Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Deilt um verð á hlutabréfum á aðalfundi Tollvörugeymslunnar Hlutafjáraukning og samrunaáætlun samþykkt Úr reikningum ársins 1995 Tollvörugeymslan Rekstrarreikningur Mnijónir króna 1995 1994 Breyt. Rekstrartekjur 137,7 118,5 +16,2% Rekstrargjöld 121,5 103,6 +17,3% Rekstrarhagnaður 16,3 14,9 +8,9% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (4,0) (2,7) +50,7% Hagnaður fyrir skatta 12,2 12,3 -0,2% Hagnaður ársins 9,9 9,7 +1,7% Efnahagsreikningur 31. des.: 1995 1994 Breyt. I Etonir: I Milljónir króna Veltufjármunir 42,9 38,0 +12,8% Fastafjármunir 297,6 273,2 +8,9% Eignir samtals 340,4 311,2 +9,4% I Skuldir oo eioiO fó: I Milljónir króna Skammtímaskuldir 33,6 38,1 ■11,7% Langtímaskuldir 64,2 71,0 -9,5% Eigið fé 242,6 202,1 +20,0% Skuldir og eigið fé samtals 340,4 311,2 +9,4% Sjóðstreymi Veltufé frá rekstri Milljónir króna 40,8 39,1 +4,6% AÐALFUNDUR Tollvörugeymsl- unnar hf. staðfesti í gær aðgerðir stjórnar fyrirtækisins, sem miða að því að sameina það Skipaafgreiðslu Jes Zimsen hf., dótturfyrirtæki Eim- skips. Væntanlega verður gengið frá sameiningu félaganna á hluthafa- fundi 29. apríl og mun Eimskip þá að öllum líkindum eiga meirihluta í hinu nýja félagi. Eimskip á nú um 43% hlut í Tollvörugeymslunni og hefur gert hluthöfum hennar tilboð um að kaupa bréf þeirra á genginu 1,15. Nokkrir hluthafar telja það verð vera of lágt og gerðu athuga- semdir við það á fundinum. Rekstrartekjur Tollvörugeymsl- unnar (TVG) námu 137 milljónum króna á síðasta ári og var um að ræða 16,2% aukningu frá 1994. Rekstrargjöld voru 121,5 milljónir eða 17,3% hærri en árið áður. Hagn- aður eftir skatta nam 9,9 milljónum í fyrra og er það 1,7% aukning frá 1994. Á fundinum lá fyrir tillaga um hlutafjáraukningu og áætlun um samruna við Skipaafgreiðslu Jes Zimsen. Tillagan, sem samþykkt var með þorra atkvæða, heimilar stjórn- inni að gefa út viðbótarhlutafé að upphæð 30.920 þús. króna til þess að skipta út hlutafé Skipaafgreiðslu Jes Zimsen hf. í tengslum við sam- runa félaganna. Þá voru samþykktir stjómar félagsins í því efni staðfest- ar. Tillagan er háð endanlegu sam- þykki hluthafafundar um sammna félaganna, sem haldinn verður 29. apríl næstkomandi. Of lágl verð Á fundinum komu fram efasemd- ir um að kauptilboð Eimskips í bréf annarra hluthafa Tollvörugeymsl- unnar á genginu 1,15 væri nógu hátt og óskir um að birt yrðu þau gögn sem liggja að baki tilboðinu. Pétur Blöndal, alþingismaður, sem gerði fyrirhugaðan samruna fyrir- tækjanna tveggja að umtalsefni, sagðist ekki sjá betur en hlutafé Jes Zimsen væri metið á genginu 7,7 í þeim samruna. Tilboð Eim- skips í hlutabréf í Tollvörugeymsl- unni upp á 1,15 þýddi hins vegar að hún væri metin á um 200 milljón- ir. „Ef við drögum frá 5% arð- greiðslur, eða 8,4 milljónir, þá er enn eftir af eigin fé fyrirtækisins 33,8 milljónir, sem segir mér það, ef áritun endurskoðenda sem fram- kvæmdu matið er rétt, að best væri að leysa það upp, selja eignirnar og þá fengju hluthafarnir 1,4 fyrir hlutafé sitt, plús 5% arð.“ Þorsteinn Halldórsson, heildsali, sagði að fljótt á litið virtist sér að eini tilgangur samrunans væri sá að auka hlutafjárprósentu Burðar- áss úr tæpum 43% í 52%. „Ég sé í raun og veru engan annan raun- verulegan tilgang. Eitt af því sem getur líka skeð með samrunanum er að ýmsir innflytjendur flytji við- skipti sín yfir til annað hvort Jóna eða Samskipa með þetta í huga.