Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Áfangaskýrsla um heildarstefnu og nýskipan náms í málmiðngreinum FRETTIR Borgarholtsskóli verði kjamaskóli í máhniðngreinum í ÁFANGASKÝRSLU Stýrihóps málmiðngreina, um heildarstefnu og nýskipan náms í málmiðngreinum, sem skipaður var af menntamálaráð- herra í maí 1994, er lagt ti! að Borg- arholtsskóli íReykjavík verði kjama- skóli í málmiðngreinum. Þar verði einnig boðið upp á meistaranám og iðnfræðinám fyrir málmiðnaðarmenn og tækninámskeið á vegum Fræðslu- ráðs málmiðnaðarins. Þá er lagt til að stofnaðar verði ráðgjafarnefndir við skólann sem í eiga sæti fulltrúar atvinnulífs og skóla. Sveinspróf verði tvískipt Lagt er til að nám í málmiðngrein- um taki 4 ár og skiptist í 2 megin- hluta. Fyrri hluti námsins verði fjög- urra anna sameiginlegt grunnnám fyrir allar málmiðngreinar. Námið fari eingöngu fram í skóla og því ljúki með prófí. Seinni hluti námsins verði tveggja anna sémám í skóla ásamt starfsþjálfun í fýrirtæki. Einnig er lagt til að sveinspróf í málmiðngreinum verði tvískipt. Fyrri hlutinn verði í lok skólanáms en sá síðari í lok seinasta starfsþjálfunar- tímabils. Starfsþjálfun í fyrirtæki verði a.m.k. 15 mánuðir, þar af 6 mánuðir að lágmarki eftir að fyrri hluta sveinsprófs er lokið. Gengið er út frá að tillögumar leiði til betri og markvissari menntunar í einstökum iðngreinum í samræmi við kröfur atvinnulífsins, aukins samstarfs milli atvinnulífs og skóla og aukins hag- ræðis i skólastarfi. í áfangaskýrslunni kemur fram að í upphafí ársins 1996 séu framtíð- arhorfur í málmiðnaði bjartari en að undanfömu, m.a. vegna ýmissa að- gerða atvinnulífs og stjómvalda er verið hafa í undirbúningi um nokk- urt skeið. Miklar annir eru nú hjá fyrirtækjum í greininni og hefur skortur á hæfu vinnuafli þegar gert vart við sig. Bent er á að á vegum iðnaðarráðuneytisins er komin út áfangaskýrsla um mannaflaþörf vegna stóriðjuframkvæmda árin 1996-2002. Þar segir að um mitt ár 1997 munu rúmlega 150 málmiðnað- armenn starfa við byggingu iðjuvers og við orkuframkvæmdir vegna stækkunar Álversins í Straumsvik. Einnig kemur fram að það eru eink- um málmiðnaðarmenn sem kröfur um sérstaka sérhæfingu eru gerðar til og þá í málmsuðu. Ef litið er til áranna fram til 2002 er áætlað í skýrslunni að þörf sé fyrir allt að 800 málmiðnaðarmenn til starfa við iðjuver og orkuframkvæmdir þegar mest verður árið 2001. Sérhæft nám eftir sveinspróf í áfangaskýrslu Stýrihópsins er einnig komið inn á framhaldsnám að loknu iðnnámi, enda megi ljóst vera að málmiðnaðarmenn eru ekki fullnuma við sveinspróf. Sú hæfni og þekking sem málmiðnaðarmaður hefur við sveinspróf sé hins vegar talinn góður grunnur til að byggja á í áframhaldandi námi eða sérhæf- ingu. Gerðar eru tillögur um sérhæft nám eftir sveinspróf og gæti það orðið hluti af faggreinanámi til meistaraprófs. Tækninámskeið Fræðsluráðs málmiðnaðarins gætu einnig verið liður í slíku framhalds- námi. Samnýting sem þessi ætti að hafa betri rekstrargrunvöll en nám- skeiðsframboð sem stendur eitt sér. Hægt er að halda hluta slíkra námskeiða utan höfuðborgarsvæð- isins og er mögulegt að hafa bóklega þætti námskeiða í fjarkennsluformi en verklega hluta þeirra þar sem fullnægjandi aðstæður eru fyrir hendi. Slík framkvæmd myndi geta sparað nokkra fjármuni vegna styttri viðveru meðan á námskeiði stendur, hjá þeim nemendum sem þurfa að sækja nám utan heimabyggðar. Það er mat stýrihópsins að meist- ara- og iðnfræðinám á sviði málmiðn- aðar eigi að fara fram í kjarnaskóla málmiðngreina - Borgarholtsskóla. Þar verði öllu námi í málmiðngrein- um gerð tæmandi skil með fullko- minni aðstöðu til verklegrar kennslu og starfsfólki sem uppfyllir nauðsyn- legar lágmarkskröfur um menntun og hæfni. Lagt er til að Borgarholtsskóli verði þróunarmiðstöð menntunar í málmiðnaði bæði að því er varðar þróun fagþekkingar og kennslufræði greinanna. Stjómendum og starfs- mönnum ber að fylgjast vel