Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐUR EMILÍA G UÐLA UGSDÓTTIR Ragnheiður Emilía Guð- laugsdóttir var fædd við Þórshöfn á Langanesi hinn 20. nóvember 1916. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Þorkelsdóttir og Guðlaugur Helgi Vigfússon. Hún ólst upp í Vestmanna- eyjum og á Seyðis- firði. Hálfsystkini hennar, samfeðra, eru: Kristín, Jenný, Hreiðar (Iátinn) og Guð- ríður. Árið 1932 fluttist hún til Hafnarfjarðar og 1937 giftist hún Einari Helgasyni, frá Bjarnabæ í Hafnarfirði, f. 8.10. 1909, d. 14.5. 1984. Börn þeirra eru: 1) Helgi Björn, f. 1937, maki Sólveig Einarsdóttir, þau eiga fjórar dætur sem eru: Dóróthea, Ragnheiður, Matt- hildur og Harpa. 2) Aðalsteinn, f. 1943, maki Ólöf E. Guðjónsdóttir, þau eiga tvö börn sem eru: Hjördís og Einar. 3) Erna, f. 1944, maki Guð- mundur E. Jón- mundsson, þau eiga þrjú börn sem eru: Björk, Arnþór og Jónmundur Gunnar. Barna- barnabörn eru orð- in 11. Ragnheiður og Einar bjuggu á Suðurgötu 38, Bjarnabæ, frá 1937 til 1956 er þau fluttu á Hólabraut 8 í Hafn- arfirði. Hún stundaði ýmis störf, þ.á m. vinnukonustörf, við fiskvinnslu og saumaskap. Síðan i júní 1993 dvaldi Ragn- heiður á Hrafnistu í Hafnar- firði. Útför Ragnheiðar verður frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Friður og ró megi ríkja með yður! Elsku amma Ragna sefur nú vært. Áður þreytt, hvíli hún nú í friði. Amma var allt sitt líf boðin og búin að leggja öðrum lið. Við áttum saman yndislegar stundir. Alltaf var hægt að leita til hennar. Án þess að vera með langa upptaln- ingu, fínnst mér nauðsynlegt að gera því örstutt skil sem hún veitti mér og ég þykist vita mörgum öðr- um. Hjá henni fékk ég: gert við föt, saumuð hlý ný föt, húsaskjól, heilsubata eftir langvinn veikindi, vinnu, hvíld, ást, sterka umhyggju, gnægð matar o.fl. o.fl. Af mat þurfti ég óendanlega mik- ið og hjá ömmu var ég alltaf pakksaddur og sæll, dottandi í sófa, búið að breiða yfir mann, eftir minnst tvíréttaða ömmu-máltíð. Alltaf var hún heima í hádeginu með heitan mat. Maður kom þreytt- ur úr skóla, vinnu eða af sundæf- ingu og gekk endurnærður í skól- ann, vinnuna eða á sundæfíngu eft- ir hádegi hjá ömmu. Glæný, undur- góð ýsa, fersk eða ljúft nætursöltuð var hvergi eins góð, hárrétt soðin með engum beinum né froðu á! Það var stappað fýrir mann, skrælt og aldrei var tekið í mál að maður stæði upp, hún settist vart sjálf, borðaði á hlaupum um leið og hún þjónaði öðrum. Manni var ekki leyft að dýfa fíngri í sjóðandi vatnið sem hún ber- hent vaskaði upp í. Að loknu borð- haldinu átti maður að leggja sig, það var breitt yfir mann. Eldhúshurðinni var hallað aftur, teppi sett við dyr til að maður hefði örugglega ró og næði og ekki heyrðist eitt diskaglam- ur þrátt fyrir að allt væri fínpússað. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Öpið ötl kvöld til ki. 22 - cinnig um hclgar. Skreytíngar fyrir öll tílefni. Gjafavörur. Skonsur, klattar, kleinur, flat- brauð, vínarbrauð, jóla- og brún- kökur o.fl. var allt heimatilbúið lost- æti. Ömmubollur með heitri, brúnni sósu og rababarasultunni hennar er besta í öllum heimi! Fiski- eða kjötbollurnar voru aldeilis ekki úr dós, „maður verður að vita hvað er í þessu“ sagði afi sálugi sem vildi hafa bollurnar svo stífar að hnífur- inn væri hreinn eftir að skera í þær. Að loknum aðalréttinum fylgdi