Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 29 JMtoguiifybifrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. - SKYNSAMLEG UPPBYGGING ÞORSKSTOFNSINS LANGTÍMASJÓNARMIÐ um skynsamlega upp- byggingu fiskistofnanna voru tekin fram yfir sókn eftir skammtímagróða er Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra ákvað í gær að auka ekki við þorsk- kvótann á þessu fiskveiðiári, þrátt fyrir háværar kröf- ur um slíkt, ekki sízt á meðal þingmanna stjórnar- flokkanna. Mikil veiði af stórum þorski, sem vart hefur orðið undanfarið, gefur vissulega tilefni til bjartsýni og að hægt verði að auka þorskaflann á komandi árum. Hins vegar hefði verið alltof snemmt að stökkva til og auka þorskkvótann, þegar það er haft í huga að þetta er fyrsta glætan sem sést eftir að þorskstofninn var kominn í mikla hættu. Hefði ekki verið gripið til róttækra og sársaukafullra verndunaraðgerða fyrir þremur árum, er allt eins víst að stofninn hefði hrun- ið algerlega. Þá hefði getað stefnt í algert veiðibann um árabil, eins og raunin varð við Nýfundnaland eft- ir hrun þorskstofnsins þar. Batamerkin nú eru ein- göngu fyrsta vísbending um að friðunin hafi tekizt, ekki ávísun á stóraukna þorskveiði. Hafrannsóknastofnun hefur ekki talið að nein efni væru til að auka þorskkvótann nú í vor. Stofnunin hefur bent á að slíkt myndi bq'óta nýtingarreglu þorsk- stofnsins, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir tæpu ári. Reglan gerir ráð fyrir að aðeins fjórðungur veiði- stofns þorsks, eins og Hafrannsóknastofnun metur hann, sé nýttur ár hvert, aldrei þó minna en 155.000 tonn. Kvótinn er í þessu lágmarki á yfirstandandi fiskveiðiári, en þó stefnir í að raunveruleg þorskvéiði verði 10-15.000 tonnum meiri vegna afla smábáta og tilflutnings veiðiheimilda milli fiskveiðiára. Um leið og nýtingarreglan var samþykkt var lagt fram mat Hafrannsóknastofnunar á því, hvernig auka mætti þorskkvótann yrði henni fylgt. Þar var gert ráð fyrir að kvótinn gæti orðið 168.000 tonn á næsta fiskveiðiári og um 200.000 tonn fiskveiðiárið 1997- 1998. Samþykkt nýtingarreglunnar í fyrra markaði í raun tímamót í fiskveiðistjórnun á íslandi. Hún felur í sér aukna festu við stjórnun og vernd fiskistofnanna til lengri tíma og sé henni fylgt er komið í veg fyrir pólitískar ákvarðanir um að auka arð þjóðarbúsins af veiðum til skemmri tíma, án þess að hafa augu á langtímaafleiðingunum, eins og dæmi eru um frá undangengnum áratugum er veiðar hafa verið leyfðar langt umfram ráðgjöf fiskifræðinga. Það er raunar fyrst nú á allra síðustu árum, sem farið hefur verið eftir tillögum vísindamannanna, og það virðist vera að skila sér. Þeir stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar, sem hafa hvatt til aukningar þorskkvótans, virðast hafa furðu- stutt minni, að leggja í raun til að nýtingarreglunni verði kastað fyrir róða áður en ár er liðið frá því að hún var samþykkt. Rétta stefnan í fiskveiðistjórnun er þvert á móti sú að taka upp slíkar aðferðir við stjórnun fleiri nytjastofna í því skyni að byggja þá upp að nýju og koma í veg fyrir að mistök fortíðarinn- ar verði endurtekin. Álagið á ýmsa aðra nytjastofna en þorskstofninn hefur verið aukið umfram ráðlegg- ingar fiskifræðinga til að hlífa þorskstofninum og er nú orðið brýnt að þeir fái nokkra hvíld. Á meðal hagsmunaaðila í sjávarútveginum, einkum