Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
MINNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Stefán Hall-
dórsson fæddist
í Garði í Mývatns-
sveit 21. apríl 1905.
Hann lést á heimili
sínu 30. mars síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Akureyrarkirkju 9.
apríl.
Það verða ætíð mikil
þáttaskil í lífi fólks er
ástvinir og nánir vinir
deyja. Engum kom það
þó á óvart er dauðinn
knúði dyra hjá öldruð-
um heiðursmanni og leiddi hann
brott, hljóðlega og sársaukaláust.
Stefán Halldórsson múrarameist-
ari var á brott kallaður hér á Akur-
eyri 30. mars sl. á 91. aldursári.
Við þá sorgarfregn er erfitt að
finna orð er tjá nægilega þær sáru
tilfinningar, trega og þá hluttekn-
ingu sem bærist inni fyrir.
Með honum hverfur okkur sjón-
um kunnur iðnaðarmaður sem
markaði umtalsverð spor með giftu-
ríku starfi sínu og óvenju miklu
framtaki í söng- og leiklistarmálum
hér í bæ.
Stefán var fæddur að Garði í
Mývatnssveit. Foreldrar hans voru
hjónin Ingibjörg Lýðsdóttir og Hall-
dór Stefánsson.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu
foreldrar Stefáns í _ Mývatnssveit,
en síðan á Húsavík. Árið 1914 flytj-
ast þau að Kaðalstöðum í Fjörðum.
Frá Kaðalstöðum fluttu þau
næsta vor, 1920, að Svalbarði á
Svalbarðsströnd. Loks árið 1921
flutti íjölskyldan til Akureyrar, þar
sem Halldór faðir hans var um langt
árabil starfsmaður Vatnsveitu Ak-
ureyrar.
í október 1922 hóf • Stefán
múraranám hjá Einari Jóhannssyni
rnúrarameistara og var hjá honum
næstu þijú árin.
Það var skemmtileg tilviljun, eða
örlagaglettni, að fyrsta húsið sem
Stefán vann við var Lón, Hafnar-
stræti 73 (nú Dynheimar) sem í
fyrstu var kvikmyndahús, en síðar
félagsheimili söngfélagsins Geysis
árin 1945-1975 en þar átti Stefán
síðar margar ánægjustundir. Einar,
Stefán, Ásgeir Austijörð o.fl.
byggðu einnig húsið Rósenborg við
Eyrarlandsveg l9, en þar rak Sess-
elja Eldjárn matsölu fyrir nemendur
Menntaskólans um árabil.
Þeir félagar byggðu einnig húsið
Brekkugötu 1, sem nú hýsir Spari-
sjóð Ak. Þá má einnig nefna Skjald-
borg, samkomuhús UMFA og
templara, 1926 og Kristneshæli
1927. Sveinsprófi lauk
Stefán 10. maí 1928
og meistaraprófi 21.
nóv. 1933. Næstu árin
vann Stefán á eigin
vegum við ýmsar bygg-
ingar á Akureyri og í
nágrenni. En frá árinu
1938 var hann bygg-
ingameistari Kaupfé-
lagsins og Sambands-
ins og sá um byggingar
þeirra og viðhald fast-
eigna. Árin 1954-
1956 var Stefán feng-
inn til starfa hjá bygg-
ingafélaginu Regin,
sem reisti ratsjárstöðvar og starfs-
mannaíbúðir á Hornafirði og
Langanesi. Hann stjórnaði ýmsum
byggingaframkvæmdum hér næstu
árin og er þar einna svipmest
íþróttahúsið og áhorfendastúkan
við íþróttavöllinn neðan Brekku-
götu, sem reist var 1961-1962.
Eftir það varð Stefán aftur bygg-
ingameistari hjá KEA um langt
árabi!, eða fram á áttræðisaldur er
hann lét af störfum. Jafnframt
þessum umsvifamiklu störfum var
hann húsvörður við Tónlistarskól-
ann í 18 ár, eða frá 1969-1987 og
annaðist hann einnig ásamt Brynju
konu sinni ræstingu í skólanum.
Stefán var röskleikamaður mikill
til allrar vinnu og all kröfuharður
við starfslið sitt og ekki síst sjálfan
sig. Hann horfði ekki á er aðrir
unnu. Hann hélt á múrskeiðinni í
meira en 6 áratugi. Stefán var fé-
lagi í Múrarafélagi Akureyrar frá
árinu 1928 og kjörinn formaður
þess árin 1941-1948. Félagið
þakkaði honum mikil og góð störf
með því að gera hann að heiðursfé-
laga 8. sept. 1978.
