Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMT'JDAGUR 18. APRÍL 1996 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haligrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFSTAÐA SOLANA JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, hefur hafnað þeirri kröfu Rússa að fyrrverandi aðildarríki Varsjárbandalagsins fái einungis „pólitíska aðild“ að NATO. Solana, sem undanfarna daga hefur verið á ferð um Eystrasaltsríkin og Austur-Evrópu, sagði slíkt útilokað þar sem ekki væri til neinn „pólitískur hluti“ bandalagsins. Öll ný aðildarríki yrðu að taka fullan þátt í starfi bandalags- ins. Þessi ummæli Solana eru til marks um að ekki verði lið- ið að Rússar fái einhvers konar neitunarvald varðandi aðild nýrra ríkja að bandalaginu eða stöðu þeirra innan þess. En auðvitað er æskilegt að stækkun bandalagsins leiði ekki til meiri háttar pólitískra átaka við Rússa. Viðkvæmust í því sambandi er aðild Eystrasaltsríkjanna að bandalaginu, þau eiga öll landamæri að Rússlandi og í þeim býr fjölmennur rússneskur minnihluti. Hefur þeirri hugmynd m.a. verið varpað fram að öryggishagsmunum Eista, Letta og Litháa kunni að vera best borgið í fyrstu með aðild ríkjanna að Evrópusambandinu. Hins vegar væri ömurlegt til þess að hugsa, ef Eystrasaltsríkin yrðu skilin eftir í annað skipti á þessari öld. Það var ekki sízt fyrir atbeina okkar Islendinga, sem áttum engra stórveldahags- muna að gæta, að aðrar þjóðir viðurkenndu að lokum sjálf- stæði og fullveldi Eystrasaltsríkjanna. Það er augljós staðreynd að Evrópa er að breytast. Skil- greiningar kalda stríðsins eiga ekki lengur við og flest fyrr- verandi aðildarríki Varsjárbandalagsins stefna nú að aðild að jafnt Evrópusambandinu sem Atlantshafsbandalaginu. Með því eru þau fyrst og fremst að sækjast eftir póli- tískri og efnahagslegri tengingu við vesturhluta álfunnar, sem er forsenda bættra lífskjara í þessum ríkjum. Rússar geta ekki gert kröfu til þess að stöðva þá þróun. Yfirlýsingar í Rússlandi um, að Sovétríkin beri að endur- reisa og hótanir í garð nágrannaríkja ýta þvert á móti und- ir tilraunir nágrannaríkja til varnarsamstarfs við vestræn ríki. MENNIN GARVERÐMÆTI í GÖMLUM HÚSUM HÚSAFRIÐUNARNEFND ríkisins, sem árlega úthlutar styrkjum til endurbyggingar og viðhalds gamalla húsa, hefur tekið upp þá nýbreytni að veita hærri styrki, að upp- hæð milljón krónur hver, til stærri verkefna í húsfriðunar- málum í hveijum landshluta. Níu hús um allt land fengu slíkan styrk. Þau eru á bilinu 89 til 209 ára gömul og tengj- ast öll verzlunar-, atvinnu- og menningarsögu landsins með einum eða öðrum hætti. Að auki voru veittir smærri styrk- ir til 144 húsa og samtals nema styrkirnir rúmlega 43 millj- ónum króna. Það er vel að húsafriðunarnefnd hefur markað þá stefnu að veita hærri styrki til viðgerða á merkum húsum í hverj- um landshluta. Það er í fyrsta lagi afar dýrt að gera upp gömul hús og milljón hrekkur skammt. Einkaaðilar hafa víða unnið stórvirki við björgun þeirra menningarverðmæta, sem oft liggja í gömlu timburhúsunum, en þeir hafa yfir- leitt takmarkað bolmagn til að ráðast í þessar dýru fram- kvæmdir. í öðru lagi er jákvætt að landsbyggðin njóti styrkfjárins til jafns við höfuðborgina, en athygli hefur oft einkum beinzt að verndun gamalla húsa í miðborg Reykjavík- ur, vegna þess að þar eru þau eðli