hjá Landssambandi útvegsmanná, Sjómannasam- bandinu og Vélstjórafélaginu, hefur hins vegar verið að finna skilning á því að ekki sé skynsamlegt að ganga gegn ráðum vísindamanna. Þessi skilningur ætti að auka líkurnar á því að hægt verði að byggja fiskveiðiauðlindina upp með skynsamlegum hætti á næstu árum og áratugum. LISTAVERKAGJOF TIL HORINlAFJARÐAR Svavar Guðnason INTERMEZZO, frá 1940. Vilja stofna Listasafn Svavars Guðnasonar Homfírðingar hafa fengið að gjöf 30 listaverk eftir Svavar Guðnason listmálara, úr safni dansks vinar hans. Svavar var fæddur á Höfn og hafa Homfírðingar nú áhuga á að heiðra minningu hans, til dæmis með því að stofna listasafn í hans nafni og segir Gísli Sverrir Áma- son, forseti bæjarstjómar, Helga Bjarnasyni að það gæti orðið mik- il lyftistöng fyrir byggðarlagið. MOIRA trio, frá 1980. Morgunblaðið/Sverrir GÍSLI Sverrir Araason, forseti bæjarstjórnar, með vatnslitamynd Svavars frá Höfn, Bæjarsamfélag við hafið, frá árinu 1933. Á gólfinu fyrir framan hann er elsta myndin úr listaverkagjöfinni, Landslag með sefgróðri, frá 1931 en mótívið er einnig talið vera frá Höfn. Eiríkur P. Jörundsson, forstöðumaður Sýslusafns Aust- ur-Skaftafellssýslu, heldur á málverkinu Fjólublár fugl frá 1959. Viðbrögð við ákvörðun sjávarútvegsráðherra Forsætisráðherra segir ekki um ágreining að ræða NÚ liggur ljóst fyrir að þorskaflinn á þessu fiskveiðiári verður ekki aukinn frá því sem áður var búið að ákveða. Morgunblaðið/Kristinn SVAVAR Guðnason listmálari fæddist á Höfn árið 1909 og ólst þar upp til átján ára aldurs. Hann byrjaði að mála þar. Fór síðan í Samvinnuskól- ann og dvaldist næstu ár að mestu í Reykjavík, eða þar til hann hélt til listnáms í Kaupmannahöfn í byijun árs 1935. Nokkur verkanna sem komin eru austur á Hornaijörð eru frá því áður en hann hélt til náms og mörg frá námsárunum. Þar eru einnig nokkur yngri verk. Mest eru þetta teikning- ar og vatnslitamyndir en einnig þrjú olíumálverk. Langaði til Hornafjarðar Verkin eru úr safni vinar Svavars, Roberts Dahlman Olsen, arkitekts. Ásta Eiríksdóttir, ekkja Svavars, segir að þau hafi kynnst Robert þeg- ar árið 1938 í París. Hann hafí hjálp- að listamönnunum sem mynduðu hinn svokallaða Copra-hóp, meðal annars með því að kaupa af þeim verk og einnig verið ritstjóri tímarits þeirra, Helhesten. Ásta segir að Dahlman Olsen hafi eignast mikinn íjölda verka eftir Svavar og aðra úr Copra-hópnum. Um aðdraganda listaverkagjafar- innar segir Asta að Dahlman Olsen hafi komið fjórum sinnum hingað til lands og hrifíst af landinu. Hann hafi langað að fara til Hornafjarðar, fæðingarstaðar Svavars, en aldrei gefist tími til þess. Ásta segir að hann hafi ákveðið að gefa þangað hluta af verkum Svavars en líklega ekki verið búinn að taka verkin til áður en hann dó. Herdis, ekkja Roberts Dahlman Olsen, ákvað að halda þessu áfram og fór Ásta til Kaupmannahafnar í vetur til að aðstoða við að velja verk- in og að koma þeim heim. Hornfirð- ingar fengu Beru Nordal, forstöðu- mann Listasafns Islands, til að veita ráðgjöf um það hvernig best væri að búa um verkin, innramma þau og setja upp og fluttu þau austur fyrir páska. Voru þau sett upp á sýningu í Ekru, félagsmiðstöð eldri borgara á Höfn, um páskana. Gísli Sverrir Árnason, forseti bæj- arstjórnar Hornaijarðar, segir að ætlunin sé að bjóða Herdisi Dahlman Olsen