Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 45 ÓLÖF INDRIÐADÓTTIR + Ólöf Indriða- dóttir fæddist á Ytra-Fjalli í Að- aldal 6. maí 1900. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 14. mars sl. For- eldrar hennar voru: Indriði Þor- kelsson, f. 20. okt. 1869, d. 7. jan. 1943, og Kristín Sigurlaug Frið- laugsdóttir, f. 16. júlí 1875, d. 28. mars 1955, er bjuggu á Fjaíli í Aðaldal. Ólöf átti 10 systkini, þau voru Ket- ill á Fjalli, f. 1896, d. 1971, Þrándur á Aðalbóli, f. 1897, d. 1978, Högni á Syðra-Fjalli, f. 1903, d. 1989, Úlfur á Héð- inshöfða, f. 1904, d. 1996 og Óttar, f. 1920, d. 1994, bjó yfir 30 ár í Bandaríkjunum. Tvö systkini dóu ung. Á lífi eru nú Hólmfríður, f. 1906, áður búsett á Skjaldfönn en nú á ísafirði, Indriði, f. 1908, áður búsettur í Reykjavík, en nú á Húsavík, og Sólveig áður búsett á Syðri-Brekkum en nú á Húsavík. Ólöf giftist 16. maí 1935 Þorgeir Jakobssyni frá Haga í Aðaldal, f. 6. apríl 1902, d. 19. mars 1983. Þor- geir og Ólöf byggðu nýbýlið Brúar við Laxá 1931 og bjuggu þar til 1965 að þau fluttu til Akur- eyrar. Einkadóttir þeirra er Kristín, f. 1939, búsett á Akureyri. Maður hennar er Páll Rist. Sonur Krist- ínar f. hjónaband er Þorgeir Jóhannesson, f. 1961, kona hans er Ragnheiður Sigfús- dóttir og eiga þau þrjár dæt- ur. Börn Kristínar og Páls eru Margrét, f. 1966, maður henn- ar er Friðrik Stefánsson og eiga þau eina dóttur, Vil- hjálmur, f. 1968, og Ólöf, f. 1972. Fóstursonur Ölafar og Þorgeirs var Björn Karlsson, f. 1943, kona hans er Birna Björnsdóttir og eiga þau 4 börn. Útför Ólafar fór fram í kyrr- þey frá Akureyrarkirkju hinn 21. mars sl. Þar sem fyrst ég aldur 61, átti- glaðar stundir. í lágum bæ á háum hól hnjúknum bratta undir. (K.I.) Um miðjan mars rís sólin rétt sunnan við Lambafjöll, kastar geislum sínum yfir Aðaldal og roð- ar hvítbrydduð Kinnarfjöll og Fjallshnjúk. Hvammsheiðin og Reykjafjall hvíla í dimmbláum skugga. Frá Ytra-Fjalli að sjá fær Geitafellshnjúkur ásamt nágrönn- um sínum Þorgerðarfjalli og Múla- heiði einnig sína geislaskör og fyrr en varir er allt baðað í björtu skini sólar. Einstök veðurblíða hefur einkennt þann marsmánuð sem nú er að telja af sér. í Aðald- al líkt og annarsstaðar á landinu er snjór aðeins í hæstu fjöllum og á láglendi leika framanvötnin kringum tún og á Fjallsengjum í tærum lækjum og spegilskyggðum vatnsflötum. Oft hafði þessa fegurð og aðra fjölbreytni náttúrunnar borið fyrir augu Ólafar föðursystur minnar sem var borin og bamfædd á Fjalli og átti þar ætíð sterkar rætur og bar hlýjan hug til síns gamla bemskuheimilis sem einnig var mitt, þó áratugir skildu okkur að. Hún bjó á Brúum er standa norðan í Þorgerðarfjalli, neðst á vestur- barmi Laxárgljúfurs, og þaðan er hið fegursta útsýni yfir Aðaldal og til Kinnarfjalla. Sem bam horfði ég með hrifningu á bæ frænku minnar baðaðan í kvöldsólarskini löngu eftir að Ytra-Fjall var horfið í náttskuggann af Fjallshnjúk og mér voru sem ævintýri fyrstu kom- ur í Brúar og allar heimsóknir og dvalir góðar og Ijúfar. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Ólöf var mikil myndar- og dugn- aðarkona. Kappsöm og velvirk í hveiju því er hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði gaman af að reyna eitthvað nýtt í matreiðslu og bakstri og gerði það óhikað, las sér til í dönskum blöðum og bókum en hún var ágætlega fær í dönsku. Námskeið er hún hafði sótt í vefn- aði, garðyrkju og saumum nýttust henni vel og handavinna hennar var bæði mikil og vönduð enda sást hún aldrei sitja auðum hönd- um. Hún óf, saumaði út, heklaði og pijónaði, enda sýndi heimilið þess glögg merki hve húsmóðirin lét sér annt um að_ prýða það og fegra. Skólaganga Ólafar var samt ekki önnur en barnaskólafræðsla og svo námskeiðin sem ég minnist á en móðir hennar Kristín Frið- laugsdóttir hafði dvalið á kvenna- skólanum á Ytri-Ey og átti því létt með að miðla til elstu dóttur- innar af þekkingu sinni. Svo var Ólöf á Kristnesi sem aðstoð- arstúlka hjá Ásu Jóhannesdóttur frænku sinni frá Syðra-Fjalli sem var ráðskona þar og í vist á Bessa- stöðum hjá Elínu Vigfúsdóttur og Jóni Þorbergssyni árið 1926. Ólöf var ekki heilsusterk í æsku. Kíg- hósti er kom á heimilið á Ytra- Fjalli gekk mjög nærri henni, þá smábarni. Þá voru erfiðir dagar á Ytra-Fjalli því afi minn og amma misstu þá lítinn dreng, Högna, en dóttirin lifði þó tvísýnt væri og átti 95 ár fyrir höndum. Ólöf frænka var mikil rækt- unarkona og unni öllum gróðri af heilum hug. Riddarastjörnur for- kunnarfagrar og ilmandi rósir skörtuðu þar í gluggum og þar sá ég fyrst begóníur og gloxeníur. Skrúðgarðurinn á Brúum var sá stærsti og fjölbreyttasti í allri sveitinni og þó víðar væri leitað. Hún 61 sjálf upp sumarblóm sín og matjurtir og var ósínk á plönt- ur og afleggjara til þeirra sem hún fann áhuga hjá. Bæði höfðu hjón- in mikinn áhuga á skógrækt og settu upp girðingu á Brúum. Það voru mörg handtökin sem fjöl- skyldan átti í þessum unaðsreitum og nú gnæfa þarna margra metra há og glæsileg tré. Verðugur og fagur minnisvarði. Að heyskap^ gekk Ólöf af mikl- um dugnaði. Ég á mynd af henni með hrífu í hendi, þá kominni yfir nírætt. Þar er hún að kenna Reg- ínu langömmubarni sínu rétt handtök við rakstur og úr svip beggja skín vinnugleðin. Þorgeir og Ólöf höfðu ekki stórt bú en snoturt og gagnsamt. Þor- geiri lék allt í höndum, góður smið- ur og rafvirki. Ákaflega hjálpsamur og vildi hvers manns vanda leysa. Því áttu vel við erindi föður míns við brottför þeirra frá Brúum 1965: Þorgeir bjó sig frá Brúum, brúnirnar úði fal. Þoka í Þorgerðarfjalli, þungt yfír Aðaldal. Leitar nú enginn lengur liðsinnis á þeim stað. Horfínn er dáðadrengur, dimmir og syrtir að. Þess er vert að minnast og geyma að á tímum kreppu og ýmiskonar þrenginga stofnuðu bændur í Aðaldal ijómabú. Því var fenginn staður á Brúum, á neðri hæð íbúðarhússins. Þorgeir virkj- aði smákvísl í Laxárgljúfrum og þannig fékkst rafmagn til að knýja vinnsluvélarnar. - Rjómabúið var starfrækt í 13 ár og að sjálfsögðu var ijómabússtýran inni á heimil- inu og efalaust gestanauð því ijóminn var fluttur á hestakerrum og sleðum áður en bíll var fenginn til flutninga. Ólöf frænka var mjög trygglynd og umhyggjusöm sínum vinum og frændum, greiðug og stórtæk þeg- ar henni bauð svo við að horfa. Jólaboðin á Brúum þar sem frænd- fólkið á Fjöllunum ytra og syðra og Aðalbóli kom saman voru ein- stök að öllu leyti. Þar eru fyrstu minningar mínar um Brúaheimilið. Rafmagnsljósin sem lýstu þar upp hýbýli voru svo merkileg í mínum