Morgunblaðið - 20.04.1996, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ
TVEIR ÍSLENDI NGAR ÚTSKRI FAST pf
MEÐ LIÐSFORINGJATIGN
24 LAUGARDAGUR 20. APRÍL1996
Pað eru til íslenskir hermenn. Síðastir til
að bætast í þann hóp voru Garðar Forberg
og Hörður Ingi Hermannsson, en þeir út-
skrifuðust í fyrrahaust með liðsforingjatign
úr þýska hernum. Pétur Blöndal mælti sér
mót við Garðar og spurði hann út í her-
mannslífíð.
VOPNIN þarf að hreinsa minnst þrisvar á dag
meðan á æfingum stendur.
—
—
—
VIÐ fórum í þýska herinn á
þeim forsendum að við vær-
um sendir frá íslandi," segir
Garðar. „Við fengum einkennisbún-
ingana með þeim skilaboðum að
taka af þeim þýsku fánana og sauma
íslenska á í staðinn.
Félagar okkar í herdeildinni
komu okkur til hjálpar enda var
þetta ærið verk því búningarnir
voru margir. í sömu mund kom
liðsforinginn inn í salinn og leist
ekki á blikuna. Þarna stóð hann
herdeildina að verki við að rífa og
tæta fánana af búningunum. Hann
hélt að þetta væri uppreisn - og það
á fyrsta degi.“
Foreldrarnir efíns í
fyrstu
Hugmyndin að því að skrá sig í
hermennsku kviknaði hjá Garðari
árið 1991 þegar hann sótti fallhlífa-
námskeið í bandaríska hernum á
vegum Flugbjörgunarsveitar
Reykjavíkur. Hörður deildi þessum
áhuga Garðars og þeir lögðu því leið
sína í varnarmálaskrifstofu utanrík-
isráðuneytisins. Þar voru menn
mjög fúsir að leggja þeim lið.
Þegar það kom upp úr dúrnum að
þeir töluðu þýsku reiprennandi eftir
að hafa verið aldir upp í Lúxemborg
var afráðið að þeir sæktu um í þýska
hemum. Garðar segir að málið hafi
verið tvö ár í vinnslu og það hafi að
stórum hluta verið Guðna Braga-
syni, sendiráðsfulltrúa, að þakka að
það komst í höfn.
„Það var ansi erfitt að útskýra
fyrir fólki hér heima að maður væri
að fara í herinn,“ segir Garðar.
„Pabbi hafði vissan skilning á því
enda hafði hann verið í bandaríska
hernum, en mamma og foreldrar
Harðar voru mjög efins í fyrstu.
Flestir tengja hermennskuna við
útlendingahersveitina, en það er
stór munur á því og liðsforingja-
skóla. Annars er svolítið til í því að
við höfðum í raun enga hugmynd
um hvað við vorum að fara út í.
Við höfðum alltaf gert okkur í
hugarlund að þýski herinn væri
mjög strangur og minntumst þess
með skelfingu að hafa heyrt talað
um prússneskan aga. Við vorum því
með hjartað í buxunum þegar við
mættum til heimanerdeildarinnar
okkar árið 1993. Þá kom í Ijós að
þetta voru aðeins gróusögur. Þjóð-
verjar trúa t.d. ekki
á líkamlegar refs-
ingar heldur er allt
lagt upp úr sam-
vinnu og liðsheild.“
Fyrstu sex mánuð-
ina fór fram grunn-
þjálfun þar sem þeir
fengu að kynnast
hermennsku, þ.e.
heilsa, standa rétt,
marsera, æfa vopna-
burð og búa um
rúmið á réttan hátt.
„Þótt við værum
liðsforingjaefni
HÖRÐUR blæs á kertin á 25 ára afmælisdegi
sínum, en hann fékk kökur og kampavín frá
félögum sínum í tilefni dagsins.
fórum við ekki í sérskóla eins og
hefði verið gert í breska og banda-
ríska hernum,“ segir Garðar.
