Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Framlag Islend- inga til Bosníu 110 milljónir Kannað hvernig ísland komi bezt að liði RÁÐSTEFNU 48 ríkja og 24 alþjóðastofnana um framlög til uppbyggingarstarfsins í Bos- níu-Herzegóvínu var haldin í Brussel um helgina. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat ráðstefnuna af íslands hálfu og tilkynnti hann þar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja 110 milljónir króna til endurreisnarstarfsins. Framlag íslands tekur mið af fjögurra ára uppbyggingará- ætlun Alþjóðabankans og Evr- ópusambandsins. Hluti þess, eða 10 milljónir, verður lagður í sérstakan sjóð í umsjón Al- þjóðabankans. Hlutverk sjóðs- ins er að koma allra nauðsyn- legustu efnahagsstarfsemi í Bosníu-Herzegóvínu af stað á fyrri hluta þessa árs. Hundrað milljónir verða síðan veittar til „afmarkaðs og vei skilgreinds verkefnis" í landinu. Að sögn utanríkisráðuneytisins er nú unnið að athugun þess hvemig ísland geti bezt komið að liði. Þarf opið upplýsingaflæði Utanríkisráðherra lagði í ræðu sinni áherzlu á mikilvægi þess að vel tækist til með fram- kvæmd samkomulagsins um frið i Bosníu, ekki aðeins fyrir íbúa landsins heldur Evrópu alla. Endurreisnin væri risa- vaxið verkefni, sem kallaði á samstöðu allra og markvissa framkvæmd, ef árangur ætti að nást. í því sambandi skipti miklu að opið upplýsingaflæði væri um uppbyggingarstarfið, bæði til að tryggja skilvirkni átaksins og stuðning almenn- ings í þeim ríkjum, sem leggja sitt af mörkum. Gert er ráð fyrir að til Upp- byggingarstarfsins þurfi 5,1 milljarð Bandaríkjadala, um 330 milljarða króna, á næstu fjórum árum. Alþjóðabankinn og Evrópusambandið boðuðu til ráðstefnunnar í Brussel. Umboðsmaður um rektor MR og umsóknir Garðbæinga Synjun ekki brot en selja þarf reglur REKTOR Menntaskólans í Reykja- vík gat synjað tveimur piltum úr Garðabæ um skólavist. Synjun á grundvelli búsetu felur ekki í sér brot á jafnræðisreglu, en hins vegar var samræmis og jafnræðis ekki fyllilega gætt við val þeirra umsækj- enda, sem búsettir voru utan um- dæmis skólans. Þar miðaði rektor m.a. við það hvort umsækjandi ætti systkini í skólanum eða hvort for- eldrar voru gamlir nemendur, en honum bar að byggja á málefnaleg- um sjónarmiðum, til dæmis árangri í námi. Þetta kemur fram í áliti Umboðs- manns Alþingis í tilefni kvörtunar tveggja mæðra í Garðabæ. Synir þeirra sóttu um skólavist í MR haust- ið 1995, en var synjað. Rektor gaf þá skýringu að meginreglan væri að taka fyrst inn nemendur úr hverfí skólans, en síðan nemendur utan hverfís eftir einkunnum. Þar að auki væri tekið tillit til þess ef umsækj- endur hefðu átt systkini í skólanum, foreldrar væru gamlir nemendur eða mjög eindregin ósk um nám í bekkj- arkerfí hefði verið skráð á umsókn. Þessi hópur væri um 10% nemenda. Menntamálaráðuneytið taldi ákvörðun rektors standa, en mæð- urnar kærðu einnig á þeirri forsendu að piltunum hefði ekki boðist sam- bærilegt nám í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Ráðuneytið hafnaði því einnig og benti á að námsskrá og lokaáfangi væru hin sömu, þótt mis- munandi leiðir væru að markinu. Mæðurnar sögðu að brotið væri gegn jafnræðisreglu með vali rektors á nemendum og synir þeirra látnir líða fyrir að vera elstir í systkinahópi og að eiga foreldra sem ekki stunduðu nám í MR. Umboðsmaður bendir á að piltam- ir