Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 17 ERLENT Baráttan fyrir forsetakosningar að komast á skrið Zjúganov með forystu en Jeltsín sækir á Moskvu. Heuter. RÚSSNESKI umbótasinninn Grígorí Javlínskí hvetur Borís Jeltsín Rússlandsforseta til að draga sig í hlé þannig að ný kyn- slóð umbótasinna geti bjargað Rússlandi frá stríði, kommúnisma og mafíunni. Það má þó telja ólík- legt að forsetinn verði við þessari beiðni, þar sem að hann hefur á undanförnum dögum hert kosn- ingabaráttu sína til muna. Javlínskí hefur safnað þeim milljón undirskriftum, sem nauð- synlegar eru til að bjóða sig fram, en segist þó óttast að reynt verði að útiloka framboð hans. „Ég er sannfærður um að Jeltsín telji mig vera vandamál. Ég býst við alls kyns vandræðurn," sagði Javlínskí í viðtali. Zjúganov er enn sigurstrang- legastur í forsetakosningunum, samkvæmt tveimur skoðanakönn- unum, er birtar voru á sunnudag. í könnun, sem gerð var af rúss- nesku skoðanakannanastöðinni, sögðust 18% kjósenda vera reiðubúin að kjósa Jeltsín sem er sama niðurstaða og í könnun fyrir tveimur vikum. Stuðningur við Zjúganov jókst hins vegar um eitt prósentustig í 26%. Þegar aðrar spurningar voru lagðar fyrir fólk í könnuninni kom hins vegar í ljóst að fjörutíu pró- sent kjósenda telja eftir sem áður líklegast að Jeltsín vinni sigur í síðari umferð forsetakosninganna en einungis 23% töldu líklegast að Zjúganov yrði forseti. Enginn annar frambjóðandi var talinn eiga raunhæfan möguleika á sigri. Þjóðernissinninn Vladímír Zhír- ínovskí var í þriðja sæti með ein- ungis 4%. I skoðanakönnun RAMIR- stofnunarinnar jók Jeltsín fylgi sitt úr 19% í 22% en Zjúganov reyndist enn með 27%. Þegar spurt var um síðari umferð kosninganna kom í ljós að harðasta baráttan yrði milli þeirra Jeltsíns og Zjúg- anovs en sá síðarnefndi myndi þó sigra með 40% gegn 34% atkvæða. Gorbatsjov í framboð Zjúganov hóf kosningabaráttu sína í gær með fjöldafundum í suðurhluta Rússlands. Réðst hann harkalega á Jeltsín og sagði mark- aðsumbætur stjórnar hans ástæð- una fyrir efnahagsvanda þjóðar- innar. Reuter BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, og kona hans, Naína, standa fyrir framan Aleksí II. patríarka i dómkirkjunni í Moskvu. Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovétforseti, var á laugardag skráður sem frambjóðandi í for- setakosningunum. Gorbatsjov sagði að hann myndi innan skamms kynna stefnuskrá sína er yrði valkostur við stefnu þeirra Jeltsíns og Zjúganovs. Gorbatsjov nýtur mikillar virðingar á Vestur- löndum en hefur verið óvinsæll í heimalandi sínu. Á sunnudag var Jeltsín forseti viðstaddur messu í endurupp- byggðri dómkirkju Moskvuborgar og var það fyrsta athöfnin í kirkj- unni frá því að Jósef Stalín lét eyðileggja kirkjuna fyrir 65 árum. Aleksí II. patríarki sagði við það tækifæri að endurbygging kirkj- unnar væri táknræn fyrir endur- uppbygginu Rússlands og von um betra líf fyrir þá eru væru að snú- ast til guðs að nýju. Meðal þeirra fímmtán hundruð gesta sem voru viðstaddir athöfn- ina voru Nóbelsverðlaunaskáldið Alexander Solzhenítzín og óskars- verðlaunaleikstjórinn Níkíta Mík- halkov. Halda frá Tsjetsjníju Brottflutningur rússneskra her- sveita frá Tsjetsjníju hófst í gær. Yfirgáfu tvö herfylki sveita innan- ríkisráðuneytisins bækistöðvar sínar í Shovolskoi, norðaustur af höfuðborginni Grosní. Eru þetta þær hersveitir er lengst hafa verið í burtu frá átakasvæðunum í suð- ur- og vesturhluta Tsjetsjníju, þar sem harðir bardagar hafa verið háðir á undanförnum sex vikum. Kjörbók Landsbanka íslands hefur í 12 ár verið langhagstæóasta og vinsælasta óbundna bankabók landsins. Þann tíma hefur innstæða yfir 80.000 þúsund íslendinga vaxið og dafnað - rétt eins og Vala Flosadóttir 18 ára Evrópumeistari í stangarstökki. Báðar eru fremstar á sínu sviði hér á landi og þótt víðar væri leitað. KJÖRBÓK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.