Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 21 LISTIR Styrkjum úthlutað ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr Menningarsjóði útvarpsstöðva. Auglýst var eftir styrkjum í janúar sl. og bárust umsóknir um styrki til 212 verkefna. Styrkumsóknirnar námu samtals tæpum 500 milljón- um króna og heildarkostnaðaráætl- anir verkefnanna námu u.þ.b. 1.100 milljónum króna. Úthlutað var kr. 65.220.000, en þar af var endurúthlutað kr. 5.650.000. End- urúthlutunin er vegna styrkveit- inga á árunum 1988, 1991 og 1995 til verkefna sem hætt hefur verið við; kr. 2.000.000 til Ríkisútvarps- ins-Sjónvarps, kr. 750.000 til Rík- isútvarpsins-Rásar 1, kr. 1.900.000 til Stöðvar 2 og kr. 1.000.000 til Hans Kristjáns Arna- sonar. I. Eftirtaldir fengu styrk til undirbúnings og framleiðslu efnis fyrir hljóðvarp: Aflvakinn hf. - Aðalstöðin, Heilsulindin, kr. 1.000.000. Aflvak- inn hf.-Aðalstöðin, Stundin ykkar, kr. 800.000. Aflvakinn hf.-X-ið, Beint í æð, kr. 800.000. Aflvakinn hf.-Klassík fm, Tónskáldin og börnin, kr. 2.400.000. Aflvakinn hf.-Klassík fm, Kórar í klassískri tónlist, kr. 500.00Ó. Útvarp FM hf., Átök á FM 95,7, kr. 1.000.000. Myndbær hf.-Sígilt FM 94,3, ís- lenskir tónlistarmenn, kr. 500.000. Ríkisútvarpið-Rás 1, Jarðarför Jóns Sigurðssonar, tónlistarvið- burður, kr. 300.000. Ríkisútvarp- ið-Rás 1, Heimsmenning á hjara veraldar, kr. 490.000. Ríkisútvarp- ið-Rás 1, Útvarpið og seinni heimsstyrjöldin, kr. 600.000. Ríkis- útvarpið-Rás 1, Handritin heim, kr. 250.000. Ríkisútvarpið-Rúvak, Saga flugsins á Akureyri, kr. 300.000. Ríkisútvarpið-Austur- land, Veiðar færeyskra landróðra- manna, kr. 250.000. Fjölmiðlun hf.-Bylgjan, Dánartíð, kr. 1.000.000. Fjölmiðlun hf.-Bylgjan, Mál málanna, kr. 600.000. Fjöl- miðlun hf.-Bylgjan, Beinar útsend- ingar á órafmögnuðum tónleikum, kr. 2.800.000. Leshús, Fjögur leik- rit úr réttarsögunni, kr. 1.250.000. Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Erót- ík í skáldsögum Halldórs Laxness, kr. 180.000. Samtals kr. 15.020.000. II. Eftirtaldir fengu styrk til undirbúnings og framleiðslu efnis fyrir sjónvarp: Framleiðslustyrkir: Kvikmyndagerðin Alvís, Tuttug- asta öldin, kr. 3.000.000. Ríkisút- varpið-Sjónvarp, Landið okkar góða, kr. 1.000.000. Ríkisútvarp- ið-Sjónvarp, Tréð, kr. 2.600.000. Ríkisútvarpið-Sjónvarp, Mýsla litla, kr. 2.600.000. Sýn hf„ At- vinnumenn í íþróttum á erlendri grund, kr. 1.000.000. Sjónvarps- stöðin Omega, Kvöldljós, kr. 1.000.000. Kvikmyndafélag ís- lands hf„ Sjálfvirkinn, kr. 2.000.000. Kvikmyndafélagið Nýja Bíó hf„ Hugrenningar skálds og einyrkja, kr. 1.500.000. Kvik- myndafélagið Nýja Bíó hf„ Brota- brot, kr. 1.500.000. Saga film