Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 39
auga fyrir margbreytileika við-
fangsefnanna.
. Síðustu misserin stýrði Ingólfur
hópi list- og verkgreinakennara
og kennslufræðinga á listgreina-
sviði KHÍ. í því starfi kom vel í
ljós áhugi hans á að efla þátt
hönnunar og handverks í skóla-
starfi, bæta starfsaðstæður verk-
legra greina og auka veg verk-
menningar.
Ég hitti Ingólf síðast á skrif-
stofu hans í Skipholtinu. Ég var á
förum til Bandaríkjanna og hann
trúði mér fyrir því að hann hefði
hug á að komast vestur um haf,
til að kynna sér stefnur og strauma
í handmenntum. En fyrst og fremst
vildi hann heimsækja rauðviðar-
skóga og risafurur í Kaliforníu.
Ingólfur teygði sig upp í hillu og
dró fram kennsluhefti sem hann
hefur tekið saman um viðarfræði.
Síðan upphófst hann í fyrirlestur
um risafururnar sem eru elstu líf-
verur jarðarinnar, sumar um 4000
ára gamlar. Ég skynjaði í einni
svipan ferska sýn á samspil nátt-
úru og menningar. Frásögn Ingólfs
minnti mig á stef úr Hringadrótt-
inssögu Tolkiens, þar sem segir frá
tijánum í Fangornskógum sem
geyma minningar langt aftur í ald-
ir, en lifa í annarri veröld og öðrum
tíma en menn og vættir. Á örlaga-
stundu leggjast Fangornskógar þó
á sveif með hinum góðu öflum í
baráttunni gegn myrkraöflunum.
Komist ég einhvem tímann í skóga
Kaliforníu mun ég sannarlega
minnast Ingólfs G. Ingólfssonar
og hugsjóna hans.
Ingólfur og Helga bjuggu fjöl-
skyldu sinni heimili í Lindar-
hvammi í Kópavogi. Hús og garður
mynda þar órofa heild um fjöl-
skyldulífið og hönnun og hand-
bragð bera smekkvísi þeirra og
menntun fagurt vitni. Ég votta
Helgu og fjölskyldu þeirra mína
dýpstu samúð í sorg þeirra.
Sigurjón Mýrdal.
Kveðja frá Kennarafélagi
Kennaraháskóla íslands
Ágætur félagsmaður og sam-
verkamaður, Ingólfur Gísli Ingólfs-
son lektor í smíðúm, er látinn langt
fyrir aldur fram. Daginn sem hann
lést hafði hann komið í Kennarahá-
skólann og rætt við sum okkar sem
með honum störfuðum. Hann var
fullur bjartsýni um að hefja störf
á ný eftir páska en veikindi hans
höfðu valdið því að hann hafði
verið frá vinnu í nokkra mánuði.
Síðdegis var hann allur.
Okkur setti hljóð þegar fregnin
barst. Snöggt andlát manns á
besta aldri minnir okkur enn á ný
á hve skammt er á milli lífs og
dauða. Það vekur til umhugsunar
um hve dýrmæt sérhver stund er
og það gerir harminn sárari þegar
horft er á bak góðum félaga sem
kvaddur var burt alltof fljótt.
Ingólfur var ötull og traustur
samverkamaður. Glaðværð, bjart-
sýni og fómfýsi einkenndu hann.
Það var ætíð gaman að spjalla við
hann því hann var einlægur og
hressilegur í viðmóti, hafði mótaðar
skoðanir á málum og átti sér vonir
og drauma sem hann lét oft í ljós.
Kennarafélag Kennarahásicól-
ans naut hæfileika hans og þekk-
ingar með margvíslegu móti. Hann
var ávallt fús til að leggja sitt af
mörkum til félagsins og samfélags
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WINDOWS
FRÁBÆR ÞJÓNUSTA
B1KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
MINNINGAR
okkar sem störfum við Kennarahá-
skólann. Hann átti meðal annars
sæti í stjórn félagsins í nokkur ár
og gegndi því starfi af trú-
mennsku. Sl. vetur þegar félagið
hóf að lagfæra íbúð í húsnæði skól-
ans að Varmalandi í Borgarfirði
tók hann því strax vel að vera í
nefnd til að undirbúa og skipu-
leggja framkvæmdir og var ætíð
boðinn og búinn að leggja málinu
lið eins og hann gat best. Hæfileik-
ar hans og smekkvísi áttu dijúgan
hlut í því að svo glæsilega tókst
til sem raun ber vitni.
