Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fíkniávaninn líffræðileg- ur en ekki félagslegur? Fjölskyldumeðferð, góður árangur endur- komusjúklinga, ný aðferð við að lækna áfengissjúka með hláturgasi og opin með- ferðarstofnun þar sem lögð er áhersla á ein- staklingsbundna áfengismeðferð voru meðal umræðuefna á nýlokinni alþjóð- legri ráðstefnu um fíknisjúkdóma, sem haldin var hér á landi. Hildur Einars- dóttir sat ráðstefnuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg RÁÐSTEFNUNA sóttu á þriðja hundrað innlendir og erlendir gestir. HÁTT á þriðja hundrað manns sóttu ráðstefnuna, sem haldin var á Hótel Sögu. Fyrirlesarar voru úr fremstu röð fræðimanna á þessu sviði, inniendir og erlendir og vinnuhópar voru starf- andi. Margt athyglisvert kom fram hvað varðar rannsóknir, meðferð og forvarnir á fíknisjúkdómum. í opnunarræðu sinni upplýsti Ól- afur Ólafsson landlæknir hina er- lendu gesti um það að þó að áfengis- neysla á íslandi væri með því lægsta á Vesturlöndum hefðum við þrisvar til flórum sinnum fleiri sjúkrarúm fyrir áfengissjúklinga og tvöfalt fleiri legudaga en hin Norðurlöndin. Taldi hann skýringuna geta falist í því að við erum iítið samfélag þar sem nálægðin er meiri og því yrðum við varari við áfengisvanda nágrann- ans eða að við sýndum áfengis-- og fíkniefnaneytendum minna umburð- arlyndi en nágrannalöndin. Ólafur gerði unga íslenska fíkniefnaneyt- endur að umtalsefni og sagði að þeir kæmu flestir frá heimilum í upplausn, þeir hefðu litla menntun, vantaði starfsþekkingu og ættu í samskiptaörðugleikum. Taka þyrfti tillit til þessa í meðferð þeirra. I framhaldinu kynnti hann norræna könnun þar sem leitast er við að mæla lífsgæðin á Norðurlöndunum. Kemur þar fram að íslensk börn eiga foreldra sem hafa ágætustu mennt- unina, besta húsnæðið, flesta bílana, þeir mældust einnig vera ánægðast- ir í starfi sínu. Börn þessa fólks sýndu hins vegar minnsta ánægju með lífið samanborið við börn á hin- um Norðurlöndunum. Endurkomur áfengissjúklinga var umræðuefni Þórarins Tyrfíngssonar yfirlæknis SÁÁ. Greindi hann frá því að hjá SÁÁ væri boðið upp á sérstakta meðferðaráætlun fyrir þá sem hafa komið oftar en tvisvar í venjulega áfengismeðferð. Meðferð- in hefði það meðal annars að markm- iði að beijast gegn vonleysi og ein- angrun og innræta samheldni og ábyrgðartilfinningu. Þórarinn sagði að árið 1994 hefðu 1.639 manns komið í meðferð á Vog, konur og karlar. Af þeim fóru 364 karlar tvisvar í meðferð og 111 konur. Af körlunum fóru 123 í svokallaða vík- ingameðferð sem er mun ítarlegri meðferð þar sem megináhersla er lögð á að breyta lífsstíl. Árangur hennar væri sá, að þijátíu karlar eða 24% þeirra neyttu ekki áfengis eitt til tvö ár eftir meðferðina. Fimmtíu og átta karlar eða 47% neyttu hins vegar áfengis á þessu tímabili. Af þessum hópi fóru tíu aftur í meðferð. Þeir voru allsgáðir í 7-14 mánuði eftir meðferðina. Niðurstað- an væri því sú að þeir sem ekki neyttu áfengis í hálft ár eða lengur eftir meðferð væru fjörutíu eða 32% karlanna. Taldi hann þetta góðan árangur. Fíkniávani, af hverju er hann til? „Hvers vegna er fólk að leggja á sig allt það böl sem fylgir ofneyslu fíkniefna eins og heilsumissi, upp- lausn fjölskyldunnar, at- vinnu- og