Þótt starfsdagur væri oft langur
og strangur gaf hann sér þó tíma
til að sinna hugðarefnum sínum.
Snemma komst hann í kynni við
sönglistina og var hann gæddur
ágætri bassarödd. Hann byijaði að
syngja með karlakórnum Geysi árið
1928 og með Gamla-Geysi söng
hann frá 1972 allt fram á síðustu
æviár eða alls um 65 ára skeið, sem
nær einstakt mun teljast.
Stefán tók þátt í fjölmörgum
söngferðum Geysis, m.a. á Alþing-
ishátíðina á Þingvöllum 1930, mörg-
um söngferðum til Reykjavíkur, til
Austfjarða 1938 og til Norðurlanda
1952. Þá hefir Stefán og Geysishóp-
urinn tekið þátt í Heklu-söngmótun-
um fi-á upphafi 1935. Einnig söng
Stefán í Kantötukór Björgvins Guð-
mundssonar er hófst vorið 1933 og
um skeið söng hann í kór aldraðra
undir stjórn Sigríðar Schiöth.
Karlakórinn Geysir var stofnaður
20. okt. 1922 að forgöngu Þorsteins
Þorsteinssonar frá Lóni. Þessi kór
var Stefáni einkar hugstæður og
hjartfólginn. Starfið þar, tónleikar
og söngferðir var honum sífelld
uppspretta skemmtilegra minninga
og upprifjana og söngstjóra sinn,
hinn leiftrandi stjórnanda og glæsi-
tenór, Ingimund Árnason, mat Stef-
án umfram aðra menn.
Stefán var alla tíð mjög félags-
lyndur og strax sem ungur iðnnemi
tók hann þátt í starfi templara og
ungmennafélaga. Þetta var á árum
áður en fjölmiðlar, útvarp og þó
einkum sjónvarp náðu heljartökum
á hugum fólks og voru söng-
skemmtanir og leiksýningar kær-
komin tilbreyting í Iífi alls þorra
manna og þakksamlega þegin.
Fyrstu spor á leiksviði sté hann
með UMFA, er félagið sýndi gam-
anleikinn „Gleiðgosann" árið 1931.
Sýningarnar vöktu talsverða at-
hygli, ekki síst þar sem Leikfélagið
starfaði ekki þetta ár. Þarna komu
fram nokkrir efnilegir nýliðar sem
létu til sín taka í starfi LA næstu
árin og má þar nefna Elsu Frið-
finns, Margréti Steingríms, Skjöld
Hlíðar og Stefán.
Árið eftir, 1932, verður merkisat-
burður í leiksögu bæjarins, en þá
fiutti Geysir á 10 ára afmæli sínu
í október, hinn fyrsta söngleik hér
í bæ, hinn víðfræga stúdentaleik
„Gamla Heidelberg". Aðalhlutverk-
in léku Iæknishjónin Bjarni Bjarna-
son og Regína Þórðardóttir.
Þeir Stefán og Kári Johansen
léku barónana Metzing og Breiten-
berg. Leikstjóri var Ágúst Kvaran.
Sýningarnar hlutu fádæma góðar
viðtökur.
Árið 1945 tók Geysir leikinn aft-
ur til sýninga og að þessu sinni í
samvinnu við Leikfélagið. Jóhann
Guðmundsson og Brynhildur Stein-
grímsdóttir fóru nú með aðalhlut-
verkin. Af gömlu félögunum voru
það aðeins Stefán og Kári sem léku
nú aftur sín fyrri hlutverk. Árni
Jónsson leikstýrði.
Áratuginn 1941-50 lék Stefán
nær árlega með LA, auk þess að
sinna þýðingarmiklu starfi að
tjaldabaki. En hann hafði með
höndum leiksviðsstjórn árin 1947-
1950 og um langt árabil sinnti hann
smíði leiktjalda og leikmuna, lengst
af með þeim Kolbeini Ögmundssyni
og Oddi Kristjánssyni.
Síðustu hlutverk Stefáns voru
Diaforius læknir í ímyndunarveik-
inni 1957, Assesor Svale í Ævin-
týri á gönguför 1960, von Ramk-
enau í óperettunni Bláu kápunni
1961 og að lokum Antonio í Þrett-
ándakvöldi 1963.
Þrátt fyrir margvísleg störf og
annríki gætti Stefán ætíð afar vel
að hagsmunum fjölskyldu sinnar
og sparaði þar hvergi sporin.
