Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Digraneskirkja Messe Solenn- elle eftir Rossini LISTIR NEMENDUR Nýja tónlistarskólans flytja Messe Solennelle eftir G. Ross- ini í Digraneskirkju, sunnudaginn 21. apríl kl. 16. í kynningu segir: „Segja má að sé að bera í bakkafullan lækinn að flytja þessa messu aðeins fáum vik- um eftir að hún var flutt í Langholts- kirkju og þá af kór kirkjunnar. En stefna söngdeildar Nýja tónlist- arskólans hefur verið að færa árlega upp krefjandi verkefni með nemend- um söngdeildarinnar, síðast var það Töfraflauta Mozarts í Tjarnarbíói og messa Rossinis var ákveðin áður en vitað var um fyrirhugaðan flutn- ing í Langholtskirkju. En spngdeild skólans er vitanlega þakklát kór Langholtskirkju fyrir allar kynning- ar í fjölmiðlum á messu Rossinis og vonar að ágætur flutningur í Lang- holtskirkju komi flutningi Nýja tón- listarskólans til góða hvað aðsókn snertir. Fimmtán einsöngvarar Messan er jú skrifuð fyrir fjóra einsöngvara, kór, píanó og harmon- ium. Fimmtán einsöngvarar koma fram í flutningi Nýja tónlistarskól- ans, en einsöngshlutverkunum er skipt niður á fimmtán söngvara og m.a. eru sum kóratriðin syngin af fjórum einsöngurum, sem gefur flutningnum annað yfirbragð. Kór- inn er vitanlega miklu fámennari en var í flutningi Langholtskirkjukórs- ins, en fámennur kór er nær því upprunalega, því Rossini mun hafa haft mjög fámennan kór í huga þeg- ar hann skrifaði messuna. Þegar vitnaðist um flutning Lang- holtskirkjukórsins á messunni var ákveðið að nota hljómsveitarútgáf- una í flutningi Nýja tónlistarskólans til þess að fá þá algjörlega nýja mynd af messunni, en í þeim bún- ingi var messan fyrst flutt opinber- lega og þá á fæðingardegi Rossinis 28. febrúar 1869, en hann var fædd- ur á hlaupársdag. Af undarlegri til- viljun bárust aldrei allar hljómsveit- amóturnar til landsins, hvort sem Rossini sjálfur hefur átt einhvern hlut þar að máli eða ekki, en hljóm- sveitarútgáfan hefur líklega ekki verið Rossinis hjartans mál. En þar sem ýmsu er umturnað í flutningn- um frá því sem Rossini skrifar, ætl- um við einnig að breyta til með harmoníið og nota í staðinn hið nýja og ágæta íslenska orgel kirkjunnar." Einsöngvararnir sem fram koma á tónleikunum stíga allir fram úr röðum kórsins en þeir eru Guðrún H. Stefánsdóttir sópran, Valgerður Ólafsdóttir alt, Óskar Sigurðsson tenór, Valdemar Hilmarsson bassi, Katla Rannversdóttir sópran, Helena Fredriksen alt, Örn Arnarsson te- nór, Garðar H. Friðjónsson bassi, Jónas Steinsson tenór, Þorvaldur Þorvaldsson bassi, Ásthildur Bern- harðsdóttir sópran, Þorsteinn Lange tenór, Þráinn Sigurðsson tenór, Margrét Halldórsdóttir alt og Ósk Ingadóttir sópran. Píanó- og orgelleik sjá tveir kenn- arar skólans um, þau Krystyna Cort- es og Jónas Sen. Stjómandi er Ragn- ar Björnsson. Aðgangseyrir er 300 kr. en nem- endur sem sýna skólaskírteini þurfa ekki að greiða aðgangseyri. NEMENDUR á æfingu. Morgunblaðið/Ásdls TRIO Borealis ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. HVAÐ eiga Caput-hópurinn, Trio Borealis, Sjón, Einar