Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 33 FYRIR WINDOWS 95 §n KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8C55 náðst að konur hafa í auknum mæli stundað nám í greinum sem áður voru helgaðar körlum. Hins vegar er enn lítið um það að karl- ar fari í nám sem konur hafa aðal- lega stundað. Stór ástæða fyrir þessu eru vafalaust þau laun sem myndast hafa í hinum hefðbundnu stéttum kvenna. Varanlegur árangur að þessu leyti mun ekki nást nema að viðhorfsbreyting eigi sér stað. Nauðsynlegt er að virðing sé borin fyrir störfum karla á t.d. uppeldis- og umönnunarsviðum og að það þyki sjálfsagt og eðlilegt að karlmenn sinni slíkum störfum í jafnríkum mæli og konur. Öll getum við átt þátt í því að viðhorfsbreyting eigi sér stað. Aukið jafnrétti er hagsmunamál bæði karla og kvenna. Nauðsyn- legt er að kynin fari að vinna sam- an að því að allir einstaklingar njóti sömu tækifæra óháð kynferði. Höfundur er 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna og starfar með Sjálfstæð- um konum. 90 ára viðureign ÞRIÐJUDAGINN 21. ágúst árið 1906 var mikill mannfjöldi saman kominn í hinu nýbyggða samkomu- húsi Góðtemplara á Akureyri þeirra er- inda að fylgjast með fyrstu kappglímu um Grettisbeltið, _ sem hlaut nafnið íslands- glíman. Þarna voru mættir tólf ungir kná- legir menn til að keppa um æðstu sig- urlaun glímunnar. Atta voru frá Akur- eyri og fjórir úr Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Mikill áhugi var fyrir þessari glímu meðal al- mennings nyrðra og kapp og metnaður glímumanna ekki minna þá en nú. Svo fór sem kunnugt er að Ólafur Valdimars- son, ættaður frá Vopnafirði, sigr- aði í þessari Íslandsglímu og varð þar með fyrsti glímukóngur ís- lands. Var hann þá 19 ára gam- all og yngstur þeirra sem hlotið hafa glímukóngstignina. íþróttakeppni í 90 ár Þessi fyrsta Islandsglíma var mjög merkur atburður í íþrótta- sögu íslands því hún markar upp- haf samfelldrar íþróttakeppni á nútímavísu hérlendis. Islandsglí- man féll niður árin 1914 til 1918 á árum fyrri heimsstyijaldar en á þeim tíma voru ýmis árviss íþrótta- mót haldin, t.d. héraðsmót Skarp- héðins á Þjórsártúni, þannig að slík íþróttakeppni féll aldrei niður með öllu eftir 1906. Áður höfðu íþróttir oft verið þreyttar á manna- mótum og þá var yfirleitt um glímukeppni að ræða því aðrar íjiróttir þekktust lítt. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem keppt var um farandgrip sem árlega var lagður undir til verðlauna handa sigurvegaranum. 29 glímukóngar Jón M. Ivarsson hafa verið krýndir á þessum 90 árum. Grettisbeltið er hinn veglegasti grip- ur með silfurbúnum sylgjum skreytt skildi með mynd Grettis fornkappa Ásmund- arsonar enda gefið af glímufélaginu Gretti á Akureyri sem kenndi sig við kapp- ann. Beltið er skarað silfurskjöldum með nöfnum sigurvegara og árlega er bætt við skildi með nafni sigurvegarans á belt- ið. .Jafnframt er þá elsti skjöldur- inn fjarlægður og settur í gler- skáp í vörslu Glímusambands ís- lands. Íslandsglíman í dag Laugardaginn 27. apríl næst- komandi kl. 14 verður íslands- glíman haldin í íþróttahúsi Kenn- araháskólans. Þar sem nú eru liðin 90 ár frá upphafi glímunnar og þar með almennri íþróttakeppni á Islandi hyggst Glímusambandið vanda sérstaklega til mótsins. Þar Íslandsglíman, segír Jón M. Ivarsson, hefur líklega aldrei verið jafn tvísýn og nú. munu taka þátt öflugustu glímu- menn landsins og verður keppt af metnaði og þrótti og væntanlega drengskap sem er aðalsmerki góðra glímumanna. Líklega hefur mótið aldrei verið jafn tvísýnt og nú því ekki færri en fimm glímukappar eru taldir eiga jafna möguleika á að girðast Grettisbeltinu. Til mótsins verður boðið fyrri glímukóngum, for- ystumönnum í íþróttahreyfing- unni og svo öllum almenningi því mótið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Það er von okkar sem störfum að þjóðaríþrótt okkar ís- lendinga að sem flestir komi að fylgjast með Íslandsglímunni á þessum tímamótum. Verið vel- komin. Höfundur er formaður Glímusam- bands íslands. Ármúli 17 108 Rvk. S: 533 1234 GRÆIUT MÚMER: 800 6123 HUGMYNDASAMKEPPNIN i c. t n zm 0 C " n Lr er kjörið tækifæri