augum enda eini bærinn í sveitinni er var rafvæddur. __ Bíll kom snemma í Brúar og Ólöf og Þor- geir voru óspör að bjóða frænd- fólki í ferðalög, jafnt því eldra sem yngra. Þau ferðuðust talsvert um landið og fóru einnig í bændaferð til Norðurlanda og til Amen'ku í heimsókn til Óttars bróður Ólafar og Louise konu hans. Ólöf var fjöl- skyldunni á Ytra-Fjalli góð og elskuleg frænka sem vildi allt fyr- ir okkur gera og veg okkar sem mestan. Vinátta hennar og móður minnar Jóhönnu Björnsdóttur stóð föstum fótum í rúm 60 ár og ég flyt þakklæti hennar nú að leiðar- lokum. Ég sá Ólöfu síðast í enduð- um nóvember síðastliðnum. Enn var hún með bók í hönd en nál og garn sagðist hún vera búin að leggja á hilluna. Hún spurði mig eftir nýrri bók, hvort ég hefði les- ið hana en hún las mjög mikið alla ævi og fylgdist vel með hveiju því sem efst var á baugi. Myndaði sér eigin skoðanir sem hún stóð fast á, hvarflaði hvergi frá og lét óhikað í ljós. Að gröf hennar í Akureyrarkirkjugarði sendum við systkinin frá Fjalli hlýjar kveðjur og þakkir. Einnig innilegar kveðj- ur til Kristínar dóttur hennar sem annaðist móður sína af einstakri alúð og nákvæmni á heimili sínu en þar dvaldi Ólöf uns hún fór á sjúkrahús þremur vikum fyrir andlát sitt. Sumardvalarbörn voru oft á Brúum. Þar á meðal kom 7 ára drengur, Björn Karlsson, til Þor- geirs og Ólafar. Atvikin höguðu því svo að hann var á Brúum til 17 ára aldurs að hann hóf nám og er óhætt að segja að þau hjón- in voru honum sem eigin syni. Indriði Þorkelsson faðir Ólafar orti og flutti kvæði við skírn henn- ar fyrir 95 árum. Kvæðið heitir „Móðurnafnið“ en Ólöf bar heiti ömmu sinnar. Þar í er þetta erindi: Og dóttir mín, bamið sem bera skal nú þitt blessaða, ættgenga heiti. Að geti hún það afhent svo elskað sem þú, það óska ég hamingjan veiti. Ólöf frá Brúum afhenti nafn sitt með sóma og von mín og vissa er sú að afkomendur hennar geti það einnig þegar þar að kemur. Einskis myndi hún óska frekar. Far nú vel, frænka mín góð, „meira að starfa guðs um geim“. Ása Ketilsdóttir frá Fjalli. MARGRET SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR + Margrét Sigríð- ur Eyjólfsdótt- ir, Skólavöllum 14, Selfossi, áður hús- freyja að Læk í Holtum, fæddist 3. október 1903 að Ölvaldsstöðum í Borgarlireppi. Hún lést 31. mars síðast- liðinn. Sigríður giftist 12.12. 1929 Sigfúsi Davíðssyni, f. 13.2. 1903 að Kalmanstungu í Hvítársíðu, d. 8.3. 1985. Þau hófu bú- skap að Læk í Holtum, Rang- árvallasýslu árið 1932. Börn þeirra eru: Sigurður, f. 17.4. 1924, kvæntur Vigdísi Magnúsdóttur, þau eiga 6 börn. Eygló, f. 28.7. 1930, gift Hall- dóri Þorkelssyni, þau eiga 2 dætur. Davíð, f. 11.11. 1936, kvæntur Hlín Magnúsdóttur, þau eiga 4 börn. Dóra, f. 20.5. 1938, gift Karli Steinbergs- syni, þau eiga 3 börn. Ólafur, f. 20.5. 1938, kvænt- ur Hólmfríði Hjart- ardóttur, þau eiga 4 börn. Pálmi, f. 1.12. 1945, kvænt- ur Vigdísi Guð- mundsdóttur, þau eiga 4 börn. Auk barna sinna ólu Sigfús og Margrét upp 2 börn. Erlu Björgvinsdótt- ur, f. 19.8. 1946. Hún á eina dóttur og Sigmund Eggerts- son, f. 1.4. 