Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 21 ERLENT Friðartilraunir vegna átaka ísraela og Hizbollah Vonast eftir árangri í vikulok Jerúsalem, Beirút, París. Reuter. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísrael, sagði í gær að árásum á stöðvar Hizbollah-skæruliða í suð- urhluta Líbanon yrði haldið áfram en viðurkenndi að óliklegt væri að þær myndu leiða til þess að eld- flaugaárásum á ísrael linnti á næstu dögum. ísraelskir embættis- menn drógu í efa að tilraunir Bandaríkjamanna til að koma á { vopnahléi milli ísrael og Hizbollah færu að bera árangur fyrr en undir lok vikunnar. Heimildir innan ísraelska stjórn- kerfisins herma að ekki sé lengur talið raunhæft að ná víðtæku sam- komulagi um vopnahlé og í stað þess sé stefnt að því að útvíkka munnlegt samkomulag er komst á fyrir tilstuðlan Bandaríkjastjórnar eftir að átök brutust síðast út á landamærum Líbanon og ísrael árið 1993. ísraelar gerðu lítið úr tilraun- um Frakka til að miðla málum og sögðu að þeir litu á Bandaríkja- stjóm sem eina sáttasemjarann í deilunni. Ellefu þúsund sprengjukúlur ísraelar hafa undanfarna viku skotið ellefu þúsund sprengjukúlum og herþotur þeirra farið í þúsund árásarferðir yfir Líbanon. Sprengjuárásum var haldið áfram í gær og Hizbollah-skæruliðar svör- uðu með því að skjóta eldflaugum á norðurhluta ísrael. Heimildir herma að Sýrlendingar líti svo á að hinn óbeini stuðningur við Hizbollah sé tromp sem þeir ætli að spila út í tvíhliða friðarvið- ræðum við ísrael er hefjast á ný þann 29. maí. Að mati ísraela gætu Sýrlendingar, sem hafa 35 þúsund hermenn í Líbanon, hæglega komið böndum á Hizbollah-samtökin æski þeir þess. Reuter ISRAELAR hafa boðið miklum fjölda barna frá suðurhluta Líban- ons að dveljast í sumarbúðum í Israel vegna átakanna við hiz- bollah-skæruliða í Líbanon. Myndin var tekin er börnin komu yfir ísraelsku landamærin i gær með ísraelska og líbanska fána. Vestrænir hernaðarsérfræðingar segja að hernaðaraðgerðir ísraela hafí lítil áhrif haft á starfsemi Hiz- bollah og hafi ekki orðið til að ein- angra samtökin gagnvart líbönsk- um stjórnvöldum. Hizbollah hafnaði í gær tillögum Bandaríkjastjórnar frá því á þriðju- dag, sem eru á svipuðum nótum og samkomulagið frá 1993, og hvatti liðsmenn sína til áframhald- andi árása. Sögðu forystumenn í Hizbollah að Bandaríkjamenn væru ekki siðferðislega færir um að miðla málum vegna náinna tengsla við ísrael. Faris Bouez, utanríkisráðherra Líbanons, sagði hins vegar ekki útilokað að Líbanir myndu sættast á bandarísku tillögurnar yrðu gerð- ar á þeim breytingar. Hervé de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, hélt í gær áfram tilraunum til að miðla málum í deil- unni. Franskir embættismenn sögðu tillögur hans vera mjög áþekkar tillögum Bandaríkjamanna og að viðræður hans við Ehud Bar- ak, utanrikisráðherra ísrael, hefðu verið „gagnlegar en erfiðar“ sem á máli diplómata þýðir að þeim hafi lent saman. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins neitaði því að tog- streita væri milli Bandaríkjamanna og Frakka og sagði að Bandaríkja- stjórn styddi tilraunir de Charettes heilshugar. Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema. BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur IV, 1 ‘ PáStkJ ' Handhafar Evrópu gæðaverðlaunanna 1994 og 1995 Nýttu þér frábært tilboð frá BIODROGA núna: | HREINSIMJÓLK...300 ml................1.365 kr. HREINSIVATN.........300 ml...........1.365 kr. Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Ingólfsapótek, Kringlunni; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Vöruhús KEA, Akureyri; Hilma, Húsavík; Cleopatra, Egilsstöðum; SIEMENS Sérstök afsláttarkjör Laugardaginn 20. apríl verður opið frá kl. 10 Vorsýning -16 Við bjóðum ykkur velkomin í verslun okkar að Nóatúni 4. Við verðum með ýmis tæki á sérstöku tilboðsvérði í tilefni dagsins. á hinum glæsilegu Siemens heimílistækjum sem allir vilja - og geta eignast. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 Sími 511 3000 Heitt á könnunni - gjörið svo vel! Látíð sjá ykkur og njótið dagsins með okkur, m tx UJ N >- X J Einkaumboö fyrir Siemens á íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.