Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Bauð Emelía Já, geturðu Afsakaðu, kennari... ég var að hugsa um dálitið ann- þér á para- trúað því? að... ballið? BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Unga fólkið og siðleysi yfirvalda Frá Guðbirni Jónssyni: SUNNUDAGINN 24. mars sl. birt- ist hér í blaðinu greinin „Átak gegn yfirgangi og siðleysi“, rituð af þrem ungum stúlkum, með fal- legt alvöru- og góðvildarblik í aug- um. I svip þeirra var ekki gáski æskunnar, enda málefnið mjög al- varlegt sem þær voru að fjalla um. Þær höfðu, og það með fullum rétti, miklar áhyggjur af okkur fullorðna fólkinu, siðleysi okkar og spillingu og að við værum slæmar fyrirmyndir. Mig langar að þakka þeim fyrir þessa grein, og biðja þeim, og öllu öðru ungu fólki blessunar í fram- tíðinni, því hún á eftir að verða þeim nokkuð erfið. Mun erfiðari en það sem liðið er af ævi foreldra þeirra. Greinin er afar vel skrifuð og ber glöggan vott um þroskaða dómgreind, sjálfsvirðingu og metn- að. Þetta eru helstu og mikilvæg- ustu fjársjóðir ungs fólks á Ieið inn í lífið. Hvers vegna? í greininni eru margar spurning- ar um það, hvers vegna ungt fólk sé í þessari erfiðu stöðu. Foreldrar þess svo uppteknir í lífsgæðakapp- hlaupinu og þau hafa ekki haft tíma til þess að sinna samskiptum við þau á eðlilegan hátt, og stjórn- völd upptekin við að fela eigin axarsköft og spillingu, og þjónusta hagsmunahópa sem tryggja þeim setuna á vaidastólunum. Ohætt er að segja að það er ekki bjart hjá ungu fólki að horfa til framtíðar- innar. En, á þéssum stað er eðli- legt að spyrja: verður þetta svona áfram? Nei, þetta er ástand sem á að breytast. Þær tvær kynslóðir sem á undan hafa gengið, þ.e. fólk á aldrinum ca. 30-60 ára, tók sér það vald að haga sér óskynsam- lega, vera ábyrgðarlaust í skoðun- um og aðgerðum. Það varð meira og meira á valdi spillingarorkunnar en samhliða aukningu hennar minnkuðu áhrif kærleiksorkunnar í lífsmynstri þess. Eftir því sem nær dregur aldri þessa unga fólks, hafa aukist áhrif spillingarorkunn- ar á kostnað kærleiksorkunnar. Tilraunir til þess að fá þessar kyn- slóðir til að snúa af þessari röngu braut hafa ekki borið árangur. Þess vegna varð alheimsstjórnun á orkujafnvæginu að grípa til nokk- uð róttækra aðgerða. Hópfæðing þroskaðra sálna Segja má að aðgerðaráætlun hafi verið sett í gang. Þar var stillt inn á fæðingu mikils íjölda þrosk- aðra sálna á svipuðum tíma, sem gætu stöðvað þetta neikvæða spill- ingarferli og snúið mannkyninu aftur til jafnvægis við kærleiks- flæðið. Unga kynslóðin nú, er upp- haf'ið að þessu verkefni. Þess vegna finnur hún mikið til einmanaleika og óréttlætið virkar afar þungt á hana. Henni er ætlað að taka út óvenju mikinn þroska á stuttum tíma, því á næstu 10-15 árum er henni ætlað að vera rödd hrópand- ans, sem kallar á breytingar. Henni er einnig ætlað að ala börn sín upp við aðrar og hollari aðstæður en nú er gert, til þess að þau geti fullkomnað þær breytingar sem hún byijar á. Ef þið viljið sjá áþreif- anlegar vísbendingar um þessa hluti, þá horfið í augun á þeim börnum sem nú eru að fæðast. Takið eftir dýpt augnanna. Alvörú- þrunginni visku í augnaráðinu. Takið einnig eftir því hve fljót þau eru að ná valdi á augnhreyfingum og hve fljót þau eru að ná valdi á því að fylgja eftir hreyfingum ykk- ar. Takið einnig eftir því hvernig þau horfa á ykkur. Þau horfa ekki mest í augu ykkar. Þau horf mest á stað rétt fyrir ofan höfuð ykkar. Þau eru að horfa á höfuðgeislann. Þau meta þá sem þau sjá af birtu þessa geisla og viskunni í augn- svipnum. Orðagjálfur kemur ekki til með að plata þau, þegar þau verða fullorðin. Ekki horfa á það sem liðið er Unga fólkið nú finnur mikið fyrir óþoli gagnvart því óréttlæti sem viðgengst í þjóðfélaginu. Afar mikilvægt er að það eyði ekki of mikilli orku í að fást við það sem liðið er. Afar nauðsynlegt er að það geti haldið athyglinni sem mest við að þróa þær breytingar sem það vill sjá verða á samfélagi okkar. Það skilar því von, já- kvæðri orku og samstillingu að sameiginlegu markmiði, þ.e. betra þjóðfélagi, þar sem mannkærleik- urinn ríkir. Að vera mikið að horfa á þá spillingu og óréttlæti sem nú viðgengst, dregur frá fólki orku, auk þess sem sú litla orka sem eftir verður, fer í hugsanir um neikvæða hluti, sem búnir eru að gerast og verður ekki breytt. Við breytum því sem gerist í framtíð- inni, en getum ekki breytt því sem er búið að gerast. Þetta viðhorfs- mat er eitt mikilvægasta viðfangs- efni þessarar mikilvægu kynslóðar. Eins og að framan er getið, er þroskaganga unga fólksins nú, frekar átakamikil. Því miður getið þið ekki vænst mikillar hjálpar frá okkur eldri kynslóðum. Þeir ein- staklingar sem þar eru vaknaðir til vitundar um vegferð mannkyns- ins eru það sundraðir að það er lítil von til þess að þeir nái að mynda samstilltan hóp. Fyrsti samstillti breytingahópurinn verð- ur því sú unga kynslóð sem nú er að koma út í þjóðfélagið. Guð blessi hana, oggefi henni kærleika, kjark og réttsýni. GUÐBJÖRN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda hlaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.