Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður úthafsveiðinefndar Landssambands íslenskra útvegsmanna Þörf á íhlutun stjómvalda LÍÚ muni fylgja því eftir að fá ís- lensk varðskip á svæðið, ef fram JÓHANN A. Jónsson formaður út- hafsveiðinefndar LIÚ segir að komi til fleiri árekstra við rússnesk skip, á borð við það sem varð á Reykjanes- hrygg aðfaranótt þriðjudags, þurfi íhlutun íslenskra stjómvalda að koma til. „Við getum ekki ekki íátið svona framferði yfir okkur ganga,“ segir hann. Jóhann segir bæði koma til greina að fá íslenskt varðskip á svæðið og senda stjómvöldum í Rússlandi mót- mæli vegna málsins. Truflar veiðar „Nú er búið að skipta veiðistofn- inum á Reykjaneshrygg niður í kvóta og vrð höfum fengið 45 þús- und tonn og eigum væntanlega fulit í fangi með að veiða það magn, þó að þokkalega gangi, þannig að öll áreitni og trufiun á miðunum verður til þess að við náum síður því magni. Því þarf að grípa með einhveijum ráðum inn í þær aðgerðir, og fá rússnesk skip til virða siglingareglur eins og aðra. Ég á því ekki von á að þetta gangi átölulaust fyrir sig lengi,“ segir Jóhann. Hann segist eiga von á að úthafsveiðinefndin eða haldi sem horfi. „Þetta er ekki fyrsta dæmið en er kannski að ágerast og sjónar- miðið breytist þegar búið er að skipta upp stofninum, því á ég von á að vinna hefjist við að láta taka á þessu, ef þetta heldur áfram í sama dúr. Við munum fyigjast með þróuninni og taka á málum í takt við hana.“ Jóhann segir ekki ljóst hvað ís- lensk varðskip gætu aðhafst utan íslenskrar landhelgi en þó ættu þau að geta séð til þess að skip þar virði alþjóðlegar siglingareglur. Auk þess sem, ef atvik sem þetta endurtaki sig, þurfi að bera fram formleg mótmæli við stjórnvöld í Rússlandi. Erfitt samstarf Hann segir að erfiðlega hafi geng- ið að ná samstarfi við Rússa um veiðar en þeir virðist veiða í hópum og lúta utanaðkomandi flotastjórn, sem sé eflaust ein orsök þess að erfiðlega gangi að ná sambandi við þá. ■ Það gerir enginn/18 Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson GREINILEGT er að átt hefur verið við kumlið því beinin liggja óreglulega í því, eins og kumlið hafi einhvern tímann verið grafið upp, það sennilega rænt og beinin sett ofaní það aftur í eina hrúgu. Hnífur úr járni og hárkambur úr beini í beinslíðri fundust í kumlinu. Gripimir sjást innan rammans á myndinni til vinstri og í nærmynd til hægri. Hnífsoddurinn bendir til vinstri en kamburinn er til hægri. mjaðmabein, handleggjabein, rif- bein, viðbein og hryggjarliðir. Hnífurinn og hárkamburinn, sem skreyttur er með munstri sem rispað er í slíðrið, verða að telj- ast merkilegustu hlutirnir er upp komu og benda eindregið til að kumlið sé úr heiðnum sið, eða frá því fyrir árið þúsund, að sögn Guðrúnar. Gröfin hefur verið fyllt með vikurblönduðum jarðvegi sem í em viðarkolatrefjar er gerir auðveldara að afmarka stærð kumlsins. Greinilegt er að átt hefur verið við kumlið því beinin liggja óreglulega í því, eins og kumlið hafi einhvern tímann ver- ið grafið upp, það sennilega rænt og beinin sett ofaní það aftur í eina hrúgu. Ekki er gott að átta sig á þvi hvað sá er það gerði hefur verið að fara vegna þess að hnífurinn og kamburinn eru óhreyfð. Að sögn Guðrúnar getur verið að fleiri bein og munir séu á svæð- inu sem gætu hafa flust til þegar ýtt var ofanaf kumiinu með trakt- orsgröfu í júlí siðastliðnum, en hún ætlar að athuga það nánar í dag. En lokarannsókn fer fram í sumar þegar frost er farið úr jörðu, en svo heppilega vildi til að það sem fannst af kumlinu lá mestallt ofan á frostinu er var í jörðu í vetur og aðeins varð að skilja eftir fáein bein nú. Munirn- ir er nú fundust lágu mest á þijá- tíu sentimetra dýpi í jarðvegi, aðeins stóð upp úr hauskúpa, lær- leggur lá ofanjarðar og ýmsir beinendar stóðu einnig uppúr jörðinni. Guðrún segir að í sumar verði að taka jarðveginn er ýtt var ofan af kumlinu á síðasta sumri og fara í gegnum hann og sigta til að finna það sem enn er heilllegt og fylgt hefur kumlinu. Ekki er búið að ákveða hvað gert verður við beinin og munina, til að byija með fá hlutirnir og beinin með- ferð svo þau hætti að rotna, en síðan er