Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 25 MENNTUN Veggspjald með tölu- stöfum ÚT ER komið á vegum forlagsins Himbrima veggspjald, sem sýnir tölustafína 0-10 ásamt táknmynd- um og er þar um að ræða villt ís- lensk spendýr og fugla. Prentað er beggja vegna á spjaldið og er marg- földunartafla á bakhliðinni. Tölurnar eru merktar með mismunandi litum þannig að börnin læra víxlregluna svokölluðu, þ.e. að 3x5=15 og 5x3= 15, o.s.frv. Eru samsvarandi tölur með sömu litum. Dóra Hvanndal kennari og eig- andi Himbrima hefur á undanförnum fimm árum gefið út efni fyrir börn. „Krakkar hafa gaman af því að hafa myndir á veggjum, en mér hefur oft fundist vanta falleg vegg- spjöld, sem hafa líka þann tilgang að fræða. Það sem böruin hafa fyrir auguntím síast smám saman inn eins og stafrófið eða margföldunarta- flan,“ sagði Dóra. Fyrsta verkið sem Himbrimi gaf út var stafrófsveggspjald árið 1992 en síðan hefur komið út ein bók á ári. Nú fýrir jól kom út bókin Vaski grísinn Baddi, en um hann hefur verið gerð kvikmynd, sem verið er PRENTAÐ er beggja vegna spjaldsins. að sýna í kvikmyndahúsum borgar- innar um þessar mundir. Væntanleg er verkefnabók, sem í verða kross- gátur, leikir og ýmiss konar verk- efni, sem tengjast sögubókinni um Badda. Veggspjaldið er silkiprentað hjá Eureka en myndskreyting er eftir Hrafnhildi Bernharðsdóttur mynd- listarkonu. Það fæst meðal annars i Skólavörubúðinni og Eymundsson og kostar 1.490 krónur. Samræmd próf 4. og 7. bekkja verða næsta haust EKKI hefur endanlega verið ákveðið hvenær samræmd próf verða hjá 4. og 7. bekkjum grunnskóla, en sam- kvæmt grunnskólalögum frá 1995 skulu slík próf fara fram í kjarna- greinum hjá þessum árgöngum. Ein- ar Guðmundsson deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála taldi líklegt í samtali við Morgunblaðið að þau yrðu í fyrstu viku nóvembermánaðar. Einar sagði að aldrei hefði verið rætt um að prófin yrðu í lok skóla- árs, en hugmyndir hafi verið uppi um að 7. bekkjar prófin yrðu í jan- úar. „Vegna óska frá kennarasam- tökum og skólastjórum var ákveðið að halda prófin að hausti. Það er gert í og með til að undirstrika til- ganginn með prófunum, sem er að fá upplýsingar um stöðu nemenda, þannig að hægt sé að bregðast við á skólaárinu. Þessu er öfugt farið um lokaprófin eins og menn þekkja úr 10. bekk,“ sagði hann. „Við fáum hliðstæðar upplýsingar og hjá 10. bekk en getum aukið notagildið með því að hafa prófín að hausti." Þær námsgreinar sem um er að ræða eru stærðfræði og valdir náms- þættir í íslensku. Líklegt er talið að þeir námsþættir sem um ræðir verði lesskilningur og stafsetning að þessu sinni. „Síðan verður að sjá hver reynslan verður og bregðast við með viðeigandi hætti,“ sagði hann. Stöðluð próf í stærðfræði Hjá RUM er einnig verið að vinna að stöðluðum kunnáttuprófum í stærðfræði fyrir nemendur 1.-7. bekkja grunnskóla. Eru þau væntan- leg um mitt næsta skólaár. „Með þeim prófum verður hægt að fá sam- anburðarhæfar upplýsingar um kunnáttu nemenda á sama stigi,“ sagði Einar. Engin slík próf hafa verið til áður, en samkvæmt grunn- skólalögum skulu skólum nú standa til boða samræmd könnunarpróf og stöðluð kunnáttupróf til greiningar á námsstöðu nemenda. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BORNIN nota einnig tákn þegar þau syngja. Hér eru Daníel Danni Þorbjörnsson (t.v.), Hulda Hrönn Agnarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Björgvin Axel Ólafsson. A Víðivöllum eiga allir sitt tákn Á LEIKSKÓLANUM Víðivöllum í Hafnarfirði á hvert barn og hver starfsmaður sitt tákn og hafa engir tveir sama táknið. „ Við reynum alltaf að finna tákn sem tengist barninu á einhvern hátt, t.d. ef það er með spékoppa þá er táknið að pota í kinnina eða ef barnið er með eyrnalokka þá er togað í eyrnasnepilinn," sagði Svava Guðmundsdóttir leikskólastjóri í spjalli við Morg- unblaðið. Ástæða þess að aðferðafræðin Tákn með tali (TMT) er notuð á Víðivöllum er sú að frá upphafi var starfandi þar deild fyrir börn með sérþarfir, þar sem TMT var notað.'