málsins samkvæmt flest saman komin. Um allt land er hins vegar að finna fagrar og stórmerk- ar byggingar frá fyrri öldum. Það er fyrst á seinustu árum, að menn hafa áttað sig á mikilvægi þess að varðveita gömlu húsin og nú hafa mörg þeirra gengið í endurnýjun lífdaga. Sums staðar gegna gömlu húsin hlutverki byggðasafns eða ferðamannamiðstöðvar og alls staðar eru þau bæjar- eða þorpsprýði og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Það eru ekki sízt sveitarfélög, sem bera ábyrgð á varð- veizlu gamalla bygginga. Víða hafa sveitarfélögin hlaupið undir bagga með þeim, sem viljað hafa sýna þessum forn- minjum sóma. Hins vegar gerast e.nn menningarsöguleg slys og má til dæmis minnast þess er hið fornfræga Wathneshús á Seyðisfirði var rifið eftir bruna, þrátt fyrir að hópur manna hefði áformað að endurnýja það. Vonandi læra menn af slíkum mistökum. Gömlu húsin eru hluti af sögu okkar og arfleifð og mikil- vægur hluti íslenzkrar menningar. Það ber því að umgang- ast þau með varkárni og virðingu og þörf er á að um allt land móti sveitarstjórnir sér stefnu um varðveizlu þeirra og viðhald. 100 NOTKUN TÍÐNISVIÐS -1000- (megarið, MHz) ^VHFsjÓn- varpsrásir 5-12, 7 megarið hver rás Z UHF sjónvarps- rásir 21 -65, 8 megarið hver rás OO oco CgCM MMDS fástasamb. (Mtcrowave Muftiple DistributiOT System) 18 megarið hver rási Fjölrása sjónvarpsdreifing á höfuðborgarsvæðinu Notandi Dagskrá Landsvirkjun Fastasamband Sýn hf...............Býft Þremur rásum hafði til bráða- birgða verið úthlutað til íslenska útvarpsfélagsins og þremur til íslenska sjónvarpsins. Fjórum þeirra, tveim frá hvorum aðila, hefur nú verið úthlutað til Sýnar hf. Tíðnisvið 2500-2508 2508-2516 2516-2524 2524-2532 2532-2540 2540-2548 2548-2556 2556-2564 2564-2572 2572-2580 2580-2588 2588-2596 2596-2604 2604-2612 2612-2620 2620-2628 2628-2636 2636-2644 2644-2652 2652-2660 2660-2668 2668-2676 (ísj. útvarpsfélagið hf.) Ðiscovery Channei Isl. útvarpsfólagið hf. Isl. útvarpsfélagið hf. ísl. utvarpsfélagið hf. jsi. útvarpsfélagið hf. ísl. útvarpsfélagið hf. RÚV ísl. útvarpsfélagið hf.) — ísl. utvarpsfélagið hf. (ísl. útvarpsfélagið hf.)- Isl. sjónvarpið hf. jsl. sjónvarpið hf. ísl. sjónvarpið hf. Landsvirkjun/ísl. sjón. hf. ísl. sjónvarpið hf. (\s\. sjónvarpið hf.) (ísl. sjónvarpið hf.) (ísl. sjónvarpið hf.) (Háskóli íslands?) (Kristniboðskirkjan) CNN Sky News Cartoon Networks/TNT MTV Eurosport RÚV Stöð 2 BBC .......mmpgmmmm StÖð3 CNN Eurosport Fastasamband MTV Ðiscovery Channel Engin útsending 0STÖÐ2 Islenska útvarpsfélagið hf. Útherji tif. 80% Jón Ólafsson og Co. sf. 37% Sigurjón Sighvatsson 32% Jóhann J. Ólafss. og Co. 14% Sigurður G. Guðjónsson 6% Guðjón Oddsson 3% Aðrir 8% Chase Investment Bank 20% Samtals 100% S T Ö O : Sýn hf. ===== Jón Ólafsson 21 % Fjölmiðlunhf.* 20% Chase Investment Bank 16% Sigutjón Sighvatsson 15% Haraldur í Andra 10% Engín útsending Engin utsending Islenska sjónvarpið hf. ►- Sambióin, Ámi Samúels. 14% Holtabúiðhf. 14% Skurnhf. 10% Árvakurhf. 10% Nýherji hf. 10% Texti hf. 6% Birgir Skaptason 5% Pétur Steingrímsson 5% Björn Á. Árnason 4% Jóhann J. Ólafsson 9% Sigurður G. Guðjóns. 