Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 88. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. APRÍL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dánar- vottorð verðbólg- unnar London, Reuter. KUNNUR breskur hagfræðing- ur, Roger Bootle, gefur út dánar- vottorð fyrir verðbólgu í bók, Dauði verðbólgunnar, sem út kom í gær. Hann segir, að eftir 60 ára tímabil hækkandi verðlags muni mörg helstu iðnríki heims héðan í frá búa annað- hvort við óverulega verðbólgu eða jafnvel verðhjöðnun. Bootle, sem er aðalhagfræð- ingur HSBC-bankahópsins, seg- ir, að lítil verðbólga geti leitt til vaxandi efnahagslegs óstöðug- leika. Sjálfkrafa launahækkanir verða úr sögunni, fasteignaverð kann að lækka jafnoft og það hækkar, forn- og listmunir glata ljárfestingagildi og verðskyn neytenda verður afar næmt. Andlátiðýkt? Hann segir meginástæðuna fyrir því að verðbólguskeiðinu væri lokið vera þá að launþega- samtök og stórfyrirtæki hefðu glatað mestu af því valdi sem þau áður höfðu, á sama tíma og ný tækni og ný efnahagslega öflug ríki hefðu leitt til aukinnar alþjóðlegrar samkeppni. Staðan væri orðin sú, að fjármagns- markaðir hefðu líf ríkisstjórna í hendi ?ér í krafti óhefts fjár- magnsflæðis á alþjóðavísu. Stjórnir sem leyfðu verðbólgu að hækka myndu ekki kemba hær- urnar á valdastóli. Bootle segir að verðbólgu- hugsunin sé að hverfa úr huga vestrænna áhrifamanna. Hvetur hann þá til að gera meira af því að stuðla að hagvexti, laékka vexti enn frekar og skera opin- bera lántöku stórlega niður. Eddie George, bankastjóri Eng- iandsbanka, gaf þó ekki mikið fyrir niðurstöðu Bootle og sagði sögur af andláti verðbólgunnar stórlega ýktar. „Mér sýnist þess- ar fréttir jafnótímabærar og fréttirnar af andláti Marks Twa- in,“ sagði hann. Mannskæðir bardagar 1 Tsjetsjníju 26 hermenn vegn- ir úr launsátri Moskvu. Reuter. , AÐSKILNAÐARSINNAR í Tsjetsjníju réðust á lest rússneskra herbíla og skriðdreka úr launsátri og drápu 26 hermenn, að sögn fréttastofunnar Interfax í gær. 51 hermaður særðist í árásinni. Fréttastofan hafði eftir tals- manni rússneska hersins að að- skilnaðarsinnarnir hefðu ráðist á 27 skriðdreka, brynvagna og bíla með sprengjuvörpum í Shatoi-hér- aði, um 50 km suður af Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju. Ekki kom fram hvenær árásin var gerð. Tveir rússneskir hermenn til við- bótar biðu bana og 11 særðust í átökum í suðurhluta Tsjetsjníju. Fréttir um mikið mannfall gætu grafið undan tilraunum Borís Jelts- íns Rússlandsforseta til að koma á friðarviðræðum við tsjetsjenska aðskilnaðarsinna fyrir forsetakosn- ingarnar 16. júní. Meira en 30.000 manns hafa beðið bana í Tsjetsjníju frá því í desember 1994, þegar Jeltsín sendi þangað hersveitir til að kveða niður uppreisn aðskilnað- arsinna. Jeltsín var í gær í bænum Bud- ennovsk í suðurhluta Rússlands, þar sem 100 manns biðu bana í fyrra þegar rússneskar hersveitir réðust á Tsjetsjena sem höfðu tek- ið fólk í gíslingu. Forsetinn sakaði Dzhokhar Dúdajev, leiðtoga tsjetsj- enska aðskilnaðarsinna, um að hafa hindrað fyrri tilraunir til að koma á friðarviðræðum. Hann kvaðst telja að ekki væri hægt að leiða deiluna um framtíð Tsjetsjníju til lykta með því að beita aðeins valdi eða reyna aðeins að ná samn- ingum. Hann lýsti Tsjetsjníju sem „miðstöð alþjóðlegrar hryðjuverka- starfsemi". Sprengjuárás í Ingúsetíu Interfax skýrði ennfremur frá því í gær að flugvél hefði varpað sprengju á gisliheimili fyrir bygg- ingarverkamenn í Ingúsetíu, ná- grannahéraði Tsjetsjníju. Lög- reglumaður beið bana og átta verkamenn, þar af sex frá Serbíu, særðust, að sögn fréttastofunnar. ■ Segir Jeltsín/19 Stríð í heiminum 200.000 börn bíða bana á ári Bogota. Reuter. AÐ MINNSTA kosti tvær milljónir barna biðu bana í vopnuðum átök- um í heiminum á síðustu tíu árum, eða 200.000 að