Már Guð- mundsson, Sigurður Bragason og Sinfóníuhljómsveit íslands sam- eiginlegt? Jú, allt þetta ágæta fólk hefur eða mun koma fram á næstunni á Kaupmannahafnar- svæðinu innan hinnar víðfeðmu dagskrár menningarborgarinnar Kaupmannahafnar, svo íslensk menning stingur nyög upp kollin- um hér þessar vikurnar. Caput-hópurinn spilaði íslensk og dönsk verk hér nýlega í tón- leikaröð, sem danska tónskálda- félagið hélt í Den anden Operá, en svo kallast félagsskapur, er komið hefur sér fyrir í húsa- kynnum rétt fyrir ofan Illum í hliðargötu frá Kaupmangara- götu. Þarna komu fram ýmsir þekktir tónlistarmenn, sem leggja fyrir sig samtímatónlist og þá ekki undarlegt að Caput- hópurinn væri kallaður til, því hann hefur þegar getið sér orð víða fyrir flutning sinn bæði á tónleikum og plötum. Ef marka má að þeim hópum fer fjölg- andi, sem leggja fyrir sig sam- tímatónlist, er enginn vafi á vax- andi áhuga á samtímatónlist og meira en ánægjulegt að íslend- ingar skuli einnig eiga hóp, sem eingöngu sinnir henni. Um miðjan apríl kom Sigurð- ur Bragason söngvari fram á tvennum tónleikum í tónleika- röð, sem haldin er í kirkjum víðs vegar um Stór-Kaupmanna- hafnarsvæðið. Hinn 14. apríl söng hann á Helsingjaeyri og Caput, Borealis, Sjón, SÍ og fleira... hinn 16. apríl í Kristskirkju á Vesturbrú i Kaupmannahöfn. Undirleikari hans er Vovka As- hkenazy, en þeir hafa starfað saraan um hríð og meðal annars gefið út geisladisk með sönglög- um úr austri og vestri. Trio Borealis spilaði hér á fyrstu tónleikunum, sem haldnir voru í Arken, nýja danska sam- tímalistasafninu fyrir sunnan Kaupmannahöfn. Þar voru á ferðinni Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Richard Talkowsky sellóleikari og með þeim spilaði einnig Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. í umsögn í Politiken lofaði tónlist- argagnrýnandinn flutninginn í hástert. Sigrún Eðvaldsdóttir verður einnig einleikari með Sinfóníu- hljómsveitinni á tónleikum hér sunnudaginn 21. apríl í Tívolí- salnum undir stjórn Osmo Vanska. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð, þar sem erlendar sinfóníuhljómsveitir spila. Á verkefnaskránni er forleikur Jóns Leifs að Galdra-Lofti, fiðlu- konsert Sibeliusar og 2. sinfónía Rachmaninoffs. Tónleikarnir hafa verið vel auglýstir og með- al annars vitnað í umsögn BBC Music Magasine, sem hefur sagt um hljómsveitina að hún sé ein þeirra bestu í Evrópu og umsögn New York Times frá í febrúar um að frumraun hljómsveitar- innar í Carnegie Hall hafi verið stórfengleg. Bókmenntirnar gleymast ekki á menningarárinu og í lok apríl verður ljóðahátíð í Hróarskeldu, sem einnig tengist menningarár- inu, enda bærinn hluti af lestar- neti höfuðborgarinnar, ef ekki annað. Þarna koma ljóðskáld og lesa verk sín og þá einnig Einar Már Guðmundsson og Sjón. Ein- ar Már hefur lengi verið kunnur meðal danskra bókmennta- áhugamanna, en með Norður- landaráðsverðlaununum náði hann út fyrir þröngan hóp fagur- kera. Það sem er ánægjulegt er ekki aðeins að þetta ágæta listafólk komi hingað og gleðji með list sinni, heldur