3% Guðjón Oddsson 3% Gunnar Ólafsson 2% Samtals 100% * Fjölmiðlun hf. ef að 80 hlutum I eigu Úthetja hf. og aö 20 hlut- um I eigu Chase Investment Bank. Hlutabréfasj. Auðlind Birkir Baldvinsson Háskólabíó Vífilfell ehf. Axel Skúlason Þórarinn Ágústsson G. Jóhannsson Hávöxtunarfélagið Samtals 4% 4% 4% 2% 2% 2% 2% 2% 100% R ÁSUNUM ij'órum hafði áður verið úthlutað til bráða- birgða til íslenska útvarps- félagsins hf. vegna Stöðvar 2 og Islenska sjónvarpsins hf. vegna Stöðvar 3. Sýn hf. fékk úthlutað tveimur rásum til lengri tíma og tveimur til bráðabirgða, eða sex mán- aða, en félagið mun hafa sótt um fimm sjónvarpsrásir á höfuðborgar- svæðinu. Stjórnarformaður Stöðvar 3 lítur svo á að þessi ákvörðun útvarps- réttarnefndar skekki samkeppnis- stöðu á sjónvarpsmarkaði verulega og vísar til þess að sömu eigendur standa að baki Stöð 2 og Sýn. For- maður útvarpsréttarnefndar segir að gagnvart nefndinni sé þarna um tvo sjálfstæða lögaðila að ræða. í út- varpslögum séu engin ákvæði sem gefi fyrirmæli um né heimildir til að líta til eignaraðildar þegar útvarps- leyfum er úthlutað. Sýn hefur haft eina rás á örbylgju- sviði líkt og aðrar íslenskar stöðvar sem hafa sent út á VHF og UHF tíðni. Að sögn Páls Magnússonar, sjón- varpsstjóra Sýnar, er ætlunin að nota örbylgjurásirnar fjórar til endurvarps á erlendum sjónvarpsstöðvum. Hann vildi ekki að svo stöddu upplýsa hvaða stöðvar þar væri um að ræða. Páll sagði áskrifendur Sýnar nú vera 11 þúsund taisins en útsendingar stöðv- arinnar nást einungis á höfuðborgar- svæðinu. Skekkt samkeppnisstaða Gunnar M. Hansson, stjórnarfor- maður Islenska sjónvarpsins hf. sem rekur Stöð 3 og Árvakur hf., útgef- andi Morgunblaðsins, á 10% í, segir að þessi breyting sé gerð undir því yfirskyni að gæta jafnræðis á mark- aðnum. „Hvernig menn fá það til að ganga upp skil ég ekki, þar sem með þessu er tvímælalaust verið að gera samkeppnisstöðuna enn ójafnari en hún er í dag,“ sagði Gunnar. „Hvern- ig er hægt að setja jafnaðarmerki á milli sex rása, sem Stöð 3 eru ætlað- ar eftir að tvær hafa verið teknar af okkur, og tólf rása sem Stöð 2 og Sýn fá auk þess sem þær hafa tvær VHF-rásir. Með þessu er verið að færa stærsta hluta af þessari auðlind í vasa eins og sama aðilans á kostnað eðlilegrar samkeppni. Hún hlýtur að vera almenningi fyrir bestu.“ íslenska sjónvarpið hf. fékk úthlutað fimm sjón- varpsrásum til þriggja ára og þremur til bráðabirgða í haust er leið. Ráðstöfun útvarpsrétt- arnefndar á tveimur rásanna mun hafa komið Stöð 3 í opna skjöldu. Stöð 3 hefur sent út eina dagskrár- rás og endurvarpað fjórum erlendum sjónvarpsrásum. Fyrirhugað var að nota tvær hinna ónotuðu rása fyrir kvikmyndasýningar gegn greiðslu (pay-per-view) sem ætlunin var að hefja í sumar. Á þriðju rásinni átti að senda út menningardagskrá, kennsluefni og íþróttaþætti. „Ef á að taka af okkur rásir er greinilegt að við verðum að skera niður þessar Allar rásir uppteknar Utvarpsréttamefnd hefur endurúthlutað fjór- um sjónvarpsrásum á örbylgjusviði til Sýnar hf. Guðni Einarsson kynnti sér málið. Samkeppnis- staða raskast á sjónvarps- markaði fimm rásir sem við sendum á í dag eða hætta við kvikmyndasýningar gegn greiðslu," sagði Gunnar M. Hansson. Hann sagði kvikmynda- framleiðendur gera kröfu um tvær kvikmyndarásir hið minnsta, helst fjórar. Engar rásir á lausu Samkvæmt upplýsingum frá Fjar- skiptaeftirlitinu hefur öllum 22 sjón- varpsrásunum á 2,5 Ghz (gígariða) örbylgjusviði á höfuðborgarsvæðinu verið úthlutað. Að sögn Harðar Harð- arsonar, starfsmanns