tekjumissi," spurði John Wallace, dokt- or í sálfræði og kunnur ráðgjafi og fyrirlesari um fíknisjúkdóma. Ástæðurn- ar sagði hann vera einkum þijár: Erfðafræðilegar, líffræðilegar, fé- lags- og menningarlegar. Sjálfur kvað hann fjölskyldu sína vera sönn- un um erfðaþáttinn og rakti fíkni- sjúk skyldmenni sín langt aftur í ættir og til dagsins í dag! Wallace sagði að það væri í rauninni ofur eðlilegt að fólk sækti í hvers kyns fíkniefni því þegar þeirra væri fyrst neytt hefðu þau mjög ánægjuleg áhrif. Það væri ekki fyrr en farið væri að neyta þeirra oftar sem nei- kvæðu áhrifin kæmu í ljós. Hann tók neyslu kókaíns sem dæmi um hvern- ig fíkniefni hafa neikvæð áhrif á lík- amsstarfsemina. Þegar kókaíns væri neytt ykist framleiðsla taugaboðefn- isins dóbamin í heilanum og menn fylltust mikilli orku og gleði. Þegar kókaíns væri neytt að staðaldri minnkaði dóbamínið í heilanum sem ylli mönnum þunglyndi sem aftur ylli meiri neyslu efnisins. Sagði hann svipaða sögu að segja um taugaboðefnið sero- tonin. Við aukna áfeng- isneyslu minnkaði efnið í heiianum og ylli þung- lyndi. Eftir eitt til tvö ár án fíkniefna mætti gera ráð fyrir að þung- lyndiseinkennin hverfi. Wallace sagði að margir sem komnir væru á réttan kjöl héldu að þá væri allt í lagi að fá sér t.d. í glas aftur. Þeir gleymdu því að vandinn væri líf- fræðilegur en ekki félagslegur. Börn áfengissjúklinga í brennidepli Málefni fjölskyldunnar voru ofar- lega á baugi á ráðstefnunni. Claudia Black, sem er frumkvöðull í málefn- um fjölskyldna, hélt tvo fyrirlestra. Black hefur skrifað margar bækur um þetta efni og er eftirsóttur fyrir- lesari um allan heim. I fyrri fyrir- lestrinum sagði hún frá neikvæðum áhrifum þess fyrir börn að alast upp á heimili áfengissjúkra. í Bandaríkjunum væru um 30 milljónir barna sem ælust upp á slíkum heim- ilum en flest fengju enga hjálp. Mörg þeirra yrðu fíkninni að bráð eða þau giftast áfengissjúklingum. Claudia sagði börn áfengissjúklinga lifa í stöðug- um ótta við það hvað gerðist næst. Þau væru hrædd við að verða yfir- gefin og sum ælust upp hjá foreldr- um sem væri tamt að grípa til ofbeld- is eða þau væru misnotuð kynferðis- lega. Foreldrarnir ættu oft við þung- lyndi eða geðræna kvilla að stríða og gerðu oft óbilgjamar og óraun- hæfar kröfur til umhverfisins. Börn- in fengju það því fljótlega á tilfinn- inguna að það væri eitthvað verulega að þeim. Þetta leiddi til tilfinninga- legrar einangrunar. Þau töluðu ekki um sjálf sig eða reynslu sína vegna þess að þau skömmuðust sín. Claud- ia kvað það einkennandi fyrir Qöl- skyldur áfengissjúkl- inga að enginn talaði um ástandið. „Ef þú segir ekkert er hægt að láta sem ekkert sé að.“ Börnin ættu líka erfitt með að treysta öðrum. Sagði hún að börn alkóhólista hefðu óeðlilega mikla ábyrgðartilfinningu og væru oft sjálfstæð og stjórnsöm. Sagði hún frá níu ára gamalli stúlku sem hún kynnt- ist en sú skipulagði nákvæmlega hvernig hún ætlaði að haga næsta degi. Á þann hátt gat hún haft reglu á lífi sínu þrátt fyrir ruglingslegar kringum- stæður. Önnur börn reyndu fyrst og fremst að aðlaga sig að breyti- legum aðstæðum, lægja öldurnar og sefa umhverfið. „Hvert sem hlut- verkið væri sem þau tækju sér þá væri í því að finna í senn