Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Félag1 þýskukennara stendur fyrir árlegri þýskuþraut meðal 16-18 ára framhaldsskólanemenda ----------------------------------------1----------------------------------------- Markmið að nemendur kynnist landi og þjóð EITT hundi'að og þrjátíu nemendur á aldrinum 16-18 ára tóku þátt í þýskuþraut framhaldsskólanema að þessu sinni. Er þetta í fj'órða sinn sem Félag þýskukennara efn- ir til slíkrar samkeppni í samvinnu við þýsk yfirvöld. Tveir nemendur hrepptu mánaðardvöl í Þýskalandi fyrir frammistöðu sína og 16 nem- endur aðrar viðurkenningar. Fara nemarnir tveir utan í júní, þar sem þeir ferðast um landið og skoða ýmsa merka hluti og staði. „Þeir fara einn- ig í skólaheimsóknir og búa hjá fjölskyldum um tíma. Hugmyndin er að nemendur víðs vegar úr heiminum kynnist landi og þjóð en einnig hver öðrum, því þarna hittast margir nemendur frá ýmsum heimshlutum," sagði Oddný Sverrisdóttir dósent við þýskudeild HI en hún sér meðal annarra um undirbúning keppninn- ar. Hér fylgja nokkur sýnishorn úr þýskuþrautinni. Svörin eru annars staðar á síðunni. I. Lesskilningur „Dicker Peter“, so heiSt eine der gröSen Glocken der Welt. Sie wiegt 25 Tonnen, hat einen Durchmesser von mehr als 3 Metern und hángt mit acht kleineren Schwestern im Glockenturm des Kölner Doms. Wenn sie geláutet wird, dann hört man ihren Klang noch in einer Entfernung von 20 Kilometern. Ganz Köln war auf den Beinen, als man diese Glocke am 12. Nov- ember 1924 zum Dom brachte. Sie kam aus Thiiringen, wo damals der einzige GlockéngieSer lebte, der eine so groSe Glocke herstellen konnte. Der Thuringer Meister kannte wahrscheinlich noch einige alte Rezepte. So soll er zum Beispi- el mehrere hundert Eier gebraucht haben, um die Form, in die das fltissige Metall gegossen wurde, richtig abzudichten. Leider konnte er seine schönste Glocke in Köln nicht mehr hören. Er starb wenige Wochen nach ihrer Fertigstellung. Der „dicke Peter“ aber wurde erst am Weihnac- htsabend 1925 zum erst- enmal geláutet. Beim Aufhangen der Glocke hatte es námlich sehr groSe Schwierigkeiten gegeben. Setjið kross við rétt svar, aðeins eitt er rétt: 1. Warum wurde der „dicke Pet- er“ nicht in Köln gegossen? __ a) Weil es in Köln kein geeig- netes Metall mehr gab. __ b) Weil die Kölner Industrie im Krieg zerstört worden war. __ c) Weil die Glocke aus Thtiring- en billiger war. __ d) Weil es in Köln keine Fach- Ieute ftir so groSe Glocken gab. 2. Bei welcher Gelegenheit war- en auSerordentlich viele Kölner auf der StraSe? __ a) Als der „dicke Peter“ zum erstenmal láutete. i_ b) Als die Glozke zum Dom 130 nemend- ur, 16-18 ára, tóku þátt í þrautinni Brúðhjó Allur boröbiinaður Glæsileg gjaíavara on Briiðarhjóna lislar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. gebracht wurde. ___ c) AIs die Soldaten zum Dom marschierten. ___ d) Als die „Kaiserglocke“ her- untergeholt wurde. II. Málfræði og orðaforði 1. In diesem Monat kann ich mir keine CDs kaufen, .......... ich habe vor Weihnachten so viel Geld ausgegeben. ___ a) darum ___b) weil — c) ftir — d) denn 2. Wie heiSt das Gegenteil (and- stæðan)? Schreiben Sie hier den richtigen Buchstaben: 1. BegrtiSung 2. Lachen 3. Sieger 4. Freund 5. Helligkeit 6. Tief a. Feind b. Abschied c. Weinen