Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirmæli dagsins Sköpun samkenndar á heimilinu EFTIR JIMMIE DURHAM FORSENDUR: Þrátt fyrir allt teljum við ekki að eigingirni sé það sama og skynsemi. Sjálfs- dýrkun kann að vera upphaf ást- arinnar en við teijum ástina því aðeins ást að hún hafi brotist úr viðjum sérhyggju og eiginhags- muna. Samkennd er grundvöllur skynseminnar og helsti aflvaki hennar. Tengsl samkenndar og skynsemi eru auðsjáanlegust á heimilinu og þar er helst sóst eftir slíkum tengslum. Heimili sem okkur finnst „sterílt" - dauð- hreinsað, án samkenndar, það teljum við alls ekki vera heimili. Heimili er fyrst og fremst þægi- legt athvarf. Heimili sem er alger- lega lokað af gagnvart umheimin- um minnir miklu fremur á fang- elsi en athvarf. í heimabyggðinni eru heimili manna vissulega ólík að ytra útliti, í byggingarlagi og ýmsu menningarsniði, en undir niðri er heimilið alstaðar hið sama. í þessu verkefni ætla ég þessvegna að miða við mitt eigið heimili sem fyrirmynd. Þótt heim- ili þitt sé ekki eins og mitt í öllum atriðum (það er til dæmis ekki víst að kóngulær af svartekkju- gerð séu algengar í þínu heims- homi) munum við með svolitlu ímyndunarafli komast að því að heimili okkar eru í grundvallar- atriðum eins. Mér er heiður að því að geta skemmt ókunnugum og hjálpað. Það er líka mjög ánægjulegt. AÐFERÐ: Manstu eftir svanga kettiingnum fyrir utan dyrnar hjá þér? Hann getur nýst okkur sem dæmi um samkenndarverknað sem sífellt endurtekur sig. Meðal indjána er til sú trú að kóngulóin sé amma alheimsins, sú sem situr og vefur í horni sínu og enginn tekur eftir fyrr en á þarf að halda. Þetta á sérstaklega við um svörtu ekkjuna, og það er talinn góðs viti að hafa svarta ekkju nærri dyrunum að heimili sínu, bæði til heilla og til viðvörunar. Ef þér þykir fráleitt að líkja kóngulóm við ömmur gætirðu reynt að ímynda þér þær sem fiskimenn loftsins. Þær breiða út netum sín- um og bíða þolinmóðar eftir fisk- inum fljúgandi. Líttu á kóngu- lærnar sem velkomna gesti. Hvað ætti að gefa þeim að éta? Söfnun vænna birgða af flugum og orm- um (sumar kóngulær spinna vef sinn niður við jörð eða fastan við jörð) er okkur ákveðið tækifæri til að sýna samkennd á óvenjuleg- an hátt. Slík samkennd er allra ágætust - það er svo auðvelt að sýna þeim samkennd sem líkist manni sjálfum! Við erum ekki vön að hugsa um hungraða gerla, en gerlanna sem ekki fá fylli sína á heimilum okkar bíður ekkert nema dauðinn, og einnig þeir eru komnir þangað í leit að athvarfi. Hlýja í garð gerlanna gæti raunar orðið til þess að laða að þreyttar og svangar flugur sem leita sér athvarfs á sama hátt og þú sjálf- ur. Drepi nágranni þinn dýr* eða safaríka rótarplöntu, til dæmis kartöfluplöntu, skaltu biðja um smápart af kjötinu. Hluta þess geturðu borðað sjálfur og þar með nært þær milljónir gerla sem eiga sér heimiiisfesti í ristlinum í þér. Komdu leifunum síðan fyr- ir einhversstaðar nógu hátt uppi til að kötturinn nái þeim ekki. Gerlamir leita þær uppi, og flug- urnar skömmu síðar. Kakkalakk- arnir koma líka. Taktu vel á móti þeim, því skömmu síðar er von á einhveijum hinum vegleg- asta fulltrúa margfætluætt- flokksins. Þótt margfætlurnar valdi blöðrum á húðinni við snert- ingu gera þær feikilegt gagn við að halda nauðsynlegu jafnvægi í kakkalakkastofninum. Unaðsfag- ur, dökkblár og litföróttur geit- ungur lætur