vonast til að fundurinn geti verið til sýnis fyrir almenn- ing, sagði Guðrún Kristinsdóttir minjavörður að lokum.. GUÐRÚN Kristinsdóttir, minjavörður á Egilsstöðum, og Páll Pálsson frá Aðalbóli grafa upp kumlið. Beinafundurinn 1 Jökuldal Mannabein ásamt hníf og kambi úr heiðnu kumli Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. MANNABEININ, er Ármann Halldórsson gröfumaður fann við bæinn Hrólfsstaði á Jökuldal, eru að öllum líkindum úr heiðnu kumli, að sögn Guðrúnar Krist- insdóttur, minjavarðar á Egils- stöðum, sem rannsakaði þau. í kumlinu fundust einnig hnífur úr járni og hárkámbur úr beini í beinslíðri. Kumlið liggur sex metra neðan við vegkantinn á þjóðvegi eitt við Sandhól mitt á milli bæjarins á Hrólfsstöðum og eyðibýlisins Slútagerðis er stendur í landi Sellands í Hlíðarhréppi, kumlið er rétt við hreppamörk Jökuldals og Hlíðarhreppa í 132,5 metra hæð yfir sjó. Guðrún gróf kumlið upp ásamt Páli Pálssyni frá Aðalbóli og tel- ur hún þetta merkan fund. Kuml- ið, sem er vel afmarkað með dökkum lit vegna vikurs sem í því er, Iiggur norður-suður, 150-160 sentimetrar á lengd og 50-60 sentimetrar á breidd og í því var heygð frekar hávaxin mannvera, allt að 180 sentimetr- ar að hæð miðað við lengd Iær- leRgja er í kumlinu voru, kumlbú- inn hefur verið nokkuð við aldur miðað við slit tanna hans. Búið er að taka þá muni og bein er í kumlinu fundust, ganga frá þeim og flytja til Egilsstaða þaðan sem þau verða send suður til Reykjavíkur til frekari með- ferðar. I kumlinu voru nokkuð heilleg bein, hauskúpa, kjálkar, tveir lærleggir, tveir sköflungar, Atlanta í Nígeríu Píla- gríma- flugi hætt FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur hætt með öllu pílagrímaflugi sínu frá Nígeríu til Sádi-Arabíu vegna heilahimnubólgufarald- ursins í Nígeríu. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær þurfti Atlanta að finna Lockheed-þotu sinni önnur verkefni en píla- grímaflug, þar sem Sádi-Arab- ar hafa takmarkað pílagríma- flutninga frá Vestur-Afríku. Ástæðan er mannskæður heila- himnubólgufaraldur, sem geis- að hefur í Vestur-Afríku að undanförnu. í gær lokuðu Sádi-Arabar síðan endanlega fyrir flug með pílagríma frá Nígeríu. Að sögn Arngríms Jóhannssonar, for- stjóra Atlanta, voru Boeing 747-þotunni, sem eftir var í Nígeríu, þegar í stað fundin verkefni í Indlandi og kom hún til Bombay í gær. Arngrímur segir að áhafnir þotnanna fari með þeim til Ind- lands og Frakklands. Samn- ingnum við Nígeríumenn hafi verið lokað og verði ekki fram- hald á pílagrímaflugi í ár. Fylgzt náið með heilahimnubólgntilfellum „Heilahimnubólga stingur sér niður hér af og til, en farald- ur í Vestur-Afríku snertir okkur ekki sérstaklega," sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir, í samtali' við Morgunblaðið. „Um tíma var smávægileg aukning á heilahimnubólgu af b-stofni hér á landi, en hún hvarf aftur síðastliðið haust,“ sagði landlæknir. „Hérna koma upp 8-9 tilfelli á ári og við fylgj- umst mjög náið með öllum breytingum.“ Hrafnkell A. Jónsson ráðinn skjaiavörður Egilsstöðum. Morgunbiaðið. HRAFNKELL A. Jónsson var í gær ráðinn skjalavörður Hér- aðsskjalasafnsins á Egilsstöð- um frá 1. júní. Hrafnkell er formaður Verkamannafélags- ins Árvakurs á Eskifirði og er einn frammámanna Sjálfstæð- isflokksins í sinni heimabyggð. Hrafnkell sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann ætti eftir að ráðfæra sig við stjórn Árvakurs um starfs- lok sín en hann hefur gegnt formennsku í féiaginu með litl- um hléum frá 1977, að eigin sögn. „Það er æskilegt fyrir stétt- arfélög að menn verði ekki elli- dauðir í starfi og heppilegt, bæði fyrir mig og félagið að inn komi nýtt fólk,“ segir hann. Hvað stjórnmálaþátttöku áhrærir segir Hrafnkell eftir að koma í ljós hvað mikill tími sé eftir til annarra verka þegar skjalavörslunni sleppir. Auk Hrafnkels sóttu um stöðuna Sigfús Guttormsson kennari á Skjöldólfsstöðum, Sveinn Herjólfsson kennari á Egilsstöðum og Össur Torfa- son starfsmaður Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Sig- urður Óskar Pálsson hefur gegnt starfi skjalavarðar í safninu frá 1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.