Morgunblaðið - 20.04.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 15
LANDIÐ
HLUTI stofnfélaga Kveðanda - vísnafélagi Þingeyinga. 8
Vísnafélag Þingeyinga stofnað
Húsavik - Nokkrir þingeyskir
hagyrðingar og vísnavinir komu
saman í Arnesi í Aðaldal fyrir
nokkru og ákváðu að kanna
stofnun félags þingeyskra hag-
yrðinga og vísnavina. Boðað var
til stofnfundar á Húsavík 12.
þessa mánaðar og hófst fundur-
inn með ávarpj Jóhönnu A. Stein-
grímsdóttur, Árnesi, sem sagði
að lengi hefði sú hugmynd verið
meðal manna i sýslunni að stofna
slíkt félag. Hreiðar Karlsson tók
svo við stjórn fundarins.
Þorfinnur Jónsson, Ingveldar-
stöðum, hafði framsögu fyrir
hönd fundarboðenda og taldi
hann aukinn áhuga vera meðal
Þingeyinga að viðhalda stökunni.
Og ekkert taldi hann betra til
viðhalds íslenskri tungu en
stakan og kveðskapur. Mál sitt
fléttaði hann mörgum snjöllum
stökum og endaði með þessari:
Hér þarf vilja og hug að sýna,
halda vökunni.
Efla skal en ekki týna
Islands stökunni.
Síðan var málið mikið rætt og
gengið frá formlegum samþykkt-
um fyrir félagið og því valið
nafnið Kveðandi - vísnafélag
Þingeyinga. Kosin var stjórn sem
skipuð er: Hreiðari Karlssyni,
Húsavík, Jóhönnu Á. Steingríms-
dóttur, Árnesi, og Þorfinni Jóns-
syni, Ingveldarstöðum.
Að loknum fundarstörfum var
kastað fram nokkrum vísum sem
urðu til á fundinum, þar á meðal
þessari eftir Kristján Jónsson frá
Hlíðargerði:
Berst um landið bragamál,
bætir óðinn slingra.
Víst mun göfga og verma sál,
vísur Þingeyinga.
Þeir sem hafa samband við
stjórn Kveðanda geta gerst
stofnfélagar til næsta fundar.
Verkalýðsfélagið
Baldur 80 ára
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Baldur á
ísafirði var stofnað 1. apríl 1916
af 40 verkamönnum, sem þar með
tóku upp þráðinn frá stofnun verka-
lýðsfélags á ísafirði 7. maí 1906.
Er því um þessar mundir bæði um
80 ára og 90 ára sögu réttindabar-
áttu verkafólks á ísafirði að ræða.
Á afmælisdaginn 1. apríl var
opnuð myndlistarsýning í húsa-
kynnum félagsins í Pólgötu og á
baráttudegi verkafólks 1. maí nk.
verður efnt til hátíðarfundar í
íþróttahúsinu á Torfnesi þar sem
öllu verkafólki verður boðið til há-
tíðardagskrár og veitinga á vegum
félagsins.
Listasafn alþýðu hafði veg og
vanda af myndlitarsýningunni, um
er að ræða grafíkmyndasýningu
sem nýlega er komin heim eftir
hringferð um höfuðborgir á vestur-
löndum.
Myndlistarsýningin var upphaf
afmælisársins en á eftir henni og
hátíðarfundinum 1. maí nk. munu
fylgja fleiri afmælisatburðira.
I fréttailkynningu frá Baldri seg-
ir m.a., að félagið hafi gengið í
Alþýðusamband Islands strax 1917
og teljist því eitt af stofnfélögum
þess. Þá hafí það beitt sér fyrir
stofnun verkalýðsfélaga í Súðavík,
Bolungarvík, Súgandafirði, í Sléttu-
hreppi og á Patreksfirði og Alþýðu-
samband Vestfjarða var stofnað að
Morgunblaðið/Egill Egilsson
frumkvæði Baldurs. Einnig hefur
Verkalýðsfélagið Baldur tekið þátt
í stofnun ýmissa fyrirtækja.
Fimm menn hafa gegnt forseta-
störfum ASV og allir komið úr for-
ustu Baldurs. Tveir formenn Bald-
urs hafa orðið ráðherrar, Finnur
Jónsson og Hannibal Valdimarsson.
Tveir orðið forsetar ASÍ, Helgi
Hannesson og Hannibal Valdimars-
son.
Núverandi Stjórn Baldurs skipa:
Formaður Pétur Sigurðsson; vara-
formaður Aðalheiður Steinsdóttir;
ritari Ásdís Hansdóttir; gjaldkeri
Kristjana Ósk Hauksdóttir; með-
stjórnandi Gísli Indriðason; vara-
stjórn: Þorbjörg Ingadóttir, Óðinn
Baldursson, Brynja Helgadóttir.