og Ástu Eiríksdóttur ásamt öðrum þeim sem aðstoðað hafa við framkvæmdina til Hornafjarðar við gott tækifæri til formlegrar afhend- ingar gjafarinnar. Segir hann að það gæti til dæmis orðið á næsta ári, en þá verður haldið upp á 100 ára af- mæli byggðar á Höfn, meðal annars með yfirlitssýningu á verkum Svav- ars. Ómetanleg gjöf Bera Nordal segir að verk Svav- ars i safni Dahlman Olsen hafi verið þekkt og því fátt komið á óvart í listaverkagjöfinni. Þau séu hins veg- ar þannig valin að þau gefi skemmti- lega mynd af Svavari sem listmál- ara. Gjöfin sé mikils virði fyrir Horn- firðinga og gæti orðið lyftistöng fyr- ir staðinn. „Þetta er ómetanlegt fyrir okkur og við erum enn að átta okkur á því hvaða efni við höfum í höndunum," segir Gísli Sverrir á Höfn. Hann seg- ir að verkin spanni stóran hluta af ævistarfi listamannsins, meðal ann- ars námsárin, en ekki væri til mikið af myndum frá þeim tíma. „Menn hafa séð nýja hlið á Svavari,“ segir hann. Listasafn í nafni Svavars „Það er hugur í mönnum að gera eitthvað hér til að minnast Svavars, til dæmis að stofna listasafn sem tengt yrði nafni hans. Ég tel að það gæti einnig orðið lyftistöng fyrir byggðarlagið. Það gæti meðal ann- ars orðið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn, enda er Svavar sá ís- lenski listamaður sem er einna þekktastur erlendis,“ segir Gísli Sverrir. Til er vísir að listasafni í Sýslu- safni Austur-Skaftafellssýslu en samastað vantar fyrir málverkin. Segir Gísli hugsanlegt að þau verði sameinuð listaverkagjöfínni í Lista- safni Svavars Guðnasonar. Komið hefur til tals að taka Hafnarskóla undir þessa starfsemi þegar byggður hefur verið nýr skóli. Gísli Sverrir segir umræður um þessi mál enn á frumstigi en vonast til að málið skýr- ist á næsta ári. „Við Svavar vorum oft á Horna- firði á sumrin og mér þykir vænt um staðinn. Ég er því ákaflega ánægð með að verkin skuli hafa far- ið þangað og vona að hægt verði að koma þeim fyrir og helst að bæta við verkum," segir Ásta Eiríksdóttir, ekkja listamannsins. DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra segir tvennt hafa komið til greina, að auka þorskafla strax og óá minna í haust, eða auka hann einvörðungu á næsta fiskveiðiári. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra stángist ekki á við hugmyndir sínar )ar að lútandi. „Meginatriðið er það að engin hætta var fólgin í því að auka afla nokkuð nú í vor og heldur minna í haust. Það lá engin tillaga fyrir um aukningu nú, að minnsta kosti ekki af minni hálfu. Það liggur fyr- ir að aflinn verður aukinn og dag- setningar hafa ekkert með vöxt og viðgang stofnsins að gera, heldur veiðihlutfall. Það er enginn ágrein- ingur um þá aukningu, sem sjávar- útvegsráðherra er auðvitað ljóst. Hann kýs að fara þessa leið og ekkert nema gott um það að segja,“ segir Davíð Oddsson. Verða að hafa biðlund Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands útvegsmanna, seg- ir útvegsmenn telja að svo skammt sé eftir af fiskveiðiárinu, að eðlileg- ast sé að meta þróun þorskstofnsins fyrir árið í heild, en taka ekki ákvörðun nú. Ákvæði um endur- skoðun kvótans fyrir 15. apríl hafi verið sett í lög til að hægt væri að bregðast við ef eitthvað óvænt kæmi upp á, en svo sé ekki nú. „Fiskunum hefur vegna betur í hafinu en áður vegna þess að hita- stig er hærra og æti meira. Það er ekki um það