu sem sýndi notkun rúmsins. Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja gefiö fæðingarrúm Sveinsbréf í húsasmíði afhent Vestmannaeyjum - Kvenfélag Landakirkju afhenti fyrir skömmu Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að gjöf mjög fullkomið fæðingarrúm. Rúmið var afhent á fæðingarstofu Sjúkra- hússins og að afhendingu lokinni var notagildi rúmsins sýnt. Stjórn Kven- félagsins var viðstödd afhendinguna en Máría Gunnarsdóttir, formaður félagsins, flutti stutt ávarp þar sem hún afhenti rúmið. í máli Maríu kom fram að rúmið með öllum fylgibún- aði hefði kostað 725.000 krónur. Gunnar Kr. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins, tók við gjöfinni fyrir hönd Sjúkrahússins. Hann sagði að þessi gjöf Kvenfélags Landakirkju til sjúkrahússins væri sú þriðja á einu ári og sýndi það vel þann mikla velvilja sem félagið bæri til sjúkrahússins og þar með bæj- arbúa allra sem nytu þjónustu þess. Þakkaði Gunnar félaginu fyrir vel- vilja þess og þessa höfðingiegu gjöf. Hellu - Sunnlenska iðnfélagið sem er félag sveina í byggingagreinum afhenti nýlega tvö sveinsbréf í • húsasmíði. Við athöfnina flutti for- maður félagsins, Ármann Ægir Magnússon, ávarp þar sem fram kom að á því rúma ári sem félagið hefur starfað hefur það stutt á margan hátt við félagsmenn sína, haldið endurmenntunarnámskeið og komið upp orlofshúsi. í lögum félagsins er tilgangur þess sagður m.a. að vinna að hags- muna- og menningarmálum fag- menntaðra starfsmanna í iðnaðar- mannastétt á félagssvæðinu, þ.e. Árnes-, Rangárvalla- og V-Skafta- fellssýslu. Félagið ákveður og sem- ur um kaup og kjör félagsmanna, stuðlar að framförum og aukinni verkmenntun í greininni, auk þess sem það hefur nána samvinnu við önnur félþg innan Samiðnar, ASS og ASÍ. Ármann Ægir sagði mörg mál framundan sem leysa. þyrfti og minnti hina nýútskrifuðu á þýð- ingu þess að bera virðingu fyrir verkmenntun sinni. Alltof mikið væri um ófaglærða á svæði félags- ins sem og annars staðar og þyrfti félagið að fá vitneskju um fúskar- ana. Nokkur ávörp og kveðjur voru flutt í tilefni dagsins en að því loknu bauð Sunniðn viðstöddum til kaffisamsætis. Guðamdm Rapi Gemdal vœmanlequR poKsmfKamhjóðaiú Stefnuskrá, 8. liður af 12: „Að styðja heilsuhvatningu." Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FRÁ afhendingu sveinsbréfanna í Laufafelli á Hellu, f.v. Ár- mann Ægir Magnússon formaður Sunniðnar, Árni Erlendsson, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Elías Þráinsson húsasmíðasveinn, Selfossi, Magnús Þorbergsson prófdómari, Magnús Víðir Guð- mundsson húsasmíðasveinn, Flúðum, Sigmundur Ámundason prófameistari, Agnar Pétursson meistari Elíasar og Guðmundur Magnússon meistari Magnúsar Víðis. ÆB0D/eMli V . portwr^^72.500, * . pvottsvö. 9.k?sS.QO°-' t m 37.aao,, pui ' ÁA l, r. / ’CZ • X/QtjOI ■ LAUGAVEGI 172 ,05 REVKJAVÍK • SlMl 569 5773
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.