Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Vaxtalækkun hjá viðskiptabönkunum Alltað 0,75%lækkun LANDSBANKINN, Búnaðarbankinn og Spari- sjóðirnir tilkynntu í gær um vaxtalækkanir, sem taka gildi frá og með mánudegi. Lækkanirnar koma í kjölfar vaxtalækkana á íslenskum fjár- magnsmarkaði að undanfömu sem skýrast af lægri verðbólgu en spár gerðu ráð fyrir og lækk- andi vöxtum erlendis. Mesta einstaka lækkunin er 0,75% lækkun á yfirdráttarlánum fyrirtækja hjá Búnaðarbankanum. Búnaðarbankinn lækkar kjörvexti víxla, afurð- alána og óverðtryggðra skuldabréfa um háift pró- sent, yfirdráttarián fyrirtækja um 0,75% en yfir- dráttarlán einstaklinga um 0,25%. Innlánsvextir Gullbókar og Metbókar lækka um 0,5%, vextir á Gullreikningi og almennum sparisjóðsbókum lækka um 0,3% og vextir á tékkareikningum um 0,15. Landsbankinn lækkar kjörvexti víxla um 0,25% og yfírdráttarlán fyrirtækja og einstaklinga um 0,15%. Þá eru innlánsvextir óbundinna sparireikn- inga lækkaðir um 0,25%. Sparisjóðirnir lækka kjörvexti víxla, afurðalána og óverðtryggðra skuldabréfa um 0,3%. Þá lækka innlánsvextir á óbundnum sparireikningum um 0,4%. Eftir breytingarnar eru sparisjóðirnir með hæstu innlánsvextina eða 1% á almennum spari- sjóðsbókum. íslandsbanki og Búnaðarbanki eru með 0,7% vexti á þeim og Landsbankinn 0,8%. Sparisjóðirnir eru með 0,75% vexti á almennum tékkareikningum,_ Landsbankinn 0,4%, Búnaðar- banki 0,35% og Islandsbanki 0,3. íslandsbanki verður að jafnaði með lægstu útl- ánsvextina eftir breytingarnar. Kjörvextir al- mennra víxillána verða 8,70% hjá Islandsbanka, 8,75% hjá Landsbanka, 8,95% hjá Búnaðarbanka og 9,10% hjá sparisjóðunum. Yfirdráttarlán fyrir- tækja verða 13,75% hjá íslandsbanka og Búnaðar- banka, 14% hjá Sparisjóðunum og 14,10% hjá Landsbankanum. Yfirdráttarlán einstaklinga verða 13,95 hjá íslandsbanka, 14,25% hjá Búnað- arbanka, 14,35 hjá Landsbanka og 14,5% hjá Sparisjóðunum. Þá verða kjörvextir aimennra skuldabréfalána 8,6% hjá íslandsbanka, 8,8% hjá Landsbanka, 8,85 hjá Búnaðarbanka og 8,95% hjá sparisjóðunum. Kjörvextir verðtryggðra lána verða lægstir hjá Búnaðarbanka og Landsbanka eða 6,1% eftir breytingarnar, 6,15% hjá Sparisjóð- unum en hæstir, 6,2% hjá Islandsbanka. Iðnaðar- ráðherra hissa á af- stöðu Elkem FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, segir að viðbrögð norska fyrirtækisins Elkem við stjómarformannsskiptum í Islenska járnblendifélaginu, komi sér á óvart. Hann hafi tilkynnt þeim um þessi áform sín, til þess að viðhalda góðu samstarfí við erlendu aðilana, en það sama verði ekki sagt um þær breyt- ingar sem fyrirtækið hafi gert á sín- um fulltrúum í stjórninni. Finnur segir þettá hins vegar ekki merki um neina viðhorfsbreytingu íslenskra stjórnvalda í garð hinna erlendu eignaraðila. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er Elkem óánægt með þessa ákvörðun ráð- herra og tilkynnti það ráðherra þá afstöðu sína áður en fyrrnefndar breytingar voru gerðar. „Ég tilkynnti þeim að eina breyt- ingin sem ég hyggðist gera væri að skipta um stjómarformann," segir Finnur. „í þá stöðu setti ég Jón Sveinsson, mann sem hefur áralanga reynslu af setu í stjóm fyrirtækisins og ailir eignaraðilar þekkja mjög vel. Hann er jafnframt að vinna fyr- ir mig að stóriðjumálum, bæði í iðn- aðarráðuneytinu og á markaðsskrif- stofu þess og hefur því víðtæka reynslu og þekkingu á þessu sviði.