Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR — “M V7 L3r Qr T&muwo— ÞAÐ er aJveg á tæru elskan að það er orðið langódýrast að deyja úr riðunni . Fyrsta keppni fjallajeppa fór fram á hálendinu um heigina Bræður unnu í hörðum slag Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson BRÆÐURNIR Freyr og Gísli Jónssynir á Toyota Double Cab unnu sigur á lokametrunum eftir harðan slag við fjölmarga vel útbúna jeppa. Hér eru þeir að innsigla sigurinn í lokaþraut- inni, brekkuklifri í miklum halla. Gísli situr framan á jeppanum. NÍU keppnistæki tóku þátt í fyrstu jeppakeppninni fyrir sérút- búna fjallajeppa. Hún fór fram í snjó í nágrenni Hlöðufells. BRÆÐURNIR Freyr og Gísli Jóns- synir á sérútbúnum Toyota Double Cab unnu fyrstu jeppakeppnina fyr- ir fjallajeppa, sem haldin er hérlend- is. Keppnin var haldin í nágrenni Hlöðufells á sunnudaginn og voru 10 jeppar skráðir til keppni sem fólst í sex mismunandi þrautum. Reyndi á fjölmörg atriði sem jeppa- menn þurfa að takast á við í ferða- lögum á hálendinu að vetrarlagi. Keppnin var hnífjöfn og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu metrun- um, í brekkuklifri, þar sem Freyr og Gísli komust lengst í sínum riðli. Urðu þeir jafnir Ómari Björnssyni og Herði Birkissyni á Toyota Hi Lux að stigum i keppninni með 18,5 stig, en unnu sigur á því að ná betri tíma í ijórum þrautum. Gunnlaugur Björnsson og Guðni Ingimarsson á Dodge Ram unnu sér einnig inn 18,5 stig, en vegna mistaka dómara í færslu og útreikn- ingi úrslita féllu þeir niður að stig- um. Að öðrum kosti hefðu þeir lent í þriðja sæti, en Guðjón Egilsson og Tyrfingur Leósson á sex hjóla Willys urðu þriðju með 18 stig. Minni gat munurinn vart verið og þótti keppnin skemmtileg ný- breytni. Áætlanir eru uppi um að halda enn viðameiri keppni að ári, með ailt að 20-30 jeppum. Allar þrautir í snjó Allar þrautir keppninnar voru í snjó og sú fyrsta fólst í því að öku- maður ók blint eftir leiðbeiningum aðstoðarmannsins. Hafði ökumaður skíðagleraugu um höfuðið, sem ekki sást út um. Næst þurftu keppendur að gera við rifu á jeppadekki og skipta um dekk undir jeppum sín- um, tókst það misvel og voru menn frá 11 mínútum upp í 24 að skipta um dekk. Þriðja þrautin fólst í því að rata með áttavita og GPS staðsetningar- tæki, en fjórða þrautin Iá um holt og hæðir, m.a. í gegnum krapap- ytt. Keppt var í spyrnu og loka- þrautin var brekkuklifur, en úrslitin réðust í þeirri þraut, eftir að kepp- endur höfðu skipst á að hafa for- ystu alla keppnina. „Keppnin var mjög skemmtileg og andinn góður. Það reyndi á margt, sem við notum í fjallaferðum á hálendinu. Ég spáði lítið í stöðuna í keppninni, hafði bara gaman af þessu og sigur var bara ánægjuleg viðbót,“ sagði Freyr í samtali við Morgunblaðið. „Okkur gekk vel í flestum þraut- um, höfðum þó ekki afl til að ná árangri í spyrnunni, jeppinn er með litla díselvél. Ég var dálítið smeykur að aka fyrstur í krapapyttinn, en ég fór hægt og rólega í gegn með aðstoð milligírsins, sem lækkar drif- hæðina. Þá kom búnaður til að hleypa úr dekkjum á ferð að góðum notum í brekkum. í lokaþrautinni hleypti ég úr dekkjunum niður í 2,7 pund að framan og 3 að aftan í upphafi þrautar. I miðri brekku minnkaði ég síðan loftþrýstinginn í 1,6 að framan. Þetta gerði gæfumuninn og Gísli bróðir settist svo framan á jeppann til að við fengjum enn betri þyngd- ardreifingu. Svo stóð litli bróðir sig enn betur í dekkjaþraut, þar sem gert var við gat á 38 tommu dekki. Hann er alltaf að sprengja á fjöllum og kunni því vel til verka. í heildina tókst okkur bræðrum vel upp og mætum örugglega að ári,“ sagði Freyr. Aldraðir á Löngumýri Hún rekur Hús- ið á Sléttunni Margrét K. Jónsdóttir MARGRÉT á Löngumýri er þessa dagana í Reykjavík að undirbúa sumarstarfið á Löngu- mýri. Starfsemin sem rek- in er á Löngumýri árið um kring er býsna marg- breytileg og við notuðum tækifærið til að fræðast um hana. - Sumardvöl fyrír aldr- aða er kannski það sem best er þekkt utan héraðs af því sem fram fer á Löngumýrí. Verður sú starfsemi með svipuðum hætti í sumar? Við höfum rekið orlofs- búðir fyrir aldraða á Löngumýri frá 1973 og aliar götur síðan hafa þær verið aðalinntakið í sumar- starfinu, þótt inn á milli komi þar ýmiskonar mót fyrir aðra. Orlofsbúðir fyrir aldraða hafa verið