til að koma góðri hugmynd á framfæri UmsóknareySublöS og nánari upplýsingar fást hjá Björgvini Njáli Ingólfssyni, Iðntæknistofnun Islands, Keldnaholti. Sími 587 7000. Umsólcnarfrestur er til 3. mai 1 996 IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ (^) IÐNLÁNASJÓÐUR jj IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR IðntæknÍStOfnun Jafnrétti á öllum aldri í ÞJOÐFELAGI okkar verður sífellt al- gengara að báðir for- eldrar vinni úti. Það uppeldishlutverk sem áður var aðallega í höndum foreldra og þá einkum mæðra hefur af þessum sökum í æ ríkari mæli færst yfir til leikskóla og grunn- skóla. Mikilvægt er að þegar frá unga aldri njóti börn fræðslu um jafnréttismál og að sjónarmiðum um jafn- rétti kynjanna sé hald- Áslaug ið á lofti af kennurum Magnúsdóttir og forstöðumönnum umræddra stofnana. Jafnréttislögin í lögum um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla kemur fram að í skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum skuli kynjunum ekki mismunað. Þess beri að gæta í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur. Á öllum skólastigum skuli veita fræðslu um jafnréttismál, meðal annars með því að leggja áherslu á að búa bæði kynin jafnt undir virka þátt- töku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi. Jafnframt skuli þess gætt að kennslutæki og kennslubækur séu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismun- aði. Einnig segir í lögunum að við náms- og starfsfræðslu og við ráð- gjöf í skólum skuli leitast við að kynna bæði piltum og stúlk- um störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf. Jafnréttismál í leikskólum og grunnskólum Þessari lagasetn- ingu þarf að fylgja eftir enn betur en gert hefur verið. Iæggja verður áherslu á að fræðsla um jafnréttis- mál nái til kennara og skólastjórnenda. Skól- ar verða að viðurkenna og vinna eftir því að kynin eru ekki eins og að þau hafi mismunandi þarfir. Rannsóknir sýna t.d. að sjálfsmat stúlkna er lakara en drengja þrátt fyrir að stúlkur hafi að meðaltali hærri einkunnir en drengir. Jafn- framt hafa rannsóknir sýnt að drengir eigi erfiðara með að sýna tilfinningar sínar og að það valdi samskiptaörðugleikum hjá þeim. Þessir mismunandi eiginleikar drengja og stúlkna endurspeglast í sjálfsmati karla og kvenna á vinnumarkaði. Margt bendir til þess í könnunum að karlar telji störf sín skipta meira máli fyrir fyrirtækin en konur gera. Konur telja síður að störf þeirra hafi þýð- ingu fyrir fjárhagslega velgengni fyrirtækjanna. Mikilvægt er að strax í leikskólum og grunnskólum Konur stunda í auknum mæli nám í greinum, segir Aslaug Magnús- dóttir, sem áður voru helgaðar körlum. sé unnið markvisst að því að styrkja bæði kynin á þessum svið- um og öðrum sviðum þar sem þau þurfa mest á því að halda. Á síðastliðnúm árum hefur verið bent á það að konur eiga jafnvel enn ríkari þátt í uppeldi barna nú en áður þrátt fyrir aukna þátttöku feðra í heimilisstörfumm. Þetta stafar af því að mjög mikill meiri- hluti allra leikskóla- og grunn- skólakennara eru konur. Hins veg- ar er mikill meirihluti skólastjóra karlar. Þessar fyrirmyndir hafa óhjákvæmilega áhrif á viðhorf barnanna til hlutverka kynjanna. Þannig finnst börnunum eðlilegra að konur sinni uppeldis- og umönn- unarstörfum en karlar fremur öðr- um störfum, svo sem stjórnunar- störfum. Kvenna- og karlastörf Ekki er einvörðungu mikilvægt að jafnréttissjónarmið ríki innan leik- og grunnskóla því auðvitað skipta framhaldsskólar og háskól- ar líka miklu máli. Framhalds- menntun hefur töluverð áhrif á laun en kannanir benda til að eftir því sem menntun kvenna og karla eykst vaxi launamunur kynjanna. Þó að launamunurinn verði til á vinnumarkaðinum er mikilvægt að menntakerfið ýti ekki undir þennan mun, til dæmis með því að konur séu hvattar til að stunda ákveðið nám en karlar til að stunda annars konar nám. Reynt hefur verið að taka tillit til þessa í námsráðgjöf með því að kynna starfsgreinar jafnt fyrir báðum kynjum. Sá árangur hefur Vorvörurnar streyma inn Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfalnaSur Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.