Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Hveijir eiga
miðhálendið?
MARGT er á huldu um eignar-
og umráðarétt einstaklinga jafnt
sem opinberra aðila á miðhálend-
inu og er líklegt að sú óvissa eigi
eftir að valda umtalsverðum vand-
kvæðum í framtíðinni ef eigi verða
fundnar hæfilegar lausnir, sem
sæmilegur friður skapast um. Fyrr
á tíð var landnýting á öræfaslóðum
fremur einhæf og löngum í föstum
skorðum hins gróna bændasamfé-
lags - fyrst og fremst búfjárbeit
að sumarlagi en jafnframt nokkur
veiði og önnur hlunnindanot, eftir
því sem aðstæður leyfðu. Með
breyttum þjóðfélagsháttum hefur
landnýting óbyggðanna tekið
nokkrum stakkaskiptum, þótt enn
nýti bændur þær að nokkru marki
með hefðbundnum hætti, því að
til sögunnar er komin umtalsverð
ferðamennska, sem gerir sérstak-
ar kröfur til aðstöðu og skipulagn-
ingar umsvifa umfram hina hefð-
bundnu búskaparhætti, og svipað
er að segja um starfsemi og mann-
virkjagerð vegna orkunýtingar.
Fer þá ekki hjá því að hagsmunir
ferðaþjónustunnar og orkunýt-
ingaraðila geti skarast við hags-
muni þeirra manna, sem gera til-
kall til eignar- og umráðaréttar
landsins í skjóli fornrar hefðar og
venju.
Allt er þetta að vísu mörgum
kunnugt, en óleystur er enn vand-
inn við að búa svo um hnúta að
eigi verði árekstrar milli mismun-
andi hagsmunaafla, sem með ein-
um eða öðrum hætti gera tilkall
til óbyggðanna - árekstrar milli
þverrandi bændasamfélags (í
hefðbundinni mynd) í
uppsveitum þeirra
héraða, sem liggja að
hálendinu, annars
vegar og „landlausra"
þéttbýlisbúa og fyrir-
tækja í ferðaþjónustu
hins vegar, auk orku-
nýtingarmanna. Þar
bíður skipulagsyfir-
valda mikið og verð-
ugt hlutverk og sem
betur fer er nú unnið
að þessu þjóðþrifamáli
á þeirra vegum. Hætt
er þó við, að seint
muni allri hættu á
ágreiningi verða út-
rýmt, og má í því sam-
bandi m.a. minna á að hagsmunir
hinna ýmsu „tengunda" ferða-
manna fara alls ekki alltaf saman
og að sjálfsögðu er mikil sam-
keppni milli ferðaþjónustumanna
innbyrðis.
Vitað er, að eigendur sumra
stóijarða, sem liggja að hálendinu,
telja sig enn eiga mikil landflæmi
inni í óbyggðunum, þ.á m. víðáttu-
mikla sanda, hraunfláka og jökla
auk gróðurlendis þar sem það er
að finna - jafnvel allt inn að miðju
landsins! Væri almennt mark tak-
andi á eignarréttarkröfum af
þessu tagi yrði að líta svo á, að
stórir hlutar miðhálendis íslands
séu undirorpnir beinum einstak-
lingseignarrétti einhverra ein-
staklinga eða annarra aðila.
Stundum má reyndar finna forn
skjöl, sem virðast við fyrstu sýn
veita glöggar heimildir um beinan
eignarrétt að af-
mörkuðum víðáttum
landsins, eða þá að
upplýsingar frá „elstu
mönnum" benda til
hins sama, en oft
reynist það svo, við
nánari aðgæslu, að
þessi gögn eða frá-
sagnir halda ekki þeg-
ar á hólminn kemur.
Hefur þá oftar en ekki
komið í ljós, m.a. fyrir
dómi, að það, sem
menn hafa viljað kalla
fullkomið eignarland
sitt, reynist ekki vera
í þeirra eigu og hefur
e.t.v. aldrei komist
undir bein eignarráð eins né neins.
í stað eignarréttar hefur þá oft
einvörðungu skapast afnotaréttur,
einkum réttur bænda til upp-
rekstrar sauðfjár að sumarlagi
ásamt veiðirétti í vötnum á afrétti
o.þ.h. Þar sem svo háttar verða
byggingarleyfi fyrir mannvirki,
sem t.d. tengjast ferðamennsku,
ekki veitt eða umsóknum um þau
hafnað í skjóli eignarréttarins.