styrk og veikleika," sagði hún. í síðari fyrirlestrinum sagði hún meðal annars að börn sem ælust upp við ótta og skömmustutilfinningu, bæru þessar tilfinningar með sér fram á fullorðinsárin. „Samfara þeim upplifðu fullorðin börn áfeng- issjúklinga þá tilfinningu að þau hafi misst af einhveiju, sumir kölluðu þessa til- finningu óhamingju, þung- lyndi, tómatilfinningu, óöryggi, kvíða eða leiðindi. Hvaða orð sem væri notað þá truflaði þessi tilfinning vellíðan fólksins. En hvað er það sem börn alkóhólista hafa farið á mis við?“ spurði Claudia. „Jú, þau misstu af tækifærinu til að verða þau sjálf. Þau voru alla tíð persónur í leikriti annarra sem voru að reyna að yfir- vinna þjáningar sínar. Sviðsljósið var oftast á aðalpersónunni, sjálf voru börnin aðeins í lítilvægum aukahlut- verkum, sem aldrei voru almennilega útfærð í handritinu að þessu fjöl- skyldudrama." Áhersla lögð á ein- staklingsmeðferð Óttar Guðmundsson sérfræðingur Geðdeildar Landspítalans sagði frá nýrri íslenskri meðferðarstofnun sem staðsett er í miðborg Reykjavík- ur og hefur verið starfandi innan við eitt ár. Þar er fyrst og fremst boðið upp á göngudeild og dagdeild auk þess sem þar er tólf rúma inn- lagningardeild. „Hjá okkur er lögð áhersla á einstaklingsmeðferð og að fjölskyldan sé með í ráðum á öllum stigum meðferðarinnar. Ef við tök- um ekki ijölskylduna inn í þetta ferli verður árangurinn ekki góður“, sagði hann. „Við bjóðum upp á fjöl- skylduráðgjöf og reglulega fundi þar sem fjölskyldan kemur saman og ræðir málin. Tel ég þetta lið í að sameina fjölskylduna upp á nýtt.“ Ennþá sagði hann ekki boðið upp á sérstaka meðferð fyrir börn eða unglingana en verið væri að þróa slíka meðferð. Kom fram í erindi hans að hann teldi æskilegra að hver sjúklingur fengi meðferð sem hæfði hans sérstaka vanda en þyrfti ekki að breyta sjálfum sér til að falla inn í þá meðferðaráætlun sem öllum væri boðið upp á. Sagði hann þessa opnu meðferðarstofnun hafa gengið vel og kostnaður við hvern sjúkling væri lægri en á lokuðum stofnunum. Betri árangur ef AA er með í spilinu Fjórtán prósent Bandaríkjamanna þjást af ofneyslu áfengis og allt að níu prósent eru fíkniefnaneytendur. Margt af þessu fólki á við geðræn vandamál að stríða. Þeir sem haldn- ir eru geðrænum kvillum ná þó jafn góðum árangri í áfengismeðferð og hinir sem eru lausir við þessi ein- kenni. Þetta kom fram í erindi Norm- ans S. Miller, sem er læknir og pró- fessor við háskólann í Illinois. Hann sagði jafnframt að reynsla þeirra væri sú að eftir því sem meðferðin stæði lengur yfir því betri væri ár- angurinn. Meðferðaráætlanir sem styddust við kenningar AA-manna bæru líka meiri árangur. Einnig sýndi það sig að þeir sem stunduðu AA-fundi reglulega héidu sig lengur frá áfenginu. Sagði hann þróunina í átt til opinna meðferðarstofnana í Bandaríkjunum, þar sem boðið væri upp á meðferð á göngudeildum og dagdeildum auk lokaðra stofnana. Áfengissýki læknuð með hláturgasi Finnskur læknir að nafni Reijo Ojutkangas kynnti nýja aðferð til að lækna áfengissjúklinga. Hann sagði að með réttum skammti af nituroxíði eða hláturgasi væri hægt að koma jafnvægi á dópamínið í heilanum. Við það hyrfu einkenni ofneyslunnar, eins og skjálfti, höf- uð- og magaverkir, kvíði