með þró- uninni í málmiðnaði hérlendis og á alþjóðavettvangi og laga námið jafn- óðum að þörfum atvinnulífsins á hveijum tíma. Skólinn hafi einnig forgöngu um að þróa með markviss- um hætti námsefni, námsskipan, kennsluaðferðir og námsmat í málm- iðngreinum. Æskilegt er að hann geti aðstoðað aðra framhaldsskóla við þróun þess hluta iðnnáms í málm- iðngreinum sem þeir kenna. Nem- endur eigi þess kost að sækja þá námsþætti í Borgarholtsskóla sem ekki eru kenndir í heimabyggð. Aðrir skólar sem að einhveiju leyti veita menntun á sviði málmiðnaðar eiga að geta leitað til hans um leið- sögn og ráðgjöf m.a. varðandi skipu- lag námsins, námsefni og kennslu- hætti sem og sérstök þróunarverk- efni. Fylgja þarf tillögunum eftir í lokaorðum skýrslunnar segir m.a. að mikilvægt sé að fylgja þess- um tillögum fast eftir og að við taki hópur kennara og fagmanna sem útfæri nánar þær hugmyndir um námsáfanga og markmið sem fram eru settar. Gera þarf áætlun um upphaf náms í málmiðngreinum við Borgarholtsskóla og hvernig þeir nemendur sem þegar hafa hafið nám í málmiðngrein ljúki sínu námi. Einn- ig þarf að huga að hvemig rétt sé að standa að framkvæmd hugmynda um verkaskiptingu milli framhalds- skóla á höfuðborgarsvæðinu. Höskuldur Skarphéðinsson skipherra segir upp störfum eftir tæplega 40 ár hjá Landhelgisgæslunni Hörð gagnrýni á reglugerð um úrvinnslu upplýsinga úr skattskrá Þingmenn krefjast afturköllunar HÖSKULDUR Skarphéðinsson, skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni, hefur sagt upp störfum, eftir tæplega fjörutíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni, vegna óánægju með það hvernig búið er að Gæslunni. Hann segist einn- ig ósáttur við að sami maður gegni starfi sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra og segir að starfsemi Landhelgisgæslunnar hafi goldið fyrir það. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segist hafa átt mjög gott samstarf við Hösk- uld og hann sjái eftir honum úr starfi. Höskuldur sagði að hann hefði horft upp á það að stöðugt drægi úr Landhelgisgæslunni, þ.e.a.s. landhelgisstörfum. Að vísu hefði flugflotinn fengið sitt og vegur hans aukist, en allt sem sneri að landhelgisstörfum, björgunum og eftirliti til sjós hefði setið á hakanum. Sífellt hefði dregið úr fjárveitingum til Gæslunnar, allt frá því að það takmark hefði náðst að færa landhelgina út í 200 milur. Hann væri mjög ósátt- ur við þetta og það vonleysi sem væri framundan. Höskuldur sagði að hins vegar væri hann mjög ósáttur, og það gilti um fleiri, við það hvað dóms- málaráðherra væri hallur undir sjávarútvegsráðherra, en einn og sami maðurinn gegndi báðum embættunum. Allt eftirlit og lög- gæslustörf Landhelgisgæslunnar gyldu fyrir það og það gilti ekk- ert frekar um Þorstein Pálsson en Halldór Ásgrímsson í embætt- Oánægður með hvemig búið er að Gæslunni um sjávarútvegs- og dómsmála- ráðheira. Hann sagði að þetta hefði hríð- versnað eftir að þessi stjórnskip- un var tekin upp. Hann teldi að það hefði verið gert af ásettu ráði að hafa sama mann í báðum þessum embættum, þótt hann gæti ekki sannað það. Áður hefði dómsmálaráðuneytið staðið með Gæslunni, en það gilti ekki leng- ur, og það skipti ekki máli hvort um væri að ræða möskvamæling- ar, veiðileyfi eða hvort Landhelg- isgæslan sannaði í skýrslum að það væri kastað óhemju af fiski. Hann bætti því við að það væri ótrúlegt hvað margir land- helgismenn sýndu mikinn áhuga og vilja til vinnu við þessar kring- umstæður. Höskuldur sagði að hann hefði stefnt að því að vinna næsta ár og öðlast þar með rétt til 70% eftirlauna, en hann gæti ekki búið við þetta lengur og myndi snúa sér að því að finna sér eitt- hvað annað til að hafa fyrir stafni. Farsælt samstarf Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að samstarf sitt og Hösk- uldar hefði verið mjög gott og hann sæi eftir honum úr starfi hjá Landhelgisgæslunni. Hann skildi hins vegar nyög vel að Höskuldur skyldi