Á síðustu áratugum hafa geng-
ið allnokkir merkir hæstaréttar-
dómar í málum þar sem reyndi á
kröfur einstaklinga, sveitarfélaga
eða upprekstrarfélaga um að við-
urkenndur yrði eignarréttur þeirra
yfir tilteknum öræfasvæðum (oft-
ast gömlum afréttarsvæðum, sem
kennd eru við nærliggjandi byggð-
ir). Sannast sagna hafa krefjendur
þó almennt eigi riðið feitum hest-
um frá þeim dómþingum. Athygl-
Páll
Sigurðsson
isvert er, að málin hafa venjulega
farið á þá leið, að kröfum um bein-
an eignarrétt hefur verið hafnað
og hin umdeildu landsvæði jafnvel
verið dæmd eigendalaus með öllu
- einnig þar sem sjálft ríkisvaldið
gerði kröfu til viðurkenningar á
grunneignarrétti yfir þeim svæð-
um, sem áður höfðu verið fríuð
undan eignarréttarkröfum ein-
staklinga eða sveitarfélaga. Má
nú fullyrða, að Hæstiréttur hafi
markað skýra stefnu í þessu efni.
Landamerki jarða eru víða óljós,
þegar heimalöndum sleppir, og er
það að sjálfsögðu fallið til ágrein-
ings og vandkvæða í samskiptum
þeirra, sem landið vilja nýta.
Þá er þess að geta, að mörk
lögsagnarumdæma milli einstakra
sveitarfélaga og stjórnsýsluum-
dæma eru tíðum óviss á miðhá-
lendinu og hefur einnig komið upp
bagalegur ágreiningur manna á
milli af þeim sökum. Er m.a. aug-
ljóst, að vandkvæðum er og verður
Eigendur stóijarða, seg-
ir Páll Sigurðsson,
telja sig eiga mikil
landflæmi í óbyggðum.
bundið að byggja nýja og nauðsyn-
lega fjallaskála á vegum ferða-
þjónustuaðila, þegar með öllu er
óvíst til hvaða sveitarfélags á að
sækja um byggingarleyfi, svo ein-
falt dæmi sé tekið. Nýlega dæmdi
Hæstiréttur á þann veg, að eitt
hið fjölsóttasta og vinsælasta
ferðamannasvæði á landi okkar,
sjálf Þórsmörk, heyri ekki undir
neitt sveitarfélag, og getur það
augljóslega valdið vandkvæðum
við uppbyggingu ferðamannaað-
stöðu þar í framtíðinni.
Af því, sem hér hefur verið sagt,
má ljóst vera, að almenningur -
þ.e. allt það fólk, sem lætur sér
annt um náttúru lands síns, vemd
hennar og skynsamlega nýtingu -
hlýtur nú að gera þær kröfur til
æðstu ríkisstjórnvaldá, einkum
Alþingis en jafnframt fram-
kvæmdarvaldshafa, að með kröft-
ugu átaki og með lögformlegum
hætti verði skorið endanlega úr
álitamálum um óljós mörk lög-
sagnarumdæma og um eignarrétt
þeirra, sem gera tilkall til land-
svæða í óbyggðum. Til þessa eru
vissulega fyrir hendi úrræði, sem
nota má og nota verður, en beiting
þeirra þarfnast hins vegar styrkrar
stjómar og nokkurs áræðis. Ég
álít að meginþorri íslendinga muni
styðja stjórnvöld í þessu átaks-
verkefni og er því ástæðulaust að
hvika þótt vitað sé að mótmæla-
raddir muni í fýrstu heyrast frá
tilteknum aðilum, sem telja sig
eiga hagsmuna að gæta en byggja
andóf sitt á umdeilanlegum rétt-
indum eða stundum engum. Æski-
legast væri, að miðhálendið yrði
allt með lögum gert að þjóðareign
og jafnframt að friðlandi - jafnvel
eins konar þjóðgarði með sérstöku
sniði - og verði undir samræmdri
stjóm í stað yfirráða (eða meintra
yfirráða) tuga sveitarfélaga svo
sem nú er, en hætt er við að sum
hinna smærri sveitarfélaga muni
vart eða ekki valda verkefnum á
sviði byggingar- og skipulagsmála
í óbyggðum. Það verður þó ekki
gert nema sannanlegum eigendum
óbyggðalendna (sem era í reynd
miklu færri en oft hefur verið tal-
ið) verði greiddar fullar eignar-
námsbætur að undangengnu
formlegu eignarnámi. Ólíklegt er,
að almenningur muni horfa í fjár-
greiðslur úr sameiginlegum sjóði
til þeirra þarfa eftir að menn hafa
almennt gert sér fulla grein fyrir
því hvers virði sú þjóðarauðlind,
er felst í óbyggðum okkar, hlýtur
að vera okkur, sem nú byggjum
landið, og afkomendum okkar.