“ Aðspurður um ástæður þessara breytinga, í ljósi þess að ánægja ríkti með störf Stefáns Ólafssonar, fyrr- verandi stjómarformanns, segir Finnur að hann hafi með þessu viljað tengja þær hugmyndir sem uppi væru um stækkun Islenska jám- blendifélagsins við ráðuneytið og þau stóriðjumál sem væru í deiglunni. Hann hafi ekkert haft yfir störfum Stefáns að kvarta og væri honum þakklátur fyrir vel unnin störf. Þá neitaði hann því alfarið að hér væri um pólitíska tilfærslu að ræða. „ _ Morgunblaðið/Ásdís FRA afhendingu hvatningarverðlaunanna, (f.v.) dr. Sveinbjörn Gizurarson, dr. Ástráður Eysteins- son, próf. Sigmundur Guðbjarnarson, formaður Rannís, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. HVATAVERÐLAUN Rannsókn- arráðs íslands voru veitt öðru sinni á ársfundi þess í gær. Eru verðlaunin veitt til tveggja vís- indamanna, annars vegar fyrir framlag á sviði grunnvísinda og hins vegar fyrir framlag á sviði hagnýtra rannsókna og tækni- þróunar í þágu atvinnulifsins. Að þessu sinni hlutu þeir dr. Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóia Islands, og dr. Sveinbjörn Gizur- arson, lyfjafræðingur og dósent við HI, verðlaunin, sem nema einni milljón króna fyrir hvorn þeirra. Það var forsætisráð- herra, Davíð Oddsson, sem af- henti verðlaunin. I erindi Þórólfs Þórlindssonar, prófessors og formanns dóm- riefndar Rannís, kom fram að við valið hefði m.a. verið tekið tillit til námsferils, frumleika og sjálf- stæðis sem og árangurs í vísinda- Hvataverð- laun Rannís veitt öðru sinni störfum. Alls hafi 12 einstakling- ar verið tilnefndir og megi vænta mikils af þeim ölium á komandi árum. Dr. Ástráður Einarsson hefur einkum starfað á tveimur meginsviðum rannsókna, annars vegar í nútímabókmenntum og bókmenntafræði með áherslu á módernisma, og hins vegar í þýðingafræði. Hann hefur ritað fjölda greina og bóka, sem birst hafa bæði á innlendum og er- lendum vettvangi. Hann er kvæntur Birnu Kristjánsdóttur myndlistarmanni og eiga þau tvö börn. Dr. Sveinbjörn Gizurarson, hefur einkum beitt sér fyrir því að þróa nýjar aðferðir við bólu- setningar, sem byggja á því að gefa bóluefni í gegnum slímhúð og sýna fram á áhrifamátt þeirr- ar aðferðar. Hann var frumkvöðull að stofnun fyrirtækisins Lyfjaþró- unar hf., en það fyrirtæki vinnur nú að markaðssetningu á niður- stöðum rannsókna hans. Nú standa yfir viðræður milli Lyfja- þróunar hf. og ýmissa erlendra fyrirtækja sem hafa sýnt bólu- setningaraðferð Sveinbjarnar áhuga. Rannsóknarniðurstöður eftir hann hafa verið birtar í 32 erlendum vísindatímaritum. Hann er kvæntur Kristínu Lindu Ragnarsdóttur og eiga þau þijú börn. Rannsóknarráð kynnir nýja stefnu undir heitinu „Að treysta stoðir framtíðar“ Hagvöxtur bygg- ir á mannauði RANNSÓKNARRÁÐ kynnti á árs- fundi sínum í gær nýja stefnumótun sem unnin hefur verið á vegum ráðs- ins. Stefna ráðsins tekur mið af fram- tíðarsýn sem felst m.a. í því að á Islandi verði þjóðfélag sem byggi á traustum efnahag, nægri atvinnu og sé í nánum tengslum við umheiminn, að því er fram kom í ræðu prófess- ors Sigmundar Guðbjarnasonar, for- manns Rannís. í ræðu sinni sagði prófessor Sig- mundur að til að þessi sýn mætti verða að veruleika þyrfti þjóðin að þróa hér samkeppnishæft atvinnulíf, sem skap- aði hagvöxt byggðan á mannauði og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Þá þyrfti þjóðin að eiga greiðan aðgang að góðu heilbrigðis- og menntakerfi. Tryggja yrði vemdun lands og lífríkis og taka þyrfti virkan og skapandi þátt í samstarfí þjóða á sviði stjómmála, menningar og viðskipta. Sigmundur sagði Rannsóknarráð hafa skilgreint markmið sín og leiðir til að nálgast þetta framtíðarþjóðfé- lag, en heildarmarkmiðið væri að virkja mannauð þjóðarinnar í sókn til auðugra mannlífs og bættra lífs- kjara. í þeim tilgangi þyrfti m.a. að styrkja stoðir rannsókna hér á landi, efla atvinnulífið með markvissum, hagnýtum rannsóknum, auka sam- vinnu atvinnulífs, rannsókna- og menntastofnana og stuðla að aukinni þátttöku fyrirtækja í rannsókna- og þróunarstarfsemi. Menntun þjóðarinnar hennar helsti auður Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, sagði