Stefán var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Bára Lyngdal Magn-
úsdóttir. Börn þeirra eru tvö. Seinni
kona Stefáns er Brynja Sigurðar-
dóttir. Þeirra börn eru fjögur. Öll
bömin og tengdabörnin hafa ætíð
sýnt Stefáni og Brynju einstaklega
hlýju og umhyggjusemi, ekki sist
hin síðustu árin er þreyta og aldur
tók að hægja á lífsgöngu þeirra.
Geysismenn sýndu hinum aldna
félaga sínum jafnan tryggð og vin-
áttu og glöddu hann á stórafmælum
hans með heimsóknum og söng.
Stefán var hinn vörpulegasti
maður að vallarsýn, fróður og víð-
lesinn. Honum var, sem Önnu syst-
ur hans, gefin rík frásagnargáfa
og oft var kátt í koti er þau krydd-
uðu sögur sínar eða ýktu hæfilega
til skemmtunar.
Ég sakna Stefáns mágs míns,
vináttu hans, hjálpsemi og glaðlega
viðmóts. Við Élsa og börn okkar
minnumst og þökkum fyrir margar
ánægjustundir í Eyrarveginum.
Brynju, börnunum og barnabörnum
og öðrum ættmönnum vottum við
hluttekningu og innilega samúð við
brottför þessa góða manns.
Blessun fylgi honum á nýrri veg-
ferð.
Haraldur Sigurðsson.
Þegar ég horfi á eftir Stefáni
frænda mlnum hverfa yfir móðuna
miklu hvarflar hugur minn rúmlega
65 ár aftur í tímann. Ég hafði þá
nýlega flutt með fjölskyldu minni
austan úr Aðaldal til Akureyrar og
sest að í húsi neðarlega á Oddeyri,
sem hét Norðurpóll. I næsta húsi,
sem í daglegu tali var nefnt Litli-
Póll, bjuggu fullorðin hjón með
börnum sínum tveimur og var mér
sagt að þessi fjölskylda væri frænd-
fólk okkar. Smám saman tókust
allnáin kynni milli fjölskyldnanna,
en einkum varð mér starsýnt á son-
inn, sem þá var 25 ára og hét Stef-
án. Margt var nýstárlegt, sem bar
fyrir augu sveitadrengsins á Akur-
eyri, en einna áhugaverðast var að
sjá og fylgjast með þessum unga
og glæsilega frænda mínum koma
og fara á glampandi fallegu mótor-
hjóli dag hvern. Það var dýrðlegt í
mínum augum og lyfti manninum
í háan sess í huga mínum. Og þeg-
ar við bættist að stundum bar hann
á höfði fallega húfu með gljá-
skyggni og hvítum eða bláum kolli
fullkomnaði það dýrðina. Var mér
sagt að þetta væri einkennishúfa
þeirra merku manna, sem sungu í
Karlakórnum Geysi, sem á þeim
tíma var mjög þekktur fyrir frábær-
an söng undir söngstjórn Ingimund-
ar Árnasonar. Þetta varð til þess
að Stefán varð í huga mínum sá
maður, sem mér þótti eftirsóknar-
verðast að líkjast og hafa að fyrir-
mynd og svo var þessi frændi minn
svo ljúfur og geðfelldur mér, ungum
drengnum, að það jók enn á dálæti
STEFAN
HALLDÓRSSON
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Háagerði 87,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum þriðjudaginn 16. apríl.
Stefanía Júniusdóttir,
Herborg Júníusdóttir, Guðmundur Hermannsson,
Guðjón Júníusson,
Ólafur Júníusson, Árdfs Bragadóttir,
Sævar Júniusson, Guðný Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Bróðir okkar, mágur og vinur,
HAUKUR FRIÐRIKSSON
fyrrv. símstöðvarstjóri
frá Króksfjarðarnesi,
lést 15. apríl.
Sigmundur Friðriksson,
Jón Friðriksson,
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Friðrikka Bjarnadóttir
og börn
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGUNN THORLACIUS,
lést í Landspítalanum 16. apríl.
Jón Thorlacius,
Edda Th. Rectorovic, Matthew Rectorovic,
Ingunn Thorlacius,
Árni Ó. Thorlacius, Magnþóra Magnúsdóttir,
Anna G. Thorlacius, Guðmundur Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín,
GUÐRÍÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Hjallatúni,
Vík í Mýrdal,
sem lést 14. apríl, verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn
20. apríl kl. 15.00.
