Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Vaxtalækkun hjá viðskiptabönkunum
Alltað 0,75%lækkun
LANDSBANKINN, Búnaðarbankinn og Spari-
sjóðirnir tilkynntu í gær um vaxtalækkanir, sem
taka gildi frá og með mánudegi. Lækkanirnar
koma í kjölfar vaxtalækkana á íslenskum fjár-
magnsmarkaði að undanfömu sem skýrast af
lægri verðbólgu en spár gerðu ráð fyrir og lækk-
andi vöxtum erlendis. Mesta einstaka lækkunin
er 0,75% lækkun á yfirdráttarlánum fyrirtækja
hjá Búnaðarbankanum.
Búnaðarbankinn lækkar kjörvexti víxla, afurð-
alána og óverðtryggðra skuldabréfa um háift pró-
sent, yfirdráttarián fyrirtækja um 0,75% en yfir-
dráttarlán einstaklinga um 0,25%. Innlánsvextir
Gullbókar og Metbókar lækka um 0,5%, vextir á
Gullreikningi og almennum sparisjóðsbókum lækka
um 0,3% og vextir á tékkareikningum um 0,15.
Landsbankinn lækkar kjörvexti víxla um 0,25%
og yfírdráttarlán fyrirtækja og einstaklinga um
0,15%. Þá eru innlánsvextir óbundinna sparireikn-
inga lækkaðir um 0,25%.
Sparisjóðirnir lækka kjörvexti víxla, afurðalána
og óverðtryggðra skuldabréfa um 0,3%. Þá lækka
innlánsvextir á óbundnum sparireikningum um
0,4%.
Eftir breytingarnar eru sparisjóðirnir með
hæstu innlánsvextina eða 1% á almennum spari-
sjóðsbókum. íslandsbanki og Búnaðarbanki eru
með 0,7% vexti á þeim og Landsbankinn 0,8%.
Sparisjóðirnir eru með 0,75% vexti á almennum
tékkareikningum,_ Landsbankinn 0,4%, Búnaðar-
banki 0,35% og Islandsbanki 0,3.
íslandsbanki verður að jafnaði með lægstu útl-
ánsvextina eftir breytingarnar. Kjörvextir al-
mennra víxillána verða 8,70% hjá Islandsbanka,
8,75% hjá Landsbanka, 8,95% hjá Búnaðarbanka
og 9,10% hjá sparisjóðunum. Yfirdráttarlán fyrir-
tækja verða 13,75% hjá íslandsbanka og Búnaðar-
banka, 14% hjá Sparisjóðunum og 14,10% hjá
Landsbankanum. Yfirdráttarlán einstaklinga
verða 13,95 hjá íslandsbanka, 14,25% hjá Búnað-
arbanka, 14,35 hjá Landsbanka og 14,5% hjá
Sparisjóðunum. Þá verða kjörvextir aimennra
skuldabréfalána 8,6% hjá íslandsbanka, 8,8% hjá
Landsbanka, 8,85 hjá Búnaðarbanka og 8,95%
hjá sparisjóðunum. Kjörvextir verðtryggðra lána
verða lægstir hjá Búnaðarbanka og Landsbanka
eða 6,1% eftir breytingarnar, 6,15% hjá Sparisjóð-
unum en hæstir, 6,2% hjá Islandsbanka.
Iðnaðar-
ráðherra
hissa á af-
stöðu Elkem
FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, segir að viðbrögð
norska fyrirtækisins Elkem við
stjómarformannsskiptum í Islenska
járnblendifélaginu, komi sér á óvart.
Hann hafi tilkynnt þeim um þessi
áform sín, til þess að viðhalda góðu
samstarfí við erlendu aðilana, en það
sama verði ekki sagt um þær breyt-
ingar sem fyrirtækið hafi gert á sín-
um fulltrúum í stjórninni.