“ sagði Þorsteinn. Bent Scheving Thorsteinsson kvaddi sér einnig hljóðs og sagði að ekki lægju fyrir miklar upplýsingar um hvernig komist var að þessari niðurstöðu. Óskaði hann eftir því að birtur yrði nákvæmur útreikningur á matinu og benti á að það hefði verið gert áð.ur en fjórir bankar voru samein- aðir í íslandsbanka fyrir nokkrum árum. Eðlilegt verð Þórður Magnússon, stjórnarfor- maður Tollvörugeymslunnar, sagði að endurskoðendur beggja fyrir- tækja hefðu komist að þeirri niður- stöðu eftir mikla yfirlegu að rétt væri að meta fyrirtækin með þess- um hætti. Mikið hefði verið rætt um hvaða aðferðir ætti að styðjast við en í raun hefði sáralítið borið á milli þeirra. Mat á verðmæti hluta- bréfa í TVG hefði að miklu leyti byggst á skráðu gengi félagsins á Opna tilboðsmarkaðnum, sem hefði haldist svipað mjög lengi. Þegar lit- ið væri til þess að arðsemi hlutafjár TVG væri ekki hærri en raun bæri vitni um væri þessi niðurstáða ekki óeðlileg. Þá taldi hann vel koma til greina að sýna hluthöfum reikninga Zimsen fyrir síðasta ár. Á aðalfundinum var samþykkt að greiddur skuli 5% arður af nafn- verði hlutafjár til hluthafa vegna ársins 1995. Viðamiklum breytingum á hluthafahópi lokið hjá Handsali Breytt í almenn- ingshlutafélag BP spáir að hagnaður aukist um 50%í5ár London. Reuter. BRITISH Petroleum býst við að hagnaður fyrirtækisins eftir skatta muni aukast um 50% á næstu fímm árum og arðgreiðslur aukist að sama skapi. John Browne forstjóri sagði á árs- fundi að hagnaður eftir skatta yrði um 8% á ári eða meira og að hagnað- urinn ætti að aukast 1.5 milljarða dollara á næstu fimm árum eða svo. Brown sagði að takast ætti að halda skuldum í um 7-8 milljörðum dollara og fyrirtækið ætti að geta aukið fjárfestingarútgjöld í um 6 milljarða dollara. VERÐBRÉFAFYRIRTÆKINU Handsali hefur nú verið breytt í al- menningshlutafélag og er stefnt að því að skrá fyrirtækið á Verðbréfa- þingi íslands að lokinni hlutafjár- aukningu. Hluthafafundur félagsins samþykkti þessar breytingar nýlega og var í því skyni losað um allar hömlur á sölu hlutabréfa í fyrirtæk- inu, að því er fram kemur í frétta- bréfi Handsals. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt að veita stjórn fyrirtækisin^ heimild til þess að auka hlutafé þess um 32,5 milljónir króna að nafn- virði. Þar af er gert ráð fyrir að starfsmönnum fyrirtækisins verði boðið hlutafé að nafnvirði 7,5 millj- ónir króna til kaups. Núverandi hlut- hafar hafa fallið frá forkaupsrétti sínum að því hlutafé sem selt verður og er þetta gert í þeim tilgangi að ná tilskyldum fjölda hluthafa til þess að hægt verði að skrá Handsal á VÞÍ. Til þess þurfa hluthafar að vera a.m.k. 200 en þeir eru rúmlega 30 í dag. I fréttabréfí fyrirtækisins kemur jafnframt fram að gengið hefur ver- ið frá sölu á hlutabréfum þeim sem fyrrum minnihluti í félaginu seldi meirihlutanum fyrr á þessu ári. Alls var um 47 milljóna króna hluta að nafnvirði og keypti þáverandi meiri- hluti bréfin á genginu 2,2. Sem fyrr segir hafa bréfín nú verið seld og eru nýju hluthafarnir um 20 talsips. Þeirra á meðal er Trygging hf., sem nú er stærsti einstaki hluthafinn með 11,6% hlut- afjár. Að auki komu Sparisjóður vélstjóra* Samvinnusjóður íslands hf., Sund hf. og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. inn sem hluthaf- ar. Símkerfi fyrir stofnanir og fyrirtæki i öllum greinum atvinnulífsins. NÝHERJI RADIOSTOFAN- Skipholti 37 sími 569 7600 Verðbólguhraðinn mælist 2,1% fyrstu 3 mánuði ársins Talið styrkja vaxtalækkanir VÍSITALA neysluverðs mældist 175,8 stig miðað við verðlag í apríl- byijun og hefur hún þá hækkað um 0,2% frá síðasta mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,5% sem samsvarar 2,1% verð- bólgu