Morgunblaðið - 20.04.1996, Page 6

Morgunblaðið - 20.04.1996, Page 6
6 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samanburður á raforkuverði f nokkrum Evrópulöndum 1. jan. 1995 RAFORKA TIL HEIMILA Verð í kr/kWst með sköttum, notandimeð 3.300 kWst ársnotkun RAFORKA TIL IÐNAÐAR Verð í kr/kWst, án skatta, notandi með 2,5 MW og 3.500 kWst ársnotkun Belgía Þýskaland Frakkland Danmörk Spánn Austurríki Portúgal Ítalía Lúxemborg Bretland Holland Svíþjóð írland ísland Grikkland Finnland Noregur 13,9 13,7 12,1 11,8 11,7 11,5 11,3 10,9 10,6 9,3 8,11 Þýskaland Austurríki Ítalía Portúgal; Belgía Spánn IHÉI Bretland Lúxemborg írland Frakkland MLB ísland l A,l Holland SQ Grikkland WEE Danmörk iEB Finnland M3U Noregur cn Svíþjóð BH MEÐALTAL: 10,0 kr/kWst MEÐALTAL: 5,1 kr/kWst Áfangi Kvíslaveitu, hækkun Blöndustíflu og endurnýjun í Sogi Tilboðum fyrir rúm- an milljarð tekið STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum í gær að taka tilboð- um í framkvæmdir fyrir um 1.092 milljónir króna. Tekið var tilboði Suðurverks og BV-tækja að fjárhæð 742,7 milljónir króna í byggingu 5. áfanga Kvíslaveitu. Jafnframt var tekið 113,8 milljóna króna tilboði Valar hf. í hækkun Blöndustíflu. Þá var ákveðið að taka tilboði Á.H.Á. ehf. í Reykjavík að fjárhæð 235,6 milljónir króna í endurnýjun Sogsstöðva. Kostnaðaráætlun 5. áfanga Kvíslaveitu nam 875,9 milljónum króna. Fimm tilboð bárust og var fyrrgreint tilboð Suðurverks og BV-tækja lægst og nam 84,8% af áætlun. Önnur tilboð í verkið voru frá ístaki, sem bauð 746,8 milljónir króna, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Háfell og Völur buðu 779 m.kr., Ellert Skúlason 798 milljónir króna og Hagtak 1.025 milljónir króna. Kostnaðaráætlun vegna hækkun- ar Blöndustíflu var 159 milljónir króna. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða bauð lægst, 81,3 milljónir króna eða 51,1%, af kostnaðaráætl- un. Eins og fytT sagði var hins veg- ar tekið tilboði því sem Völur lagði fram og var upp á 113,8 milljónir; 71,6% af kostnaðaráætlun. Fimm önnur tilboð bárust; frá Ingileifi Jónssyni, 117,6 milljónir, ístaki, 128,4 milljónir, Háfelli, 128,8 milljónir kr., Suðurverki, 135,2 millj- ónir og frá Firði sf. og Rögnvaldi Árnasyni 149,4 milljónir króna. Átta aðilar buðu í endumýjun Sogsstöðva, byggingarvinnu 1. áfanga. Kostnaðaráætlun nam 238,1 milljón króna. Húsanes hf. Keflavík bauð 184,6 milljónir krópa, eða 78% af kostnað- aráætlun. Á.H.Á. byggingar ehf. Reykjavík buðu 235,5 milljónir króna og var tilboði þeirra tekið. ístak bauð 250,1 milljón króna í verkið, Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. bauð 260,7 milljónir króna, Árborg 285,5 milljónir króna, Ár- mannsfell 299,1 milljón króna, G- verk, Selfossi 321,4 milljónir króna og S.M. verktakar Kópavogi buðu 333,1 milljón króna í byggingarvinnu 1. áfanga við endumýjun Sogs- stöðva. Stj órnarformaöur Landsvirkjunar um rekstrar- og skipulagsmál orkufyrirtækja Áfram full þörf fyrir fyrir- tæki af stærð Landsvirkjunar Morgunblaðið/Sverrir HELGA Jónsdóttir stjórnarformaður, Jakob Björnsson, bæjarsljóri á Akureyri og Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar. HELGA Jónsdóttir, stjómarformaður Landsvirkjunar, sagði i ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar í gær að það sem vel er gert í rekstri raforkufyrir- tækja eins og nú háttar megi ekki glatast við skipuiagsbreytingar á fyr- irkomulagi orkumála. „Hvert svo sem rekstrarformið kann að verða og hvort sem samkeppni verður komið.