Fjórðungsþing
Vestfirðinga
Stofnun
skólaskrif-
stofu rædd
ísafirði - 41. Fjórðungsþing
Vestfirðinga verður sett í
Stjórnsýsluhúsinu á Jsafirði
sumardaginn fyrsta. Á þing-
inu, sem stendur í tvo daga,
verður m.a. rætt um stofnun
skólaskrifstofu Vestfjarða,
þróunarstörf í atvinnumálum
og tillögur til breytinga á lög-
um og samþykktum sam-
bandsins auk þess sem reikna
má með að hagsmunamál
sveitarfélaganna á Vestfjörð-
um verði rædd.
Á þinginu flytur Kristján
Þór Júlíusson, bæjarstjóri á
ísafirði, framsöguerindi um
störf grunnskólanefndar sam-
bandsins, Helgi Jónasson,
fræðslustjóri og formaður
nefndar um fagleg málefni við
flutnings grunnskólans, fjallar
um mál því tengd og Garðar
Jónsson, viðskiptafræðingur
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, um störf kostnaðar-
nefndar og hlutverk jöfnunar-
sjóðs.
Einar Kr. Guðfínssson, al-
þingismaður, fjallar um stuðn-
ing Byggðastofnunar við at-
vinnuþróunarstörf, Elsa Guð-
mundsdóttir, atvinnuráðgjafí
Ijallar um slíkt þróunarstarf,
Kristján Jóakimsson, sjávarút-
vegsfræðingur, um þróunar-
störf í útvegi og Brynjólfur
Gíslason, sveitarstjóri, um til-
lögur um atvinnuþróunarfélag.
Skipum
og húsum
fjölgar á
Flateyri
Flateyri - Upp á síðkastið
hafa þrjú skip landað afla
sínum í Flateyrarhöfn. Fyrir
eru fjögur skip sem hafa
fastapláss sitt í höfninni.
Þessi þrjú aðkomuskip landa
afla á Flateyri til að sjiara
sér lengri siglingu á Isafjarð-
arhöfn.
Reykjafoss, skip Eim-
skipafélagsins, kom á dög-
unum með þrjá sumarbú-
stað, sem Flateyrarhreppur
hefur keypt til að selja upp
fyrir íbúa hreppsins. Tölu-
verður skortur er á húsnæði
enn um sinn, þannig að hér
var um þægilega viðbót að
ræða.
Þriðja safnið flytur í Safnahúsið á Egilsstöðum
Skjalasafn í nýtt húsnæði
VATNASKÓGUR
Sumarbúðir KFUM
Egilsstöðum - Héraðsskjalasafn
Austfirðinga hefur flutt í nýtt
húsnæði á Egilsstöðum. Það er
þriðja safnið sem flytur í Safna-
húsið á Egilsstöðum en nýflutt í
húsið eru Bókasafn Héraðsbúa og
Minjasafn Austurlands. Einnig
hefur Safnastofnun Austurlands
aðsetur í húsinu.
í eigið húsnæði
eftir 20 ár
Þetta er í fyrsta skipti sem
Héraðsskjalasafnið fer í eigið hús-
næði, en liðin eru 20 ár frá stofn-
un þess. Rúmast nú skjöl og bæk-
ur safnsins vel, en hluti safnsins
var geymdur í kössum og kyrnum
þar sem erfitt reyndist að nálgast
upplýsingar ef á þurfti. að halda.
Stærstur hluti bóka safnsins er
gjöf sem gefin var af þeim hjónum
Halldóri Ásgrímssyni og konu
hans Önnu Guðnýju Guðmunds-
dóttur.
Bréfin bætast í safnið
Á opnunarhátíðinni í þessu nýja
húsnæði tók m.a. barnabarn Hall-
dórs og Önnu til máls, Katrín
Ásgrímsdóttir, og sagði frá bréfa-
safni sem hefði verið í eigu þeirra
hjóna. Verið væri að fara í gegnum
bréfin og flokka þau og sagði
Katrín að því verki loknu munu
bréfin koma í Héraðsskjalasafnið
til varðveislu.
Fleiri tóku tii máls og færðu
safninu gjafir. Vilhjálmur Hjálm-
arsson færði safninu örnefnaskrá
frá Mjóafirði, en skráin hefur ekki
verið gefin út. Jón Kristjánsson
alþingismaður tók til máls og -
fagnaði því að þetta lifandi safn
væri komið í svo glæsilegt hús-
næði. Jón sagðist ánægður með
þá þróun sem orðið hefði í starf-
semi safnsins en hann sat í fyrstu
stjórn þess. Hann sagði safnið
hafa byggst upp vegna þess að
nokkrir einstaklingar lögðu gríðar-
lega vinnu í uppbyggingu þess.
Skjalavörður safnsins frá 1985
hefur verið Sigurður Óskar Páls-
son en hann mun láta af því starfi
1. júní og við því tekur Hrafnkell
A. Jónsson.
Skráning í sumarbúðimar í Vatnaskógi
hefst mánudaginn 22. apríl kl. 8:00
í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.
Einnig er tekið við
skráningum í símum
588-8899 og 588-1999-
Flokkaskrá sumarsins
verður birt í sunnudags-
blaði Morgunblaðsins og
er einnig á bls 618 í textavarpi sjónvarpsins.