að allir þessir lista- menn koma fram innan ramma vel kynntra og vel sóttra dag- skráratriða. Sinfóníuhljómsveit íslands flytur verk eftir Mozart og Rachmaninoff í kvöld „Það sem mér lig’gnr á hjarta“ SINFÓNÍUHUÓMSVEIT Is- lands efnir til tónleika í Háskóla- bíói í kvöld kl. 20. Á efnisskrá er Píanókonsert nr. 21 K.467 eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Sinfónía nr. 2 eftir Sergei Rachmaninoff. Einleikari verður rússneski píanóleikarinn Alexei Lubimov en tónsprotinn verður í höndum Osmo Vánská. í kynningu segir: „Alexei Lub- imov er án efa einn fremsti píanó- leikari heimsins í dag. Hann fædd- ist í Moskvu og hlaut þar sína tónlistarmenntun. Lubimov kvaddi sér fyrst hljóðs sem flytj- andi nútímatónlistar og frumflutti hann í Sovétríkjunum verk eftir m.a. Boulez, Stockhausen, Schnittke o.fl. Hann var aðal- hvatamaður að stofnun Alterna- tiva-tónlistarhátíðarinnar í Moskvu. Framan af fékk Lubimov ekki að koma fram utan Sovétríkj- anna og notaði hann þá tímann og lagði stund á flutning tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. I því skyni stofnaði hann Kammerakadem- ALEXEI Lubimov píanóleikari. íuna í Moskvu. Frá árinu 1987 hefur Lubimov verið á stöðugum tónleikaferðum um heiminn. Nú tekur að líða að starfslokum Osmo Vánská sem aðalhljómsveit- arstjóra SI, en hann lætur af störf- um sem slíkur í lok júní nk. Auk þess að vera aðalstjórandi SÍ hef- ur hann verið aðalhljómsveitar- stjóri sinfóníuhljómsveitarinnar í Lahti í Finnlandi. Næsta haust mun hann taka við stöðu aðal- hljómsveitarstjóra skosku BBC- hljómsveitarinnar í Glasgow. í hamingjuleit Á árunum 1782 til 1786 samdi Mozart ekki færri en 13 píanó- konserta. Sennilega hafa aldrei í tónlistarsögunni verið samdir jafn margir ágætir píanókonsert- ar á jafn skömmum tíma. Árið 1782 sagði Mozart stöðu sinni í Salzburg lausri og hélt til Vínar í hamingjuleit, en þar átti hann mikilli velgengni að fagna um þær mundir. Hann var eftirsóttur og vinsæll einleikari sem ýmist hélt sjálfur tónleika eða kom fram á tónleikum annarra listamanna og stundum í samkvæmum tignarfólksins í Vín. Píanókonsert nr. 21 var frumfluttur af tón- skáldinu í Borgarleikhúsinu í Vín í mars 1785 og hlaut hinar bestu viðtökur. „Þegar ég sem tónlist reyni ég ekki að vera frumlegur, róm- antískur, þjóðlegur eða nokkuð sérstakt. Eg færi á nótnablaðið þá tónlist sem hljómar innra með mér. Ég er rússneskt tónskáld og föðurland mitt hefur haft áhrif á skaplyndi mitt og viðhorf. Það eina sem ég leitast við í mínum tónsmíðum er að tjá það sem mér liggur á hjarta.“ Þannig mælti tónskáldið Sergei Rachmaninoff. Tónverk hans hafa alla tíð notið mikillar almenningshylli, þótt fræðimenn hafi haft meiri fyrir- vara á tónsmíðum hans. Rach- maninoff samdi m.a. fjóra píanó- konserta, fjórar óperur og þrjár sinfóníur, en það er sinfónía nr. 2 sem leikin verður að þessu sinni. Sinfónían sem frumflutt var í Sankti Pétursborg í janúar 1908 undir stjórn höfundar hefur síðan orðið eitt vinsælasta verk hans.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.