einnig heillast af stærri kakkalökkunum. Nú, því ekki að hefja ræktun? Geitungar eru heillandi í öllum sínum fjöl- mörgu afbrigðum, og lirfur sumra þeirra er hreint sælgæti; þær á að léttsteikja rétt eins og hnetur. Þú kemst að því að flugurnar hafa dregið að sér eðlur og sala- möndrur. (Eðlur eru margar vel ætar, til dæmis græneðlan, en varast skyldi að Ieggja sér sala- möndrumar til munns vegna eit- ursins í skrápnum.) Engisprett- urnar eru dásamaðar mjög í Aust- urlöndum fyrir hljóð sín, og þær sækja í salamöndruspörðin og eðlnadritið. Tístið í engisprettun- um kallar síðan til sín sporðdrek- ana. í fyrstu kann þér að verða örlítið órótt við þá gestakomu, en vertu óhræddur. Sporðdrekum er engan veginn illa til manna og þeir era ekki árásargjarnir. Hættan sem af þeim stafar gerir mann einungis nærgætnari, á sama hátt og oft er um elskendur eða samstarfsmenn í viðskiptum. Þegar þú ert búinn með kvöld- matinn skaitu setja allar leifar rétt utan við útidyrnar hjá þér. Eitt kvöldið tókst mér með því móti að slá upp veislu fyrir tutt- ugu og þijá flækingshunda. Eftir að hundarnir hafa flestir yfirgefið samkvæmið koma í heimsókn þvottabirnir, þefdýr og rottur. Reyndu að taka flassmyndir með því að tengja þráð frá vélinni í hluta af dauðu, soðnu nauti eða í sætt grænmeti! Þegar hér er komið sögu hafa margir af þess- um nýorðnu vinum þínum úr dýraríkinu vanist þér svo mjög i að þeir eru orðnir eins og hluti af fjölskyldunni. Ætli þetta séu íkomarnir sem ég heyri í inní búri, eða kannski mýsnar? Látum köttinn og nokkra af hundunum rannsaka málið! Einusinni upp- götvaði ég að glæsilegur snákur hafði fundið sér athvarf inni í búri. Hann hafði ekki snert við svínapörtum sem ég hafði hengt þar upp en í staðinn gætt sér á nokkrum músum sem höfðu ákveðið að deila með mér Camembert-osti. Sama dag bauð ég hersingu leðurblakna vel- komna í háaloftið. Þær eru hálfar englar og hálfar púkar. Hvorki flær né lýs lifa á leðurblökum en þær bera hinsvegar með sér fram- andlegar og heillandi lífverar, svo sem hundaæðissýkilinn (ein- kennilegt dýrildi sem býr sér að- setur í heila spendýra, þar á meðal manna - við gætum því ímyndað okkur að hundaæðissýk- illinn sé sú lífvera sem næst stendur listinni) og sýklana og valda kóleru og blóðkreppusótt. Ef kötturinn veiðir leiðurblöku eða leðurblakan bítur hann, þá er sennilega ráðlegast að gefa hann börnunum j næsta húsi. Hafðu þó ekki áhyggjur af lúsun- um. Með því að hafa opinn gluggann uppi á háalofti hefur ekki einungis leiðurblökunum verið búið tryggt skjól heldur dúfunum líka. Það era þær sem sjá heimili þínu og öllum þess lif- andi innviðum fyrir lúsum. Flærn- ar eru hinsvegar þegar mættar af því að þær era hin náttúrulegu fylgidýr músa og rottna. • Fyrirmælasýning ísamvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós LISTIR FRÁ sýningn Zorba-hópsins í Kaffileikhúsinu. Eyrún Ólafsdóttir, Þórður Árnason, Jóhann Kristinsson og Sif Ragnhildardóttir. Grískur tregi TONLIST Kaf f ilcikhúsið VEGURINN ER VONARGRÆNN Skemmtidagskrá byggð á tónlist gríska tónskáldsins Mikis Þeodorak- is. Zorba-hópurinn flytur en hann skipa Sif Ragnhildardóttir söngkona, Þórður Arnason gítarleikari og Jó- hann Kristinsson pianóleikari. Sögu- maður er Sigurður A. Magnússon og Eyrún Ólafsdóttir túlkar söng- texta á táknmál. Tæknistjóri er Ævar Gunnarsson og leikstjóri Þór- unn