á ári. Viðmælendur Morgun- blaðsins á verðbréfamarkaði telja að þessi niðurstaða renni styrkari stoð- um undir lækkun Seðlabankans á skammtímavöxtum í síðustu viku. Hækkun vísitölunnar nú stafar fyrst og fremst af 4,3% hækkun grænmetis, sem hækkaði vísitöluna um 0,10%. Þá olli 7,9% hækkun á áskrift dagblaða 0,06% hækkun á vísitölunni. Síðastliðið ár hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 2,3% og á sama tíma hefur vísitala neyslu- verðs án húsnæðis hækkað um 2,9%. Áhrifa launahækkana gætir ekki enn Það vekur hins vegar athygli að launahækkanimar frá því í janúar hafa enn ekki skilað sér að neinu marki út í verðlagið. í Gjaldeyrísmál- um, fréttabréfí Ráðgjafar og efna- hagsspáa ehf., er þetta skýrt með samkeppni á markaði og góðri af- komu fyrirtækja. Gengishækkun krónunnar að undanförnu hafi sömu- leiðis haldið aftur af verðhækkunum. I ljósi þessa hafa Gjaldeyrísmál endurskoðað verðbólguspá sína fyrir þetta ár niður á við og er hún nú 2,1%. Það er 0,4% lægra en spáð var í síðasta mánuði og 0,8% lægra en spáð var í febrúar. Ugg um i geislun frá farsímum hafnað London. Reuter. FARSÍMAFYRIRTÆKI segja að uggur um að geislun frá farsímum geti verið skaðleg heilsu notenda sé astæðulaus. Ástæðan er sú að brezkur framleiðandi hefur sett í sölu tæki, sem nefnist „Microshield“, kostar nokkur þúsund krónur og hægt er að festa á farsíma til draga úr geislun. Framleiðandinn, Microshield Industries Plc, segir rannsóknir sýna að geislun frá farsímum valdi því að vefir og líffæri í höfð- inu hitni og geti orsakað höfuð- verk. Einnig eer bent á að nýleg rannsókn á rottum í Bandaríkjun- um gefi til kynna að tengsl séu milli lítilla örbylgna á við þær sem farsímar sendi frá sér og krabba- meins á byijunarstigi. „Microshi- eld“ tækið á að minnka örbylgju- áhrifin um 90%. John Simpson, forstjóri Micro- shield Industries, kvaðst hafa orð- ið var við mikinn áhuga fyrir- tækja, þar sem farsímar eru al- mennt notaðir, á nýja tækinu. Farsímafyrirtæki og geislunar- fræðingar sögðu hins vegar að hvorki rannsóknir þær sem Mic- roshield vitni til né prófanir far- símaframleiðenda sjálfra sýni að farsímar séu skaðlegir heilsu manna. „Vara okkar er hættulaus,“ sagði talsmaður Motorola, mesta farsímaframleiðanda heims. Vodafone, sem 2.5 milljónir notenda í Bretlandi eru tengdir við, kvaðst ekki í nokkrum vafa um að farsímar Motorola og ann- arra framleiðenda væru hættu- lausir. Fjárhættu- spil í vélum Singapore Airlines Singapore. Reuter. FARÞEGAR flugfélagsins Sin- gapore Airlines (SIA) fá ef til vill að stunda fjárhættuspil í vél- um félagsins fyrir árslok 1996. Notað verður gagnvirkt mynd- bandskerfi, sem félagið hefur þegar komið sér upp að sögn upplýsingafulltrúa SIÁ, Rick Cle- ments. Clements sagði að lítið yrði lagt undir þar sem tilgangur félagsins sé að „skemmta farþegum fremur en að gera þeim kleift að græða stórfé." Kaupsýslublaðið Business Tim- es í Singapore hermir að SIA og British Airways ætli fyrst flugfé- laga að taka upp rafræna leiki og spil í vélum sínum. British Airways hefur þegar tilkynnt að félagið muni taka upp upplýsinga- og skemmtikerfi fyrir 80 milljónir punda í vélum sínum svo að farþegar geti drepið tím- annn til dæmis með rúllettuspili og með því að spila tuttugu og eitt. Stórgróði af flugvélafjárhættuspili Business Times segir að SIA muni hagnast verulega af skemmtikerfi sínu. Blaðið segir að ef allar 70 vélar SIA verði búnar kerfinu geti brúttóhagnað- ur numið rúmlega 100 milljónum Bandaríkjadala. i i r i ! I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.