Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Loftárásum Israela á Líbanon linnir ekki Peres styrkist í Israel og Hizbollah í Líbanon Beirút. Jerúsalem. ísraelar réðust í þyrlum og þotum á vígi Hizboilah-hreyfingarinnar Beirút og víðar í Líbanon í gær og skæruliðar Hizbþllah skutu eldflaugum á norðurhluta ísraels j ‘ Sprengjum skotið úr israelskum-------------Beirút sijjM Bsaleem þyrlum á Haret Hreik svæðið i Beii pyiium d ndiei niein svccui Sprengju skotið á rafveitu i Bsaleem-------------- ............ Miöjaröarhaf Sprengjur Israela fellu a sjukrahus,- sem Hizbollah rekur i Nabatiyeh Orrustuþotur israela skjóta flaugum á þorpin Mansouri, Bazouriyyeg, Zibgeen, Hinniiyeh og Yater skammt frá Týrus | r~—J 'g) Damour LÍBANON / Hizbollah-samtökin halda ál að skjóta flaugum á norður- hluta Israels _____áfram norður- Hernáms- ELDAR loguðu í Beirút í gær eft- ir árásir ísraela á Líbanon fímmta daginn í röð. Mörg hundruð þús- und manns hafa yfirgefíð heimili sín vegna árásanna. Shimon Peres, forsætisráð- herra ísraels, nýtur fulls stuðn- ings heima fyrir til að grípa til vopna til að svara sprengjuárás- um Hizbollah-skæruliða á norður- hluta ísraels. í Líbanon eru ísrael- ar hins vegar fordæmdir og Hiz- bollah-hreyfingin, sem áður fyrr var sökuð um að egna ísraela með árásum sínum, nýtur nú auk- ins stuðnings. Líbanskir embættismenn, sem opinberlega gagnrýna stefnuskrá hreyfingarinnar og samskipti hennar við stjórnvöld í Iran, láta hafa nafnlaust eftir sér að þeir styðji tilraunir Hizbollah til að hrekja ísraela brott frá 15 km breiðu hernámssvæði í Líbanon, sem liggur meðfram norðurlanda- mærum ísraels. „Völd Hizbollah aukast með hverri árás [ísraela],“ sagði Rafik al-Hariri, forsætisráðherra Líban- o_ns, í París í gær. „Ef hernám [ísraela] væri ekki til staðar hefði Hizbollah ekki tilverugrundvöll." Getur ekki snúist gegn Hizbollah Hariri sagði að sá sem snerist gegn Hizbollah í Líbanon yrði álit- inn föðurlandssvikari og ætti á hættu að borgarastyijöld biytist út á ný í landinu. Nokkrum millj- örðum dollara hefur verið varið til uppbyggingar Líbanon eftir borgarastríðið 1975 til 1990, en Hariri virðist ætla að kappkosta að halda þjóðareiningu, þótt upp- bygging tefjist. Israelar hafa gert árásir á Líb- anon í 25 ár, fyrst á Palestínu- menn og síðar á skæruliða Hiz- bollah, og valdið miklu tjóni. Þeir segja að tilgangur árásarinnar nú sé að þvinga stjórnvöld í Líbanon til að grípa til aðgerða gegn Hiz- bollah vegna árása á ísrael. í Líbanon segja menn hins veg- ar að árásirnar bitni á óbreyttum borgurum, en Hizbollah-hreyfing- in sé í felum og sleppi ósködduð. Myndir af árás ísraela á merktan sjúkrabíl á laugardag, sem leiddi til þess að tvær konur og fjórar stúlkur létu lífið, hafa verið sem olía á eld. Myndirnar hafa verið sýndar um allan heim. Vestrænn _ stjórnarerindreki kvaðst telja að ísraelar hefðu að- eins hitt eitt vígi Hizbollah í árás- unum. Þaggað niður í pólitískum andstæðingum Shimon Peres hefur hins vegar ekki áhyggjur af því um sinn hvaða árángur árásirnar bera. Peres hefur löngum verið mjög í mun að sýna ísraelum að hann sé harður í horn að taka, maður frið- ar erlendis, en öryggis heima fyrir. ísraelar ganga til kosninga 29. maí