og þung- lyndi. Sagði hann að aðal munúrinn á hefðbundnum aðferðum og hlát- urgasaðferðinni væri sá að hin síð- arnefnda kæmi í stað lyfja. Aðrir kostir við aðferðina væru þeir að áhrifin kæmu strax í ljós og að hliðarverkanir væru engar. Sagði hann að þessi aðferð hefði upphaflega verið þróuð í Suður-Afríku fyrir rúm- lega tuttugu árum við Suður- afrísku heilarannsóknarstofnunina, SABRl. Ojutkangas kvaðst hafa bytjað að nota þessa aðferð árið 1990 við Mehilainen-sjúkrahúsið í Helsinki. Ári seinna opnaði hann göngudeild í eigin nafni þar sem hann býður upp á þessa meðferð. Árangur af meðferðinni kvað hann góðan en tuttugu prósent sjúklinga sinna hefðu verið án áfengis tveim árum eftir meðferð- ina. Útlit og horfur í samskiptum Rússlands og Vestur- landa DMITRI Trenin, sérfræðingur við Carnegie Endowment for International Peace í Moskvu, flytur erindi á sameiginlegum hádegis- verðar- fundi Sam- taka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Grillinu á Hótel Sögu, laug- ardaginn 20. apríl nk. kl. 12. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrrverandi háttsettur rúss- neskur hershöfðingi í hernum flytur erindi hjá samtökunum. Trenin er mjög eftirsóttur fyr- irlesari og það verður því mjög forvitnilegt að hlýða á hann fjalla um öryggis- og utanrík- ismál séð frá sjónarhóli Rúss- lands, segir í fréttatilkynn- ingu. Dmitri Trenin, sem fæddist árið 1955 í Moskvu, er félagi í Evrópustofnun rússnesku vísindaakademíunnar. Hann er vel þekktur bæði í heima- landi sínu sem og á alþjóða- vettvangi á sviði öryggis-, vama- og utanríkismála. Trenin stundaði nám við Varnarmálastofnunina í Moskvu og að því loknu gekk hann í sovéska herinn þar sem hann varð herforingi í utan- ríkisdeild hersins. Á árunum 1978 til 1983 starfaði hann sem samskipta- fulltrúi sovéska hersins hjá heijum vestun'eldanna í V- Þýskalandi. Árið 1985 var Trenin skipaður starfsmaður viðræðunefndar Sovétríkj- anna sem samdi við Banda- ríkjamenn í Genf um kjarn- orku- og geimhernað. Hann gegndi því starfi til ársins 1991. Árið 1993 var hann fyrsti einstaklingurinn sem valinn var í NATO Defence College í Róm frá ríki utan Atlants- hafsbandalagsins. Trenin var jafnframt fyrsti herforinginn utan NATO-ríkis sem boðið var að gerast félagi í Internat- ional Institute for Strategic Studie (IISS) í London en það var árið 1992. Þegar Dmitri Trenin lét af störfum í rússneska hernum árið 1993 var hann orðinn háttsettur herforingi með mikla reynslu að baki í sam- skiptum Rússa við vestræn ríki. Hann er nú lektor við Varnarmálaháskólann í Moskvu auk þess sem hann starfar hjá Carnegie-stofnun- inni þar í borg. Trenin lauk doktorsgráðu í sögu utanríkismála við The Institute af US and Canadian Studies í Moskvu. Hann hefur skrifað fjölda rita og greina um varnar- og öryggismál Rússlands. Auk þess ijallar hann mikið í ræðu og riti um hernaðarkenningar, öryggis- mál Evrópu og friðargæslu. Hann er kvæntur og á tvö börn. Fundurinn er opinn félags- mönnum SVS og Varðbergs, auk áhugafólks um erlend málefni og þróun öryggis- og stjórnmála í Evrópu. íslenzk börn óánægðust með lífið NORMAN S. Miller Fjölskyldan taki þátt í meðferðinni Dimitri Trenin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.