d. Hoch e. Verlierer f. Dunkelheit III. Landeskunde Setjið kross við rétt svar, aðeins eitt er rétt: 1. Hvaða borg er ekki í Þýska- landi? ___ a) Rostock ___ b) StraSurg ___ c) Mainz ___ d) Hameln IV. Textar með eyðum Setjið viðeigandi sagnir í réttri mynd í eyðurnar: Gestern abend war ich mit ..... Freunden im Café. Wir hatten ..... nich lange dort gesessen, da ......... sich die Ttir, und ein ............. Mann trat ein. Er kam ........... unseren Tisch und grtiSte: „Darf .... mich zu Ihnen setzen?“Wir ........ zurtick und sagten: „Bitte, nehmen .... Platz!“ „Danke“, sagte derjunge ....... , setzte sich auf den einen ..... der noch frei war, und ........ eine Portion Kaffee. Morgunblaðið/RAX EIRÍKUR Haraldsson formaður Þýskukennarafélagsins (t.v.), því næst koma verðlaunahafarnir Ríkarður Ríkarðsson og Finn- bogi Óskarsson. Við hlið hans stendur fulltrúi frá þýska sendiráð- inu, dr. Alexander Olbrich. Hrepptu mánaðar- dvöl í Þýskalandi RÍKARÐUR Ríkarðsson nemandi í 5-X í Menntaskólanum í Reykja- vík og Finnbogi Óskarsson nem- andi á öðru ári í Flensborgarskólanum í Hafnar- firði urðu hlutskarpastir í Þýsku- þraut 1996. Keppnin er ekki sú eina sem þeir hafa tekið þátt í, því Ríkarð- ur sló út Islandsmeistara í flug- sundi í mars síðastliðnum þegar hann setti nýtt met og Finnbogi er kominn í tíu manna undanúr- slit hér á landi í Stærðfræði- keppni Norðurlanda, sem fram fer þessa dagana. Ekki verið með áður Hvorugur hefur þó tekið þátt í þýskuþraut áður, en báðir voru með að þessu sinni vegna ábend- inga frá kennurum. „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti neitt erindi þangað,“ sagði Finn- bogi og því komu úrslitin honum í opna skjöldu. Tvímenningarnir voru þó sammála um að þrautin hefði ekki verið mjög erfið og Finnbogi kveðst til dæmis alltaf hafa átt frekar auðvelt með að læra málfræði. Hann hefur aldrei komið til Þýskalands en Ríkarður nokkrum sinnum og keppti hann meðal annars þar í sundi í fyrra. „Ég bjó í Svíþjóð frá 7 til 14 ára og þá keyrðum við oft niður til Evr- ópu. Ég er því sæmilega kunnug- ur landinu," sagði hann. Þeir eiga það þó sameiginlegt að geta vel hugsað sér að stunda framhalds- nám í Þýskalandi og á Finnboga var að heyra að það væri reyndar mjög líklegt. „Ætli það verði ekki í raungreinum,“ sagði hann. Ferð í stað vinnu Að öllum líkindum verður far- ið utan í lok júní og því lá bein- ast við að spyrja hvað yrði um sumarvinnu hjá námsmönnunum tveimur. „Ég vann til dæmis bara fyrri hluta sumars í fyrra en seinni hlutinn fór í sundæfingar og keppnir. Ætli þetta sumar verði ekki svipað,“ sagði Ríkarð- ur. „Ég reikna með að ganga atvinnulaus í sumar, því ég á ekki von á að hægt verði að fá frí í heilan mánuð,“ sagði Finn- bogi, sem hafði reyndar ekki fengið vinnu þegar í ljós kom að hann hlaut í verðlaun dvölina í Þýskalandi. skólar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna vió Burda. Sparið og saumió fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. myndmennt ■ Glerlist. Morgun- og kvöldnámskeió aö hefjast. Skráning til 19/4. Nánari upplýsingar í síma 588 7878 og 568 2568. tungumál ■ Enskunám i Englandi í boöi er enskunám allt árió viö virtan enskuskóla. Barna- og unglinganámskeiö 6-18 ára í sumar. Fararstjórn meö yngstu nemendum. Fjölskyldur