Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 41 MINNINGAR sem við höfðum hann. Við trúum því og treystum að nú sitji þau og spjalli, amma og frændi, og er ekki erfitt að geta sér þess til að um- ræðuefnið séu Fjörðurnar. Elsku Inna og þið öll, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Þessum fá- tæklegu orðum látum við fylgja ljóð Davíðs Stefánssonar sem við tengj- um alltaf við frænda og verður okkur að eilífu kært eins og minn- ingin um hann. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í bijósti mér. Anna Guðný, Hermann Ingi, Ingibjörg og Matthildur, krakkarnir í Fjólugötu 13. Elskulegur móðurbróðir minn, Stefán Halldórsson eða Stebbi frændi er látinn. Að leiðarlokum vil ég færa honum þakkir fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við höfum átt í gegnum árin. Stebbi frændi var í mínum huga eins og eini frændi minn. Mínar fyrstu minningar um hann eru af Tanganum, þá var ég aðeins fimm ára gömul. Og frændi var alltaf svo fallegur og góður. Og þannig var hann alla ævidaga og þannig á ég óteljandi minningar um hann. Frændi varð ungur fyrir þeirri miklu sorg að missa eiginkonu sína frá tveimur ungum börnum. Það var ekki auðvelt í þá daga að standa uppi einn með tvö börn. En Brynja síðari kona hans, hún Inna okkar, reyndist honum þá sem síðar sú stoð sem hann þurfti á að halda. Inna tók börnum hans sem þau væru hennar eigin. Inna og frændi eignuðust fjórar dætur. Afkomend- ur þeirra eru orðnir margir og allir hafa þeir átt athvarf í Eyrarvegin- um. Þar var oft þröng á þingi en einhvern veginn lánaðist alltaf að koma öllum fyrir. Þar er skemmst að minnast níræðisafmælis frænda sem þar var haldið og þangað kom fjöldi fólks og gladdist með frænda á þessum tímamótum. Þá sást vel hversu frænda þótti vænt um fjöl- skyldu sína og vini. Einhvern veginn var Stebbi frændi alltaf eins og klettur í hafinu sama hvað á bjátaði. Þó aldrei bæri skugga á okkar vináttu, þá þurfti fjölskyldan í Eyrarveginum oft að horfast í augu við erfiðleika og sorg. En sterk fjölskyldubönd hafa fleytt þessari fjölskyldu yfir margan hjall- ann og gera það einnig nú. Þegar ég stofnaði sjálf heimili og eignaðist börn var þeim tekið opnum örmum í Eyrarveginum og það voru ófáar ferðimar þangað úr Fjólugötunni þar sem við bjugg- um fyrst. Þegar við svo réðumst í húsbyggingu ásamt Bogga í Byggðaveginum var frændi þar múrarameistari. Öll hans hjálpsemi og góðu ráð reyndust okkur vel og að loknu verki gátu þijár glaðar ijölskyldur fagnað í Sjallanum. Það var aldrei langt í sönginn þar sem frændi var, því hann hafði yndi af söng og hafði sjálfur gullfallega bassasöngrödd, og söng með Karla- kómum Geysi í áratugi. Frændi hélt andlegri heilsu nær til síðasta dags. Ég hef haft yndi af frásögnum hans af gamla tíman- um og þá sérstaklega frásögnum tengdum móður minni og hvað þau systkin brölluðu saman í gamla daga. Það er ómetanlegt að frændi skyldi geta miðlað þessum frásögn- um til næstu kynslóðar. Ég átti með honum yndislega stund aðeins örfáum dögum fyrir andlátið, og fyrir það verð ég eilíf- lega þakklát og þannig vil ég muna hann. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að kveðja þennan fal- lega og góða frænda. Elsku Inna og þið öll. Við Ari, Dídí systir, Boggi bróðir og fjöl- skyldur okkar, samhryggjumst ykk- ur öll, en gleðjumst jafnframt yfir því að hafa fengið að hafa frænda svona lengi hjá okkur og átt ykkur öll að vinum. Megi Guð styðja ykk- ur og styrkja. Sigríður Halldóra (Sigga Dóra). t Hjartkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, KARL EMIL HANSEN, fæddur 17. janúar 1968,lést í Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn þann 12. apríl síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda. Jóhanna Pálsdóttir Lund, Axel Lund, Poul E. Hansen, Páll Eiríkur Hansen, Kristján Hansen, Martin Lund, Hulda Sigurjónsdóttir, Páll Guðjónsson, og fjölskyldur. t Eiginmaður minn, BJÖRN PÁLSSON fyrrv. alþingismaðurog bóndi, Ytri-Löngumýri, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 20. apríl kl. 13.30. Ólöf Guðmundsdóttir. Móðir okkar, HELGA FINNSDÓTTIR, Reykjahlíð 4, Mývatnssveit, sem lést 13. apríl verður jarðsungin fré Reykjahlíðarkirkju föstudaginn 19. apríl kl. 14.00. Finnur Baldursson, Sigurður Baldursson. Elskulegur sonur minn og bróðir, HELGI STEINARR KJARTANSSON, Hlíðarvegi 45, ísafirði, er lést 12. apríl sl. verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 20. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjálparsveit skáta, isafirði, og Heilavernd. Minningarkortin fást í Bókhlöðunni, ísafirði. Gunnhildur Eliasdóttir, Katrín Kjartansdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS H. TRAUSTASON, Ásvegi 29, Akureyri, sem lést að heimili sínu að kvöldi 12. apríl, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 19. apríl kl. 13.30. Kristín Jónasdóttir, Guðjón Agúst Arnason, Jakob Jónasson, Unnur Björk Pálsdóttir, Bergljót Jónasdóttir, Árni Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, fósturmóðir og amma, SALÓME GÍSLADÓTTIR, frá Arnarhóli i Vestmannaeyjum, lést 12. apríl síðastliðinn. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. apríl og hefst kl. 15:00. Jarðsungið verðurfrá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 20. apríl og hefst athöfnin kl. 14:00. Fyrir hönd vandamanna, Gísli Vigfússon, Sigríður Níelsdóttir, Vigfús Gfslason, Sólveig Gísladóttir, Níels Rúnar Gíslason, Hulda Sámúelsdóttir, Ágúst Hreggviðsson. t JÓN ÞORLÁKSSON, Skútustöðum, verður jarðsunginn frá Skútustaðakirkju laugardaginn 20. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Gerður Benediktsdóttir, Arnfríður Anna Jónsdóttir, Þorlákur Páll Jónsson, Ingunn Guðbjörnsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. , t KRISTJÁN Þ. KRISTJÁNSSON, frá Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bol- ungarvík laugardaginn 20. apríl kl. 11.00. Vandamenn. T Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR JÓNSSON, Stórhólsvegi 1, Dalvík, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 14. april, verð- ur jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 20. apríl kl. 13.30. Steinunn Sigurðardóttir, Sigurður Ragnarsson, Guðrún Siglaugsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir, Sigurpáll Kristinsson, Berglind Sigurpálsdóttir, Jónas Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg dóttir okkar, systir og barna- barn, SIGRÍÐUR HULD KJARTANSDÓTTIR, Sæbólsbraut 17, Kópavogi, sem lést í Landspítalanum 11. apríl sl., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. apríl klukkan 13.30. Guðrún Sigurðardóttir, Kjartan Stefánsson, Stefán Kjartansson, Sigríður Sigurðardóttir, Stefán Friðbjarnarson, Þorgerður Sigurgéirsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR, frá Flatey á Breiðafirði, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum 5. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Dagsdóttir, Halldór Dagsson. t Móðursystir okkar, VERONIKA ÓLAFSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, verður jarðsungin föstudaginn 19. apríl kl. 15 frá kapellunni í Fossvogi. Laufey Ólafsdóttir, Hlfn og Ólafur Marel Ólafsson. t Minningarathöfn um VILHJÁLM ARNARSON, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. apríl kl. 13.30. Margrét Björk Viihjálmsdóttir, Örn Þór, Hrund Hansdóttir, Hanna Rún Þór, Hans Ragnar Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.