Fjarskiptaeftir- litsins, eru rásir sem tengjast flugum- ferð fyrir ofan þetta tíðnisvið. Fyrir neðan eru örbylgjuofnar og fleira og þar fyrir neðan símtalaflutningur. Að sögn Harðar er unnið að tilraun- um með að þjappa útsendingum t.d. sjónvarpsefnis allt frá fjórfalt og upp í tífalt. Með þeirri tækni gætu því orðið frá 88 og upp í 220 rásir í boði á þessu tíðnisviði í stað 22 nú. Til að njóta slíkra útsendinga þyrftu sjón- varpsnotendur að bæta „þenjara“ við tækjabúnað sinn til að breyta þjapp- aðri útsendingu þannig að sjónvarps- tækið nemi hana. Einnig er unnið er að þróun nýs evrópsks fjöivarpskerfis á 40 gígariða tíðnisviði. Þar verður pláss fyrir eitt- hvað á fjórða hundrað sjónvarpsrása. Útsendingar ríkissjónvarpsins hóf- ust á VHF-tíðnisviði og flestir sjónvarpsnotendur eru með loftnet til að taka við því. VHF-tíðnisviðið er langdrægara en hærri senditíðnir. Þetta gerir VHF-rásir eftirsóknarverð- ari en aðrar. Á VHF-sviði eru átta sjónvarpsrásir en ekki nýtist nema önnur hver rás því útsendingin „smit- ar“ yfir á aðliggjandi rásir. Á höfuð- borgarsvæðinu eru notaðar rásir 6, 8, 10 og 12 á VHF-sviði og engar rásir á lausu. Á Vatnsenda eru þrír VHF-sendar, Stöð 2 sendir á rás 6, RÚV á rás 10 og Sýn á rás 12. RÚV er með VHF- sendi á Borgarspítala sem notaður er til „holufyllinga“ á skuggasvæði í Kópavogi og sendir á rás 8. Á höfuðborgarsvæðinu er sent út á 19 UHF-sjónvarpsrásum, en það tíðnisvið er það næsta ofan við VHF- sviðið. Fræðilega er pláss fyrir 45 sjónvarpsrásir á því sviði en skörun takmarkar þann fjölda. UHF-rásir hafa mikið verið notaðar til „holufyil- inga“ á höfuðborgarsvæðinu. í þeim tilgangi er RÚV með sjö UHF-rásir, og Stöð 2 og Sýn hvor um sig með 4 UHF-rásir. Sjónvarpsstöðin Omega sendir dagskrá sína út á þremur UHF-rásum og Hafnfirsk fjölmiðlun sendir út á einni UHF-rás. Haustið 1993 hóf íslenska útvarps- félagið rekstur Fjölvarps á örbylgju- rásum, 2,5 Ghz tíðni, á höfuðborgar- svæðinu. Til að nema útsendingarnar þarf sérstök örbylgjuloftnet. Á þessu tíðnisviði eru 22 rásir, þar af tvær sem Landsvirkjun hefur notað til fjar- skipta. Fljótlega var íslenskum stöðv- um á VHF og UHF tíðni úthlutað örbylgjurásum þannig að þeir sem skiptu alveg um loftnet gætu numið sendingar RÚV, Stöðvar 2 og Sýnar. Kristniboðskirkjan, sem mun tengjast Omega, hefur eina örbylgjurás sem ekki er notuð til útsendinga nú. í haust er leið hóf íslenska sjón- varpið hf. rekstur Stöðvar 3 og fékk úthlutað átta örbylgjurásum, fimm til lengri tíma og þremur til bráða- birgða. Ein þessara rása er önnur þeirra sem Landsvirkjun hefur notað. Mun sjónvarpsfélagið þurfa að bera kostnað af því að leysa úr fjarskiptavanda Lands- virkjunar sem skapast við að taka rásina undir sjón- varpsrekstur. Útvarpsréttarnefnd Kjartan Gunnarsson, formaður út- varpsréttarnefndar, sagði að fyrir útvarpsréttarnefnd lægju ávallt um- sóknir um sjónvarpsrásir og yfirleitt miklu fieiri en hægt er að sinna. Hann sagði að áður en samningur er gerður á milli útvarpsréttarnefndar og útsendingaraðila um úthlutun á sjónvarpsrás gefi nefndin út vilyrði til væntanlegs útsendingaraðila fyrir því að hann muni fá úthlutað sjón- varpsrás til tiltekins tíma eða bráða- birgða. Slík vilyrði eru gefin til að sjónvarpsfélag geti sýnt erlendum Bráðabirgða- úthlutun má rifta fyrir- varalaust