á eða ekki, þá tel ég að full þörf verði fyrir fyrirtæki af stærð og fjárhags- legum styrkleika Landsvirkjunar til þess að standa að nauðsynlegri upp- byggingu í orkumálum á komandi árum,“ sagði hún. Hún sagði að umræður um að sveit- arfélög og rafveitur þeirra auki eigin raforkuframleiðslu og dragi úr kaup- um af Landsvirkjun mættu ekki verða til þess að tekinn verði af Landsvirkj- un markaður sem fyrirtækið hefur virkjað fyrir. „Slíkt er ekki aðeins óhagstætt fyrir Landsvirkjun heldur einnig þjóðhagslega. Ennfremur verð- ur að hafa í huga að vegna þeirrar iagaskyldu sem hvílir á Landsvirkjun um framboð á raforku, hvílir óvissan í orkuþörf viðkomandi markaðar á Landsvirkjun. Sveitarfélögin geta hins vegar séð sér hag í að geta full- nýtt raforkumannvirki sín en leitað til Landsvirkjunar eftir hendinni." Helga Jónsdóttir vék að þvi að hún teldi fjármunum eignaraðila Lands- virkjunar hafa verið vel varið með því að festa þá í Landsvirkjun og að arðsemin hafí „að mörgu leyti verið viðunandi síðan“. „Þótt rekstrarafkoma Landsvirkj- unar hafi ekki ætíð leyft beinar arð- greiðslur til eigenda hefur fyrirtækið frá 1987 greitt eigendum sínum ábyrgðargjald árlega og er það ákveð- ið hlutfall af útistandandi skuldum fyrirtækisins. Samsvara þær greiðslur liðlega 5% árlegum arðgreiðslum af eiginijárframlögum eigenda.“ Þá sagði hún að eignauppbygging fyrirtækisins hefði skilað góðri ávöxt- un á fjármunum eigendanna. „Eig- inflárframlög að viðbættum stofn- framlögum eigenda hafa notið um 5% áriegrar raunávöxtunar að meðal- tali þau 30 ár sem fyrirtækið hefur verið rekið.“ Heiga Jónsdóttir sagði kröfur um meiri arðsemi þeirra fjármuna sem bundnir eru í Landsvirkjun skiljanleg- ar í ljósi stærðar fyrirtækisins og öflugs rekstrar. Hinu megi ekki gleyma að fyrirtækinu fylgja einnig miklar fjárhagslegar skuldbindingar og ekki megi aðhafast neitt sem tefli því í tvísýnu að við þær verði unnt að standa. Mest raforkunotkun á íbúa „Öflugt orkufyrirtæki er frekari uppbyggingu í orkumálum nauðsyn, og ekki má gleymast að arðsemi Landsvirkjunar hefur ekki síst falist í því að íslendingum hefur verið gert kleift að nýta sér rafmagn á einu lægsta rafmagnsverði í Evrópu. Stefnir nú í að við verðum sú þjóð í heiminum sem notar mesta raforku á íbúa svo að varla verður um það deilt að sæmilega hafí til tekist við uppbygginguna. Enn eru þó 90% þessarar auðlindar ónýtt og þess vegna er til mikils að vinna með frek- ari uppbyggingu." Helga Jónsdóttir sagði hagkvæmni þeirra virkjunarkosta sem Landsvirkj- un hefur undirbúið sýna að hægt sé að byggja upp raforkukerfið samhliða lækkandi rafmagnsverði en raf- magnsverð frá Landsvirkjun er nú um 40% lægra að raungildi en árið 1984 þegar það var hæst. Vegna skuldastöðu fyrirtækisins sé nauðsyn- legt að fara varlega í sakirnar í gjald- skrármálum. Þrátt fyrir 3% gjaldskrárhækkun 1. apríl verði verð á forgangsraf- magni frá Landsvirkjun tæp 4% lægra að raungildi en 1994 og svipað og 1995. „Um aldamótin standa vonir til þess að halda megi áfram að lækka raunverð rafmagns, ekki síst þegar auknar tekjur af rafmagnssölu til stóriðju fara að skila'sér frá og með árinu 1998,“ sagði Helga Jónsdóttir. „Raforkusölusamningurinn við ÍSÁL er Landsvirkjun afar hagstæður og kemur til með að breyta töluverðu um rekstrarafkomu fyrirtækisins á komandi árum. Með honum gefst vonandi færi á að auka arðsemi starf- seminnar, sem bæði gerir eigendum fært að njóta í meiru fjárfestinga sinna og þjóðinni allri að njóta lægra rafmagnsverðs. Ég tel einsýnt að haldið verði áfram að leita leiða til að laða að erlenda fjarfesta í orkufrekum iðnaði sam- hliða því_ sem auka þarf rafmagns- notkun íslendinga sjálfra til hvers kyns atvinnustarfsemi," sagði Helga Jónsdóttir. „Raunar tel ég að erlend fjárfesting í orkufrekum iðnaði sé undirstaða þess að við getum boðið okkar eigin fjárfestum hagstætt orku- verð til arðbærs rekstrar." 