velkomn- ar. Fámennir hópar. Fæöi og húsnæði hjá enskri fjólskyldu. Skoóunarferóir og íþróttir í lok skóladags og um helgar. Allar nánari upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhannsson eftir kl. 18.00 í sfma 581 1652. ýmislegt ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus á vornámskeiói í maí-júní. Hannes Flosason, s. 554 0123. heilsurækt ■ Sjálfefli Áttu erfitt meó að einbeita þér? Gengur þér illa aó slaka á? Viltu skapa þér þinn innri friö? Dreymir þig sjaldan? Áttu erfitt meö aö kyrra hugann? Komdu þá á hnitmiðað námskeið í hug- leiðslutækni hjá Sjálfefli, Nýbýlavegi 30, Köpavogi um næstu helgi kl. 10-17 báða dagana. Efni námskeiðs: Hvernig vinnur hugur okkar? Hvað er hugleiösla? Hvernig getum við notað hugleiðslu til aó skapa innra jafnvægi, öryggi, frið og Iífsgleði? Kennarar: Kristín Þorsteinsdóttir og Eggert V. Kristinsson. Verð: Kr. 6.000,-. Upplýsingar og skráning í síma 554-1107 milli kl. 10-12 f.h. annars símsvari. tölvur ■ Tölvunámskeið Starfsmenntun: - 64 klst tölvunám - 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: - PC grunnnámskeið - Windows 3.1 og Windows 95 - Word grunnur og framhald - WordPerfect fyrir Windows - Excel grunnur og framhald - Access grunnur - PowerPoint - Paradox fyrir Windows - PageMaker fyrir Windows - Internet námskeið - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Barnanám - Unglinganám í Windows - Unglínganám í Visual Basic - Windows forritun Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699, netfang tolskrvik@treknet. is, veffang www.treknet.is/tr. Tölvuskóli Reykiavíkur K.tl'fini ,!K. -íiii, .1.1 l.L'i‘1 Sjónvarps- þáttaröð um myndlistar- kennslu NÝ ÞÁTTARÖÐ um myndlist barna og unglinga og myndlistarkennslu í grunnskólum hefur göngu sína í sjónvarpinu annað kvöld. Eru þætt- irnir unnir í samvinnu Félags ís- lenskra myndlistarkennara (FÍMK) og Ríkisútvarps/Sjónvarps. Að sögn Grétu Mjallar Bjarna- dóttur- formanns FIMK er hug- myndin á bak við þættina sú að vekja athygli almennings á gildi listkennslu. „Listkennsla getur haft jákvæð áhrif á nýbreytni í atvinnu- lífi og menningu þjóða. Auk þess er myndræn framsetn- ing og myndmiðlum stöðugt meira áberandi. Því er mikilvægt að fólk læri um uppbyggingu og áhrifa- mátt þessa myndmáls og læri að lesa myndir og skilja," sagði hún. Fjögur aldursst.ig Um er að ræða fjóra þætti, sem hver er 20 mínútna langur, þar sem tekið er fyrir ákveðið aldursstig nemenda. Fyrsti þátturinn fjallar um fyrstu skólaárin og komið er inn á gildi listkennslu, hvernig standa eigi að henni, skapandi kennsluaðferðir og fleira. í öðrum þætti er fjallað um listkennslu 9-12 ára barna og m.a. farið í hvernig listnám getur eflt sjálfsvitund og siðferðiskennd. í þriðja þætti er unglingastigið tekið fyrir og í fjórða þætti framhalds- skólastigið. Víða er komið við í hverjum þætti og rætt við fjölda sérfræðinga auk foreldra og nemenda. Þættirnir voru styrktir af nokkrum innlendum félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum. Auk þess var veittur sérstakur styrkur frá Norræna menningarsjóðnum til þess að tal- setja þættina yfir á hin Norður- landamálin, en að sögn Grétu Mjall- ar er mikill áhugi hjá skólafólki á Norðurlöndum að fá þættina til sýninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.