Sigurðardóttir. Sýnt í Hlaðvarp- anum. UNDANFARIÐ hefur Zorba- hópurinn flutt í Hlaðvarpanum á vegum Kaffileikhússins dagskrá byggða á verkum gríska tónskálds- ins Mikis Þeodorakis, lögum og ljóð- um, en ýmis söngljóðanna eru eftir önnur skáld. Dagskráin ber heitið Vegurinn er vonargrænn, eftir einu ljóða Þeodorakis, sem Kristján Ámason hefur þýtt. Sjálfsagt er að taka kvöldið snemma og byija á að kaupa sér grískan kvöldmat sem framreiddur er í Kaffileikhúsinu til að komast í rétta stemmningu. Maturinn er prýðilegur grískur hversdagsmatur og ekki skemmir að með fýlgir staup af úsú, sem er bráðgóður lystauki. Mikis Þeodorakis á að baki merkilega og á köflum ótrúlega ævi upp fulla af mótsetningum. Sem tónskáld er hann þekktastur fyrir sönglög og ýmislega skemmti- tónlist sem byggist mjög á gamalli grískri tónlistarhefð sem kallast rebetiko eða rembetiko. Hann var í hópi þeirra ungu tónskálda sem endurvöktu gríska þjóðlagatónlist í lok fimmta áratugarins og felldu saman ólíka strauma frá ýmsum héruðum og rebetikotónlist flótta- fólks frá Tyrklandi undir klassíkum hætti. Tyrknesk áhrif eru og sterk í tónlistinni og þannig er upphafs- lagið, alkunnur syrtaki-dans Zorba, byggður á tyrkneskum slátrara- sveinadansi. Einnig mátti víða heyra tyrkneska raddbeitingu í söng Sifjar, en taka verður fram að í raun er þessi tónlistararfur sam- eiginlegur, því grískir listamenn voru atkvæðamiklir í að móta tyrk- neska tónlist. Þeodorakis á til að gera mikið mál úr litlu efni, en lögin á dagskrá Zorba-hópsins eru vel valin saman og flutningurinn til fyrirmyndar. Þórður Árnason fór á kostum á gítar og búsúkí, en á köflum var búsúkíleikur hans full hljómakennd- ur og vestrænn. Sif Ragnhildardótt- ir söng afskáplega vel, best lá rödd hennar í dimmum hljómum og þannig söng hún til að mynda Vögguvísu frábærlega, þrungna grískum trega. Hæst reis þó eðli- lega túlkun hennar þegar textinn var á íslensku. Frásögn Sigurðar A. Magnússon- ar var bráðskemmtileg og lifandi og frásagnargleðin slík að hann tókst á loft hvað eftir annað og hreif áheyrendur með sér. Eyrún Ólafsdóttir túlkaði ís- lensku textana jafnóðum á táknmál og fórst það vel úr hendi, fylgdi textanum vel og hélt skemmtilega þræði í lögunum; söng beinlínis á táknmáli þegar best lét. Enn eru eftir einhveijar sýningar á Veginum vonargrænum, þar á meðal er sýning í kvöld og síðan þriðjudag og laugardag í næstu viku. Óhætt er að mæla með dag- skránni sem fyrirtaks dægrastytt- ingu. Árni Matthíasson mW 1: 1 11 lr i * < í !i-t| i ; 1 il 1 ) 1 É m j | § § f: | | M'i m Ju í/f. -Æs gÉjFm íjá&maZ \J j > <fS£ • jT - J ■ílí; m&SL • > M j \':>Ls4 wmsm ML> ÉBéÉ R É^íiv-f]yi mh - •m KÓR Menntaskólans að Laugarvatni. KÓR Menntaskólans að Laugarvatni heldur tónleika í Menntaskól- anum í dag, fimmtudag, kl. 20.80. Sérstakir gestir á tónleikunum verða eldri börnin í Barnakór Biskups- tungna, kammerkórinn. Flutt verða lög eftir innlenda og erlenda höfunda, hæfileg blanda af sígildri og Vortónleikar á Laugarvatni og í Vestmannaeyjum léttri tónlist. Um helgina heldur Kór Menntaskólans að Laugarvatni svo til Vestmannaeyja, þar sem hann syngur á tón- leikum í safnaðarheim- ilinu laugardaginn 20. apríl kl. 16-18. Kórinn fagnar fimm ára afmæli á þessu ári. Stjórnandi hans frá upphafi er Hilmar Örn Agn- arsson, kantor í Skálholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.