hafí ekki notið forgangsréttar til náms í MR vegna búsetu, í samræmi við bréf menntamálaráðherra til skólastjórnenda í Reykjavík frá júní 1995, þar sem áréttað var að virða bæri forgangsrétt reykvískra nem- enda til skólavistar. Umboðsmaður sagði að umsóknareyðublöð fram- haldsskólanna gæfu til kynna að nemendur ættu frjálst val um skóla og lagfæra þyrfti það atriði. Umboðsmaður var sammála ráðu- neytinu að þegar sleppi umsækjend- um, sem njóti forgangs vegna bú- setu, verði að gera kröfu um að skólameistarar fylgi almennum og hlutlægum mælikvarða og gæti sam- ræmis og jafnræðis. Ekki verði séð að einkunnir piltanna tveggja hafí staðið í vegi fyrir skólavist. Umboðs- maður segir að rektor hafi vald til að velja umsækjendur og hafí ekki brotið gegn jafnræðisreglu, en bein- ir þeim tilmælum til menntamála- ráðuneytjsins að skólameistarar framhaldsskóla setji sér reglur, sem tryggi að val nemenda fari eftir lög- mætum sjónarmiðum. Morgunblaðið/Þorkell Hátt í 30.000 vilja hert viðurlög við fíkniefnabrotum ÞÓRLINDUR Kjartansson, inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavjk, afhenti í gær þeim Ólafi G. Einarssyni, forseta Alþingis, ogÞorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra undirskriftir 28.986 manna, sem vilja herða viðurlög við brotum á fíkni- efnalöggjöfinni og flýta dómsmeðferð í slíkum málum. Undirskriftasöfnunin hófst að frumkvæði eiganda fyrirtækis í Reykjavík, en framhaldsskóla- nemar hafa tekið þátt í henni að undanförnu. Þór- lindur sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi mál snertu mjög ungt fólk og því hefðu framhalds- skólanemar tekið þátt í að safna undirskriftunum. Héraðsdómur Reykjavíkur um kröfu lánardrottins til andvirðis kvóta Aflahlutdeild er hvorki fylgifé skips né veðandlag HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur tel- ur að aflahlutdeild skips teljist ekki til eignarréttinda og geti af þeirri ástæðu ekki verið fylgifé með skipi eða veðandlag ásamt skipinu. Dóm- urinn hefur því sýknað útgerðar- menn af kröfu fyrirtækis, sem taldi sig eiga veð í kvóta skips. Skipið var selt nauðungarsölu og dugði andvirði þess ekki fyrir skuldum, en kvótinn hafði áður verið seldur. Fyrirtækið lánaði útgerð 700 þúsund krónur og var gerður samn- ingur þar sem útgerðin lýsti því yfir að henni væri óheimilt að fram- selja aflahlutdeild skipsins að hluta eða fullu án samþykkis lánardrott- ins. Á þinglýsingarvottorðum kom hins vegar ekki frarti slík kvöð. Útgerðin seldi kvótann í október 1994, en í janúar 1995 var skipið, sem kvótinn hafði fylgt, selt nauð- ungarsölu. Ekkert greiddist þá upp í kröfu lánardrottins. Hann höfðaði þá mál gegn nýjum umráðamönn- um kvótans til að fá tjón sitt bætt. í málsástæðum lánardrottins kom fram, að heimilt væri að fram- - selja aflaheimild og þess vegna væri eðlilegt að líta svo á að hana mætti einnig veðsetja, enda gengi slíkt skemmra en framsal. Afla- heimild væri almennt fylgifé með skipi og við mat á veðhæfi væru varanlegar aflaheimildir ávallt teknar með í reikninginn, enda meginuppistaðan í verðmæti skips. Af hálfu útgerðarinnar, sem nú hafði kvótann, var því haldið fram að ekki væri heimilt að veðsetja aflaheimild og lagafrumvarp, sem miðaði að því, hefði ekki náð fram að ganga. Þá var bent á, að hefði aflahlutdeild bátsins verið seld nauðungarsölu um leið og hann, hefði það ekki