Finnur segir þettá hins vegar ekki
merki um neina viðhorfsbreytingu
íslenskra stjórnvalda í garð hinna
erlendu eignaraðila. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær er Elkem
óánægt með þessa ákvörðun ráð-
herra og tilkynnti það ráðherra þá
afstöðu sína áður en fyrrnefndar
breytingar voru gerðar.
„Ég tilkynnti þeim að eina breyt-
ingin sem ég hyggðist gera væri að
skipta um stjómarformann," segir
Finnur. „í þá stöðu setti ég Jón
Sveinsson, mann sem hefur áralanga
reynslu af setu í stjóm fyrirtækisins
og ailir eignaraðilar þekkja mjög
vel. Hann er jafnframt að vinna fyr-
ir mig að stóriðjumálum, bæði í iðn-
aðarráðuneytinu og á markaðsskrif-
stofu þess og hefur því víðtæka
reynslu og þekkingu á þessu sviði.“
Aðspurður um ástæður þessara
breytinga, í ljósi þess að ánægja ríkti
með störf Stefáns Ólafssonar, fyrr-
verandi stjómarformanns, segir
Finnur að hann hafi með þessu viljað
tengja þær hugmyndir sem uppi
væru um stækkun Islenska jám-
blendifélagsins við ráðuneytið og þau
stóriðjumál sem væru í deiglunni.
Hann hafi ekkert haft yfir störfum
Stefáns að kvarta og væri honum
þakklátur fyrir vel unnin störf. Þá
neitaði hann því alfarið að hér væri
um pólitíska tilfærslu að ræða.
„ _ Morgunblaðið/Ásdís
FRA afhendingu hvatningarverðlaunanna, (f.v.) dr. Sveinbjörn Gizurarson, dr. Ástráður Eysteins-
son, próf. Sigmundur Guðbjarnarson, formaður Rannís, og Davíð Oddsson forsætisráðherra.
HVATAVERÐLAUN Rannsókn-
arráðs íslands voru veitt öðru
sinni á ársfundi þess í gær. Eru
verðlaunin veitt til tveggja vís-
indamanna, annars vegar fyrir
framlag á sviði grunnvísinda og
hins vegar fyrir framlag á sviði
hagnýtra rannsókna og tækni-
þróunar í þágu atvinnulifsins.
Að þessu sinni hlutu þeir dr.
Ástráður Eysteinsson, prófessor
í bókmenntafræði við Háskóia
Islands, og dr. Sveinbjörn Gizur-
arson, lyfjafræðingur og dósent
við HI, verðlaunin, sem nema
einni milljón króna fyrir hvorn
þeirra. Það var forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson, sem af-
henti verðlaunin.
I erindi Þórólfs Þórlindssonar,
prófessors og formanns dóm-
riefndar Rannís, kom fram að við
valið hefði m.a. verið tekið tillit
til námsferils, frumleika og sjálf-
stæðis sem og árangurs í vísinda-
Hvataverð-
laun Rannís
veitt öðru
sinni
störfum. Alls hafi 12 einstakling-
ar verið tilnefndir og megi vænta
mikils af þeim ölium á komandi
árum.
Dr. Ástráður Einarsson hefur
einkum starfað á tveimur
meginsviðum rannsókna, annars
vegar í nútímabókmenntum og
bókmenntafræði með áherslu á
módernisma, og hins vegar í
þýðingafræði. Hann hefur ritað
fjölda greina og bóka, sem birst
hafa bæði á innlendum og er-
lendum vettvangi. Hann er
kvæntur Birnu Kristjánsdóttur
myndlistarmanni og eiga þau
tvö börn.
Dr. Sveinbjörn Gizurarson,
hefur einkum beitt sér fyrir því
að þróa nýjar aðferðir við bólu-
setningar, sem byggja á því að
gefa bóluefni í gegnum slímhúð
og sýna fram á áhrifamátt þeirr-
ar aðferðar.
