Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson FULLTRÚAR á stofnfundi Skólaskrifstofu Vesturlands. Skólaskrifstofa á Vesturlandi Grund - Öll sveitarfélög á Vestur- landi, utan Akranes, gengu frá stofnun á Skólaskrifstofu Vestur- lands í Borgartúni 12. apríl sl. Frá og með 1. ágúst nk. mun Fræðslu- skrifstofa Vesturlands lögð niður en Skólaskrifstofa Vesturlands, sem rekin er alfarið af sveitarfélög- um, taka við. Stofnfundurinn var haldinn á Hótel Borgarnesi og kynnti Þórir Jónsson, formaður undirbúnings- stjómarinnar, endanlegar tillögur um samþykktir fyrir Byggðasam- lag um rekstur Skólaskrifstofu Vesturlands. Samþykktir þessar voru í 12 gr. og 1. gr. er svohljóð- andi: „Sveitarstjórnir þeirra sveitarfé- laga sem undirrita þennan samn- ing hafa ákveðið að stofna Byggðasamlag um rekstur skóla- skrifstofu á Vesturlandi í samræmi við ákvæði IX kafla sveitarstjórn- arlaga nr. 8/1986 um samvinnu sveitarfélaga við framkvæmd ein- stakra verkefna." 2. gr. er svohljóðandi: „Samlagið heitir Byggðasamlag um skólaskrifstofu Vesturlands. Heimili þess og varnarþing er í Borgarnesi.“ Eftir allnokkrar umræður voru samþykktirnar bornar upp og sam- þykktar óbreyttar. Kjörin var stjórn Skólaskrifstofunnar, en hana skipa: Guðjón Petersen, Snæ- fellsbæ, formaður, Trausti Bjarna- son, Dalabyggð, Guðmundur Guðmarsson, Borgarbyggð, Ólafur H. Sverrisson, Stykkishólmi, og Ríkharð Brynjólfsson, Andakíls- hreppi. I varstjórn eru: Björg Ag- ústsdóttir, Grundarfirði, Svanur Guðmundsson, Eyrar- og Mikla- holtshreppi, Sæmundur Kristjáns- son, Saurbæjarhreppi, Sigrún Sím- onardóttir, Borgarbyggð, og Mar- inó Tryggvason, Skilmannahreppi. Rúmlega 2.000 stiga skor í körfubolta PILTARNIR í 10. flokki Ung- mennafélagsins Skallagríms í körfubolta léku nýlega körfu- bolta stanslaust í heilan sólar- hring. Tilefnið var fjáröflun vegna væntanlegrar keppnis- ferðar til Noregs í sumar. Fjár- öflunin gekk mjög vel og stiga- skorið fór samtals í rúmlega 2.000 stig. Piltarnir voru furðu hressir eftir allan þennan leik- tíma er þeir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins, ásamt Sveinbirni Sigurðssyni, þjálfara sínum. Ekki verði dregið úr umsvifum Húsavik - Deild starfsfólks í heilbrigðisþjónustu innan Verkalýðsfélags Húsavíkur samþykkti á síðasta fundi sín- um eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur deildar starfs- fólks í heilbrigðisþjónustu inn- an Verkalýðsfélags Húsavíkur haldinn 11. apríl 1996 skorar á stjórnvöld, þingmenn kjör- dæmisins og stjórnendur Sjúkrahússins á Húsavík að vinna að því að efla starfsemi Sjúkrahússins og Heilsugæslu- stöðvarinnar til muna. Fundurinn . hafnar öllum hugmyndum sem miða að því að dregið verði verulega úr umsvifum Héraðssjúkrahús- anna á landsbyggðinni þar með talið Sjúkrahús Húsavíkur. Með því að draga úr umsvif- um Sjúkrahússins á Húsavík er verið að stíga stórt skref aftur á bak í heilbrigðisþjón- ustu og öryggi íbúa á þessu svæði sem telur um 4.000 íbúa. Endurbótum á samkomu húsinu lokið Garði - Undanfarna mánuði hafa staðið yfir endurbætur á samkomuhúsinu og er þeim nú nær lokið. í tilefni þessa bauð vertinn, Jóhann Þorsteinsson og eiginkona hans, Sigurbjörg H. Bjarnadóttir, hreppsnefndinni í kaffi sl. mánudag. Miklar endurbætur hafa farið fram á eldhúsi hússins sem nú stenzt allar kröfur heilbrigðis- eftirlits, húsið málað og keypt inn í það ný húsgögn sem kost- uðu um 1,5 milljónir kr. Tekur húsið nú um 215 manns í sæti. Jóhann og kona hans hafa húsið á leigu til ársloka. Stefnt er að því að hafa hlaðborð alla sunnudaga í sumar fyrir ferða- og heimamenn. föstudagskvöld GEIRMUNDUR VALTÝSSON ÁSAMT HLJÓMSVEIT Morgunblaðið/Theodór lilboð í Kjarakaupum Pottasettt 3 st Ryðfrítt stál, 18/8 með glerloki, gufuventli og þreföldum botni. Stærðir: 1,8 1,2,41,3,' Áður 3.850 ■; - í-t v -f'"" ■ 'í P-— i S.. ' Örbylgjuofn 22 Itr. m. snúningsdiski 850w Áður 16.998 J 3.700 Halogensett í innréttingar og loft, 12 wött Þrír kastarar 20 wött. Snúra og spennurbreytir. Casin kaffivél 1,1 lítra, 750 wött. Áður 2.200 nu Áður 20.990 nu 14.998 Kjarakaupi Lógmúlo 6, simi 568-4910 Óseyri 4, Akureyri, simi 462-4964. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.