Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 15

Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson FULLTRÚAR á stofnfundi Skólaskrifstofu Vesturlands. Skólaskrifstofa á Vesturlandi Grund - Öll sveitarfélög á Vestur- landi, utan Akranes, gengu frá stofnun á Skólaskrifstofu Vestur- lands í Borgartúni 12. apríl sl. Frá og með 1. ágúst nk. mun Fræðslu- skrifstofa Vesturlands lögð niður en Skólaskrifstofa Vesturlands, sem rekin er alfarið af sveitarfélög- um, taka við. Stofnfundurinn var haldinn á Hótel Borgarnesi og kynnti Þórir Jónsson, formaður undirbúnings- stjómarinnar, endanlegar tillögur um samþykktir fyrir Byggðasam- lag um rekstur Skólaskrifstofu Vesturlands. Samþykktir þessar voru í 12 gr. og 1. gr. er svohljóð- andi: „Sveitarstjórnir þeirra sveitarfé- laga sem undirrita þennan samn- ing hafa ákveðið að stofna Byggðasamlag um rekstur skóla- skrifstofu á Vesturlandi í samræmi við ákvæði IX kafla sveitarstjórn- arlaga nr. 8/1986 um samvinnu sveitarfélaga við framkvæmd ein- stakra verkefna." 2. gr. er svohljóðandi: „Samlagið heitir Byggðasamlag um skólaskrifstofu Vesturlands. Heimili þess og varnarþing er í Borgarnesi.“ Eftir allnokkrar umræður voru samþykktirnar bornar upp og sam- þykktar óbreyttar. Kjörin var stjórn Skólaskrifstofunnar, en hana skipa: Guðjón Petersen, Snæ- fellsbæ, formaður, Trausti Bjarna- son, Dalabyggð, Guðmundur Guðmarsson, Borgarbyggð, Ólafur H. Sverrisson, Stykkishólmi, og Ríkharð Brynjólfsson, Andakíls- hreppi. I varstjórn eru: Björg Ag- ústsdóttir, Grundarfirði, Svanur Guðmundsson, Eyrar- og Mikla- holtshreppi, Sæmundur Kristjáns- son, Saurbæjarhreppi, Sigrún Sím- onardóttir, Borgarbyggð, og Mar- inó Tryggvason, Skilmannahreppi. Rúmlega 2.000 stiga skor í körfubolta PILTARNIR í 10. flokki Ung- mennafélagsins Skallagríms í körfubolta léku nýlega körfu- bolta stanslaust í heilan sólar- hring. Tilefnið var fjáröflun vegna væntanlegrar keppnis- ferðar til Noregs í sumar. Fjár- öflunin gekk mjög vel og stiga- skorið fór samtals í rúmlega 2.000 stig. Piltarnir voru furðu hressir eftir allan þennan leik- tíma er þeir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins, ásamt Sveinbirni Sigurðssyni, þjálfara sínum. Ekki verði dregið úr umsvifum Húsavik - Deild starfsfólks í heilbrigðisþjónustu innan Verkalýðsfélags Húsavíkur samþykkti á síðasta fundi sín- um eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur deildar starfs- fólks í heilbrigðisþjónustu inn- an Verkalýðsfélags Húsavíkur haldinn 11. apríl 1996 skorar á stjórnvöld, þingmenn kjör- dæmisins og stjórnendur Sjúkrahússins á Húsavík að vinna að því að efla starfsemi Sjúkrahússins og Heilsugæslu- stöðvarinnar til muna. Fundurinn . hafnar öllum hugmyndum sem miða að því að dregið verði verulega úr umsvifum Héraðssjúkrahús- anna á landsbyggðinni þar með talið Sjúkrahús Húsavíkur. Með því að draga úr umsvif- um Sjúkrahússins á Húsavík er verið að stíga stórt skref aftur á bak í heilbrigðisþjón- ustu og öryggi íbúa á þessu svæði sem telur um 4.000 íbúa. Endurbótum á samkomu húsinu lokið Garði - Undanfarna mánuði hafa staðið yfir endurbætur á samkomuhúsinu og er þeim nú nær lokið. í tilefni þessa bauð vertinn, Jóhann Þorsteinsson og eiginkona hans, Sigurbjörg H. Bjarnadóttir, hreppsnefndinni í kaffi sl. mánudag. Miklar endurbætur hafa farið fram á eldhúsi hússins sem nú stenzt allar kröfur heilbrigðis- eftirlits, húsið málað og keypt inn í það ný húsgögn sem kost- uðu um 1,5 milljónir kr. Tekur húsið nú um 215 manns í sæti. Jóhann og kona hans hafa húsið á leigu til ársloka. Stefnt er að því að hafa hlaðborð alla sunnudaga í sumar fyrir ferða- og heimamenn. föstudagskvöld GEIRMUNDUR VALTÝSSON ÁSAMT HLJÓMSVEIT Morgunblaðið/Theodór lilboð í Kjarakaupum Pottasettt 3 st Ryðfrítt stál, 18/8 með glerloki, gufuventli og þreföldum botni. Stærðir: 1,8 1,2,41,3,' Áður 3.850 ■; - í-t v -f'"" ■ 'í P-— i S.. ' Örbylgjuofn 22 Itr. m. snúningsdiski 850w Áður 16.998 J 3.700 Halogensett í innréttingar og loft, 12 wött Þrír kastarar 20 wött. Snúra og spennurbreytir. Casin kaffivél 1,1 lítra, 750 wött. Áður 2.200 nu Áður 20.990 nu 14.998 Kjarakaupi Lógmúlo 6, simi 568-4910 Óseyri 4, Akureyri, simi 462-4964. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.