629 milljóna rekstrarhalli hjá Landsvirkjun 1995 en gert ráð fyrir hagnaði 1996 Framkvæmdir auk- ast verulega í ár FRAMKVÆMDIR á vegum Lands- virkjunar munu aukast verulega á árinu 1996 frá því sem verið hefur undanfarin ár. Í ræðu Halldórs Jón- atanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins í gær kom fram að áætlað er að veija 1.712 m. kr. til nýbygginga og endumýjun- ar mannvirkja í rekstri í ár. Rekstrar- haili Landsvirkjunar árið 1995 nam 629 milljónum króna og var 1995 fjórða árið í röð sem halli er á rekstr- inum. Halli á rekstrinum 1994 varð um 1.500 milljónir króna og um 3.500 milljónir króna árið 1993. Halldór Jónatansson sagði að ástæður batnandi afkomu væru þær helstar að rekstrartekjur hækkuðu verulega frá fyrra ári bæði vegna meiri orkusölu og hærra rafmagns- verðs til stóriðju. Rekstrartekjur hækkuðu um 756 m.kr. frá árinu á undan. Rekstrargjöld lækkuðu um 116 milljónir króna frá árinu 1994. „Skýr- ist þessi lækkun einkum af lækkun afskrifta um sem nemur 152 m.kr. og lækkun ijármagnskostnaðar um 99 m.kr,“ sagði Halldór Jónatansson. „Rekstrar- og viðhaldskostnaður hækkaði hins vegar um 135 m.kr. á milli ára.“ Þrátt fyrir rekstrarhallann var greiðsluafkoma Landsvirkjunar já- kvæð og nam handbært fé úr rekstri um 2,2 milljörðum króna. 25,6 milljarðar í eigið fé Heildareign Landsvirkjunar nam 76.496 milljónum króna í árslok 1995 og eigið fé 25.622 milljónum. Eigið fé lækkaði vegna rekstrarhallans en eiginfjárhlutfall hækkaði úr 33,2% í 33,5% vegna endurmats eigna og lækkunar skulda frá fyrra ári. Langtímaskuldir námu alls liðlega 49 milljörðum króna og lækkuðu um 2,1 milljarða króna frá fyrra ári og hafa að sögn Halldórs Jónatanssonar ekki verið lægri á föstu verðlagi síðan 1982. Rekstraráætlun Landsvirkjunar árið 1996 gerir ráð fyrir rekstrar- hagnaði að fjárhæð 64 milljónir króna og er þá miðað við stöðugt raungengi krónunnar og 3% verðbólgu. Áætlunin gerir ráð fyrir að hand- bært fé úr rekstri nemi 2.117 m.kr. 1996 og verði 405 m.kr. varið til lækkunar skulda og 1.712 m. til að fjármagna framkvæmdir og virkjun- arrannsóknar sem verða íjármagn- aðar að öllu leyti með fé úr rekstri. í máli Halldórs Jónatanssonar kom einnig fram að af áætluðum fram- kvæmdum ársins verður 191 m.kr. varið til aukningar miðlunarrýmis Blöndulóns með hækkun Blöndustíflu um 4 metra. 514 m.kr. verður varið til byggingar 5. áfanga Kvíslaveitu og 195 m.kr. til aukningar á aflgetu Búrfellsvirkjunar úr 210 MW í 245 MW með endumýjun vatnshjóla í Búrfellsstöð. 599 m.kr. verður varið til fram- kvæmda við endumýjun Sogsvirkjana og til þéttavirkja og styrkinga á raf- orkukerfinu 43 m.kr. Þá verður lokið í ár verkhönnun Hágöngumiðlunar og Norðlingaöldu- veitu og endurmati á verkhönnun Vatnsfellsvirkjunar. „Þessi mannvirki eru þá tilbúin til endanlegrar hönnun- ar og útboðs að undangengnu mati á umhverfisáhrifum og nauðsynlegum leyfum stjómvalda,“ sagði Halldór Jónatansson. „Á Austurlandi verður áfram haldið athugunum á virkjun Jökulsár á Brú og Fljótsdalsvirkjun með auknu rennsli af Hraunum. í samvinnu við Orku- stofnun er fyrirhugað að skoða hag- kvæmni'þess að veita vatni frá Skaftá yfir í Tungnaá og auka þar með orku- vinnslu í virkjunum á Þjórsársvæðinu. Fyrirhugað er að endurskoða eldri áætlanir um hækkun stíflu í Laxá við Brúar en þetta verkefni verður unnið í samvinnu við heimamenn. Nokkru fé verður einnig varið til rannsókna á jarðhita og raforku- vinnslu og áfram verður unnið við athuganir á útflutningi raforku í sam- vinnu við erlenda aðila,“ sagði Hall- dór Jónatansson, forstjóri Landsvirkj- unar á ársfundi fyrirtækisins í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.