Ingólfs er sárt saknað í hópi
samstarfsfólks hans í Kennarahá-
skólanum. Við kveðjum hann með
virðingu og þökk og vottum eigin-
konu hans, bömum og öðrum ná-
komnum ættingjum dýpstu samúð
okkar.
Fh. Kennarafélags
Kennaraháskóla Islands,
Giinnar J. Gunnarsson
formaður.
Ingólfur Gísli Ingólfsson.-Iektor
við Kennaraháskóla íslands, var
góður félagi. Því kynntumst við
samstarfsmenn hans á margvísleg-
an hátt en sérstaklega vel þegar
við unnum með honum að lagfær-
ingu íbúðar Kennarafélags Kenn-
araháskólans að Varmalandi í
Borgarfirði.
Síðastliðinn vetur fórum við með
Ingólfi og fleirum fjölmargar
vinnuferðir þar sem Ingólfur var
potturinn og pannan í því sem
gera þurfti. Harin var sá sem
skipulagði verkið frá upphafi til
enda. Hann gerði nýtt skipulag að
íbúðinni, stjómaði innkaupum,
vann vandasömustu verkin og
stjórnaði okkur hinum af alúð og
mikilli fagmensku. Það veittist
honum létt að setja okkur fyrir og
kenna okkur rétt handbragð enda
góður hönnuður og reyndur kenn-
ari í smíðum við Kennaraháskól-
ann. Hann gerði miklar kröfur til
sjálfs sín og annarra um vönduð
vinnubrögð. Hann var smekkmað-
ur í hvívetna og hafði næmt auga
fyrir stíl, efni og hagkvæmum
FRÁ áramótum til 15. febrúar
sl. birti Morgunblaðið 890 minn-
ingargreinar um 235 einstakl-
inga. Ef miðað er við síðufjölda
var hér um að ræða 155 síður í
blaðinu á þessum tíma. í janúar
sl. var pappírskostnaður Morg-
unblaðsins rúmlega 50% hærri
en á sama tíma á árinu 1995.
Er þetta í samræmi við gífurlega
hækkun á dagblaðapappír um
allan heim á undanförnum
misserum. Dagblöð víða um lönd
hafa brugðizt við miklum verð-
hækkunum á pappír með ýmsu
móti, m.a. með því að stytta
texta, minnka spássíur o.fl.
Af þessum sökum og vegna
mikillar fjöigunar aðsendra
greina og minningargreina er
óhjákvæmilegt fyrir Morgun-
blaðið að takmarka nokkuð það
rými í blaðinu, sem gengur til
birtingar bæði á minningargrein-
Iausnum.
í þessum vinnuferðum okkar var
oft glatt á hjalla. Ingólfur átti þar
dijúgan þátt enda brosmildur og
glaðvær og naut þess að gantast
við okkur. Oft sagði hann okkur
skemmtilegar sögur af mönnum
sem hann hafði kynnst á lífsleið-
inni en margt rifjaðist upp fyrir
honum þegar við ókum fram hjá
æskuslóðum hans í Mosfellssveit-
inni á leið í Borgarfjörðinn.
Við minnumst þessara ferða
með hlýhug og þakklæti. Því miður
verða samverustundimar með Ing-
ólfi ekki fleiri. Hann var kallaður
burt frá okkur allt of fjótt. Við
kveðjum hann með söknuði og
vottum eftirlifandi eiginkonu hans
og börnum samúð okkar.
Börkur Hansen og
Gunnar J. Gunnarsson.
Kær vinur og samkennari til
margra ára er allur, langt fyrir
aldur fram. Kynni okkar Ingólfs
hófust fyrir hartnær 17 árum þeg-
ar hann sótti um stöðu smíðakenn-
ara við listasvið Fjölbrautaskólans
í Breiðholti sem þá var í mikilli
mótun undir stjórn Guðmundar
Sveinssonar skólameistara.
Ingólfur var mikill hugsjóna-
maður og baráttumaður fýrir upp-
byggingu á íslenskri nytjalist og
hönnun. Ingólfur var menntaður
smiður, viðarfræðingur og hönnuð-
ur og lagði hann sérstaklega rækt
við íslenskan tijávið í rannsóknum
sínum og þróunarstarfi.
1985 var Ingólfur skipaður lekt-
or við smíðakennaradeild Kenn-
araháskóla íslands og gegndi hann
því starfi til dauðadags.
Ingólfur var skapmikill maður
og stórhuga sem gerði miklar kröf-
ur til sjálfs sín og til þeirra sem
með honum unnu, en utan við
starfið, í ferðum til fjalla, í veiði-
skap eða þegar vinir komu saman
þá reyndist Ingólfur maður gleð-
innar, gestrisinn og hjálpsamur.
