Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Hvað er að gerast í Fossvogsdal ? í RÚM 30 ár hafa staðið deilur um fyrirhugað útivistarsvæði Kópa- vogsbúa og Reykvíkinga í Fossvogs- dal. Lengst af var tekist á um hvort leggja ætti eina af stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins um dalinn. Sú deila leystist þegar menn sættust á að leggja mætti brautina í göngum undir Digranesháls. Nú hefur verið lagt fram til kynningar nýtt deili- skipulag af austurhluta Fossvogs- dals og er það til sýnis þessar vikum- ar. Þá bregður svo við að í austasta hluta dalsins hefur útivistarsvæðinu verið breytt í ræktunarsvæði gróðr- arstöðvar í Reykjavík. Saga fyrirhugaðs útivistarsvæðis í Fossvogsdal hófst 1964 í tengslum við undirbúning nýs aðalskipulags fyrir Reykjavík og deiliskipulags af Fossvogshverfi. Þá samþykkti þá- verandi bæjarstjórn Kópavogs fyrir sitt leyti að lagður yrði vegur með byggðinni norðan bæjarmarkanna í landi Reykjavíkur. Nýja byggðin í Fossvogshverfi reis af gmnni á næstu áram en þokaðist neðar og neðar í hlíðina þannig að á nokkrum stöðum staðnæmdust framkvæmdir nánast á mörkum bæjarfélaga (s.s. við Fossvogsskóla). Þar með var vegurinn sem sátt var um 1964 runnin niður í mýrina og að mestu leyti yfir í Kópavog. Á þessum árum var unnið við lagningu stóra foss- vogsræsins, sem er meginskolplögn fyrir byggingarlönd Reykvíkur og Kópavogs. Þegar hér var komið sögu var orðinn mikill ágreiningur milli bæj- arfélaganna um legu Fossvogsbraut- ar. í aðalskipulagi Kópavogs' frá 1970, sem ekki var staðfest én sam- þykkt í bæjarstjórn, var ítarlega greint frá væntingum bæjaryfír- valda vegna útivistarsvæðis í Foss- vogsdal. Sumarið 1973 fóru fram samningar milli bæjarfélaganna um breytingu á bæjar- mörkum þeirra, innst í Fossvogsdal og allt upp á Selhrygg í Breiðholti. Einnig var verið að kanna legu brautar um Fossvogdal og spunn- ust um það heitar um- ræður og deilur. Ákveðin andstaða íbúa umhverfis dalinn, gegn lagningu brautar- innar, kom þá greini- lega í ljós og birtist hún m.a. í útgáfu mótmæla- blaðsins Griðlands, með áskorun frá íbúum um að hætta við lagningu Fossvogsbrautar. Síðan hefur ávallt verið litið þannig á að vilji bæjarbúa væri sá sem í upphafi var markaður að í Fossvogsdal yrði útivistarsvæði, griðland fyrir allan almenning sem vildi njóta hollrar útvistar. Á áranum 1986-1990 mögnuðust þessar deilur mjög, og 1989 var enn gripið til mótmæla og fjölmenntu íbúar við dalinn og víðar að og gróð- ursettu m.a. nokkur hundruð aspir og önnur tré í mótmælaskyni. Þau setja í dag verulegan svip á dalinn. Með nýju aðalskipulagi Kópavogs 1988-2008 og síðar í aðalskipulagi Reykjavíkur var í fyrsta sinn stað- fest að brautin yrði ekki lögð um dalinn. Lega brautarinnar, ef hún þyrfti að koma, yrði leyst með jarð- göngum undir Digranesháls. Þetta var að allra mati sigur þeirra sem talað höfðu fyrir umhverfis- og úti- vistarsjónarmiðum og var því loks kominn friður til þess að snúa sér að því að gera eitthvað í uppbygg- ingarmálum sjálfs útivistarsvæðis- ins. í framhaldi af þessum tímamót- um fór fram sameiginleg vinna stjórnvalda í Kópavogi og Reykjavík við að móta forsögn fyrir deiliskipulag Foss- vogsdals. Segja má að þá hafi verið komið að öðrum kafla þessara átaka, en á miðju sumri 1990 tók við stjórn í Kópavogi nýr meirihluti. Víst er að til að fylgja eftir sigri í málinu og þeim væntingum sem íbúar bæjarins höfðu til að- gerða, hafa núverandi bæjaryfirvöld ekki bor- ið gæfa til að marka stefnu í mótun skipu- lags fyrir framtíðarúti- vist í Fossvogsdal, sem sátt er um. Allt síðasta kjörtímabil stóðu deil- ur um þá