Páll Jónsson.
mitt á honum. Ég heyrði oft mæður
okkar tala um það sín á milli að
við værum dálítið líkir, frændurnir,
og vakti það mikið stolt hjá mér
að vera talinn líkjast svo stórglæsi-
legum manni, sem var sannarlega
minn draumur. Ekki minnkaði dá-
læti mitt á frænda mínum við það,
að um þessar mundir, eða aðeins
síðar, valdi hann sér konuefni,
glæsilega stúlku, sem mér fannst
hæfa honum, og voru þau í mínum
augum stórkostlega vel hæfandi
hvort öðru. Um þessar mundir
fermdist ég og á ég ennþá fallega
fermingargjöf frá þeim hjónaefnun-
um.
Þetta eru í mínum huga ljúfar
endurminningar. En svo liðu
tímarnir bæði sárir og ljúfir fyrir
frænda minn. En að því kom, að
draumur minn rættist um að syngja
í Geysi, þótt aldrei eignaðist ég
mótorhjólið.
Samvera okkar Stefáns í Geysi
var nær 30 ára löng auk þess sem
við vorum saman með Gömlum
Geysismönnum frá 1973 þar til
hann varð að hætta fyrir aldurs
sakir. Stefán var alltaf traustur liðs-
maður bæði hvað sönginn snerti svo
og við félagsstörfin, sem hann tók
jafnan mikinn þátt í, ekki síst því
sem snerti húsnæðis- eða bygging-
armál kórsins. Var hann ávallt boð-
inn og búinn að leggja sitt af mörk-
um þegar þess þurfti með.
Þegar ég lít yfír liðnar samveru-
stundir með Stefáni finnst mér vert
að.geta þess hve glaðlyndur, bjart-
sýnn og jákvæður hann var jafnan,
ekkert víl eða vol, alltaf eins og
allt léki í lyndi. Einn söngfélaga
okkar orðaði þetta svo, að Stefán
hefði verið maður vorsins, ávallt vor
í huga hans hvernig sem annars
viðraði. Nú hefur hann verið sjálfum
sér samkvæmur og kvatt okkur
þegar vor er í lofti. Við vonum að
það vor verði honum upphaf ævar-
andi sumars.
Ég sendi honum kveðju Gamalla
Geysismanna með alúðarþökk fyrir
elskulegar samvistir og ósk um
sæluríka vist í nýjum heimkynnum.
Aðstandendum sendum við
gömlu söngfélagarnir og við hjónin
innilegar samúðarkveðjur.
Gísli Konráðssonu
Látinn er á Akureyri elskulegur
frændi okkar, Stefán Halldórsson,
eða frændi eins og við kölluðum
hann. Frændi var einn bróðir ömmu
okkar Önnu Halldórsdóttur sem lést
árið 1975. Á milli þeirra systkina
var mikill kærleikur og virðing
þannig að ekki fór framhjá neinum
er til þeirra þekktu. Það var enda
ekki erfitt að láta sér þykja vænt
um hann frænda. Hann var einstak-
ur öðlingur og ljúfmenni og það eru
ekki allir svo heppnir að hafa átt
mann eins og hann fyrir frænda.
Mikill samgangur hefur alltaf verið
milli heimila okkar og eru þær ófá-
ar ferðirnar sem farnar voru í Eyr-
arveginn. Þar var oft þétt setinn
bekkurinn og alltaf jafnvel tekið á
móti manni. Þegar við vorum yngri
var Eyrarvegurinn einn þessara
föstu punkta í tilverunni og á þeim
árum fannst okkur að við myndum
alltaf hafa frænda, hann yrði alltaf
til staðar, þessi fallegi, bóngóði,
brosmildi maður sem alltaf var til-
búinn að spjalla við okkur og nú í
seinni tíð segja okkur margar yndis-
legar sögur af þeim systkinum frá
þeirra uppvaxtarárum. Hann hafði
og lifað tímana tvenna, reynt
margt, horft á ástvini koma og fara
og séð Akureyri breytast úr þorpi
í bæ. Reynsla hans var okkur ómet-
anleg.
Frændi var mikill ijölskyldumað-
ur. Hann naut sín best þegar hann
hafði alla sína í kringum sig og
minnumst við með gleði og þakk-
læti allra stundanna sem við höfum
eytt með frænda og hans fólki. Það
eru forréttindi að hafa átt hann og
hans fjölskyldu að.
Nú höfum við verið minnt á að
eitt sinn skal hver deyja og komið
er að kveðjustund. Við viljuni með
þessum fáu orðum minnast Stefáns
Halldórssonar, þakka þá gæfu að
hafa kynnst honum og fyrir öll árin