meðaltali á ári, að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna í gær. Þetta er niðurstaða rannsóknar stofnunarinnar á afleiðingum póli- tískra átaka og stríða fyrir milljón- ir barna í heiminum. Ennfremur kom fram að börn í Kólumbíu, E1 Salvador, Nicaragua, Rúanda, Só- malíu, Afganistan og Kambódíu urðu verst fyrir barðinu á stríðum á síðustu tíu árum. Grace Machel, sem stjórnaði rannsókninni, sagði að dánartalan væri varlega áætluð og að líklega hefðu mun fléiri börn beðið bana. „Slíkar tölur eru yfirleitt langt frá því að endurspegla veruleikann," sagði hún. „í öllum stríðum eru opinberar tölur um látna, horfna og særða of lágar.“ -----» ♦ ♦----- Tilræði í London London, Reuter. SPRENGJA sprakk í Kensington- hverfínu í vesturhluta London í gærkvöldi og lék grunur á að þar hefði írski lýðveldisherinn (IRA) verið að verki. Sprengjan sprakk í auðu og yfir- gefnu húsi í niðurníðslu og varð hvellur mikill en tjón lítið. Fólk sak- aði ekki. Hernaðarleg skotmörk eru ekki í hverfinu en þar býr einkum ríkt fólk og erlendir stjórnarerin- drekar. Ajax í úrslit LIÐSMENN hollenska félagsins Ajax fagna sigri á gríska félag- inu Panathinaikos í Aþenu í gær- kvöldi. Með 3-0 sigri vann Ajax sæti í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða, sem fram fer í Rómaborg 22. maí. Þar mætir Ajax ítalska félaginu Juventus. ■ Ekki hægt/C5 Klíkustríð í Danmörku FLUGSKEYTI, sem smíðað var til að granda skriðdreka, var skotið í fyrrinótt á félags- miðstöð mótorhjólasamtak- anna Vítisenglar í Snoldelev, 30 km suður af Kaupmanna- höfn. Talið er að önnur bif- hjólasamtök, Bandidos, hafi verið þar að verki. Engan sak- aði en tjón varð töluvert. Síðar um nóttina var skeyti skotið á hús dóttursamtaka Vítisengla í Alaborg en sprengjan sprakk ekki og varð það fjórum liðs- mönnum sem sváfu í húsinu til lífs. Danska lögreglan sagði að flugskeytunum hefði verið stolið í Malmö í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Eitt þeirra var notað í árás á félagsmiðstöð Vítisengla í Helsingjaborg í Svíþjóð í síðustu viku, en alls telur lögreglan að sex skeyt- um af 12 hafi verið skotið. Talsmaður lögreglunnar sagði að hafin væri styrjöld mótorhjólagengja. Undanfar- in ár hefur valdabarátta átt sér stað milli bifhjólasamtak- anna tveggja í Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi og Danmörku. Blossaði ofbeldi þeirra í mill- um upp í síðasta mánuði er leiðtogi Bandidos var drepinn í fyrirsát á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Bráðabirgðalausn í Færeyjum 2.700 tonn handa smábátunum STJÓRNVÖLD í Færeyjum hafa ákveðið að bregðast við vanda smá- báta með því að úthluta' þeim þorsk- kvóta er nemur alls 2.700 tonnum fram að 1. júní. Sjávarútvegsnefnd Lögþingsins ræðir enn tillögur stjóm- ar Edmunds Joensens um nýtt fisk- veiðikerfi er byggist á sóknardögum og heildaraflamarki. Er Morgunblaðið ræddi við Henrik Old, jafnaðarmann og formann sjáv- arútvegsnefndarinnar, í gær sagði hann að um bráðabirgðalausn á vanda smábáta undir 20 tonnum væri að ræða. Gæftir hefðu verið svo góðar fyrstu mánuði ársins að bátamir hefðu verið búnir með heildarkvóta smábátaflotans fyrir nokkram vikum og ástandið því orðið óviðunandi. „Flestir era á því að kvótakerfíð hafi ekki virkað nógu vel,“ sagði Old. Stjórnvöld í Kaupmannahöfn hafa andmælt hugmyndum Færeyinga um að afnema kvótakerfið eða gerbreyta því. Old sagði að á mánudag hefði Poul Nyrap-Rasmussen forsætisráð- herra sagt að næstu tvö árin yrði samningur Dana og Færeyinga um efnahagsmál í gildi og hann hlyti að vona að ráðamenn í Þórshöfn gripu ekki til ábyrgðarlausra aðgerða. Að- spurður sagðist Old telja þetta benda til þess að afstaða Dana væri að breytast og þeir myndu láta Færey- inga sjálfa um að leysa fískveiðivand- ann. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.