Morgunblaðið - 20.04.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 19
ERLENT
Skipulega unnið að því að
hindra hjálparstarf?
Týrus, Jerúsalem. Reuter.
FRIÐARGÆSLUSVEITIR Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) í Líbanon greindu
frá því í gær að ísraelar ynnu skipu-
lega að því að koma í veg fyrir að
þær gætu unnið hjálparstarf. Miklar
umræður eru nú um árás ísraelshers
á bækistöðvar SÞ í Qana skammt
frá Týrus þar sem 101 líbanskur
borgari lét lífið. Herinn segir að árás-
in beri ekki dómgreindarleysi vitni,
en margir spyija sig hvemig þraut-
þjálfaður her, sem búinn er bestu
og fullkomnustu vopnum sem völ er
á, geti látið þetta henda.
Hernaðarsérfræðingar sögðu að
blóðbaðið í Qana vekti margar
spurningar og Israelsher, sem hefur
gert mikið úr nákvæmni stórskota-
liðs síns, þyrfti að taka frammistöðu
sína til gagngerrar endurskoðunar.
Ekki slys,
heldur stórslys
„Þetta var ekki slys, þetta var
stórslys," sagði Rafi Noy, fyrrver-
andi herforingi, í samtali við ísra-
elska útvarpið. „Her á borð við ísra-
elsher getur ekki bara heldur verður
að koma í veg fyrir slík stórslys því
að hlutir af þessu tagi draga meira
en nokkuð annað úr möguleikum
okkar á að ná þeim markmiðum, sem
við hugðumst ná með aðgerðinni."
Amnon Shahak, yfirmaður ísra-
elshers, sagði að herinn hefði verið
að skjóta á þann stað, sem skærulið-
ar Hizbollah skutu skeytum sínum
frá nokkrum mínútum fyrr.
„Skilningur minn á fyrirliggjandi
upplýsingum er þannig að ég sé
ekki að um dómgreindarleysi hafi
verið að ræða,“ sagði Shahak á
fimmtudag. „Við beijumst þama við
Hizbollah og þegar þeir skjóta á
okkur skjótum við á þá til að veija
okkur.“
I daglegu sambandi
við ísraela
ísraelar hafa gefið í skyn að
skæruliðar úr Hizbollah-hreyfing-
unni skjóti skeytum sínum í grennd
við búðir Sameinuðu þjóðanna í þeirri
trú að þá þori ísraelar ekki að svara
fýrir sig.
Timur Goksel, talsmaður bráða-
birgðasveita SÞ í Líbanon (UNIFIL),
hafnaði þessu í gær og sagði að
sveitimar væm í daglegu sambandi
við ísraela. Friðargæsluliðar hafi iðu-
lega skorist í leikinn til að koma í
veg fyrir að Hizbollah beitti
Katjúsha-sprengjuvörpum í grennd
við bækistöðvar þeirrá og ekki alltaf
sloppið heilir á húfi.
Goksel sagði greinilegt að eitthvað
hefði farið úrskeiðis, án þess að hann
vildi væna ísraela um að hafa skotið
viljandi á búðimar.
í dagblaðinu Jerusalem Post í gær
var fréttaskýring um árásina á for-
síðu. Þar er harmað að árásin hafi
grafið undan tilraun ísraels til að
uppræta Hizbollah með því að beita
háþróuðum vopnum.
„Sprengjuárásarinnar á saklausa
flóttamenn verður minnst í sögunni
sem vatnaskilanna í aðgerðum ísra-
ela í Líbanon," sagði í blaðinu.
Um 6.000 flóttamenn em í stöðv-
um SÞ í Líbanon, en friðargæslulið-
ar segja að ísraelar geri þeim erfitt
að athafna sig.
Starfsmaður UNIFIL sagði í gær
að frá 12. apríl hafi komið upp 228
tilvik þar sem stórskotaliðs- eða
loftárás var gerð á eða við stöð SÞ
eða nærri flutningalest á vegum SÞ.