viðsemjendum fram á að það muni fá sjónvarpsrás eða rásir hér á landi. Vilyrðið gildir um ákveðinn tíma, venjulega hálft ár. Áð sögn Kjartans hafa menn yfir- leitt komið innan þess tíma og lagt fyrir útvarpsréttarnefnd samning um við erlenda aðila um endurvarp sjón- varpsefnis. Slíkur samningur við eig- anda erlendu rásarinnar er nauðsyn- legur vegna höfundarréttarsjónarmiða og fleira sem ísland er skuldbundið til að gæta vegna aðildar að alþjóða- samningutn um endurvarp. Þegar samningur af þessu tagi liggur fyrir er gerður samningur, ýmist til bráða- birgða eða lengri tíma, milli útvarps- réttarnefndar og útsendingaraðila hér á landi. Kjartan sagði að gerðir væru tvenns konar samningar um úthlutun sjón- varpsrása, annars vegar bráðabirgða- samningar til sex mánaða og hins vegar langtímasamningar til þriggja eða fímm ára. Að sögn Kjartans eru þeir sem hafa fengið úthlutað sjón- varpsrásum hvort tveggja með samn- inga til bráðabirgða og lengri tíma. Uppsagnarákvæði í samningunum útvarpsréttar- nefndar og handhafa sjónvarpsrása eru uppsagnarákvæði og þeir upp- segjanlegir af beggja hálfu. Uppsagn- arákvæði eru samræmd í hvorri gerð samninganna. í bráðabirgðasamning- um er ákvæði um fyrirvaralausa upp- sögn samningsins af hálfu útvarps- réttarnefndar. I langtímasamningum er samið um fastan gildistíma og er samningurinn ekki uppsegjanlegur af hálfu útvarps- réttarnefndar nema almenn skilyrði úthlutunarinnar séu brotin. Sá sem hefur umráð yfir sjónvarpsrásinni getur þó sagt samningnum upp þegar honum sýnist, enda ekki hægt að neyða aðila til að sjónvarpa. Tvö aðskilin fyrirtæki Það vekur athygli að Sýn, sem er í eigu sömu aðila og Stöð 2, skuli vera úthlutað tveimur rásum sem teknar eru af Stöð 3 en hún er í eigu annarra. Kjartan Gunnarsson var inntur eftir því hvort þessi úthlutun stuðlaði ekki að ójafnvægi á markaðn- -------- um. „Gagnvart útvarpsréttar- nefnd eru þetta (Sýn og Stöð 2) tvö aðskilin fyrir- tæki, tveir lögaðilar og tvö hlutafélög sem bæði hafa ““ starfað lengi á þessum markaði. Þau eru með aðskildar stjórn- ir og aðskilda framkvæmdastjórn og aðskilinn rekstur eftir því sem best er vitað. Það er vitað um að það eru ákveðin eigendatengsl á milli fyrir- tækjanna, eins og er afar algengt með mikinn fjölda íslenskra fyrirtækja. í útvarpslögum eru engin ákvæði sem með neinum hætti, hvorki gefa fyrir- mæli um né gefa heimildir til, líta til þess þegar útvarpsleyfum er úthlut- að.“ Ekki náðist í talsmenn Stöðvar 2 í gær. Menntunarstigið helzti styrkur Islands Morgunblaðið/Kristinn JEAN-Claude Paye, framkvæmdastjóri Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar: Efnahagslíf á íslandi hefur ekki Iengur falskan hvata verðbólgunnar og verður æ samkeppnishæfara. Dökkar og bjartar hliðar eru á frammistöðu — Islands í efnahagsmálum. Ein sú bjartasta er hátt menntunarstig þjóðarinnar, að mati Jean- Claude Paye, framkvæmdastjóra OECD. Olaf- ur Þ. Stephensen átti viðtal við Paye, sem kom í opinbera heimsókn til íslands í gær. JEAN-Claude Paye, fram- kvæmdastjóri Efnahagssam- vinnu- og framfarastofnun- arinnar, OECD, kom hingað til lands í opinbera heimsókn í gær. Paye, sem gegnt hefur embættinu í nærri tólf ár, hitti forsætis-, utanrík- is- og fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og banka- stjóra Seðlabankans og forstjóra