Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 23 LISTIR Tveir menn og þrjár konur í einu tíaldi LEIKLIST T h c a t c r K c n n c d y TVEIR MENN í EINU TJALDI eftir Anders Larsson. Leikendur: Anders Slotte og Niklas Haggbloom. Leikstjóri Dick Idman. Möguleikhús- ið, föstudagur 12. apríl. FINNSKA tveggja manna leik- húsið Theater Kennedy kom hingað til lands fyrir milligöngu Frú Emel- íu og bauð upp á tæpra tveggja tíma grátbroslega sýningu á leik- verki sem þeir frumsýndu fyrir ná- kvæmlega tveimur árum í Svenska Teatern í Helsinki og hafa síðan sýnt víða um heimaland sitt og á öðrum Norðurlöndum. Verkið, Tveir menn í einu tjaldi eftir Anders Lars- son, gerir sig vel sem ferðaleikhús, umgjörð er einföld - tjald, tvö reið- hjól og svefnpokar - og hægt er að leika hvar sem er (væri frábært útileikhús). Leikið er á sænsku og það skal strax tekið fram að þótt undirrituð sé slarkfær í þeirri syngjandi tungu vandast heldur málið þegar sterkur finnskur hreimurinn ræður ferð- inni. Þannig fór nokkur hluti text- ans óhjákvæmilega forgörðum og hætt er við því að hin fínni blæ- brigði samtalanna hafi að nokkru leyti misst marks hjá gagnrýnand- anum sem og fleiri áhorfendum. En nóg skildist þó til að þræði var vel haldið og víða naut hinn skemmtilegi húmor verksins sín að fullnustu. Leikritið fjallar um tvo unga menn sem hafa verið vinir frá æskuárum sem fara saman í úti- legu. Þeir virðast vera afar ólíkir; annar þeirra (Anders Slotte) hefur sig mun meira í frammi, virðist í upphafi vera sjálfsöryggið uppmál- að og sá sem hefur yfirhöndina í vinskapnum. Félagi hans (Niklas Hággblom) er hlédrægari og virðist reynsluminni á fiestum sviðum. Sá fyrrnefndi ítrekar dýrslegt eðli sitt og karlmennsku, en segir vin sinn vera hinn tilfinninganæma, mjúka mann. Ekki veit ég hvort þetta leik- rit er afsprengi þeirrar „karlabar- áttu“ sem farið hefur fram hin síð- ustu ár, einkum í Ameríku, þar sem karlmenn taka sig gjarnan saman og fara í ferð út í náttúruna til fundar við horfna „karlmennsku" sína og frumeðli og leitast við að endurheimta sitt sanna eðli. Hvað um það, Tveir menn í einu tjaldi er samtímaverk og eflaust ágætt innlegg í umræðuna um eðli karl- manna, hlutverk þeirra í samtíman- um og samskipti þeirra við hitt kynið. Eins og vænta má snýst flétta leikritsins um að afhjúpa í gegnum samtöl félaganna tveggja annað eðli þeirra en það sem fyrst blasir við. Dregin eru fram í dagsljósið ýmis óvænt mál og tekst höfundi oft að koma áhorfendum skemmti- lega á óvart. Samtöl vinanna tveggja snúast að mestu leyti um kvenfólk og samskipti þeirra við það. Þrjár konur koma mest við sögu og eru þær svo fyrirferðar- miklar í samtölunum og slíkir áhrifavaldar í lífi þeirra að á vissan hátt eru þær með í för þótt líkam- leg návist þeirra sé ekki til staðar. Túlkun leikaranna tveggja var athyglisverð og leikstíll þeirra ólík- ur því sem við eigum að venjast í íslensku leikhúsi, sérstaklega hvað varðar líkamsbeitingu. Meira mæddi á Anders Slotte lengst af og tókst honum að skapa trúverðuga per- sónu: sjálfshæðinn og mótsagna- kenndan töffara sem á sínar við- kvæmu hliðar. Erfíðara var að fall- ast á persónusköpun Niklas Hágg- blom. Allan fyrri hluta leikritsins er hann svo barnalegur og einfaldur að manni finnst það jaðra við heimsku og erfitt verður að trúa á þá sterku og útsmognu hlið hans sem í ljós kemur í síðari hluta, svo ekki sé minnst á alla kvenhyllina! Að minu mati hefði Hággbolm mátt leik-a á aðeins hófstilltari nótum. Það hlýtur að vera af hinu góða að fá í heimsókn erlenda leikhópa (a. m. k. á meðan þeir eru ekki því lélegri). Það er gaman að sjá hvað aðrir eru að gera og máta það við það sem hér er gert. Leikrit Anders Larsson er sniðugt og vel mættu einhverjir íslenskir leikarar, sem ekki eru að drukkna í verkefn- um, taka sig til og þýða það á ís- lensku og leika það í sumar (t.d. í Laugardalsgarðinum) - ég myndi mæta, þótt ekki væri nema til að fá á hreint allt það í textanum sem fór framhjá mér á þessari sýningu af fyrrgreindum ástæðum. Soffía Auður Birgisdóttir Einleikara- próf í Listasafni Islands TÓNLEIKAR verða haldnir á veg- um Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni Is- lands miðviku- daginn 17. apríl kl. 20.30. Tón- leikarnir eru síð- ari hluti einleik- araprófs