hf„ Vatnajökull, kr. 1.800.000. Saga film hf„ Fornbókabúðin, kr. 3.500.000. Saga film hf„ Kristján Davíðsson, kr. 1.000.000. FLÍA, Út að aka, kr. 500.000. F.I.L.M., Þegar það gerist, kr. 3.000.000. Hans Kristján Árnason, Thor Thors fv. sendiherra, kr. 1.500.000. ís- lenska kvikmyndasamsteypan hf„ Undirdjúp íslands, kr. 1.000.000. Emmson Film, Haförninn, kr. 1.500.000. Sigursteinn Másson, Geirfinns- og Guðmundarmál, kr. 1.000.000. Verksmiðjan hf„ ís- landsfiskur, kr. 1.000.000. Sigur- jón Aðalsteinsson, Það sem gerðist Málþing í Skálholti MÁLÞING verður haldið miðviku- daginn 24. apríl, síðasta vetrardag, og fimmtudaginn 25. apríl, sumar- daginn fyrsta, í Skálholti er ber yfirskriftina Málþing um tónlist og skáldskap 17. aldar. Hefst mál- þingið kl. 17 síðasta vetrardag en því lýkur kl. 13 á sumardaginn fyrsta. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa og er matur og gisting í Skálholtsskóla. Á málþinginu verður einkum fjallað um tengsl ljóðagerðar og söngs. Til umfjöllunar eru m.a. verk þekktra skálda 17. aldar; séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, séra Ólafs Jónssonar á Söndum og séra Hallgríms Péturssonar í Saurbæ. Frummælendur eru Kári Bjarna- son, Margrét Eggertsdóttir, Smári Ólason, Kristján Valur Ingólfsson og Helga Ingólfsdóttir. Málþingið hefst á erindi Kára Bjarnasonar er hann nefnir „Fjár- sjóður fyrri alda“. Að því loknu mun Margrét Eggertsdóttir flytja hugleiðingu um lagboða við kvæði og sálma séra Hallgríms Pétursson- ar. Smári Ólason mun greina frá athugunum sínum á Passíusálma- lögunum. Að loknum kvöldverði mun Kristján Valur Ingólfsson tala um helgan söng í heimahús- um, en að erindi hans loknu verð- ur söngpr passíusálma í umsjón Smára Ólasonar í Skálholtskirkju og er vonast til að þátttakendur syngi með. Sumardagurinn fyrsti hefst á morguntíð í Skálholtskirkju. Að henni lokinni er gengið til Skálholts- búða þar sem Margrét Eggertsdótt- ir, Kári Bjarnason og Helga Ingólfs- dóttir ræða um skáldin Stefán Ól- afsson í Vallanesi og Ólaf Jónsson á Söndum í Oddsstofu. Að loknum almennum umræðum verður gengið til kirkju þar sem Margrét Bóasdótt- ir og Helga Ingólfsdóttir munu flytja nokkra lítt kunna sálma úr kvæða- bók Ólafs á Söndum. Hefur sú bók varðveist í uppskrift Hjalta Þor- steinssonar og er álitin ein af ger- semum Landsbókasafnsins. Gefst og gerist enn, kr. 1.000.000. Ing- var H. Þórðarson, E-pillan, kr. 1.500.000. Kvikmyndasmiðjan hf„ Nú heitir hann bara Pétur, kr. 1.000.000. Hallur Helgason, Hafn- arfjarðarlöggan, kr. 2.500.000. Steingrímur Dúi Másson, íslenskir tónar, kr. 1.000.000. Kvikmynda- félagið PCP, Útför, kr. 1.000.000. 