1951, d. í janúar 1993. Útför Margrétar Sigríðar fór fram frá Hagakirkju í Holt- um 6. apríl síðastliðinn. Þá ert þú farin í ferðina löngu, elsku amma mín, og mikið er erf- itt að kveðja. Þú varst orðin svq veik undir það síðasta og þó við vissum að hveiju stefndi er alltaf erfitt að sætta sig við ástvina- missi. Þú vildir öllum svo vel og varst ein af þeim sem alltaf voru að gefa. Þér þótti ekkert gleði- legra en að fá fréttir af fólkinu þínu og vita að allt gengi vel. Þú fylgdist vel með eins lengi og þú gast, spurðir sífellt frétta og þegar yngstu börnin í fjölskyldunni komu í heimsókn var brosið þitt blíða alltfif á sínum stað. Hugur okkar sem skrifum þess- ar línur leitar aftur til áranna í sveitinni hjá þér og afa. Þar dvöld- um við mörg sumur og yfir marg- ar stórhátíðir langt fram á ungl- ingsár. Við lærðum margt af þér og oft fengum við að hlusta á þig segja frá bernsku þinni sem ekki alltaf var blíð. Þú varst farin ung frá foreldrum þínum eins og al- gengt var á þeim tíma. Þú taldir þig samt lánsama og hafa dvalið hjá góðu fólki. Þar fékkst þú kennslu með heimasætunni á bæn- um og lærðir m.a. að sauma sem kom sér vel þegar lífsbaráttan hófst fyrir alvöru. Þú talaðir líka alltáf um Borgarfjörðinn og Mýr- arnar sem yndislega staði. Þú varst mikil hannyrðakona. Alveg frábær við saumavélina, þaðan runnu stykkin stór og smá. Þú hefur eflaust saumað á okkur barnabörnin flestöll og svo síðar á barnabarna- og barnabarnabarna- börn. Ekki má svo gleyma hekluðu lopateppunum sem mörg okkar eiga og hafa hlýjað okkur. Nú eru þetta gersemar sem við pössum vel. Elsku amma mín, það er svo margt sem kemur upp í hugann og af mörgu að taka. Okkur detta t.d. í hug kvenfélagstúrarnir sem við fórum með þér í á sumrin ásamt fleiri konum og börnum og svo útreiðartúrarnir sem við þijár fórum í á hveiju sumri. Þeir tóku heilan dag og alltaf var ferðinni heitið að ákveðnum bæ, þar var svo stoppað lengi og þegar degi tók að halla fórum við að tygja okkur heim. Þú varst aldamótabarn og barst þess merki. Engu mátti henda, allt varð að nota enda var ýmis- legt til á heimilinu. Þú varst líka nýjungagjörn og mikið fyrir heim- ilistæki. Ekki varst þú í vandræð- um með að nota örbylgjuofninn og þegar þú varst komin langt á níræðisaldurinn og þið Gudda bara orðnar tvær á Selfossi dreifst þú í því að fá þér uppþvottavél. Ástæðan var sú að þér fannst þið ekki sjá nógu vel til að vaska al- mennilega upp. Þið hélduð heimili systurnar með lítilli hjálp til ársins 1994. Árið áður varðst þú 90 ára og það var haldin afmælisveisla þér til heiðurs á Laugalandi. Þú varst svo fíri í íslenska búningnum þínum. Við komum saman fjölskyldan og vinir til að gleðjast með þér og haldnar voru ræður. Mér eru minn- isstæð orðin hans Hjalta í Raft- holti til þín, þau báru því vitni hve hlýtt var á milli heimilanna. Síðustu árin varstu svo á Sól- vangi í Hafnarfirði. Þangað lá leið- in okkar oft til þín. Elsku amma, okkur finnst fara vel á því að Ömmuljóð Jóhannesar • úr Kötlum verði síðustu orðin okk- ar til þín um leið og við þökkum þér fyrir allt og erum svo glaðar með að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að ■ hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drenpr leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Ragnheiður og Margrét. ERFIDRYKKJUR Næg bílastæði P E R L A N sími 562 0200 -kjarnimálsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.