Hann var frumkvöðull að
stofnun fyrirtækisins Lyfjaþró-
unar hf., en það fyrirtæki vinnur
nú að markaðssetningu á niður-
stöðum rannsókna hans. Nú
standa yfir viðræður milli Lyfja-
þróunar hf. og ýmissa erlendra
fyrirtækja sem hafa sýnt bólu-
setningaraðferð Sveinbjarnar
áhuga. Rannsóknarniðurstöður
eftir hann hafa verið birtar í 32
erlendum vísindatímaritum.
Hann er kvæntur Kristínu Lindu
Ragnarsdóttur og eiga þau þijú
börn.
Rannsóknarráð kynnir nýja stefnu undir heitinu „Að treysta stoðir framtíðar“
Hagvöxtur bygg-
ir á mannauði
RANNSÓKNARRÁÐ kynnti á árs-
fundi sínum í gær nýja stefnumótun
sem unnin hefur verið á vegum ráðs-
ins. Stefna ráðsins tekur mið af fram-
tíðarsýn sem felst m.a. í því að á
Islandi verði þjóðfélag sem byggi á
traustum efnahag, nægri atvinnu og
sé í nánum tengslum við umheiminn,
að því er fram kom í ræðu prófess-
ors Sigmundar Guðbjarnasonar, for-
manns Rannís.
í ræðu sinni sagði prófessor Sig-
mundur að til að þessi sýn mætti verða
að veruleika þyrfti þjóðin að þróa hér
samkeppnishæft atvinnulíf, sem skap-
aði hagvöxt byggðan á mannauði og
sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Þá
þyrfti þjóðin að eiga greiðan aðgang
að góðu heilbrigðis- og menntakerfi.
Tryggja yrði vemdun lands og lífríkis
og taka þyrfti virkan og skapandi þátt
í samstarfí þjóða á sviði stjómmála,
menningar og viðskipta.
Sigmundur sagði Rannsóknarráð
hafa skilgreint markmið sín og leiðir
til að nálgast þetta framtíðarþjóðfé-
lag, en heildarmarkmiðið væri að
virkja mannauð þjóðarinnar í sókn
til auðugra mannlífs og bættra lífs-
kjara. í þeim tilgangi þyrfti m.a. að
styrkja stoðir rannsókna hér á landi,
efla atvinnulífið með markvissum,
hagnýtum rannsóknum, auka sam-
vinnu atvinnulífs, rannsókna- og
menntastofnana og stuðla að aukinni
þátttöku fyrirtækja í rannsókna- og
þróunarstarfsemi.
Menntun þjóðarinnar hennar
helsti auður
Björn Bjarnason, menntamálaráð-
herra, sagði í opnunarræðu ársfund-
arins, að hann væri eindregið þeirrar
skoðunar að samkeppnisstaða ís-
lensku þjóðarinnar réðist af menntun
hennar, og rannsóknum og vísindum
sem nýttust í atvinnulífi þjóðarinnar.
Vísaði hann m.a. til umæla Federico
Mayor, forstjóra UNESCO sem
staddur var hér á landi í vikunni, en
hann sagði að menntunarstig þjóðar-
innar væri hennar helsti auður og
styrkur.
Ráðherra sagði að Rannsóknarráð
íslands hefði mikilvægu hlutverki að
gegna við að brúa bilið milli vísinda
og framgangs á öðrum sviðum þjóð-
lífsins. Ráðið væri ungt að árum en
miklar vonir væru bundnar við nýja
skipan þessara mála.
Vilhjálmur Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri Rannís, ræddi um
framtíðarskipan rannsókna hér á
landi í erindi sínu. Sagði hann marga
vera þeirrar skoðunar að núverandi
atvinnuvegaskipting stjórnsýslunnar
og stofnana hins opinbera hefði
gengið sér til húðar og væri orðin
til trafala. Mörkin milli hinna hefð-
bundnu atvinnuvega væru óðum að
hverfa og nauðsynlegt væri því að
fram færi heildarendurskoðun laga
um rannsóknir í þágu atvinnuveg-
anna í ljósi þessa.