og með árásunum hefur Peres þaggað niður í Benjamin Netanya- hu og andstæðingum sínum í Likud-bandalaginu. Á meðan sést Peres í skotheldu vesti ráðfæra sig við herforingja. Hann vísar því á bug að hann fórni mannslífum í pólitískum til- gangi, en ísraelskir stjórnmála- skýrendur benda á að ávinningur hans sé ekki síst pólitískur. Slysið í Dusseldorf Starfs- menn ákærðir? Diisseldorf. Reuter. YFIRMENN flugvallarins í Diissel- dorf sögðu í gær að alls óvíst væri hvenær hægt yrði að opna farþega- sali flugstöðvai’innar en þar fórust 16 manns í eldsvoða í liðinni viku. Rannsóknarmenn kanna nú hvort rétt sé að ákæra starfsmenn fyrir glæpsamlega vanrækslu ei- valdið hafi slysinu. Talið er að logsuðumenn hafi farið óvarlega og neisti úr tækjum þeirra valdið eldsvoðanum. Mikil skelfing og ringuireið einkenndi viðbrögð starfsmanna, að sögn sjónaivotta. Einnig virðist sem segulbandsupp- töku með leiðbeiningum til fólks um að fara niður á næstu hæð fyrir neð- an hafi óvart verið varpað um hátal- arakerfið, ef til vill vegna þess að eldurinn h.afi valdið bilunum í raf- kerfinu. Afleiðingin varð sú að marg- ir farþegar fóru niður og lentu þar í eldinum. Upptökuna á að nota þeg- ar yfirgefa þarf alla stöðina í snatri. Fimm fundust að sögn tímaritsins Dev Spiegel látnir t lyftu á leið niður en flest fórnarlömbin létust af völd- um eitraðra gastegunda sem eldurinn leysir úr læðingi. Talsmaður alþjóðasambands flug- stöðva í Genf sagði í viðtali við Inter- national Herald Tribune að skipulag og öryggi stöðvanna væri ekki á höndum sambandsins. Það annaðist eingöngu ráðgjöf en löggjöf hvers ríkis réði öryggisstöðlum. Breskur prófessor, Ed Galea, segir að örfá verktakafyrirtæki reisi flestar flug- stöðvar í heiminum og beitt séu sömu viðmiðunum og vinnureglum. Sé því ástæða til að óttast að slys á borð við atburðinn í Dússeldorf geti orðið víðar. Veronafundur ESB-fjármálaraðherra Þrýst á um aðild Breta að gengissamstarfinu Vcrona. The Daily Telcgraph. BRETUM voru settir úrslitakostir á fundi fjármálaráðherra Evrópu- sambandsins í Verona á Ítalíu um helgina. Var þess krafíst að þeir tækju að nýju þátt í Gengissam- starfí Evrópu (ERM) í breyttri mynd fyrir áramót, ella ættu þeir enga möguleika á aðild að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) árið 1999. Fjármálaráðherrarnir ræddu á fundinum skilyrði Maastricht-sátt- málans fyrir þátttöku í EMU og lögðu Þjóðveijar og Frakkar til að öll ESB-ríki tækju þátt í ERM að nýju þegar í stað. Bretar hættu þátttöku í ERM árið 1992. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur haldið þeim mögu- leika opnum að Bretar gerist aðilar að EMU þegar að því kemur. Hann hefur hins vegar í þinginu útilokað þátttöku í ERM á ný. Lokafrestur 2002? Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, lagði á Veronafundinum einnig til að lokafresturinn fyrir þátttöku í EMU myndi renna út árið 2002. Fyrir fundinn óttuðust Bretar að reynt yrði að þröngva aðildarríkjum til þátttöku í ERM á ný til að koma í veg fyrir að ríki utan EMU beittu gengisfellingum til að tryggja sam- keppnisstöðu sína gagnvart ríkjum innan EMU. Eftir fundinn tók Kenneth Clarke, fjármálaráðherra Bret- lands, það fram að ekki væri laga- Reuter JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Theo Waigel, fjármálaráð- herra Þýzkalands, á fundin- um í Verona. lega hægt að þvinga aðildarríki til ERM-aðildar. „Ég skýrði það út að ekki væru neinar líkur á því að [Bretar] tækju þátt í ERM-sam- starfinu á ný í fyrirsjáanlegri fram- tíð,“ sagði Clarke. Fulltrúar Frakklands og Þýska- lands, með stuðningi Benelux-ríkj- anna, Austurríkis og framkvæmda- stjórnarinnar bentu hins vegar á það skilyrði Maastricht að tveggja ára aðild að ERM væri forsenda aðildar að EMU. Var Bretlandi og öðrum ríkjum hótað fjárhagslegum refsingum ef gjaldmiðlar þeirra væru látnir síga gagnvart evróinu, hinni sameiginlegu mynt ESB, eftir að hún hefur verið tekin upp. Var slík tillaga borin upp af Frökkum og hlaut hún stuðning Theo Waig- els, fjármálaráðherra Þýskalands. Óljóst orðalag Bretar færa hins vegar rök fyrir því að orðalag þessarar greinar Maastricht-sáttmálans sé óljóst og að munur sé á enskri, franskri og þýskri útgáfu sáttmálans. Eddie George, seðlabankastjóri Bretlands, tók undir rök Clarkes, og sagði það fáránlegt að útiloka ríki, sem uppfyllti allar kröfur varð- andi stöðugleika, einungis vegna þess að það hefði ekki átt formlega aðild að ERM í tvö ár. í Verona voru einnig ræddar til- lögur um að auka völd fram- kvæmdastjórnarinnar varðandi rík- isfjármál aðildarríkja. Vill fram- kvæmdastjórnin fá völd til að yfir- fara fjárlög einstakra ríkja og hafa eftirlit með opinberum skuldum. Hún hefur hug á að það verði lög- fest að ef fjárlagahalli fari yfir 3% verði sjálfkrafa að hækka skatta eða skera niður útgjöld. Tákn ríkja sett á evró-myntina Verona, Flayosc, London. Reuter. FJARMALARAÐHERRAR aðild- arríkja Evrópusambandsins sam- þykktu á fundi sínum í Verona um helgina að heimila ríkjum, sem taka upp hina sameiginlegu Evrópumynt, evró, að setja eigin tákn á bakhlið myntarinnar. Þetta þýðir til dæmis að konung- dæmin sjö, sem eiga aðild að ESB, geta haldið áfram að slá andlitsmyndir konunga og drottninga á mynt sína Kenneth Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, skýrði frétta- mönnum frá því að „ef Bretar taka upp sameiginlegu myntina, mun höfuð drottningarinnar verða öðrum megin á evró-mynt- inni.“ Yves-Thibault de Silguy sagði jafnframt frá því að evró-eining- unni yrði skipt niður í hundraðs- hluta, sem yrðu kallaðir sent. Jafnframt hefur verið ákveðið að haldin verði alþjóðleg sam- keppni um útlit evró-myntar og -seðla. Víða í Evrópusambandinu hafa menn hins vegar þjófstartað og eru farnir að nota evróið, þótt það hafi enn ekki tekið gildi. Myndin er tekin á markaðnum í þorpinu Flayosc í Suður-Frakk- landi, en þar eru óopinberir evró- seðlar nú í gildi í eina viku. Eitt evró jafngildir sjö frönkum og er verðið tilgreint í báðum gjaldmiðlum hjá þessum osta- bónda. Þá hafa héraðsstjórnvöld á Wight-eyju undan suðurströnd Bretlands látið slá evró-mynt, sem gildir á upplýsingastöðvum fyrir ferðamenn og í ýmsum verzlunum á eynni. Hvert evró er tveggja punda virði. Fjórar mismunandi útgáfur hafa verið slegnar, væntanlega til að þókn- ast myntsöfnurum. Á framhlið- inni er skjaldarmerki eyjarinnar, en á bakhliðinni myndir af lands- lagi og bæjum á Wight.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.