dugað til að greiða umrætt lán. Lánardrottinn gæti ekki öðlast betri rétt eftir uppboðið en fyrir það. Sameign þjóðarinnar í dóminum segir, að ekki hafi verið í ljós leitt að kaupendurr. kvót- ans hafí verið kunnugt urn ákvæð- ið í samningi útgerðar og lánar- drottins, um að ekki mætti fram- selja aflahlutdeild. Þá hafl ekki verið í ljós leitt að slíkir samningar væru svo algengir að kaupendur hafl átt að vita um það. Vísað er til þeirra lagaákvæða að nytja- stofnar á íslandsmiðum séu sam- eign þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfír veiðiheimildum. Því geti aflaheimild ekki verið fylgifé með skipi eða veðandlag ásamt því og ákvæði um að veðrétt- ur næði einnig til veiðiheimilda hafi verið fellt út úr frumvarpi til laga um samningsveð. Bráða- birgðaákvæði með lögum frá 1990 um stjóm fiskveiða hafi kveðið á um samþykki veðhafa fyrir fram- sali aflaheimilda. Veðhafar, sem hafí öðlast veðrétt í skipi eftir gildistöku laganna, hafi þurft að tryggja sig með öðrum hætti. Dómsniðurstaðan var því, að samn- ingsákvæðið, sem tekist var á um í málinu, hafi engin réttaráhrif haft gagnvart nýjum eigendum kvótans. Sotheby’s lánar dýra fiðlu á Listahátíð Uppboðsfýrirtækið Sothe- by’s ætlar að lána Listahátíð Amati-fíðlu sem leikið verður á við setningarathöfnina í Reykjavík í júní. Fiðlan er metin á 13-15 milljónir króna, að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur fulltrúa Sotheby’s á íslandi, og verður til sýnis í Listasafni íslands að tónleikunum lokn- um, að öllum líkindum. Yfírmaður hljóðfæradeildar Sotheby’s, Graham Wells, kemur með fiðluna til landsins og er hugsanlegt að hann haldi fyrirlestur um Stradivarius- fíðlur á meðan á dvölinni stendur, að Sigríðar sögn. Fiðlusmiðurinn, Nicolo Amati, (1596-1684) er kominn af þekktum strengjahljóðfæra- smiðum á Ítalíu og kenndi iðn sína m.a. Stradivari. Fiðlan sem lánuð verður er að líkind- um frá miðri 17. öld og mun Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari leika á hljóðfærið við setningu Listahátíðar. Tónleikar Davids Bowie 2.300 mið- ar seldir EINS OG kunnugt er fara fram tónleikar með breska popparanum David Bowie á Listahátíð í sumar. Miðasala á tónleika David Bowie, sem verða á Lista- hátíð 20. júní, hófst í gær- mörgun. Klukkan 17 í gær höfðu 2.300 miðar selst og að sögn Ingvars Þórðarsonar hjá fyrirtækinu Tin seldist upp í sæti, alls 700 miðar, á 29 mínútum. „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með þetta. Þetta sýnir einfaldlega að David Bowie er ekki síður vinsæll hér á landi en annars staðar,“ sagði Ingvar. Alls verða seldir 5.000 miðar á tónleikana. Miðasala er með all- nýstárlegum hætti, í hrað- bönkum íslandsbanka, en hægt er að nota allar tegundir kredit- og debetkorta. „Við erum þar með að koma til móts við íbúa landsbyggðar- innar og þessi mikla sala sýnir að þetta kerfi mun festast í sessi. Miðasalan er í 29 útibú- um, víðs vegar um landið,“ segir Ingvar. Net lögð á röngum stað Landhelgisgæslan hafði af- skipti af grásleppukarli í gær- kvöldi, en sá hafði lagt net sín utan leyfilegs svæðis. Netin voru lögð vestan við leyfílegt svæði, sunnan Straumsvíkur. Skipstjóri báts- ins var skikkaður til að sækja netin og kom hann aftur til Hafnarfjarðar um kl. 21 í gærkvöldi. Hann má eiga von á sekt fyrir tiltækið. David Bowie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.