Ég og kona mín kveðjum góðan
vin og vottum fjölskyldu hans okk-
ar innilegustu samúð.
Gunnsteinn Gíslason.
um og almennum aðsendum
greinum. Ritstjórn Morgunblaðs-
ins væntir þess, að lesendur sýni
þessu skilning enda er um hóf-
sama takmörkun á lengd greina
að ræða.
Framvegis verður við það mið-
að, að um látinn einstakling birt-
ist ein uppistöðugrein af hæfí-
legri lengd en lengd annarra
greina um sama einstakling er
miðuð við 2.200 tölvuslög eða
um 25 dálksentimetra í blaðinu.
í mörgum tilvikum er samráð
milli aðstandenda um skrif minn-
ingargreina og væntir Morgun-
blaðið þess, að þeir sjái sér fært
að haga því samráði á þann veg,
að blaðinu berist einungis ein
megingrein um hinn látna.
Jafnframt verður hámarks-
lengd almennra aðsendra greina
6.000 tölvuslög en hingað til
hefur verið miðað við 8.000 slög.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Landsliðskeppni
kvenna
HJÖRDÍS Siguijónsdóttir og Ragn-
heiður Nielsen höfðu sigur í fyrri
hluta keppni um sæti í landsliði
kvenna á Norðurlandamótinu í
brids, sem haldið verður í Dan-
mörku í júnílok.
12 pör kepptu um helgina um
rétt til að mynda sveitir, sem spila
einvígisleik um landsliðsætin. Tvö
efstu pörin öðluðust þennan rétt en
lokastaðan varð þessi:
Hjördís Siguijónsdóttir
- Ragnheiður Nielsen 48
Erla Siguijónsdóttir
- Hulda Hjálmarsdóttir 40
Dröfn Guðmundsdóttir
- Guðlaug Jónsdóttir 33
Stefanía Skarphéðinsdóttir
- Gunnlaug Einarsdóttir 26
Freyja Sveinsdóttir
- Sigríður Möller 17
Hjördís og Ragnheiður völdu
Stefaníu og Gunnlaugu með sér í
sveit en Hulda og Erla hafa ekki
tilkynnt um sitt val enn. Einvígis-
leikurinn fer fram að Þönglabakka
1 um næstu helgi, og hefst kl. 11
á laugardag.
Frá Skagfirðingum og B.
kvenna í Reykjavík
Fyrsta og eina parakeppni ársins
(í félagakeppni) hefst hjá Skagfirðing-
um og B. kvenna í kvöld, þriðjudags-
kvöld. í parakeppni spila kvenspilari
og karlspilari, og er slíkt keppnisform
viðurkennt og keppt í á landsvísu svo
og á alþjóðavettvangi.
Þessi parakeppni hefur verið árleg-
ur viðburður hjá Bridsfélagi kvenna
um árabil. Mótið að þessu sinni er um
leið hugsað sem undirbúningur fyrir
íslandsmótið í parakeppni, sem haldið
verður í maí.
Engin fyrirfram skráning verður,
aðeins nóg að mæta á keppnisstað,
sem er Drangey við Stakkahlíð 17,
en spilamennska hefst kl. 19.30. Spil-
arar mæti tímanlega til skráningar.
Spilamennska öllum opin.
Síðasta þriðjudag var róleg spila-
mennska. Urslit urðu (efstu pör):
U nnur Sveinsdóttir - Eyþór Hauksson 224
Inga Lára Guðmundsd. - Guðrún D. Erlendsd. 22 í
Dúa Ólafsdóttir - Inga Lýðsdóttir 218
Erla Ellertsdóttir - Kristín Jónsdóttir 218
Aðstoðað verður við myndun para
og einnig er heimilt að tveir kvenspil-
arar myndi par. Nánari upplýsingar
gefa Sigrún Pétursdóttir s: 551 0730
og Ólafur Lárusson s: 551-6538.
Opna Edenmótið
Edenmótið í brids verður haldið
laugardaginn 20. apríl og hefst kl. 10
stundvíslega.
Spilað verður í Eden eins og í fyrra,
en þá létu spilaramir mjög vel af því
að spila í því óvenjulega og fallega
umhverfi sem þar er.
Þátttökugjald er það sama og í
fyrra, kr. 5.000 parið, góð verðlaun.
Skráning er þegar hafrn og stendur
til kl. 10 föstudaginn 19. apríl. Tekið
er á móti skráningu hjá BSÍ, sími
587 9360, og hjá Þórði, vinnusími
483 4151 og heimasími 483 4191.