Reuter hafði eftir Eamonn Smith
majór að í hvert skipti, sem farið
væri í hjálparferð, væri látið vita í
höfuðstöðvum UNIFIL og þar væm
Israelar beðnir um leyfí,
„í hvert einasta skipti, sem ísra-
elar hafa hafið skothríð eða varpað
sprengjum á lestir okkar, höfðum
við fyrirfram fengið leyfi frá þeim
til að leggja í förina," sagði Smith.
Verinu í
Tsjerno-
byl lokað
árið 2000
Moskvu. Reuter.
LEIÐTOGAR sjö helstu iðn-
ríkja heims hófu í gær
tveggja daga fund sinn í
Moskvu um kjarnorkuöryggi,
en átökin í Líbanon settu þó
mark sitt á störf leiðtoganna
á fyrri fundardegi.
Leiðtogafundurinn er hald-
inn áratug frá því sprenging
og eldsvoði varð í Tsjernobyl-
verinu, sem er mesta kjarn-
orkuslys sögunnar.
Munu leiðtogarnir sam-
þykkja áætlun, sem gerir ráð
fyrir því að verinu verði lokað
að fullu árið 2000, en vegna
þess verkefnis hafa iðnríkin
heitið aðstoð að jafnvirði
þriggja milljarða dollara, sem
svarar 200 milljörðum króna.
Illa úr garði gerð
Ennfremur munu þeir
ganga frá samkomulagi um
aðgerðir sem ætlað er að
koma í veg fyrir smygl með
geislavirk efni. Loks munu
þeir semja um margs konar
samstarf sem miðar að því
að auka öryggi kjarnorkuvera
og draga úr hættu á kjarn-
orkuslysum.
Leoníd Kútsjma Ukraínu-
forseti viðurkenndi í gær í
fyrsta sinn opinberlega, að
kjarnorkuver frá sovét-
tímanum væru illa úr garði
gerð og hét því að loka þeim
svo fremi sem alþjóðleg að-
stoð bærist.
Kútsjma hefur verið boðið
að vera viðstaddur leiðtoga-
fundinn í dag er fjallað verður
um áætlunina um lokun
Tsjernobyl-versins.
Lítill árangur?
Umhverfisvemdarsinnar,
evrópskir stjórnmálamenn og
nokkrir vísindamenn hafa
haldið því fram, að raunveru-
legur árangur af leiðtoga-
fundinum verði lítill.
Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti vonast til þess að fundur-
inn verði lyftistöng fyrir hann
í kosningabaráttunni vegna
forsetakosninganna í júní. í
gær hét hann Ryutaro Hashi-
moto forsætisráðherra Jap-
ans því, að Rússar myndu
undirrita alþjóðasamkomulag
um bann við losun kjamorku-
úrgangs á höfum úti.
Ryðfrítt gæðastál
frá Damstahl!
Fiskislóð 139 b • Po.Box: 1612 • 121 Reykjavík
Sími 511 5400 • Fax: 511 5405
OI Damstahl
Gengi fyrirtækja í samkeppni byggist oft á
samstarfsaðilum. begar ryðfrítt stál er notað
til framleiðslu eða viðhalds skiptir öllu máli að
gæði, vöruval og þjónusta sé fyrsta flokks.
Metnaður Damstahl á íslandi er að tryggja íslenskum fyrirtækjum
sömu þjónustu og Damstahl veitir öðrum fyrirtækjum í Evrópu.
Damstahl er sérhæft fyrirtæki í ryðfríu stáli og
hefur nú starfað á íslenskum markaði í 15 ár.
En þrátt fyrir gott samstarf kalla nýir tímar á
breytingar og í byrjun þessa árs hóf Damstahl
að þjónusta íslenska viðskiptavini beint og kemur
þannig til móts við auknar kröfur um mikil gæði,
góða þjónustu og lágt verð.
Ryðfrítt stál fyrir
íslenskan iðnað!