að ræða að nýir árgangar hafi verið mældir stærri, heldur er hver einstaklingur þyngri. Með því að leyfa hveijum einstakl- ingi að stækka, er hægt að nýta stofninn betur. Við höfum verið gagnrýndir fyrir hversu mikið við veiðum af smáfiski, því að þar með þarf miklu fleiri fiska í hvert tonn en ef fiskurinn fengi að vaxa. Þessi ákvörðun, að geyma fiskinn til næsta fiskveiðiárs, verður til þess að við getum aukið aflann út á betri aðstæður,“ segir Kristján. „Það alvarlega í málinu er að lélegir árgangar eru framundan. Þess vegna er ekki stórbreytinga að vænta í framtíðinni. En eins og forsætisráðherrann hefur sagt, er sígandi lukka bezt. Við vonum að á næstu árum getum við smáaukið veiðina með því að hagnýta stofninn betur, meðal annars með því að veiða fiskinn fullorðnari og stærri.“ Kristján segir að uppbygging þorskstofnsins sé sérstaklega mikið hagsmunamál fyrir vertíðarbáta- flotann, sem byggi meginhluta veiðiheimilda sinna á þorski. „Þegar heimildirnar hækka koma þær HÉR fer á eftir í heild fréttatil- kynning sjávarútvegsráðu- neytisins vegna ákvörðunar um óbreyttan heildarafla: Sjávarútvegsráðherra hefur í dag ákveðið að fyrri ákvörðun um leyfðan heildarafla af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári skuli óbreytt standa. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða skal leyfður heildar- afli af hverri botnfisktegund ákveðinn fyrirfram fyrir upp- haf hvers fiskveiðiárs. Á grund- velli laganna ákvað sjávarút- vegsráðherra á síðastliðnu sumri að heildarafli þorsks skyldi vera 155 þúsund lestir á því fiskveiðiári sem nú er að líða. Var þessi ákvörðun tekin i samræmi við aflareglu sem ríkisstjórnin samþykkti síðast- bátaflotanum bezt, og verðmætin munu skila sér til þeirra í framtíð- inni. Menn verða bara að hafa bið- lund til þess, því að hitt er miklu alvarlegra að það komi brestur í stofninn og við verðum að halda áfram að minnka." Aflareglan haldin „Ég er mjög þakklátur og ánægður með að menn skuli treysta sér til að halda aflaregluna og bijóta hana ekki á fyrsta ári,“ seg- ir Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar. „Ég held þess vegna að þetta sé mjög farsæl ákvörðun þegar til lengri tíma er litið.“ Ráðgjöfinni fylgt Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að sambandið hafi verið þeirrar skoð- unar að fylgja ætti ráðgjöf fiski- fræðinga. „Ráðherra virðist hafa tekið þá ákvörðun að gera það líka og það er í samræmi við okkar skoðanir," segir Sævar. Vonbrigði „Mér eru þetta vonbrigði. Ég hefði haldið að Þorsteinn hefði allt með sér í það að auka kvótann, en þetta er hans ákvörðun og hún stendur," segir Arthur Bogason, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Arthur segir að sér finnist sér- liðið vor. Samkvæmt henni skyldi heildarþorskaflinn á hveiju fiskveiðiári samsvara 25% af veiðistofni en þó ekki vera lægri en 155 þúsund lestir. Ákvörðunum um leyfðan heildarafla getur ráðherra breytt innan hvers fiskveiðiárs en þó er honum óheimilt að breyta þorskaflahámarki eftir 15. apríl. í framhaldi af niður- stöðum úr mælingum Hafrann- sóknastofnunarinnar á stofnum kennilegt að LÍÚ hafi kvartað mjög undan þrengingum bátaflotans, en nú þegar tækifæri sé til að létta byrðunum dálítið af stærri bátun- um, vilji útgerðarmenn ekki nota það. Hann segir að eflaust hafi af- staða Hafrannsóknastofnunar