Ath. hámarksfjöldi 32 pör.
íslandsmótið í tvímenningi
25.-28. apríl
íslandsmótið í tvímenningi hefst
á sumardaginn fyrsta, 25. apríl.
Undankeppnin stendur yfir fyrri tvo
dagana og hefst spilamennska kl.
13. Seinni tvo dagana verður úr-
slitakeppnin og verður byijað að
spila kl. 11 á laugardag og sunnu-
dag. Spilað verður í húsi Bridssam-
bands Íslands í Þönglabakka 1,
áhorfendur eru velkomnir og að-
gangur ókeypis.
Bridsdeild félags
eldri borgara í Kópavogi
•»
Spilaður var Mitchell tvímenningur
þriðjudaginn 9. apríl. 26 pör mættu,
útslit urðu: N-S:
JónStefánsson-ÞorsteinnLaufdal 403
ValdimarÞórðarson-JónAndrésson 367
Bergsveinn Breiðprð - GunnarPálsson 351
Þórhildur Magnúsd. - Sigurður Pálsson 342
A-V:
Eysteinn Einarsson - Sigurieifur Guðjónsson 382
Baldur Ásgeirsson ^ Magnús Halldórsson 359
Sæmundur Bjömsson - Böðvar Guðmundsson 349
Sigríður Pálsdóttir—Eyvindur Valdimarsson 324
Meðalskor 312
Spilaður var Mitchell tvímenningur
föstudaginn 12. apríl. 20 pör mættu,
útslit N-S:
JónAndrésson-BjömKristjánsson 241
ÞórarinnÁmason-ÞorleifurÞórarinsson 235
Þorsteinn Erlingsson - Stefán Jóhannesson 227
A-V:
ÁsthildurSigurgíslad.-LámsAmórsson 266
Baldur Ásgeirsson — Magriús Halldórsson 250
HannesAlfonsson-BjamiSigurðsson 241
Meðalskor 216
□ EDDA 5996041619 I 1 Frl.
□ HLÍN 5996041619 VI - 2
I.O.O.F. Ob. 1 = 17704168:30 =
9.00 KALLANIR
I.O.O.F. Rb. 4 = 1454168
8V2.I.
(/1
II
allveigarstíg 1 • simi 561 4330
Dagsferft sunnud. 21. aprfl
Kl. 10.30 Ný raðganga : Nytja-
ferð, 1. áfangi, kræklingartíndir.
Útivist.
9
Frá Sálarrannsóknafélagi
ísiands
Danski leiðbeinandinn og fyrir-
lesarinn Kaare Sörensen kemur
til starfa hjá félaginu 17. apríl.
Kaare býður upp á einkatíma í
fyrrilffsupprifjunum (Past Life
Therapy). Þeir sem hafa látið
skrá sig á biðlista vinsamlega
hafi samband við skrifstofuna
sem fyrst.
Allar upplýsingar og bókanir í
síma 551 8130 milli kl. 10-12
og 14-16 og á skrifstofunni
Garðastræti 8 frá kl. 9-17 alla
virka daga.
Ferð á slóðir Njálssögu
Laugardaginn 20. apríl nk. kl.
8.15. Fararstjóri Jón Böövarsson.
Skráning í síma 588 7222.
Tómstundaskólinn.
ADKFUK,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30.
Margrét K. Jónsdóttir segir frá
starfinu á Löngumýri og stofn-
anda skólans, Ingibjörgu Jó-
hannsdóttur.
Konur, munið afmælis- og mat-
arfundinn 30. apríl. Skráning á
skrifstofu fyrir föstud. 26. aprfl.
Allar konur velkomnar.
FERÐAFÉIAG
# ÍSLAMDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Kvöldvaka
„Laugavegurinn“
Miövikudaginn 17. aprfl kl. 20.30
efnir Ferðafélagið til kvöldvöku
í Mörkinni 6 (stóra salnum). Efni:
Saga gönguleiðarinnarfrá Land-
mannalaugum til Þórsmerkur,
en i sumar eru liðin 20 ár frá
því fyrsta skálanum var komið
fyrir á gönguleiðinni. Tómas Ein-
arsson o.fl. sjá um flutning efnis
f máli og myndum. Aðgangur kr.
500. „Laugavegurinn" ervinsæl-
asta gönguleiöin hjá Ferðafélagi
íslands. Væntanlegir farþegar í
ferðum sumarsins ættu ekki að
láta þessa kvöldvöku fram hjá
sér fara!
Ferðafélag islands.
Mmningargreinar
og aðrar greinar