hugmynd golfáhugamanna í Kópavogi að gera golfvöll í aust- asta hluta dalsins. Mjög margir höfðu upp efasemdir, m.a. borgaryf- irvöld Reykjavík, um þá hugmynd meirihlutans vegna meintrar hættu af golfleik í þröngu svæði sem jafn- framt átti að þjóna almennri óskipu- lagðri útivist s.s. göngu, skokki, hjól- reiðum, jafnframt dvöl í ró og næði á svæðinu. Endalok golfvallarmáls- ins urðu þau að 1994 var fallið frá golfvallargerð í dalnum. Golfáhuga- menn fengu úrlausn sinna mála, á farsælan hátt, á öðrum stað í sam- vinnu við golfáhugamenn í Garðabæ. Skipulags- og framkvæmdaáhugi stjómvalda í Kópavogi, varðandi austurhluta Fossavogsdalsins, guf- aði þar með upp. Nú á haustmánuðum barst bæj- aryfirvöldum í Kópavogi erindi frá gróðrarstöðinni Mörk sem er austast í Fossvogsdal í Reykjavík og að hluta í Kópavogi, um að taka 2-3 ha lands í dalnum á leigu til viðbótar við 1 ha frá fyrri tíð. Hugmynd þeirra er Emil E. Sæmundsen að leggja út ræktunarreiti fyrir úti- ræktun (afgirta reiti) og rækta síðan skjólbelti umhverfis. Erindi gróðrarstöðvarinnar í Mörk hefur fengið góðan hljómgrunn hjá bæjaryfirvöldum. Svo góðar að nú liggur fyrir tillaga að deiliskipulagi svæðisins sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Ræktunar- svæðin eru skilgreind nánar í skipu- laginu er gert ráð fyrir 2 ha nettó til ræktunarreita fyrir Mörk. Einnig er nú unnið að samningi um málið. Bærinn mun þegar samningur renn- ur út að 15 árum liðnum, árið 2010, taka við leigulandinu og þeim gróðri sem ætlað er að standa til frambúð- ar. Spyija má sig þeirrar spurning- ar, hvernig verður vandi gróðrar- stöðvarinnar leystur árið 2010 þegar samningurinn rennur út? Sem liður í kynningu á deiliskipu- Var barizt í 30 ár fyrir útivistarsvæði í Fossvogsdal, spyr Emil E. Sæmundsen, til þess eins að hluta dalinn niður undir gróðrarstöðvar? laginu birtist laugardaginn fyrir Pálmasunnudag í Morgunblaðinu grein, undir fyrirsögninni „Matjurtir, tré, tjörn, reiðstígur og skíðalyfta" hvorki meira né minna. í greininni er lýst nákvæmlega hvað lagt sé til að gera samkvæmt deiliskipulagi á útivistarsvæðinu og tíundað hvaða þættir beri uppi skipulagstillöguna. Ber að lýsa ánægju með þær hug- myndir sem snúa að notkun útivist- arsvæðisins. Ég get þó ekki látið hjá líða að benda á að fyrirhugað tijásafn norðan við Smiðjuhverfið er staðsett á landi sem í aðalskipu- lagi Kópavogs er skilgreint sem „skipulagi frestað". Tijásafnið er á helgunarsvæði væntanlegs vegar að hugsuðum göngum undir Digranes- háls. Vonandi verður ekki þörf fyrir land undir veg á þessum stað, en ef ekki þá er staðurinn óheppilegur. Morgnnblaðið og mj ólkuriðnaðurinn allt land. Sú afkomu- trygging, sem í þessu fólst fyrir mjólkursam- lögin, hafði að sjálf- sögðu slævandi áhrif á áhuga til hagræðingar í rekstri og heyrir nú enda sögunni til. Á ýmsu gekk með af- komu sjóðsins. Löngum vantaði í hann mikla fjármuni, en með bætt- um rekstri mjólk- ursamlaganna safnað- ist í hann það fé, sem nú er til ráðstöfunar. í mínum huga leikur þó ekki vafi á því að þess- ir fjármunir eru komnir Guðmundur Þorsteinsson Það skal þó fúslega viðurkennt að þó að mikill hluti bótanna hafi sjálfsagt farið í að grynna á skuldum fé- lagsins, gera þeir því þó kleift að leggja út í einhvern áhætturekst- ur. En það skiptir ekki máli í þessu sambandi. Eins og fram kom hjá Þorvaldi Jónssyni í umræðum utan dag- skrár á Alþingi er Engjaás ehf. sjálfstætt hlutafélag með sín tak- mörkuðu fjárráð og verður að miða rekstur sinn við það. Aðaleig- andi þess, Kaupfélag Borgfirðinga, UMFJÖLLUN Morgunblaðsins um úreldingu Mjólkursamlagsins í Borgarnesi hefur