alltaf grautur eða súpa. T.d. ljúf- fengur rababara-, grjóna- eða ávaxtagrautur, kakósúpa eða blóm- kálssúpa. Ömmu-matur var yndis- legur og maður fær vatn í munninn við minningarnar um hann. Afi færði björg í bú ásamt ömmu en féll frá fyrir allmörgum árum, það var sárt fyrir ömmu en hún spjaraði sig vel, vildi aldrei láta hafa fyrir sér. Nærtæk dæmi eru að hún minntist á strætó eða að hún ætlaði að ganga heim í stað þess að láta skutla sér. Hún var hin síðari ár hætt að keyra, en ók vel lengi þrátt fyrir að taka bílpróf seint. Að láta skutla sér fannst henni alltof mikil fyrirhöfn og tíma- eyðsla fyrir aðra! Ömmu fannst mjög gaman að lesa, dansa, hlæja og skemmta sér en aldrei smakkaði hún vín. Hún lagði oft kapal þær fáu mínútur sem hún hafði til að slaka á meðan sauð í pottunum eða hún beið eftir að vekja mann. Ef maður svaf heyrðist vart smellur í kapalspilunum hennar. Þegar við afi fórum á trillunni klukkan sex að morgni á skak eða að vitja um var amma ávallt búin að smyija nesti, taka til morgun- mat og tók á móti okkur með heit- um minnst tvíréttuðum mat er við komum að. Auk þessa vann hún sjálf verkamannavinnu. Hún hljóp t.d. heim úr íshúsinu til að elda og í vinnuna aftur að loknum matnum og á borð var ekki borið snarl eða skyndibitamatur heldur heitur, heimatilbúinn minnst tvíréttaður matur. Síðan var að taka eitthvað til með kaffinu. Um kvöldið var aftur minnst tvíréttaður matur og alltaf var kvöldkaffi hjá ömmu. Þegar ég kom hin seinni ár úr- vinda af morgunæfingu var stjanað við mig og ég fór algerlega úthvíld- ur á æfingu eftir hádegi. Þegar ég var erlendis skrifaði ég henni og hún svaraði alltaf bréfunum mínum um hæl. Amma var alltaf til stað- ar, hún á mikið í mér og mörgum. Þú gafst mér akurinn þinn, þ_ér gef ég aftur minn. Ást þína á ég ríka, eigðu mitt hjarta líka. (H. Pét.) Árin hafa liðið en manni finnst sem þetta allt hafí gerst í gær. Ég þakka öllum sem hjálpað hafa ömmu og afa. Fjölmörgum vina þeirra, ættingja og afkomenda sem ég veit að þau eru stolt af, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Leyfum ömmu og afa að fylgj- ast með okkur í sameiningu og halda þannig áfram að hlúa að okk- ur hlið við hlið. Tak við ömmu, afí! Við elskum ykkur öll. Þökk sé Guði og Kristi að friður megi ríkja með yður. Þú hraða tíð, er flýgur fljótt .og fyrr en varir hverfur skjótt, en kemur eitt sinn aftur, oss kenn, hve ótt að ævin þver, en eilíft líf í skauti ber Guðs sterki kærleikskraftur. (V. Briem.) Arnþór Ragnarsson. Nú hefur hún elsku amma mín fengið hvíldina. Það er sárt að kveðja hana en innst í hjarta mínu veit ég að nú líður henni vel og hún er komin á nýjar slóðir, til afa sem lést fyrir tólf árum. Ótal minningar streyma í gegnum hugann; minn- ingar um ömmu sem alltaf var reiðubúin að rétta hjálparhönd til ættingja sem og vandalausra. Ömmu féll sjaldan verk úr hendi hvort sem það var við handavinnu, saumaskap eða matseld. Amma hafði alltaf tíma fyrir okkur barna- börnin og hún passaði okkur mjög mikið. Þegar ég var lítil bjó ég um tíma, ásamt bróður mínum og mömmu, hjá ömmu og afa. Enginn annar en amma mátti að syngja mig í svefn því ekkert jafnaðist á við sönginn hennar ömmu. Amma hafði mjög gaman af því að lesa og oft las hún sögur fyrir okkur krakkana. Þó að amma ynni úti kom hún alltaf heim í hádeginu og eld- aði heitan