20 geitur sf„ Glíma, kr. 500.000. Samver hf„ Undan tungurótum kvenna, kr. 600.000. Samver hf„ Matthías Jochumsson, kr. 600.000. Kvik hf„ Æður og maður, kr. 1.500.000. Lífsmynd, Maður, fugl, vatn, kr. 2.000.000. Fjölmiðlun hf. - Stöð 2, Núll 3, kr. 1.000.000. Fjölmiðlun hf. - Stöð 2, Perlur, kr. 500.000. Fjölmiðlun hf. - Stöð 2, Myndir, kr. 600.000. Samtals kr. 47.300.000. Undirbúnings/Handritsstyrkir: Fjölmiðlun hf.-Stöð 2, Þjóðsögur, kr. 500.000. Fjölmiðlun hf.-Stöð 2, Ríki Ráðhildar, kr. 500.000. Ari Gísli Bragason, Kaþólska kirkjan á íslandi, kr. 600.000. Hugsjón ehf. og Umbi ehf„ Glímt við heiminn, kr. 1.000.000. Kvik- myndaverstöðin ehf„ Málarinn, kr. 1.000.000. Bryndís Kristjánsdótt- ir, Guðmundur frá Miðdal, kr. 300.000. Samtals kr. 3.900.000. Þeir aðilar sem ekki hlutu styrki til verkefna sinna geta sótt um- sóknir sínar á skrifstofu sjóðsins á Laugavegi 97, til 19. apríl nk„ enda sé tilkynnt um slíkt með minnst eins dags fyrirvara. ■• '.'.'3.1 ' i&Áw, ta V*'- þlil* íii,'. Isfca- t'sé: \ ;« l>:dt <X V. V : Ui NoWc • Á v *<r A» KM .«$'**<* => V ' V.i<: '•<<! «:».W ».:>U -*<t> 4$**»»<«#***« • i: • íh :>t><'. •><< vv.s: Ú<V' i:i:»í<xst<> í'j.'.VÚf $>«■ txAiXvÚ’: 1 <•''•*.5j'. i > kostur á að sjá nokkrar myndir úr þessu merka handriti í Oddsstofu. Málþinginu lýkur með hádegis- verði í Skálholtsskóla. Hátíð þjóðlegra listgreina „BALTICA-96“ nefnist alþjóðleg hátíð, sem haldin verður í níunda sinn í Vilnius, höfuðborg Litháens, dagana 2.-7. júlí nk. Þessi hátíð þjóðlegra listgreina og handverks verður í sumar í fyrsta sinn helguð löndunum við Eystrasalt og Norður- löndunum öllum, margbreytilegri menningararfleifð og hefðum þjóð- anna sem löndin byggja. Búist er við þátttöku frá Lettlandi, Eistlandi, Rússlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Nor- egi, íslandi, Danmörku, Þýskaiandi og Póllandi, auk þátttöku gestgjaf- anna í Litháen. „Á fyrri Baltica-hátíðum hafa þátttakendur einkum kynnt þjóðlega tónlist í söng og hljóðfæraleik og þjóðdansa, en í sumar er ætlun skipuleggjenda að fá þátttakendur einnig til að kynna margbreytilega þjóðhætti, alþýðlegt handverk og þjóðlega matargerð. Reistur verður sérstakur „hátíðarbær" í þessu skyni, þar sem þjóðdansa- og þjóð- lagahópar geta komið fram á leik- sviðum og sýningarpöllum og að- staða verður sköpuð til sýningar og sölu á handunnum munum og þjóð- legum réttum. Jafnframt verður efnt til sýninga af myndböndum á þjóð- háttum í þátttökulöndunum, þjóðleg- um siðum og hátíðum, vinnubrögð- um o.s.frv. Þátttakendum mun gef- ast kostur á að skoða sögufræga staði í Litháen og náttúruperlur, m.a. í Aukstaitija og Dzukija. Þó að hinn upphafiegi frestur til að tilkynna þátttöku