að vonum vakið athygli. Þama vekur öflugasti prentmiðill landsins máls á þýðing- armiklu en jafnframt viðkvæmu máli, sem varðar alla landsmenn nokkra, hefur valdið snörpum deil- um í héraði og getur haft úrslita- áhrif á framgang nauðsynlegrar hagræðingar í mjólkuriðnaðinum. Því er ekki að ieyna, að ýmislegt er missagt í umfjöllun blaðsins og annað sem orkar tvímælis eða þarfnast nánari skýringar. Sumu af því hefur þegar verið svarað en öðra ekki. Með mikilvægi málsins og stöðu Mbl. í þjóðfélagsumræð- unni í huga tel ég nauðsynlegt að auka þama nokkru við. Uppruni fjármuna til hag- ræðingar í mjólkuriðnaði í Reykjavíkurbréfi 24. febrúar er talað um almannafé en 3. mars um fjármuni skattborgara. Fyrri stað- hæfíngin kann að vera háð skil- greiningu, en sú síðari er alröng. Fjármunir hins gamla verðmiðlun- arsjóðs mjólkur fóru aldrei um ríkis- sjóð. Þeirra var aflað með innheimtu verðmiðlunargjalds af mjólk skv. ákvörðun ráðherra og voru til þess notaðir að jafna afkomu mjólkurbúa með mismunandi rekstrarskilyrði svo fullnægja mætti þeirri laga- skyldu að greiða öllum bændum skráð verð fyrir mjólkina og selja neytendum hana á sama verði um frá neytendum mjólkurinnar og eiga að gagnast þeim. Þar sem þess er enginn kostur að endurgreiða féð til fyrri kaupenda þarf að finna leið- ir til að núverandi og tilvonandi neytendur mjólkur njóti þess. Hægt væri að greiða mjólkurverð niður tímabundið í því skyni, en miklu farsælli leið virðist mér sú, sem valin hefur verið, að nýta sjóðinn til varanlegra hagræðingaraðgerða. 2 Mbl. leggur ofurþunga áhersla á að þeir fármunir, sem runnu til Kaupfélags Borgfirðinga, vegna úr- eldingar samlagsins, valdi óþolandi röskun á samkeppnisaðstæðum á safamarkaðnum. Það þykir mér í meira lagi hæpinn málflutningur. getur auðvitað stutt við rekstur þess eftir vilja og getu, en hlýtur að verða að skoða það í ljósi þeirrar arð- semi, sem vænta má, eins og hver annar fjárfestir. í því samhengi skiptir engu máli hvaðan ljármagnið er komið, þar sem engin skylda hvílir á handhafa þess að veija því með einhveijum sérstökum hætti. Þegar jákvæð afstaða Mbl. til frjálsrar samkeppni á markaði er höfð í huga, er krafa þess um að Vífílfell hf. og Sól hf. séu vernduð fyrir því að nýir aðilar hasli sér völl á safamarkaðnum á eigin ábyrgð, býsna sérkennileg. Þá væri fróðlegt að velta því fyrir sér, hvaða álit samkeppnisyfírvöld væra líkleg til að hafa á þessu máli. I því sam- bandi má líta á úrskurð Samkeppn- isráðs frá 18. feb. ’89, sem kveður á um skyldu Osta- og smjörsölunnar til að veita _ stóram kaupendum magnafslátt. Ég ætla að neita mér um allar vangaveltur um það hvern- ig sá úrskurður samræmist þeim yfírlýsta tilgangi Samkeppnisráðs að auðvelda nýjum aðilum aðgang að markaðnum, en dreg þá ályktun af úrskurðinum að ráðið telji það mikilvægara að ná fram lækkun á vöruverði en að jafna aðstöðu þeirra, sem keppa á markaðnum. í því ljósi má telja víst, að Samkeppnisstofnun brygðist hart við hverri tilraun til að hindra Kaupfélag Borgfirð- inga/Engjaás ehf. í að heija fram- leiðslu á ávaxtadrykkjum hvernig Brýnt er að eyða óvissu um eignarhald að mjólk- ursamlögum, segir Guðmundur Þor- steinsson, og koma þeim í hendur mjólkur- framleiðenda. svo sem ljármagn og önnur rekstr- arföng eru til komin. 