Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Þau sem telja að auðvelt að Þau sem telja íþróttaaðstöðu
komast á íbróttasvæði í hverfinu aóða
Folda- Langh,- Haga- Garða- Holta- Akur- Folda- Langh,- Haga- Garða- Holta- Akur-
Breiðh. Álftam,- skóli skóli skóli eyri Breiðh. Álftam.- skóli skóli skóli eyri
skólar Æfingask. skólar Æfingask.
Áhrif umhverfis á
íþróttaiðkun stúlkna
VELTA má þeirri spurningu
fyrir sér hvort íþróttaaðstaða hald-
ist í hendur við íþróttaiðkun eða
hvort áhugi iðkenda fyrir íþróttum
sé svo mikill að litlu máli skipti
hversu aðstaða til íþróttaiðkunar
sé góð.
Einnig getur verið miserfitt fyr-
ir unglinga að komast á þann stað
sem þeir stunda íþrótt sína og það
getur haft áhrif á iðkunina. (Úr
niðurstöðum könnunarinnar,
RUM). í skýrslunni má sjá að
aðstaða og umhverfi hefur mun
meira að segja fyrir stúlkur en
pilta á þátttöku í íþróttum, sem
kemur fram í minni íþróttaiðkun
þeirra. Þar sem þær telja aðstöðu
-kjarni málsins!
til iðkunar góða er
þátttaka meiri, heldur
en þar sem þær töldu
aðstöðuna lélega.
Meirihluti nemend-
anna taldi að auðvelt
væri að komast á
íþróttasvæði hverfis-
ins eða allt að 71%.
Fleiri piltar en stúlkur
voru í þeim hópi. E.t.v.
er skýringin sú að til-
boð hjá íþróttafélag-
inu í hverfinu henta
piltunum betur og eins
og áður segir er þátt-
taka stúlkna minni í
heildina. Þama mátti
íþróttaaðstaðan, segir
Ingveldur Bragadótt-
ir, er breytileg eftir
hverfum.
sjá greinilegan mun á milli hverfa
sem skýrist væntanlega af því að
aðstaðan er mismunandí sem í
boði er og mismunandi hvaða
greinar íþrótta eru í boði. Þegar
talað er um aðstöðu er m.a. átt
við umhverfi, búningsaðstöðu, æf-
ingatíma svo og aðbúnað í mótum.
Á súluriti má sjá
hve aðstaðan er
breytileg eftir hverf-
um.
Með tilliti til þess
hve mismunur er mik-
ill milli kynja um mat
þeirra á aðstöðu má
líta á búningingsað-
stöðu. Stúlkur gera
kröfur til þeirrar að-
stöðu, samanber í lík-
amsræktarstöðvum
þar sem hún er yfir-
leitt góð. Algengt er
þegar stúlkur hætta
íþróttaiðkun í íþrótta-
félögum að þær snúi
sér að þolfimi. Það er ekkert nema
gott um það að segja, nema hvað
mörgum þeirra sem hafa verið í
keppnisgreinum finnst vanta meiri
tilbreytingu þegar til lengri tíma
er litið. Æskilegt er að þær eigi
þess kost að halda áfram íþróttaá-
stundun þar sem þjálfun svipar til
fyrri þjálfunar, t.d. skipti um
íþróttagrein. Stúlkur sem eru enn
í grunnskóla eru í góðu formi til
þess að stunda íþróttir af kappi.
Höfundur er verkefnisstjóri hjá
ÍSÍ um „Brottfall stúlkna úr
íþróttum".
IngveldUr
Bragadóttir
VERÐLAUNAVELIN
I^iicron
Samkvæmt prófun PC WORLD sem birtist
í apríi blaði Tölvuheims um 10 bestu
einkatölvur heims, er MICRON með fjórar,
Dell fjórar, HP eina og Digital eina.
Ef þú getur fengið það besta, af hverju að
sætta sig við minna?
199.
fiTiTil
s t a ð g r e i t t
PowerStation Pentium 100
Minni: 8 MB EDO RAM.1.0 GB harður diskur, Enhanced IDE. 6X hrada geisladrif,
16 bita CreativeLabs hljóðkort, tveir hátalarar. 15" litaskjár, 0,28 punktastærð, stafrænn. 2 MB/EDO, Diamond Stealth 64 Video
skjákort, lyklaborð 104 hnappa, MS mús. Windows 95. uppsett. MS Works 95.