ráðið úrslitum við ákvörðun sjávarút- vegsráðherra. „Þorsteinn hefur ver- ið sannur í því að vilja fylgja ráð- gjöf Hafró í einu og öllu, það er engin tvöfeldni í því hjá honum. Ég er þeirri einstrengingsstefnu hins vegar ekki sammála og allir höfum við rétt á að hafa okkar skoðun,“ segir Arthur. Kemur ekki á óvart Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að ákvörðun um óbreyttan heildar- afla á þorski á fiskveiðiárinu komi ekki á óvart í ljósi fundar hags- munaaðila í sjávarútvegi með ráð- herra á sunnudag. „Við lögðum til að aflamagn í þorski yrði aukið um 10-15.000 tonn á fundi með hags- munaaðilum [á sunnudag]. Með því móti hefði mátt lækka eitthvað leiguverð á þorskkvóta og draga úr því að þorski sé hent, ef þær sögusagnir eru réttar. í þriðja lagi held ég að þetta hefði gert mörgum bátnum auðveldara að halda áfram veiðum þar sem þá vantar þorsk sem meðafla. Að sjálfsögðu virðum við, hins vegar, þessa ákvörðun botnfiska - svonefndu Togara- ralli - hefur risið mikil umræða um hvort ástæða sé til að breyta fyrri ákvörðunum um heiidar- afla þorsks. Niðurstaða togara- rallsins var sú að vísitala veiði- stofns þorsks virtist vera á upp- leið eftir nokkurra ára lægð enda þótt nýliðun sé áfram slök. Bráðabirgðamat á ástandi þorskstofnsins í framhaldi af togararallinu leiðir þó ekki til þess að mati stofnunarinnar að sjávarútvegsráðherra og gerum okkur grein fyrir þeirri knöppu stöðu sem hann er í. Innan fisk- vinnslunnar eru skiptar skoðanir, sumir vildu óbreytt magn, aðrir vildu ganga talsvert lengra í kvóta- aukningu það sem eftir lifír af fisk- veiðiárinu. Þannig að við fórum bil beggja í okkar tillögum. Við erum því í sjálfu sér ekki mjög ósáttir og verðum að sætta okkur við þessa ákvörðun, sem er endanleg. Við hljótum síðan að vona og trúa því að þorskkvótinn verði aukinn um- talsvert á næsta fiskveiðiári,“ segir Arnar Sigurmundsson. Sorgleg niðurstaða Guðjón A. Kristjánsson forseti t Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands telur misráðið að auka ekki þorskkvóta á yfirstand- andi fiskveiðiári. „Við þurfum á þessum heimildum að halda og það er ekki annað að sjá í gögnum sem liggja fyrir en bjartsýni og aukn- ingu og tel því að mátt hefði taka eitthvað til viðbótar án þess að skaði hlytist af, nema síður væri. Við þurfum helst að lifa fram að næsta fiskveiðiári og eigum mikið óveitt af öðrum fisktegundum, sem við hefðum þurft að geta veitt. Það getum við hins vegar ekki ef við höfum ekki þorskheimildir. Þetta er sorgleg niðurstaða. Það er greini- legt að þeir sem vilja halda leigu- verði á kvóta uppi hafa orðið ofan á.“ beiting aflareglunnar leyfi meira en 155 þúsund lesta heild- arafla á þessu fiskveiðiári. Skoðanir lielstu hagsmunasam- taka innan sjávarútvegsins á því hvort auka eigi heildaraflann hafa verið nokkuð skiptar. Eftir að hafa metið þau sjónarmið sem fram hafa verið færð að undanförnu með og á móti aukningu þorskkvóta, er það niðurstaða sjávarútvegsráð- herra að breyta ekki fyrri ákvörðunum um heildarafla af þorski á yfirstandandi fiskveiði- ári. Er sú ákvörðun tekin með hliðsjón af niðurstöðum Haf- rannsóknastofnunarinnar og mikilvægis þess að halda við þegar mótaðar meginreglur um ákvörðun heildarafla. Ákvörðun tekin með hliðsjón af niðurstöðu Hafrannsóknastofnunar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.