3. Eignarhald eftir úreidingu Reglur um ráðstöfun verðmiðlun- arsjóðs til úreldingar mjólkurstöðva tóku fyrst gildi 1988 og ákvæði þeirra um meðferð úreltra eigna hafa ekki breyst efnislega í tíð þeirra fjögurra manna, sem gegnt hafa embætti landbúnaðarráðherra síðan. Þau er tæpast hægt að túlka á annan veg en þann að eignarrétt- urinn haldist, en ráðstöfunarréttur- inn sé skertur þannig, að eignimar skuli seldar hæstbjóðanda og sú Það sem er óvenjulegt í skipulagi útivistársvæðisins Fossvogsdals er sú stefnubreyting sem áður er getið, að lagt er til að rýra útivistarsvæðið með því að úthluta landi undir gróðr- arstöð. í Kópavogi starfa a.m.k. tvær öflugar gróðrarstöðvar við Dalveg. Nú stefnir í að þær séu að komast í landþröng og eftir þær góðu undirtektir bæjarins við erindi Markar hefur a.m.k. önnur gróðrar- stöðin sent bæjarráði umsókn um 2-3 ha ræktunarland í Fossvogsdal. Hvað verður svar bæjaryfirvalda við því erindi? Nýtt deiliskipulag „úti- vistarsvæðis" í Fossvogsdal? Kannski vilja íbúar bæjarins sjálf- ir, einstaklingar, félagasamtök, fyr- irtæki og stofnanir rækta tijálundi þar, bænum að kostnaðarlausu, ef hann á ekki fyrir plöntum? Það gætu orðið góðir tijálundir að 15 áram liðrium. í vesturhluta Fossvogsdals þarf að leggja áherslu á að Ijúka fram- kvæmdum á næstu árum. Frá Foss- vogsskóla og til vesturs þarf að tengja núverandi framkvæmdir við íþróttasvæði og skólaióð með stígum og gróðri og móta umhverfi gamla markaskurðarins sem lýtir dalinn vestast. Eystrihluti dalsins sem deili- skipulagið fjallar um fer ekki frá okkur. Svæðið gagnast sem útivist- arsvæði þótt ekki verði farið í mikl- ar framkvæmdir þar á næstu árum, þó verður ekki hjá því komist að gera þar átak í stígagerð á næstu árum. Var barist í 30 ár fyrir útivistar- svæði í Fossvogsdal til þess eins að hluta dalinn niður undir gróðrar- stöðvar? Stefnuleysi bæjaryfirvalda í skipuiags- og uppbyggingarmálum á útivistarsvæði okkar í Fossvogsdal er enn eitt dæmi um þá hentistefnu og skammsýni sem ræður ferð hjá núverandi stjórnendum bæjarins í umhverfis- og skipulagsmálum. Hvað vilja bæjarbúar? Nú er tæki- færi til þess að segja álit sitt á skipu- lagshugmyndinni og hafa áhrif. Til- lagan hangir uppi til sýnis á Bæjar- skipulagi Kópavogs á venjulegum skrifstofutíma. Frestur til að gera athugasemdir rennur út þann 24. apríl nk. Höfundur er landslagsarkitekt. kvöð á þær lögð, að þær verði ekki nýttar til mólkurvinnslu nema sam- þykki ráðherra komi til. Úreldingar- bæturnar skerðist síðan um helming söluverðsins. Sú tilhögun kann að vera umdeilanleg, en ekki er rétt- mætt að gagnrýna núverandi ráð- herra fyrir að fara eftir reglunum. Þegar hann kom að málinu var samningaþáttur þess frágenginn að öllu öðra Ieyti en staðfestingu ráð- herra og óhugsandi var að fara þá að breyta þeim reglum, sem unnið hafði verið eftir. 4. Fjögur mjólkursamlög hafa verið úrelt skv. áðurnefndum reglum„- Þtjú þeirra voru rekin af kaupfélög- um, þ.e. á Þórshöfn, Djúpavogi og í Borgarnesi, en Patreksfjarðarbúið var í eigu og undir stjórn mjólkur- framleiðenda. Það bjó við þokkaleg- an fjárhag, en bændurnir sáu fram á brejdtar aðstæður og tóku sína ákvörðun samkvæmt því og er ástæða til að vekja athygli á fram- sýni þeirra. Hin búin vora öll úrelt vegna fjárhagslegra vandræða við- komandi kaupfélaga. Ótryggt sýnist mér að eiga framhald hagræðingar í mjólkuriðnaði undir því að kaupfé- lög haldi áfram að komast í þrot (og vona raunar að svo sé). Það er því mjög brýnt að eyða þeirri óvissu um eignarhald á mjólkursamlögum, sem getið er um í Reykjavíkurbréfi 24. feb. og koma þeim í hendur mjólkur- framleiðenda, sem mestra hags- muna eiga að gæta í rekstri þeirra. Höfundur Reykjavíkurbréfanna sér nauðsyn þess að fækka mjólkur- stöðvum og vona ég að hann muni í næsta bréfi skora á alþingismenn og stjómvöld að skapa skilyrði til þess. Höfundur er formaður félags kúa- bænda I Borgarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.