Höfundur er forseti Ferðafélags
íslands.
Samræmd neyð-
arsímsvörun
EINS og flestum landsmönnum
er eflaust kunnugt er búið að taka
í notkun nýtt neyðamúmer, 112,
sem á að leysa öll gömlu neyðar-
númerin af hólmi. Um það gilda
„Lög um samræmda neyðarsím-
svörun nr. 25/1995“. Allir hljóta
að vera sammála um að með einu
sameiginlegu neyðamúmeri fyrir
alla landsmenn sé verið að stíga
stórí skref fram á við í neyðarþjón-
ustu íslendinga. Hins vegar hafa
margir gagnrýnt fyrirkomulagið
sem á að vera á starfseminni og
þá sérstaklega þeir sem mest hafa
sinnt neyðarsímsvörun fram að
þessu, þ.e. lögreglumenn og
slökkviliðsmenn. Tel ég að fólk
geri sér ekki almennt grein fyrir
því um hvað málið raunveralega
snýst enda hefur það ekki verið
kynnt nægilega vel. Það sem eink-
um hefur verið gagnrýnt varðandi
hina nýju neyðarsímsvöran er ann-
ars vegar eignaraðild að fýrirtæk-
inu Neyðarlínunni hf. og hins veg-
ar fyrirkomulag þjónustunnar
sjálfrar.
Dómsmálaráðuneytið hefur
samið við fyrirtækið Neyðarlínuna
hf. um að sjá um samræmda
neyðarsímsvöran fyrir allt landið
með vaktstöð í Reykjavík og er
ráðgert að starfsemin hefjist að
fullu 1. júlí á þessu ári. Eignarað-
ild Neyðarlínunnar hf. skiptist
þannig að einkarekin fyrirtæki (ör-
yggisgæslufyrirtækin Securitas,
Vari, Sívaki og .Öryggisþjónustan)
ásamt félagasamtök-
um (Slysavamafélag
íslands) eiga rúmlega
70% en opinberir aðilar
(Reykjavíkurborg og
Póstur og sími) eiga
tæplega 30%, eða
m.ö.o. einkaaðilar, og
frjáls félagasamtök
eiga yfirgnæfandi
meirihluta í sameigin-
legri neyðarsímsvöran
landsmanna. Að mínu
mati á samræmd neyð-
arsímsvörun alfarið að
vera á höndum og í
eigu ríkis og sveitarfé-
laga til að tryggja að
allir geti notið þjón-
ustunnar á jafnréttisgrandvelli og
til að útiloka að einhveijir útvaldir
aðilar hafí fjárhagslegra hags-
muna eða annarra hagsmuna að
gæta í slíkum rekstri. Það er eðli-
legast að samræmd neyðarsím-
svörun allra landsmanna sé sam-
eign þjóðarinnar, rétt eins og
mennta- eða heilbrigðiskerfið. Allt
tal um fijálsa samkeppni eins og
um hveija aðra söluvöru væri að
ræða er út í hött og á ekki við um
sameiginlega neyðarþjónustu.
Starfsemi Neyðarlínunnar hf.
virðist eiga að felast í því að á
einum stað verði neyðarsímsvörun
fyrir allt landið, stjómstöð
Slökkviliðs Reykjavíkur, vöktun
fyrir hin ýmsu aðvörunarkerfí á
vegum öryggisgæslufyrirtækja og
jafnvel fleiri verkefni.
Starfsmenn Neyð-
arlínunnar hf., svo-
nefndir neyðarverðir,
eiga að svara öllum
hringingum í síma
112 og kalla út eða
koma á sambandi við
rétta viðbragðsaðila
ásamt því að vakta
aðvöranarkerfín. Það
verður að teljast óeðli-
legt að útseld þjón-
usta einkaaðila í ör-
yggisgæslu sé rekin
með neyðarsímsvörun
vegna löggæslu,
sjúkraflutninga,
slökkvi- eða björg-
unarstarfa en þar er um ólíka
starfsemi á allt öðrum forsendum
að ræða. Þeirri spurningu er svo
ósvarað hvort það verða slökkvi-
liðsmenn eða neyðarverðir sem
koma til með að stjóma útköllum
Slökkviliðs Reykjavíkur.