mat og graut í eftirmat. Maturinn hennar ömmu var ein- stakur, þar var sérstakt „ömmu- bragð“ sem engum hefur tekist að nálgast. Við amma áttum margar góðar stundir við eldhúsborðið á Hóla- brautinni, við spiluðum marías eða lögðum kapal nú eða bara ræddum um heima og geima. Ég gat sagt ömmu frá öllu og oft fékk ég góð ráð. Þegar ég stundaði nám við Verzlunarskóla íslands og prófín nálguðust flutti ég alltaf til ömmu og afa, þar var nefnilega gott næði og ég þurfti ekki að hugsa um neitt nema lærdóminn, amma sá fyrir öllu öðru. Jólin eru sterk í endur- minningunni því það var fastur lið- ur að á jóladag kom öll fjölskyldan saman hjá ömmu og afa á Hóla- brautinni. Eftir að amma hætti að vinna og meðan hún hafði heilsu til hafði hún unun af því að fara með „gamla fólkinu", eins og hún orðaði það, á ýmsar skemmtanir og í ferðalög. Ég saknaði ömmu mjög mikið þegar ég bjó erlendis og oft áttum við löng samtöl sím- leiðis og hún var svo dugleg að skrifa mér. Bréfin hennar voru allt- af full af fréttum og í þeim voru mörg gullkorn sem ég mun alla tíð geyma. Hún amma mín var óskap- lega hjartahlý, það lýsir henni einna best þegar ég minnist þess að aldr- ei sagði hún styggðaryrði um nokk- urn mann. Þegar ég og Jón Páll, maðurinn minn, byrjuðum að búa kom amma oft færandi hendi með ýmsa muni sem nú prýða heimili okkar. Amma var mjög glaðlynd og oft var hlegið dátt. Henni fannst stund- um skrýtið og hún skildi oft ekki hvernig við unga kynslóðin hugsuð- um um heimili okkar og skiptum verkum á milli kynjanna, en aldrei reyndi hún að breyta viðhorfum okkar. Við hlógum oft saman að því hversu skrítið henni þótti að stundum sá Jón Páll og hinir ungu mennirnir um matargerðina. Þrátt fyrir veikindi hennar síðastliðin ár var alltaf stutt í brosið þegar ég kom og heimsótti hana á Hrafnistu þar sem hún dvaldist síðustu tvö og hálft ár. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa átt öll þessi dýrmætu ár með ömmu og allar minningarn- ar sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Að lokum vil ég segja þetta: Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjðrtum, eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlum vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Ók.höf.) Elsku amma mín, með þessum orðum kveðjum við Jón Páll þig og óskum þér alls hins besta á nýjum slóðum, þar til við hittumst á ný. Björk. Okkur langar að minnast ömmu á Hóló, en svo kölluðum við hana ávallt, þar sem hún bjó með Einari afa, heitnum, á Hólabraut 8 í Hafn- arfirði. Okkur er minnisstætt hve myndarleg amma var í saumaskap, matargerð og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Ævinlega þegar við krakkarnir komum niður á Hóló var nýbakað hjá ömmu, allir muna sér- staklega eftir vínarbrauðunum hennar og flatkökunum frægu sem piýddu öll jólaboð í fjölskyldunni okkar. Við munum öll jóladagsboðin á Hóló, hjá ömmu og afa, þar sem allir voru saman komnir í mat og kaffi. Þessar stundir eru okkur öll- um ógleymanlegar. Öll munum við hana ömmu sem atorkusama konu sem erfítt var að hafa við, því allt vildi hún fyrir alla gera hvort sem það var fjöl- skyldan eða vinir. Aldrei mátti hún aumt sjá. Var hún þá mætt á stað- inn til að hlúa að og hjálpa öðrum. Margar góðar stundir áttum við krakkarnir með afa og ömmu hvort sem var á Hólabrautinni eða á ferðalögum sem