Þjóðhagsstofnunar. OECD er sam- starfsvettvangur vestrænna iðnríkja í efnahagsmálum og innan stofnunar- innar fara fram umræður um efna- hagsstefnu, auk þess sem hún er aðildarríkjunum tii ráðgjafar og bend- ir á atriði, sem hún telur að betur megi fara í hagstjórn. — Aðildarríki OECD bera oft frammistöðu sína í efnahagsmálum saman við meðaltal innan OECD eða í hvaða röð þau eru meðal ríkja stofn- unarinnar. I mörgum efnum virðist sem ekki gangi nógu vel hjá íslandi. í dag er sagt frá því í fréttum að íslenzk heimili séu einhver þau skuld- ugustu innan OECD, og nýlega hefur komið fram að erlend íjárfesting er langt fyrir neðan meðaltalið. Hvað varðar alþjóðlega samkeppnisstöðu er ísland í átjánda sæti OECD-ríkja, sem kemur meðal annars fram í því að framleiðni og arðsemi fyrirtækja er lægri en í mörgum öðrum OECD- ríkjum. Bendir þetta til að íslendingar séu að dragast aftur úr öðrum vest- rænum iðnríkjum og verði að fara að taka sér tak? Alþjóðavæðing hafin á íslandi „Sérhvert ríki verðuy auðvitað að reyna að gera betur. Eg hef samt ekki þá mynd af íslandi að það sé að dragast aftur_ úr hinum. Eg hef blendna mynd af íslandi. Þér nefnduð dökku hliðarnar, en það eru margar ijósar hliðar á íslenzku efnahagslífi. Island er byrjað að alþjóðavæða at- vinnuvegi sína og lætur æ meira að sér kveða á heimsmarkaðnum. Ég nefni sem dæmi hina stóru álbræðslu, sem nú er verið að stækka að frum- kvæði svissneska álfélagsins. Aðrir álframleiðendur víða um heim hafa sýnt Islandi áhuga. Þið seljið nú tækniaðstoð og þekkingu á öllum sviðum sjávarútvegs til margra ríkja. Annað dæmi á svipuðu sviði er þró- unarsamvinnuáætlun íslendinga, en þið hjálpið mörgum þróunarríkjum að byggja upp sjávarútveg. Ég tel' þess vegna ekki að fsland muni dragast aftur úr. Helzta ástæð- an fyrir því er mjög hátt menntunar- stig, eitt hið hæsta í heimi. Við erum að ganga inn í öld, þar sem þjóðfélag- ið og efnahagslífið er í auknum mæli grundvallað á þekkingu. Þekking og námshæfileikar eru bezta auðlind, sem land getur átt, og mér sýnist að í þessu efni sé ísland betur sett en mörg önnur OECD-ríki.“ Vernd fyrir alþjóðlegri samkeppni aflétt — OECD hefur hins vegar gagn- rýnt skort á samkeppni í íslenzku atvinnulífi. Samkvæmt nýlegu mati íslenzkrar sérfræðinganefndar, ríkir engin samkeppni í þriðjungi íslenzka hagkerfisins, meðal annars vegna umfangsmikils ríkisrekstrar. „Það má ekki gleyma því að ísland er mjög sérstakt land, stór norðlæg eyja, þar sem fátt fólk býr við erfitt veðurlag, auk þess sem landið er ekki mjög frjósamt. Það kemur þess vegna ekki svo mjög á óvart að ríki og sveit- arfélög hafi leikið stærra hlutverk en venjulegt er í OECD-ríkjum. Það, sem skiptir máli, er hins vegar sú breyt- ing, sem er að verða á þessu. Mér sýnist að umbætur hafi átt sér stað á að minnsta kosti tveimur sviðum. í fyrsta lagi hafa menn komið böndum á verðbólguna. Ég kom hing- að til lands fyrir níu árum, í lok tíma- bils þegar verðbólgan var á bilinu 30 til 75% á ári, sem var gervihvati fyr- ir efnahagslífið. íslenzkt atvinnulíf bjó í gerviheimi. Það varð að koma niður á jörðina og það hefur nú gerzt. Efnahagslíf á íslandi hefur ekki leng- ur þennan falska hvata og verður nú æ samkeppnishæfara. í öðru lagi hafa átt sér stað breyt- ingar á hlutverki ríkisins, íhlutun þess hefur minnkað og einkavæðing er hafin. Þessari þróun lýkur ekki á einum degi, en hún er í þá átt að aflétta vernd landsins fyrir síharðn- andi alþjóðlegri samkeppni.