Morgunblaðið - 18.04.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 18.04.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 21 ERLENT Friðartilraunir vegna átaka ísraela og Hizbollah Vonast eftir árangri í vikulok Jerúsalem, Beirút, París. Reuter. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísrael, sagði í gær að árásum á stöðvar Hizbollah-skæruliða í suð- urhluta Líbanon yrði haldið áfram en viðurkenndi að óliklegt væri að þær myndu leiða til þess að eld- flaugaárásum á ísrael linnti á næstu dögum. ísraelskir embættis- menn drógu í efa að tilraunir Bandaríkjamanna til að koma á { vopnahléi milli ísrael og Hizbollah færu að bera árangur fyrr en undir lok vikunnar. Heimildir innan ísraelska stjórn- kerfisins herma að ekki sé lengur talið raunhæft að ná víðtæku sam- komulagi um vopnahlé og í stað þess sé stefnt að því að útvíkka munnlegt samkomulag er komst á fyrir tilstuðlan Bandaríkjastjórnar eftir að átök brutust síðast út á landamærum Líbanon og ísrael árið 1993. ísraelar gerðu lítið úr tilraun- um Frakka til að miðla málum og sögðu að þeir litu á Bandaríkja- stjóm sem eina sáttasemjarann í deilunni. Ellefu þúsund sprengjukúlur ísraelar hafa undanfarna viku skotið ellefu þúsund sprengjukúlum og herþotur þeirra farið í þúsund árásarferðir yfir Líbanon. Sprengjuárásum var haldið áfram í gær og Hizbollah-skæruliðar svör- uðu með því að skjóta eldflaugum á norðurhluta ísrael. Heimildir herma að Sýrlendingar líti svo á að hinn óbeini stuðningur við Hizbollah sé tromp sem þeir ætli að spila út í tvíhliða friðarvið- ræðum við ísrael er hefjast á ný þann 29. maí. Að mati ísraela gætu Sýrlendingar, sem hafa 35 þúsund hermenn í Líbanon, hæglega komið böndum á Hizbollah-samtökin æski þeir þess. Reuter ISRAELAR hafa boðið miklum fjölda barna frá suðurhluta Líban- ons að dveljast í sumarbúðum í Israel vegna átakanna við hiz- bollah-skæruliða í Líbanon. Myndin var tekin er börnin komu yfir ísraelsku landamærin i gær með ísraelska og líbanska fána. Vestrænir hernaðarsérfræðingar segja að hernaðaraðgerðir ísraela hafí lítil áhrif haft á starfsemi Hiz- bollah og hafi ekki orðið til að ein- angra samtökin gagnvart líbönsk- um stjórnvöldum. Hizbollah hafnaði í gær tillögum Bandaríkjastjórnar frá því á þriðju- dag, sem eru á svipuðum nótum og samkomulagið frá 1993, og hvatti liðsmenn sína til áframhald- andi árása. Sögðu forystumenn í Hizbollah að Bandaríkjamenn væru ekki siðferðislega færir um að miðla málum vegna náinna tengsla við ísrael. Faris Bouez, utanríkisráðherra Líbanons, sagði hins vegar ekki útilokað að Líbanir myndu sættast á bandarísku tillögurnar yrðu gerð- ar á þeim breytingar. Hervé de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, hélt í gær áfram tilraunum til að miðla málum í deil- unni. Franskir embættismenn sögðu tillögur hans vera mjög áþekkar tillögum Bandaríkjamanna og að viðræður hans við Ehud Bar- ak, utanrikisráðherra ísrael, hefðu verið „gagnlegar en erfiðar“ sem á máli diplómata þýðir að þeim hafi lent saman. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins neitaði því að tog- streita væri milli Bandaríkjamanna og Frakka og sagði að Bandaríkja- stjórn styddi tilraunir de Charettes heilshugar. Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema. BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur IV, 1 ‘ PáStkJ ' Handhafar Evrópu gæðaverðlaunanna 1994 og 1995 Nýttu þér frábært tilboð frá BIODROGA núna: | HREINSIMJÓLK...300 ml................1.365 kr. HREINSIVATN.........300 ml...........1.365 kr. Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Ingólfsapótek, Kringlunni; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Vöruhús KEA, Akureyri; Hilma, Húsavík; Cleopatra, Egilsstöðum; SIEMENS Sérstök afsláttarkjör Laugardaginn 20. apríl verður opið frá kl. 10 Vorsýning -16 Við bjóðum ykkur velkomin í verslun okkar að Nóatúni 4. Við verðum með ýmis tæki á sérstöku tilboðsvérði í tilefni dagsins. á hinum glæsilegu Siemens heimílistækjum sem allir vilja - og geta eignast. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 Sími 511 3000 Heitt á könnunni - gjörið svo vel! Látíð sjá ykkur og njótið dagsins með okkur, m tx UJ N >- X J Einkaumboö fyrir Siemens á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.