vilja hætta störfum eftir svo langan starfs- feril hjá Gæslunni. Hafsteinn sagðist ekki vilja tjá sig neitt um þær ástæður sem Höskuldur gæfi upp fyrir upp- sögninni. „Eg vil undirstrika það að okkar samstarf hefur verið mjög farsælt og ég sé eftir hon- um,“ sagði Hafsteinn ennfremur. g] KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 HÖRÐ gagnrýni kom fram í alþing- isumræðu s.l. þriðjudag á reglugerð fjármálaráðuneytis sem bannar hvers konar úrvinnslu á upplýsingum úr álagningar- og skattskrám. „Ef fjármálaráðherrann getur hengt sig á einhvern lagabókstaf í lögum um meðferð og skráningu persónulegra upplýsinga, þá ber þeg- ar í stað að fella þetta ákvæði úr gildi og taka þennan kaleik frá fjár- málaráðherra. Aðalatriðið er að þetta mál verði leiðrétt nú þegar, og eðli- legur aðgangur verði að álagningar- skránni og skattskránni," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir, þingmaður Þjóðvaka. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði, að vegna gagnrýni á reglugerðina hefði hann óskað eftir því að starfsmenn fjármálaráðuneyt- isins, embætti skattstjóra og Tölvu- nefnd ijölluðu um málið. Það voru einkum þingmenn stjórn- arandstöðunnar, sem tóku til máls en Jón Kristjánsson Framsókn- arflokki tók einnig undir það sjónar- mið að það væri ekki gott ef reglu- gerðin kæmi í veg fyrir eðlilegt að- hald með skattsvikum sem birting upplýsinga úr skattskrá veitti. Ræða þyrfti þetta mál sérstaklega í tengsl- um við upplýsingalög sem nú eru til meðferðar á Alþingi. Svavar Gestsson Alþýðubandalagi óskaði eftir utandagskrárumræðu um regiugerðina, sem hann sagði vera ritskoðun að beiðni Verslunar- ráðs íslands, sem hefði snúið sér til ýmissa aðila og beðið um að settar yrðu reglur til að koma í veg fyrir að reiknað verði of mikið á grund- velli upplýsinga í álagningar- og skattskráa. Niðurstaða fjármála- ráðuneytisins hefði verið að setja þessa einstæðu reglugerð. Samkvæmt reglugerðinni er óheimilt að gefa út hvers konar upp- lýsingar úr álagningarskrá. Þó sé heimilt að birta fjölmiðlum upplýs- ingar úr skránni meðan hún liggur frammi á þann hátt sem þær liggja fyrir í skránni. Öll úrvinnsla upplýs- inga úr skránni er óheimil, svo sem útreikningur álagðra gjalda yfir í tekjur, umreikna skatta fyrirtækja yfir í veltu, og einnig er bannað að bera upplýsingar saman milli ára. Þá er bannað að reikna umræddar upplýsingar til núvirðis með vísitölu- reikningi. Tölvunefnd hefur lögsögu Svavar spurði hvenær fjármála- ráðherra ætlaði að fella reglugerðina úr gildi. Friðrik sagði að álagningar- skrá og skattskrá væru persónulegar upplýsingar um fjárhag einstaklinga og samkvæmt lögum fjallaði Tölvu- nefnd um slík mál. Og reglugerð fjár- málaráðuneytisins byggði á bréfi Tölvunefndar frá síðasta ári til ríkis- skattstjóra, þar sem tekið var fram að upplýsingar úr álagningar- og skattskrá mætti aðeins birta á þann hátt sem þær kæmu fyrir í skránum. Úrvinnsla upplýsinga, til dæmis uin- reikningu álagsgjalda yfír í tekjur eða veltufjárhæð, samanburður á milli ára, framreikningur til núvirðis með vísitölureikningi, sé óheimill. Friðrik sagði að líklega myndi engu breyta þótt reglugerðin væri afnumin, því Tölvunefndin hefði vald í málinu og reglugerðin yrði að byggjast á lögum og það væri af- staða Tölvunefndarinnar sem réði. Hann viðurkenndi, að erfitt væri að fara eftir reglugerðinni eða niður- stöðu Tölvunefndar, því ekki væri hægt að banna fólki að reikna og gefa sér forsendur á grundvelli upp- lýsinga sem væru birtar. En afstaða Tölvunefndar byggðist á því að ekki mætti safna saman þessum upplýs- ingum og gefa út sérstakar skrár og selja. Fallegtraðhús á besta stað í austurborginni Fallegt endaraðhús 156 fm á einni hæð ásamt 28 fm bílsk. á rólegum stað innst í botnlanga. Góðar stofur og skjólgóð suðurverönd. 3-4 svefnherb. B*INGHOLTs fasteignasala, Suðurlandsbraut 4a, s. 5680666.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.