Einnig Power Station 133 og Millennia 166 til afgreiðslu strax.
Sérpöntum einnig vélar samkvæmt óskum hvers og eins. Láttu drauminn rætast um vélina sem þig hefur alltaf langað í!
VISA, EUR0, GLITNIR
Tölvu-Pósturinn
Hámarksgæði • Lágmarksverð
GLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600 FAX: 533 4601
Windows 95
Bætt líðan gigt-
arsjúklinga
TILEFNI þess að
ég sest niður og skrifa
nokkrar línur til
stuðnings gigtarsjúkl-
ingum er sá mikli
árangur sem ég hef
náð með því að stunda
svokallaða sjálfshjálp,
sem ég kynntist í grein
í riti Gigtarfélags ís-
lands, og nefnist
„Gigtin“ og birtist í
1. tölubl. 1993. Þeir
sem höfðu bætt heil-
brigði sitt sögðust
hafa meiri stjórn á ein-
kennum sínum á með-
an þeir sem ekki höfðu
bætt heilbrigði sitt,
sögðu að ekkert væri hægt að
gera við gigtinni og þess vegna
óþarfi að reyna.
Sjálfhjálp mín felst í því að ég,
eftir mikla leit, var svo heppin að
kynnast æfingabekkjunum í Ár-
múla, sjö bekkja æfingakerfinu
sem svo er kallað. Til að ná eyrum
sem flestra, sem haldnir eru lang-
varandi sjúkdómum í stoðkerfi lík-
amans, ákvað ég að skrifa grein
og koma henni á framfæri þar sem
almenningur gæti haft not af.
LítiII skilningur
Tryggingastofnunar
Til nokkurra ára hef ég verið
með svokallaða slit- og vefjagigt
(vöðvagigt). Fyrst eftir að sjúk-
Sameiginlegt var með
öllum þessum einstakl-
ingum, segir Björk
Gunnarsdóttir, að
árangur æfinga var lík-
astur kraftaverki.
dómurinn greindist hafði ég svo
skerta hreyfigetu að ég vart gat
hreyft höfuð og handleggi, kvölin
var svo sterk í hándleggjunum frá
öxl og niður á olnboga að læknar
fundu ekki hvað að gekk í fyrstu.
Allar leiðir voru reyndar - mest
hef ég verið hjá sjúkraþjálfurum -
sótt sund, reynt leikfimi, bæði
vatnsleikfimi og venjulega leikfimi
en þurft að hætta vegna verkja
þangað til ég k«/nntist æfinga-
bekkjunum. í mars 1990 fór ég
fyrst í sjö bekkja æfingakerfið og
var þar í þrjá mánuði. Þar uppgöt-
vaði ég hversu mjög allir bekkirnir
til samans hjálpa mér að liðkast
og ná hreyfigetunni. Um þetta leyti
hafði ég samband við sjúkraþjálf-
ara, sem ég hafði verið hjá en starf-
ar hjá Gigtarfélagi íslands, og
sagði henni frá þessum árangri
mínum í sjö bekkja æfingakerfinu
og bað hana að athuga hvort
tryggingarnar myndu greiða fyrir
mig, eins og um sjúkraþjálfun
væri að ræða. Allt færi þetta eins
fram í gegnum lækni minn eins
og gert er, þegar um sjúkraþjálfun
er að ræða. Sjúkraþjálfarinn at-
hugaði þetta fyrir mig, henni var
ljós þessi mikli árangur sem náðst
hafði en gaf mér síðan að lokum
það svar að um slíkar greiðslur
væri ekki að ræða. Hversu ótrúlegt
sem það kann að hljóma, þá greiða
tryggingar allan kostnað af með-
ferð hjá sjúkraþjálfara en ekki
vegna sjálfshjálpar sem þessarar.
Ekki er ólíklegt að með stefnu-
breytingu í þessum efnum mætti
spara umtalsverðar fjárhæðir.