Lögreglu- og slökkviliðsmenn
hafa sinnt nánast allri neyðarsím-
svörun á íslandi frá upphafi enda
eru langflestar beiðnir um aðstoð
ætlaðar lögreglu og slökkviliði. I
þessu sambandi má geta þess að
yfir 80% sjúkraflutninga á landinu
eru í höndum slökkviliða auk þess
sem Iögreglan sinnir sjúkraflutn-
ingum á nokkrum stöðum. Þeir
lögreglu- og slökkviliðsmenn sem
starfa við neyðarsímsvörun hafa
yfirleitt margra ára og jafnvel
Stefán
Alfreðsson
áratuga starfsreynslu og á það
einnig við um störf á slysa- eða
afbrotavettvangi. Mér er mjög til
efs að starfandi lögreglu- eða
slökkviliðsmenn muni sækja um
störf hjá Neyðarlínunni hf. og
kemur þar ýmislegt til er ég mun
ekki rekja hér. Hvar á þá að fá
fólk með raunverulega starfs-
reynslu í neyðarsímsvörun? Til-
vonandi neyðarverðir munu eiga
að fá starfsþjálfun hjá „viðbragðs-
aðilum“ sem eru þá fyrst og
fremst lögreglan og slökkvilið.
Draga verður þá ályktun að stutt
starfskynning hjá viðbragðsaðil-
um eigi að koma í stað margra
ára og áratuga þekkingar og
réynslu lögreglu- og slökkviliðs-
Koma þarf á sameigin-
legri varðstöð lögreglu
og slökkviliðs, segir
Stefán Alfreðsson sem
telur fyrirkomulag
Neyðarlínunnar hf. ekki
til fyrirmyndar.
manna. Slíkt er svipað og að ófag-
lært fólk væri Iátið starfa sem
hjúkrunarfræðingar á slysadeild-
um sjúkrahúsa að loknu stuttu
skyndihjálparnámskeiði.
Reynslan hefur sýnt að best er
að fólk í neyð komist í beint, milli-
liðalaust samband við viðbragðsað-
ila því að þannig verður viðbragðs-
tíminn stystur auk þess sem líkur
á misskilningi og mistökum þegar
brugðist er við kallinu minnka.
Rétt og skjót viðbrögð geta nefni-
lega skipt sköpum og jafnvel skilið
milli lífs og dauða í neyðartilvikum.
Neyðarlínan hf. kemur óhjákvæmi-
lega til með að vera milliliður milli
fólks í neyð og viðbragðsaðila og
í mörgum tilvikum hlýtur útkalls-
tíminn að lengjast.
Það fyrirkomulag sem ég og
margir fleiri telja æskilegast í þess-
um efnum er að komið yrði á fót
sameiginlegri vaktstöð lögreglu og
slökkviliðs og etv. fleiri aðila þar
sem samræmd neyðarsímsvöran
fyrir allt landið færi fram auk þess
að vera sameiginleg stjómstöð
opinberra aðila er sinna neyðar-
þjónustu. Einnig mætti hugsa sér
sams konar vakt- og stjórnstöðvar
í hveijum landsfjórðungi eða víðar.
Rekstur og eignarhald þessara
stjórnstöðva væri alfarið á höndum
ríkis og sveitarfélaga.
Engin skynsamleg rök hef ég
heyrt fyrir eignaraðild og fyrir-
komulagi Neyðarlínunnar hf.
Heyrst hefur að þetta sé í nafni
sparnaðar hjá ríkinu en þó hefur
lítið farið fyrir opinberam upplýs-
ingum um kostnað eða skiptingu
kostnaðar í því sambandi. Hitt er
ljóst að ríkið og sveitarfélögin
munu koma til með að þurfa að
greiða verulegan hluta stofn- og
rekstrarkostnaðar Neyðarlínunnar
hf. þrátt fyrir minnihlutaeign í
fyrirtækinu.
Það er aumt til þess að vita að
þjóð sem telur sig efnaða og vel
menntaða skuli ekki geta rekið
samræmda neyðarsímsvöran fyrir
alla landsmenn þar sem tiltæk
þekking og reynsla \ neyðarþjón-
ustu er nýtt til fulls. Ég sem starfs-
maður í neyðarþjónustu ríkisins,
skattgreiðandi og almennur borg-
ari hlýt að krefjast þess að betur
verði staðið að þessari lífsnauðsyn-
legu þjónustu og skora á almenn-
ing, þingmenn og ráðamenn þjóð-
arinnar að leggjast á eitt um að
bæta þar úr.
Höfundur er lögreglumaður.