í „Baltica-96“ sé liðinn, er skipuleggjendum hátíð- arinnar svo mikið í mun að fá þátt- takendur frá íslandi, að þeir hafa framlengt frestinn fyrir íslendinga fram á vorið og jafnframt bjóðast þeir til að hýsa einhverja þeirra án endurgjalds vilji þeir dveijast lengur í Litháen en hátíðardagana. Annars verða þátttakendur að kosta ferðir til og frá Litháen, en skipuleggjend- ur „Baitica-96“ greiða kostnað við gistingu, fæði og ferðir innanlands meðan á hátíðinni stendur. Ef einhveijir alþýðulistamenn eða handverksmenn á Islandi óska nán- ari upplýsinga er þær að fá í símum 551-7263 eða 551-0416,“ segir í frétt skipuleggjenda hátíðarinnar. Félag Löggiltra Bifreidasala NÝJA BÍLAHÖLUN FUNAHÖFDA V S: 567-2277 Félag Löggiltra Bifreidasala SP-BILALAN TIL ALLT AÐ 60 MANAÐA SKIPTA — ERTU SELJA ? VILTU KAUPA — ÞARFTU MMC Galant GLSi árg. ‘96, ek. 4 ; þús. km, dökkgrænn, sjálfsk., ál- : felgur, ABS, cen., cc, áhv. bílalán. I Verö 2.060.000. Ath. skipti. Nýr kostar 2.200.000. ; Volvo 850 GLi árg. ‘94, ek. 21 þús. I km., dökkgrænn, sjálfsk., ABS. Verö j 2.490.000. Ath. skipti. SToyota 4Runner árg. ‘91, ek. 103 þús. km., dökkgrænn, 38“ dekk, * álfelgur, hlutf. 5/71, kastarar, auka 'S tankur. Verö 2.490.000. Ath. skipti. s MMC Pajero langur árg. ‘92, ek. 105 þús. km., dökkblár, sjálfsk., 31“ ‘5 dekk. Verö 2.600.000. Ath. skipti. s MMC L-300 2,41, árg. ‘91, ek.21 £§ þús. km, grár/drapp, 7 manna. Verð 1.550.000. Ath. skipti. Isuzu Trooper 2,6I, árg. ‘91, ek. 75 þús. km., 7 manna, dökkblár, 5 g. Verð 1.850.000. Ath. skipti. Volvo 460 GLE árg. ‘94, ek. 6 þús. km., vínrauöur, sjálfsk. Verö 1.550.000. Ath skipti. Traustur í borginni. s VW Golf CL 1800 árg. ‘92, ek. 75 Í þús. km., blár, sjálfsk., áhv. bílalán. '2 Verð 940.000. §M. Benz 230 TE árg. ‘89, ek. 99 þús. km„ Ijósblár, sjálfsk., álfelgur, 5 A^S, hleös. R/R og margt fleira. 1 Verö 2.850.000. Ath. skipti. SToyota Double Cab árg. ‘93, ek. 39 þús. km„ dökkblár, 33" dekk, ál- * felgur, hús, brettak., upph. Verö 'S 2.150.000. Ath. skipti. Góöur (feröa- lagið. «c Suzuki Swift GL árg. ‘94, ek. 21 gg þús. km„ rauöur, sjálfsk. Verð -■« 780.000. Ath. skipti. Góður frúarbíll. •3 Daihatsu Charade CR árg. ‘94, ek. gf 27 þús. km„ Ijósgrænn, 5 g„ áhv. '« bílalán. Verð 890.000. Ath. skipti. Kláradu dæmié med SP-bflaláui Með SP-bílalán inní myndinni kaupir þú bíl sem hæfir greiðslugetu þinni LJ Sími 588-7200 MJfiarmognun hf g Hyundai Pony GSi H/B 1500 árg. ‘93, ek. 27 þús. km„ hvítur. Verð 740.000. Ath. skipti. •3 Honda Civic DXi árg. ‘92, ek. 75 g þús. km„ rauður, álfelgur, græjur. . Verð 850.000. Ath. skipti. Góður 'S stelpubíll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.