Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ b AKUREYRI Væntanleg uppbygging nótaveiðiflota Staða skipasmíða- stöðva skoðuð ATVINNUMALANEFND Akur- eyrarbæjar samþykkti ályktun á fundi sínum nýlega, þar sem skor- að er á sjávarútvegs- og iðnaðar- ráðherra að við væntanlega upp- byggingu nótaveiðiflotans verðL staða íslenskra skipasmíðastöðva skoðuð sérstakiega með það að markmiði að þær geti með eðlileg- um hætti komið að því verkefni sem fyrir höndum er. Ennfremur segir í ályktuninni, að stöðugt séu gerðar meiri kröfur um meðferð sjávarafurða, þar á meðal um meðferð síldar og loðnu, hvott sem aflinn er ætlaður til manneldis eða bræðslu. Nótaskipa- floti íslendinga er almennt ekki búinn að mæta þessum auknu kröfum. Um 90% nótaskipanna voru 1970 og flest þeirra smíðuð á árunum 1964-’68, þ.e. fyrir hrun síldarstofnsins. Atvinnumálanefnd bendir jafn- framt á að aukin vinnsla loðnu og síldar til manneldis og aukin fram- leiðsla á gæðamjöli og lýsi kalli á bætta meðhöndlum aflans. Vænt- ingar um auknar veiðar á síld, loðnu og jafnvel öðrum tegundum til bræðslu birtast í byggingu nýrra bræðsluverksmiðja og endurnýjun margra eldri. Með tilliti til alls þessa virðist óhjákvæmilegt að endurnýja nótaskipaflotann að verulegu leyti á næstu árum ef hann á að geta svarað kröfum tímans. Sparisjóður Mývetninga flytur í Skjólbrekku Mývatnssveit. Morgunblaðið. SPARISJÓÐUR Mývetninga hefur flutt afgreiðslu sína frá Helluvaði, þar sem hann hefur verið til húsa frá stofnun, í Skjólbrekku. Af því tilefni bauð Sparisjóðurinn Mývetningum og öðrum gestum léttar veitingar í hinum nýju húsa- kynnum sínum. Alls mættu rúmlega 100 manns. Þá var einnig yngstu kynslóðinni boðið í ratleik. Þetta nýja húsnæði í Skjól- brekku, sem er um 80 fermetrar, keypti Sparisjóðurinn á síðasta ári. Verktakafyrirtækið Sniðill hf. í Mývatnssveit annaðist ailar breyt- ingar og innréttingar og allar áætl- anir stóðust fullkomlega. Sparisjóður Mývetninga var stofnaður árið 1945. Aðalforgöngu- maður að stofnun sjóðsins var Tóm- as Sigurtryggvason, sem þá bjó í Syðri-Neslöndum. Fyrsti sparisjóðs- stjóri var Jónas Sigurgeirsson á Heliuvaði, gengdi hann því starfi til ársins 1980. Þá tók sonur hans Ingólfur við og hafði það með hönd- um fram á síðasta ár. Núverandi sparisjóðsstjóri er Kristján Hjelm. Sparisjóður Mývetninga er einnig með afgreiðslu í Reykjahlíð. For- maður stjórnar sjóðsins er Helgi Jónasson, Grænavatni. í tilefni flutningsins afhenti Ung- mennafélagið Mývetningur sjóðn- um fagurt málverk úr Mývatnssveit eftir séra Örn Friðriksson. UTBOÐ Húsnæðisnefnd Akureyrar óskar eftir tilboðum í að byggja 36 félagslegar íbúðir. Um er að ræða níu fjögurra íbúða fjölbýlishús við Snægil 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16 og 18 á Akureyri. Húsin eru tveggja hæða, stærð alls 3.289 m2og 11.605 m? Lóð er 11.100 m2 að stærð. Verkinu er skipt í tvo áfanga. í fyrri áfanga verða byggðar 20 íbúðir við Snægil 10, 12, 14, 16 og 18. Verklok eru l.júlí 1997. í seinni áfanga verða byggðar 16 íbúðir við Snægil 2,4, 6 og 8. Framkvæmdir við seinni áfanga eru háðar því að Húsnæðisnefnd Akureyrar fái framkvæmdalán til verksins frá Byggingarsjóði verkamanna. Framkvæmdir hefjast þegar framkvæmdalán hefur fengist staðfest og verða tímasetningar á greiðslum til verktaka í verksamningi eins og framkvæmdalánasamningur segir til um. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir innan tveggja ára: Útboðsgögn verða afhent á Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks hf., Kaupangi við Mýrarveg, Akureyri, gegn 30.000 kr. skilatryggingu. Ef þeir sem fá gögn skila ekki inn tilboði í verkið endurgreiðist helmingur af skilatryggingu 15.000 kr. við skil á gögnum. Tilboð skulu berast á opnunarstað, fundarsal bæjarstjómar Akureyrar í Geislagötu 9, eigi síðar en kl. 10.00 hinn 30. apríl 1996. Tilboðsgjafi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Húsnæðisskrifstofan á Akureyri, Skipagötu 12, sími 462 5311. Morgunblaðið/Kristján JÓN Þorsteinsson skipstjói'i hífir hrognatunnur í land. ÞÓRÐUR Jakobsson og Ingólfur Ásgeirsson gera að hnísu. Grásleppuvertíðin í ár betri en í fyrra I GRÁSLEPPUVERTÍÐIN stendur nú sem hæst, en veiðar hófust 20. mars sl. Fimm bátar stunda grásleppuveiðar frá Grenivík og eru þrír menn á hverjum þeirra. Jón Þorsteinsson skipstjóri á Feng ÞH segir að vertíðin í ár sé snökktum skárri en í fyrra, enda hafi hún verið óvenjulega léleg. „Það má segja að þetta hafi verið í slöku meðallagi í ár, ef maður hugsar 5-10 ár aftur í tím- ann. Menn hafa verið að fá 2-300 grásleppur í hverjum túr, en veiðisvæðið er frá Flatey og alveg inn að Látrum," segir Jón. Grásleppukarlar fá töluvert af þorski í netin og allt upp í 1,5 tonn í túr. Jón og skipverjar hans á Feng komu með 380 grásleppur að landi fyrir helgina, nokkur hundruð kíló af þorski og eina hnísu, en þeir fengu tvær hnísur í grásleppunetin. Jón sagði þá allt- af fá hnísu í netin annað slagið. Gagnlegt uppeldis- málaþing kennara „MÉR fannst þingið afar gagnlegt og það var mjög vel sótt,“ sagði Guðmundur Heiðar Frímannsson forstöðumaður kennaradeildar Há- skólans á Akureyri um uppeldis- málaþing sem haldið var í Verk- menntaskólanum á Akureyri um helgina. „Ég vonast til að kennarar og þeir sem sóttu þingið hafi haft af því umtalsvert gagn og gaman.“ Kennarasamband íslands, Hið íslenska kennarafélag og Félag leikskólakennara stóðu að uppeldis- málaþinginu og sagði Guðmundur Heiðar framtakið verulega þarft. Tveir útlendir fyrirlesarar fluttu erindi, dr. Andrew Burke prófessor í kennaramenntun við St. Pat.rick’s Dublin City University, sem rætti um kennaramenntun í Evrópu og Ellen Wisloff frá ílogskolen í West- falM Noregi, sem ræddi um kenn- aramenntun í Noregi á tímum um- bóta. Þá voru fluttir fyrirlestrar um kennaramenntun í nútíð og framtíð, framhalds- og endurmenntun kenn- ara og um uppeldisháskóla. Guðmundur Heiðar Frímannsson flutti erindi um kennaramenntun á íslandi og gerði m.a. grein fyrir tímamótum í starfsemi Iláskólans á Akureyri á þeim vettvangi, en fyrstu kennararnir verða brauD skráðir frá háskólanum nú í vor„ Þá hefur háskólinn fengið heimild til að stofna leikskólasvið innan deildarinnar og hefst kennsla á því næsta haust. Einnig hefur