í opnunarræðu ársfund- arins, að hann væri eindregið þeirrar skoðunar að samkeppnisstaða ís- lensku þjóðarinnar réðist af menntun hennar, og rannsóknum og vísindum sem nýttust í atvinnulífi þjóðarinnar. Vísaði hann m.a. til umæla Federico Mayor, forstjóra UNESCO sem staddur var hér á landi í vikunni, en hann sagði að menntunarstig þjóðar- innar væri hennar helsti auður og styrkur. Ráðherra sagði að Rannsóknarráð íslands hefði mikilvægu hlutverki að gegna við að brúa bilið milli vísinda og framgangs á öðrum sviðum þjóð- lífsins. Ráðið væri ungt að árum en miklar vonir væru bundnar við nýja skipan þessara mála. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannís, ræddi um framtíðarskipan rannsókna hér á landi í erindi sínu. Sagði hann marga vera þeirrar skoðunar að núverandi atvinnuvegaskipting stjórnsýslunnar og stofnana hins opinbera hefði gengið sér til húðar og væri orðin til trafala. Mörkin milli hinna hefð- bundnu atvinnuvega væru óðum að hverfa og nauðsynlegt væri því að fram færi heildarendurskoðun laga um rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna í ljósi þessa. Tveir lyfja- innflylj- endur í eina sæng FYRIRTÆKIN Lyf ehf. og Stefán Thorarensen hafa verið sameinuð. Sameinaða fyrirtæk- ið verður rekið undir nafninu Thorarensen - Lyf ehf. Mun hið nýja fyrirtæki einbeita sér að innflutningi og markaðssetn- ingu á ýmsum vörum sem snerta heilbrigðismál, svo sem lyfjum, hjúkrunarvörum og fleiru. Tilgangur þessarar samein- ingar er að ná fram hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá hinu nýja fyrirtæki. Um 30 manns koma til með að starfa þar og verður fram- kvæmdastjóri þess Bjarni Bjarnason, en Guðmundur Hall- grímsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Lylja ehf. mun taka sæti í stjórn hins nýja fé- lags. Stjómarformaður verður Alma Thorarensen. Þessi tvö fyrirtæki stóðu að síðasta ári að stofnun Lyíja- dreifíngar sf., ásamt Farmasíu ehf. Lyijadreifing er til húsa í sama húsnæði og hið nýja fyrir- tæki og mun sjá um lagerhald og dreifingu á innfluttum vör- um, en aðra þætti sjá móðurfyr- irtækin um sjálf. í fréttatil- kynningunni segir að Lyfja- dreifing sé rekið sem fyllilega sjálfstætt fyrirtæki og séu áform uppi um að bjóða öðrum fyrirtækjum sem þess þurfa með og versla með skyldar vör- ur upp á dreifingarþjónustu. Líflegt á hlutabréfa- markaði ÓVENJU lífleg viðskipti áttu sér stað á hlutabréfamarkaðnum í gær eftir nokkra deyfð að und- anfömu. Mest_ var keypt af hlutabréfum í íslandsbanka hf. og Flugleiðum hf. Heildarvið- skipti dagsins námu 80,6 millj- ónum króna miðað við söluverð. Hlutabréf í íslandsbanka fyrir 43,5 milljónir að söluvirði skiptu um eigendur. Síðustu viðskipti voru skráð á genginu 1,55 og var um 2,65% hækkun að ræða frá deginum áður. Fjöldi við- skipta var 12. Viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum áttu sér stað fyrir tæpa 21 milljón króna að sölu- virði. Fjöldi viðskipta var 14 og vom hin síðustu skráð á genginu 2,67, sem er um 3,09% hækkun. Olíufélagið með skulda- bréfaútboð STJÓRN Olíufélagsins hefur heimilað útgáfu skuldabréfa að nafnvirði 300 milljónir króna, sem boðin verða út með 6,0% föstum verðtryggðum vöxtum. Skuldabréfaútboðið er í umsjá Landsbréfa og verður það kynnt fjárfestum í dag. Útgáfudagur bréfanna er 15. apríl og hefur þegar verið óskað eftir skrán- ingu þeirra á Verðbréfaþingi íslands. Tilgangur þessa útboðs er að afla lánsfjár til starfsemi Olíufé- lagsins, bæði vegna fjárfestinga og vegna endurgreiðslu eldri lána, að því er fram kemur í útboðslýsingu. Skuldabréfin era til 7 ára með árlegum afborgun- um. Verður Olíufélaginu heimilt að greiða bréfin upp á hveijum afborgunardegi frá og með 16. maí árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.