mjög vinsælar. Mikið sóttar af fólki frá Reykjavík og víðar að á landinu. Einkum hafa Siglfirðingar verið drjúgir við að vera hjá okkur. Um árabil voru margir í orlofsdvöl úr Kópavogi og frá Akureyri, en svolítið hefur dregið úr því. Nú hefi ég sent bréf til allra félaga eldri borgara á landinu um að þeirra fólk geti komið inn í og fengið gistiaðstöðu ef það vill ferðast um mið- Norðurland. Það er að segja þeg- ar ekki er frátekið hjá okkur. - Er búið að skipuleggja mikið fyrír sumarið? Við gerum ráð fyrir tveimur tíu daga orlofsdvölum fyrir aldr- aða af Reykjavíkursvæðinu fyrri hluta og seinni hluta júlímánað- ar, sem er besti tími sumarsins. Og svo er eitthvað fleira. Til dæmis koma erlendir ellilífeyris- þegar í nokkra daga í ágústmán- uði. Danir hafa í mörg ár komið til okkar til þriggja daga dvalar. Á miðju sumri er alltaf kristilegt mót eina helgi og svo koma inn ýmiskonar önnur mót, svo sem ættarmót. En á milli er enn laust. - Gamla fallega skólahúsið á Löngumýri vekur alltaf athygli þeirra sem fara um veginn norð- ur. Það er býsna stórt. Hvað er hægt að hýsa marga í einu? Húsið er bæði gamli skólinn og svo nýbyggingin. Þar eru til reiðu 38 svefnpláss, miðað við að tveir séu í herbergi, en því má hagræða nokkuð og fjölga, sem stundum er gert þegar nám- skeið eru eða mót í fáa daga. En þarna er rúmgóð setustofa og nýuppgerður borðsalur sem tekur um 60 manns. Hann nýtist vel þegar eru stærri mót eða fundir. Kirkjan lét gera mikið við húsið á árunum 1988 til 1991 og nýja álman var byggð við skólann 1979-81. 60% fyrir gjafafé frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur og vin- konu hennar Björgu Jóhann- esdóttur, en þær létust báðar á síðasta ári. í garðinum við húsið, þar sem er mikið af gróðri og gömlum trjám, er mjög skjólsælt og því er hann mikið notaður á sumrin. Þar erum við með litla sundlaug og heitan pott. -Fyrir aldraða er tíu daga orlof. Hvernig er því háttað? Fólkið kemur með rútunni, sem ekur því í hlað. Og síðan er ýmis- legt við að vera. Fólk spilar mik- ið og fer í gönguferðir, svo höfum við dagvökur með söng, upplestri eða fræðslu. Þar sem þetta er kirkjustofnun bjóðum við upp á ► Margrét K. Jónsdóttir er Vopnfirðingur, fædd 1.2.1937, en alin upp í Reykjavík frá 14 ára aldri. Hún er kennari að mennt með handavinnu sem aðalfag. Hún lauk prófi frá Kennaraskólanum 1967. Þá gerðist hún kennari við Hús- mæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði og varð fimm árum síðar skólastjóri. Veitti Margrét skólanum forstöðu meðan hann starfaði eða til 1977. Síðan hef- ur hún verið forstöðumaður starfseminnar á Löngumýri á vegum Þjóðkirkjunnar, sem er eigandi staðarins. En Ingibjörg Jóhannsdóttir gaf kirkjunni Löngumýri með öllum eignum þar 1962. Á Löngumýri er mjög fjölbreytt starfsemi bæði vetur og sumar. morgun- og kvöldbænir, sem fram fara í kapellunni. Ollum er fijálst að taka þátt í þeim, en er ekki skylda. Yfir tímann er farið í ferðir innanhéraðs og utan. Annars hefur Anna Þrúður Þorkelsdóttir, sem sér um öldr- unarþjónustu hjá Félagsmála- stofun Reykjavíkur, tekið að sér að svara spurningum, svo hægt er að hringja í hana í síma 588 8500 eða til mín þegar ég er komin heim eftir viku í síma 453 8116. Og flestar stofnanir sem starfa að öldrunarmálum hjá kirkjunni og annars staðar eru í sambandi við okkur. Langamýri er mjög vel í sveit sett, tvo km frá Varmahlíð, en þó í algerum friði frá umferð og hávaða. Fjallasýn mjög fögur í allar áttir frá „Húsinu á Slétt- unni“, eins og sumir hafa kallað það. Skagfirðingar eru líka sem alkunnugt er með skemmtilegasta fólki á landinu. Ég ætla að lofa þér að heyra vísu sem Hólm- fríður Jónasdóttir skif- aði í gestabókina í orlofsdvöl: Þú ert fagur fjörður Skaga Qalla armur sólskinshýri. Megi aldnir alla daga eiga skjól á Löngumýri. — Heimamcnn nýta Löngu- mýri talsvert, er það ekki? Jú, jú, einkum yfir veturinn. Klúbbar og félög eru þar með fundi og námskeið. Handíð er llka svolítið iðkuð með vefnaði, málun og útskurði. En yfir veturinn er almennt talsverð starfsemi, þótt misjafnt sé. Til dæmis eru á Löngumýri fermingamámskeið. Prestar á Norðurlandi vestra og í Eyjafirði koma með fermingar- bömin sín á stutt námskeið. í eigu Þjóðkirkj- unnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.