Þegar deildinni var lokað 1992 fóru börnin inn á almennar deildir og þá var enn meiri nauðsyn á að allir gætu notað tákn til samskipta. „Marg- ir söngvar og leikir sem við höf- um notað gegnum árin eru með táknum. Þetta eru söngvar og leikir sem barnið lærir oftast fyrst og finnst skemmtilegast," sagði Svava. Ekki sama og táknmál Tákn með tali er ekki það sama og táknmál fyrir heyrnarlausa, heldur er það Ijáningarmáti ætl- aður heyrandi börnum, sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða. Táknið er því lyálpartæki en kemur ekki í stað tals. Upp- hafsmenn þessarar aðferðar voru þrír Danir, Marianne Bjer- regaard, Lars Nygaard og Niels Bentsen, sem gerðu tilraunir til að nota hana við þjálfun þroska- heftra barna. Leggja þremenn- ingarnir áherslu á að alltaf skuli flétta saman tali, látbragði og táknum í eina samræmda heild. Langflestir starfsmenn leik- skólans Víðivalla hafa farið á námskeið til að læra TMT og nota þau í samskiptum við börn- in. Segir Svava að ófötluðu börn- in séu fljót að tileinka sér táknin og noti þau í samskiptum sinum við þau sem þurfi á þeim að halda. Börnin fljótari að læra Hún segir þann misskilning vera meðal sumra foreldra að TMT hamli því að barn tali á eðlilegan hátt en því fari víðs fjarri. Reynslan sýni að TMT reynist öllum börnum vel. Þau virðist eiga auðveldra með að tileinka sér sjónræna hreyfingu eða táknið fremur en talað mál og það virðist örva alhliða mál- þroska, auk þess sem þau muni til dæmis vísur og söngva betur. „Eins ber að hafa í huga að ef sem flestir geta notað TMT er einangrun þeirra barna sem aldrei geta „talað“ á eðlilegan hátt rofin,“ sagði Svava. Svör viö þýskuþraut Lesskilningur: 1) d - 2) b - Málfræði og orðaforði: 1) denn - 2) b,c,e,a,f,d - Landes- kunde: 1) StraSburg. Textar með 'eyðum: meinem, noch, öffnete, junger, an, ich, gru6- ten, Sie, Mann, Stuhl, be- stellte. 18.APRÍL 1996 Munið ráðstefnuna sem haldin verður í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg 1, fimmtudaginn 18. apríl 1996 á vegum Verkfræðingafélagsins og Tæknifræðingafélagsins í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Iðnaðarráðuneytið. 12:30-13:00 Afhending ráðstefnugagna. 13:00-13:20 Formaður TFI, Páll A. Jónsson, setur ráðstefnuna og skipar ráðstefnustjóra, Pál Kr. Pálsson, Sól hf. Avarp. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 13:20-13:40 Framtíðarsýn iðnaðar á íslandi - möguleikar morgundagsins. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins. 13:40-14:00 Starfsskilyrði og samkeppnishæfni - hver er staðan og hvað þarf til. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 14:00-14:20 Samspil iðnaðar og sjávarútvegs. Þorsteinn M. Jónsson, framkvæmdastjóri Víftlfells. Helgi Geirharðsson, Samstarfsvettvangi sjávarútvegs og iðnaðar. 14:20-14:40 Tækifæri á íslenskum og erlendum mörkuðum. Jón Ásbergsson, Útílutningsráði íslands. Finnur Geirsson, Nóa Síríus. 14:40-15:10 Hlé. 15:10-15:25 Árangur í iðnaði. Bjarni Bjarnason, Kísiliðjunni. 15:25-15:45 Fjármögnun iðnfyrirtækja. Þorkell Helgason, ráðuneytisstjóri í Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Benedikt Árnason, hagfræðingur Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. 15:45-16:05 Nýsköpun og þróun. Baldur Hjaltason, Lýsi hf. 16:05-16:25 Starfsmenntun og uppbygging þekkingar. Ingi Bogi Bogason, Samtökum iðnaðarins. Þorkelf Sigurlaugsson, Eimskip hf. 16:25-16:40 Umhverfismál í iðnaði. Guðjón Jónsson, ísal. 16:40-17:20 Pallborðsumræður. Sveinn Hannesson, Jón Ásbergsson, Þorkell Helgason, Baldur Hjaltason, Bjarni Bjarnason og Þorkell Sigurlaugsson. Stjórnandi, Páll Kr. Pálsson. 17:20 Ráðstefnuslit. Formaður VFÍ, Pétur Stefánsson. Skráning þátttakenda á ráðstefnuna þarf að fara ffarn í síðasta lagi þriðjudaginn 16. apríl á skrifstofú VFÍ og TFÍ í sfma 568 8511. Verð er 5.000 kr. fyrir félagsmenn og 6.500 kr. fýrir aðra. Innifalið í verði eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar. VERKFRj i ÍSLANDS Tœknifrœðingafélag íslands IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ SAMTOK Q) IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.