Gúst- avs Sigurðsson- ar klarínettuleik- ara frá skólan- um. Kristinn Örn Gústav Kristinsson leik- Sigurðsson ur Uieð á píanó. Á efnisskrá eru Fantasiestiicke op. 73 eftir Robert Schumann, Sónata eftir Paul Hindemith, Fjög- ur stykki op. 5 eftir Alban Berg, Stef og tilbrigði eftir Jean Franca- ix, Blik eftir Áskel Másson og Sónata op. 120 nr. 2 í Es-dúr eft- ir Johannes Brahms. Aðgangseyrir er 300 kr. Fyrirmæli dagsins EFTIR DAN GRAHAM HÚSEIGANDI kaupi sér örk af tvíspeglandi filmu (mylar) sem sett er á glugga til að veijast sólarljósi og augum vegfarenda að degi til. Filman skal sett á stofu- gluggann. I sterku sólarljósi er filman gagnsæ innanfrá en einsog speg- ill utanhúss. Þegar dimmt er yfir og á bilinu frá sólarlagi til rökk- urs verður sýn í báðar áttir eins, speglandi og gagnsæ í senn, þannig að svipir fólks og hluta innanhúss og utanhúss sjást í sama mund. Síbreytilegur styrk- ur ljóssins veldur stöðugum víxl- um gagnsæis og speglunar. • Fyrirmæhisýning ísamvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós. Laglínur lifna TRIO Borealis (Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Richard Talkowsky og Einar Jóhannesson) ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara léku á tónleikum í Danmörku og Svíþjóð nú í lok mars. Gagnrýnandinn Jan Jacoby skrif- ar í Politiken (29. 3.) um tónleika sem haldnir voru í Örkinni, listhús- inu nýja í nágrenni Kaupmanna- hafnar. Jacoby segist sjaldan hafa heyrt jafn fagra túlkun á verki Messianens, Kvartett við endalok tímanna, sem hann segir klassískt nútímaverk. Hann segir að tónlist- armennirnir íslensku hafi gætt langar laglínurnar slíku lífi að svo hafi virst sem þær væru með texta og óregluleg hrynjandi liafi líkamn- ast með þeim hætti sem sjaldan gerist. Staðið við gefin fyrirheit í Arbetet Nyheterna í Malmö (30. 3.) skrifar Lennart Bromander og talai' um stórfenglegt tónlistar- kvöld í Skandiasalnum í Malmö Konserthus. Hann rifjar upp gaml- an dóm um Sigrúnu Eðvaldsdóttur, en þá kallaði hann hana Anne DEMPARAR Bílavörubúðin FJÖDRIN Skeifunni 2 — Sími 588 2550 Sophie Mutter íslands og segir að hún hafi fyllilega staðið við gefin fyrirheit. Hann hælir henni fyrir leik í Vorsónötu Beethovens og notar við það orð eins og ákefð og samkvæmni. Sigrún lék verkið í réttum anda Beethovens að dómi gagnrýnandans. Bromander þykir líka sómi að leik Trio Borealis, sérstaklega hafi Rímnadansar Jóns Leifs notið sín í flutningi tríósins og sama megi segja um Spor eftir Karsten Fundal. Sorplúgulok Verð kr. 7.540. Laugavegi 29, S. 552 4320 og 552 4321 Valgerður Einarsdóttir: Ég hef stundað æfingabekkina í 2 ár og líkað mjög vel. Ég var slæm af vöðva- bólgum og er nú allt önnur. Ég mæli því eindregið með æfingabekkjunum. Margrét Ámundadóttir: Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun. Ég er eldri borgari og hef verið hjá Sigrúnu í æfingabekkjunum í 5 ár og hlakka til í hvert sinn. Mér finnst þetta ómetanleg hreyfing fyrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa úr einn tíma enda finnst mér að eldri borgarar eigi að njóta þess að vera i æfingum til að halda góðri heilsu og um leið hafa eigin tíma. Stefanía Davíðsdóttir: Undirrituð hefur stundað æfingabekki- na reglulega í 5 ár og líkað mjög vel. Ég þjáðist verulega af liðagikt og vöðvabólgum og þoldi þess vegna ekki venjulega leikfimi. Með hjálp æfingabekkja hefur vöðvabólgan smá saman horfið og liðan í liðamótum allt önnur. Þetta er eitthvað það besta æfingabekkjakerfi fyrir allan líka- mann sem flestir ættu að þola. Erum meö þreksliga Tilboö út apríl: 12 tímar kr. 5.900. ■ Ælingabekkir Hreylingar,Ármúla 24, sími 568 0677 Opið irá kl. 9'12 og 15-20 - Frír kynningartími • Ert þú með lærapoka? • Ert þú búin að reyna allt, án árangurs. • Hjá okkur nærðu árangri. • Prófaðu og þú kemst að því að senti- metrunum fækka ótrúlega fljótt. • Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? • Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun? • Þá hentar æfingakerfið okkar vel. Ég hef stundað æfingabekkina í tvö ár og finn stórkostlegan mun á vextinum. Og ekki hvað síst hafa vöðvabólgur og höfuðverkur algjörlega horfið. Þetta er það besta sem ég hef reynt og vil ekki missa úr einn einasta tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.