Tveir lyfja-
innflylj-
endur í
eina sæng
FYRIRTÆKIN Lyf ehf. og
Stefán Thorarensen hafa verið
sameinuð. Sameinaða fyrirtæk-
ið verður rekið undir nafninu
Thorarensen - Lyf ehf. Mun
hið nýja fyrirtæki einbeita sér
að innflutningi og markaðssetn-
ingu á ýmsum vörum sem
snerta heilbrigðismál, svo sem
lyfjum, hjúkrunarvörum og
fleiru.
Tilgangur þessarar samein-
ingar er að ná fram hagræðingu
í rekstri fyrirtækjanna, að því
er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá hinu nýja fyrirtæki.
Um 30 manns koma til með að
starfa þar og verður fram-
kvæmdastjóri þess Bjarni
Bjarnason, en Guðmundur Hall-
grímsson, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Lylja ehf. mun
taka sæti í stjórn hins nýja fé-
lags. Stjómarformaður verður
Alma Thorarensen.
Þessi tvö fyrirtæki stóðu að
síðasta ári að stofnun Lyíja-
dreifíngar sf., ásamt Farmasíu
ehf. Lyijadreifing er til húsa í
sama húsnæði og hið nýja fyrir-
tæki og mun sjá um lagerhald
og dreifingu á innfluttum vör-
um, en aðra þætti sjá móðurfyr-
irtækin um sjálf. í fréttatil-
kynningunni segir að Lyfja-
dreifing sé rekið sem fyllilega
sjálfstætt fyrirtæki og séu
áform uppi um að bjóða öðrum
fyrirtækjum sem þess þurfa
með og versla með skyldar vör-
ur upp á dreifingarþjónustu.
Líflegt á
hlutabréfa-
markaði
ÓVENJU lífleg viðskipti áttu sér
stað á hlutabréfamarkaðnum í
gær eftir nokkra deyfð að und-
anfömu. Mest_ var keypt af
hlutabréfum í íslandsbanka hf.
og Flugleiðum hf. Heildarvið-
skipti dagsins námu 80,6 millj-
ónum króna miðað við söluverð.
Hlutabréf í íslandsbanka fyrir
43,5 milljónir að söluvirði skiptu
um eigendur. Síðustu viðskipti
voru skráð á genginu 1,55 og
var um 2,65% hækkun að ræða
frá deginum áður. Fjöldi við-
skipta var 12.
Viðskipti með hlutabréf í
Flugleiðum áttu sér stað fyrir
tæpa 21 milljón króna að sölu-
virði. Fjöldi viðskipta var 14 og
vom hin síðustu skráð á genginu
2,67, sem er um 3,09% hækkun.
Olíufélagið
með skulda-
bréfaútboð
STJÓRN Olíufélagsins hefur
heimilað útgáfu skuldabréfa að
nafnvirði 300 milljónir króna,
sem boðin verða út með 6,0%
föstum verðtryggðum vöxtum.
Skuldabréfaútboðið er í umsjá
Landsbréfa og verður það kynnt
fjárfestum í dag. Útgáfudagur
bréfanna er 15. apríl og hefur
þegar verið óskað eftir skrán-
ingu þeirra á Verðbréfaþingi
íslands.
Tilgangur þessa útboðs er að
afla lánsfjár til starfsemi Olíufé-
lagsins, bæði vegna fjárfestinga
og vegna endurgreiðslu eldri
lána, að því er fram kemur í
útboðslýsingu. Skuldabréfin era
til 7 ára með árlegum afborgun-
um. Verður Olíufélaginu heimilt
að greiða bréfin upp á hveijum
afborgunardegi frá og með 16.
maí árið 2000.