háskól- inn fengið heimild til að hefja nám í uppeldis- og kennslufræði fyrir þá sem lokið hafa háskólaprófi. Þannig vonast Guðmundur til að innan nokkurra ára byði Háskólinn á Akureyri upp á nám fyrir kenn- ara sem sjá um nám barna allt frá tveggja ára aldri upp í tvítugt. ♦ ♦ ♦ Féll út úr bíl sínum TÆPLEGA tvítugur ökumaður féll út úr bíl sínum á ferð fyrir helgina. Hann meiddist á höfði og var fluttur á slysadeild FSA. Atburðinn átti sér stað að nætur- lagi á gatnamótum Skógarlundar og Birkiiundar. Samkvæmt því sem næst verður komist var ökumaðurinn að sýna fífldirfsku er óhappið var. Þykir mesta mildi að ekki varð þarna stórslys. Félagi ökumannsins í fram- sæti náði að stöðva bílinn. Unga fólk- ið og skatt- arnir „UNGA fólkið og skattarnir - eru börnin féþúfa Friðriks?" er heiti á fyrirlestri Finns Birgis- sonai' sem fluttur verður á umræðufundi um skattamál á vegum Lýðveldisklúbbsins í Deiglunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. apríl kl. 20.30. í erindinu er einkum fjallað um það hvernig núverandi tekjuskattskerfi með öllum sín- um tekjutengingum og jaðar- sköttum bitnar einkum á ung- um fjölskyldum, þrýstir niður lífskjörum þeirra og mismunar kynslóðum. Sagt verður frá breytingum sem nú hafa verið gerðar á þýska skattakerfinu í kjölfar þess að þarlendur stjórnarskrárdómstóll lýsti fyrra skattkerfi ólöglegt og í andstöðu við stjórnarskrána og útskýrt er af hveiju íslenska skattkerfið myndi fá sama dóm á þeim vettvangi. Að loknu erindi Finns verða almennar umræður. Tvö tilboð í steinefni TVÖ tilboð bárust í steinefni til malbikunar á vegum Akur- eyrarbæjar og Flugmálastjórn- ar, en alls er um að ræða 19.100 tonn. Tilboð Arnarfells var 11.390 þúsund krónur, en tilboð frá Möl og sandi hljóðaði upp á tæplega 15.982 þúsund krónur. Þá voru opnuð tilboð í efra burðarlag á öryggissvæði á Akureyrarflugvelli og bárust þijú tilboð. Möl og sandur átti lægsta tilboð, 6.320 þúsund, Ari Hilmarsson bauð 7.480 þúsund og Arnarfell 8 milljónir. Bílvelta í Eyjafjarðar- sveit BILVELTA varð við bæinn Hvamm í Eyjafjarðarsveit um áttalejdið á sunnudagsmorgun. Ökumaðurinn sem var einn í bílnum hlaut áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabif- reið á slysadeild FSÁ. Hann var grunaður um ölvun við akstur. Bíllinn skemmdist mik- ið og var dreginn í burtu með kranabíl. Námskeið um slysavarnir barna BJÖRGUNARSKÓLI Lands- bjargar og Slysavarnafélag ís- lands stendur fyrir leiðbein- endanámskeiði um slysavarnir barna á Akureyri laugardaginn 20. apríl. Námskeiðið hefst kl. 10.30, stendur til kl. 18 og verður hadið í Lundaskóla. Markmið námskeiðsins er að koma upp traustri keðju leið- beinenda sem gætu leiðbeint þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í almennu slysavarna- starfi. Leiðbeinendanámskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum, kennurum, leikskólakennurum og leiðbeinendum í skyndihjálp. Verð á námskeiðinu er 2.000 kr. og eru öll gögn innifalin. Kennari verður Herdís I. Stor- gaard frá Slysavarnafélagi Is- lands. ► I > \ i I r F » I | \ » | l » 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.