Frá mars 1994 og þar til í
nóvember, í heil 48 skipti, leitaði
ég til sjúkraþjálfara og var afar
ánægð með árangur minn, enda
hæft fólk í hvetju rúmi hjá Sjúkra-
þjálfun Gigtarfélags
Islands. Var ég stað-
ráðin í að nú skyldi ég
halda ótrauð áfram í
sjálfshjálp minni. Ég
keypti mér hvert
þriggja mánaða kortið
í bekkina á eftir öðru
og þvílík líðan, mér
fannst ég næstum
geta flogið en fjár-
hagsaðstoð fékk ég
enga.
I þessu sambandi er
rétt að glugga í
skýrslu sjúkraþjálfara
um líðan mína í mars
1994; „verkir í öxlum,
verkir í herðum, og í
hálsi, baki - á erfitt að standa upp
af stól ef um einhverja setu hefur
verið að ræða...“
Einstakar aðferðir
í eitt og hálft ár hef ég stundað
sjö bekkja æfingakerfið og í allan
þann tíma hef ég ekki fengið neina
meðferð eða þjálfun hjá sjúkra-
þjálfara. Með þessu hef ég stundað
fulla vinnu og er meðvituð um gigt
mína, hún hefur ekkert breyst.
Tilgangur minn með þessum skrif-
um er að láta fólk, sem eins er
ástatt um, vita af þessu.
í leit minni að öllu því, sem
gæti gert þessa grein mína sem
best úr garði, leitaði ég álits nokk-
urra kvenna sem hafa stundað sjö
bekkja æfingakerfið og ber öllum
saman um þau miklu áhrif sem
bekkirnir hafa haft til batnaðar.
Allar þessar konur voru með lang-
varandi sjúkdóma, ein var með
psoriasisgigt og var hún illa haldin
í fjögur ár þangað til hún kynntist
æfingabekkjaleikfiminni, önnur
var parkinsonssjúklingur og enn
önnur lúpussjúklingur. Allir þessir
einstáklingar áttu það sameigin-
legt að árangur var líkastur krafta-
verki. Að sjálfsögðu voru einnig
margir þarna sem enga sjúkdóma
höfðu og höfðu það eitt að markm-
iði að fá sem bestar æfingar út
úr leikfiminni. Það sem gerir æf-
ingarnar úr bekkjunum svo áhrifa-
miklar er að þeir bjóða upp á þægi-
lega leið til að styrkja og liðka lík-
amann án þess að ofreyna vöðva
og fá harðsperrur. Þetta er vegna
einstaks samblands af líkams-
hreyfingum og síendurteknum æf-
ingum, þar sem vöðvarnir eru
spenntir, án þess að lengd þeirra
breytist, og geta bekkirnir sjö
styrkt og liðkað mismunandi hluta
líkamans. Auknar birgðir súrefnis
og bætt blóðstreymi hjálpa til að
losa um vöðvabólgu, bakverk svo
og aðra álagssjúkdóma.
„Gerum sjúklinginn að sérfræð-
ingi“ er hugmynd bandarískrar
hjúkrunarkonu, Kate Lorig, að
nafni. Þeim fjölgar stöðugt, sem
fá langvinna sjúkdóma og heil-
brigðiskerfið er ekki í stakk búið
að takast á við öll þau vandamál
sem langvarandi sjúkdómi fylgir.
Þvi er það grundvallarregla að
sjúklingar geti hjálpað hver öðrum
og stytt þá leiðina í sjálfleit til
betra lífs.
Forvarnir eru lykill að
góðri heilsu
Að endingu vildi ég gera orð
formanns norska gigtarfélagsins á
gigtarráðastefnu sem haldin var í
Kaupmannahöfn - Reuma 93, að
mínum þar sem hann stakk upp á
því að neytendurnir (þ.e.a.s. sjúkl-
ingarnir) haldi innreið sína í hin
læknisfræðilegu virki. Að sjúkling-
ar með gigt fari að fræða heilbrigð-
isstéttina um sjúkdóminn. Gigtar-
sjúklingar hafa reynsluna.
Höfundur er fulltrúi.
Björk
Gunnarsdóttir.