“ — Margir hafa fyrir satt að sam- keppnisstaða Evrópu fari nú versn- andi. Suðaustur-Asía verði helzta vaxtarsvæðið á 21. öldinni, en Evrópa eigi á hættu að verða jaðarsvæði í efnahagslegu tilliti. Eru þetta raun- sæir spádómar? „Þetta væri raunsæ framtíðarsýn ef við gengjum út frá því að Evrópu- menn sofí á verðinum, en það er ekki tilfellið. Evrópa á erfiðara en til dæm- is Bandaríkin eða Ástralía með að bregðast við nýjum aðstæðum í heim- inum, sem er hin hnattræna þróun efnahagsmála. Ástæða þess er að Evrópa er álfa með langa sögu. Það er erfitt fyrir fólk með langa sögu að breyta henni eða fórna henni á einum degi. Menn eru hins vegar bytjaðir að laga sig að breytingunum. Evrópa hefur verið vagga og aflgjafi iðnbyltingarinnar og er vel i stakk búin, hvað varðar hugarfar, menntun og getu íbúanna. Ég lít svo á að Evrópa sé vel undir átök næstu aldar búin, að því gefnu að Evrópubúar reyni ekki að skýla sér fyrir vindum breytinga.11 Atvinnumálin efst á dagskrá — Eitt þeirra málefna, sem hefur borið hátt á vettvangi iðnríkjanna að undanförnu er atvinnuleysi á Vesturlöndum. Menn hafa rætt um að aukið alþjóðlegt samstarf um at- vinnumál muni skila árangri, en það virðist ekki vera nein samstaða um það til hvaða aðgerða beri að grípa ... „Það er ekki samstaða um útfærsl- una að því leyti að engin tvö ríki vilja grípa til nákvæmlega sömu aðgerða, með réttu því að aðstæðurnar eru ekki alls staðar þær sömu. En það er samstaða um margt. í fyrsta lagi eru menn sammála um að atvinnu- leysi sé eitt helzta vandamálið í ríkjum okkar og sé nú efst á dagskrá í fiest- um löndum. Við ættum reyndar að tala um félagsleg vandamál yfirleitt, fremur en aðeins atvinnuleysi, því að í sumum ríkjum er minna atvinnu- leysi en á móti kemur að misrétti eykst og félagsleg og þjóðernisleg átök færast í vöxt. í öðru lagi eru menn sammála um greiningu á orsök- um vandans; hann er kerfislægur og atvinnulífið hefur ekki lagað sig að breytingum. í þriðja lagi er samstaða um að þar sem öll ríki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga sig með einum eða öðrum hætti að nýjum aðstæðum í heiminum, ætti engum hluta samfélagsins að finnast hann vera skilinn eftir í þróuninni." — Framtíð ríkisrekstrar og nýskip- an I ríkisgeiranum hefur verið eitt af viðfangsefnum OECD á und- anförnum árum. Hvaða umbætur eru nauðsynlegar I ríkiskerfi Vestur- landa? Eruð þér til dæmis sammála þeirri róttæku leið, sem stjórnvöld á Nýja-Sjálandi völdu? „Nýja-Sjáland stökk úr einum öfg- unum í aðrar. Þar hafði verndarstefna ríkt í áratugi og breytingar á þjóðfé- lagsgerðinni og hlutverki stjórnvalda í efnahagslífinu voru mjög hægar. í upphafi aldarinnar var Nýja Sjáland talið eitt ríkasta land í heimi. en hafði lækkað hratt á listanum. í byijun níunda áratugarins komust Nýsjá- lendingar að þeirri niðurstöðu að ef þeir gerðu ekkert í málinu, myndu þeir áfram verða hlutfallslega fátæk- ari. Þeir ákváðu því að ráðast í breyt- ingar, sem voru mjög djarfar. Það, sem tókst á Nýja-Sjálandi, er hugsan- lega ekki framkvæmanlegt í öllum öðrum löndum. Hafi ríkisstjórnin hins vegar raunverulegan vilja til að koma breytingum í gegn og takist henni að sannfæra almenning um að aðrar