við fórum með þeim. Hún hlúði alltaf. svo vel að okkur öllum. Síðustu árin dvaldi amma á Hrafnistu í Hafnarfirði vegna veikinda sinna. Þar var hún í góðu yfirlæti. Við fengum þá tækifæri til að hlúa að henni og veita henni stuðning. Með þessum orðum langar okkur að kveðja elsku ömmu. Alltaf var hún hlý og góð allar stundir gaf hún af sjálfri sér. Við þökkum guði fyrir að hafa átt hana að. Matthildur, Harpa, Hjördís, Einar og Jónmundur Gunnar. Nú er elsku amma mín farin þangað sem við hittumst öll þegar okkar verkefni er lokið. Og margt var það sem elsku amma mín kom í verk á sinni lífsleið, frá því að vera lítil stúlka á Seyðisfirði, síðan í Vestmannaeyjum og svo í Hafnar- firði, þar sem amma og afi bjuggu alla tíð. Amma var ein af þeim konum sem lét erfiði ekki aftra sér. Á yngri árum vann amma sem kaupakona í sveit og verkakona og síðari ár ævi sinnar í íshúsi Hafnar- fjarðar til margra ára. Við systurn- ar ólumst upp fyrstu árin okkar í sama húsi og amma og afi bjuggu í. Ég man aldrei eftir að amma sæti auðum höndum, hún var alltaf að, ýmist við að útbúa mat, baka, sauma föt, sauma út eða hekla, enda eiga börnin hennar fallega hluti eftir hana. Amma var alltaf að gera eitt- hvað fyrir aðra. Og þó hún væri orðin lasin þá vildi hún ólm fá að passa börnin fyrir mig. En það var erfiðara fyrir okkur að fá að launa henni. Minningarnar eru margar um elsku ömmu sem var alltaf svo sterk, dugleg og hæversk að ég veit ef hún fengi að ráða þá væri ég ekki að skrifa- þessar línur. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt, ég hugsa til þín með söknuði en um leið veit ég að nú líður þér vel. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vilí dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stef.) Ragnheiður Helgadóttir. KRISTINN BJÖRG VINSSON + Kristinn Björg- vinsson fæddist í Vestmannaeyjum 5. febrúar 1924. Hann lést á Vífils- staðaspítala 8. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Björgvin Vilhjálms- son og Guðfinna Pétursdóttir. Krist- inn fluttist ungur til Borgarfjarðar eystra. Kristinn giftist Guðbjörgu Erlends- dóttur og eiga þau þijú börn, Guðfinnu Björgu, Erlu Vigdísi og Kristin Sævar. Útför Kristins fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, sérstaklega spjallið sem við áttum saman næstum dag- lega, þar sem þú fylgdist með af áhuga sjómannsins hvernig fiskað- ist, hveijir reru og hvernig veðrið var. Þú varst sjómaður í húð og hár, þótt þú rerir ekki síðustu árin. Þú varst alltaf reiðubúinn að miðla af reynslu þinni og segja skemmti- legar sögur af sjómennskuárunum og æskuslóðum á Borgarfirði eystra. Við biðjum góðan Guð að styrkja mömmu, Guðbjörgu Erlendsdóttur, í sorg hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sævar, Sigríður og börnin. Elsku afi pabbi, eins og ég var vön að kalla þig þegar ég var lítil. Ég þakka allt það traust og þá virð- ingu sem þú sýndir mér á mínum uppvaxtarárum. Já, þú stóðst ávallt eins og stytta við hlið mér, afi minn, og það vega- nesti, sem þú gafst mér út í lífið, er ómetanlegt. Hart þykir mér, að Guð skuli nú taka afa frá mér, og stórt er skarð- ið eftir fráfall hans. Þegar ég kveð elskulegan afa minn hinstu kveðju, bið ég góðan Guð að geyma hann vel fyrir mig. Minning hans lifir í bijósti mínu. Afabarnið Kristín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.