leiðir séu ekki færar, er hægt að ná miklum árangri." Markaðslausnir efnahagslífinu fyrir beztu — Menn líta gjarnan á OECD sem framvörð fijálslyndrar efnahags- stefnu og stofnunin hefur sem slík stundum verið gagnrýnd af hálfu stjórnmálamanna á vinstri vængnum. Er það tilfellið að OECD sé virki fijálshyggjumanna. í efnahagsmálum? „Nei, alls ekki. Ástæðan er einfald- lega sú að ríkisstjórnir margra ríkja í OECD eru sjálfar vinstra megin við miðju. En það er satt að helzta hlut- verk og skylda þessarar stofnunar er að láta ríkisstjórnum í té greiningu og ráðgjöf um það hvað sé efnahags- lífínu fyrir beztu. Og það, sem er bezt fyrir efnahagslífið, byggir yfir- leitt á markaðslausnum fremur en á opinberri íhlutun. Reynsla kommún- istaríkjanna er gott dæmi um það, hveiju íhlutun ríkisins og hömlur á markaðsöflin koma til leiðar. En síðan er það hverrar ríkisstjórnar að hafa í huga aðra þætti, því að stjórnvöld láta ekki stjórnast eingöngu af efna- hagssjónarmiðum. Þau verða að finna málamiðlanir og taka tillit til annarra þátta en efnahagsmálanna." — Tékkland hefur þegar bætzt í hóp OECD-ríkja og á næstu mánuð- um hyggst stofnunin samþykkja aðild tveggja eða þriggja annarra fyrrver- andi kommúnistaríkja í Mið-Évrópu. Má búast við að það haldi áfram að fjölga mikið í OECD? „Það er reyndar ekki bara von á tveimur eða þremur aðildarríkjum, heldur fjórum eða fimm. Mexíkó kem- ur sterklega til greina, ásamt Suður- Kóreu. Ungvetjaland mun bætast í hópinn á næstu dögum, Pólland verð- ur næst í röðinni og sennilega kemur Slóvakía þar á eftir._ Ég veit ekki hvað gerist eftir það. Ég hef á tilfinn- ingunni að þá verði nokkurt hlé, nema að aðildarríkjunum takist að koma sér saman um stefnu um áframhald- andi stækkun á næstu mánuðum, en slíkt hefur enn ekki tekizt. Ríkin hafa mismunandi skoðun á þessum málum. Sum lönd telja að OECD eigi að vera opið sérhveiju ríki, þar sem markaðs- kerfi sé í gildi, lýðræði að fullu virt, og þróunarstigið svipað og hjá okkur eða stefni í það sama. Þetta gæti þýtt að aðildarríkjunum fjölgaði mjög á næstu tveimur áratugum. Önnur lönd telja að verði þessari stefnu fylgt, muni OECD verða eins konar al- heimssamtök og að eðli stofnunarinn- ar og venjur muni því breytast veru- lega. Slíkri fjölgun verði því að fylgja róttækar breytingar á starfsháttum stofnunarinnar. Áttatíu ríki geta ekki starfað saman með sama hætti og 35 ríki. Þessi ríki líta svo á að aðal- atriðið sé að hafa stofnun, sem taki ekki til alls heimsins, heldur miðist við að á vettvangi hennar fari fram umræður um efnahagsstefnu og að þar verði leidd saman þau ríki, sem mest munu láta að sér kveða á heims- markaðnum á næstu áratugum. OECD verður þá vettvangur þar sem öflugir gerendur koma saman og ræðast við. Slíkir gerendur geta bæði verið einstök ríki og svæðisbundin samtök, þar sem nægilegur efnahagssamruni hefur átt sér stað, eins og Evrópusambandið. Ég er sjálfur sammála þessu síðar- nefnda viðhorfi. Ég skil röksemdir þeirra, sem eru á hinni skoðuninni og það er óskemmtilegt að neita ríki, sem er lýðræðislegt og vel þróað, um aðild. En ef menn vilja hafa vettvang í hinu hnattræna hagkerfi, þar sem stærstu gerendurnir geta rætt saman og reynt að koma í veg fyrir hugsanlegt mis- sætti, tel ég að seinni leiðin sé betri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.