I hlutverki leyni-
skyttu
„Við fengum því eins meðferð og
aðrir hermenn, sem er mikilvæg
forsenda fyrir velgengni þýska
hersins. Þá vita foringjarnir hvernig
er að vera neðstur í goggunarröð-
inni, en í breska og bandaríska
hernum er ansi hætt við því að
foringjarnir missi tengslin við
undirmenn sína því þeir hafa aldrei
staðið í þeirra sporum.“
í hópnum hafði hver hermaður
sitt hlutverk. Einn var á vélbyss-
unni, annar í fjarskiptum og Garðar
og Hörður voru leyniskyttur.
„Leyniskyttur eru eitt áhrifamesta
vopnið í hernaði," segir Garðar. „í
þýska hemum eru tvær leyniskytt-
ur á hverja fjörutíu hermenn. Þær
hafa það hlutverk að fylgjast með
óvininum og finna gott skotmark,
t.d. era þær þjálfaðar í að miða út þá
sem era í forystuhlutverki."
Að lokinni grunnþjálfun tók við
nám í liðþjálfaskóla sem stóð í eitt
ár. Þar var Garðari og Herði kennt
GARÐAR sýnir þunga vélbyssu MG-3 á opnum degi hjá hernum.
að stjóma tíu manna hóp og lauk
náminu á því að þeir fóru aftur í
grunnþjálfunina, en að þessu sinni
sem liðþjálfar.
Að stjúrna þúsund
manna her
„Megináhersla er lögð á að ná að
stjórna án þess að vera óvinsæll,“
segir Garðar. „Maður þarf að
byggja upp gagnkvæmt traust og sú
umsögn sem maður fær skiptir
sköpum. Það gerði okkur léttara
fyrir að hóparnir sem við vorum
með vora yfir sig ánægðir með að
hafa íslenska stjórnendur."
Að þessu loknu gengu Garðar og
Hörður í gegnum námskeið sem
nefnist „Einzelkampfer“. Markmið-
ið með því námskeiði er að reyna á
þolrifin í hermönnunum svo þeir
finni fyrir ýtrastu þreytumörkum.
Þar voru þeir meðal annars sveltir í
nokkra daga til þess að þeir kynnt-
ust hungurtilfinningunni. Síðan
fengu þeir kanínu sem þeir vora
látnir strjúka í smátíma, en svo
þurftu þeir að slátra henni í matinn.
„Okkur var kennt að gera það á
sem fljótlegastan og kvalaminnstan
hátt,“ segir Garðar. „Námskeiðið er
vandlega uppbyggt þannig að her-
mennirnir finni til hungurs og
þreytu. Síðasta verkefnið var t.d. að
ganga 100 kílómetra upp og niður
fjalllendi með fullan búnað.“
Lokaprófið þreyttu Garðar og
Hörður í Liðsforingjaskólanum í
Hannover. „Þar var bóklegt nám
alla daga,“ segir Garðar. „Þar var
okkur m.a. kennt að stjórna þúsund
manna herdeild á pappírnum frá
birgðaútreikningum til orrustu."
ÞEGAR Listi Schindlers var tekin
til sýninga í Þýskalandi kom eínna
best í ljós hvað þýski herinn legg-
ur mikla áherslu á að sagan endur-
taki sig ekki. Þá kom skipun frá
æðstu stöðum um að allur skólinn
ætti að sjá sýninguna. Aðspurður
um stemmninguna í salnum segir
Garðar: „Hún var eins og við mátti
búast, - þögn.“
Hann segir að sér finnist þýski
herinn stundum ganga of langt
hvað þetta varðar. Öll hefð sé að
mestu Ieyti bæld niður, t.d. megi
þýskur her ekki syngja í fylkingu
þegar gengið sé í gegnum borgir
og bæi. Það þyki minna um of á
gömlu tímana. „Ef Þjóðverjar
væru með dæmigerðá íslenska
þjóðerniskennd yrði tekið hart á
því í þýska hernum."
•~»V.
Skildir
eftir með
MIKIÐ er lagt upp úr liðsheildinni
í þýska hernum. Til marks um það
er lögð rík áhersla á að bjarga
þeim sem særast. „Þannig hefur
þetta lengi verið í þýska hernum,"
segir Garðar. „Það eru til dæmi
um það úr síðari heimsstyrjöldiuni
að allt að tíu hermenn hafi misst
lífið við að þjarga einum. Á móti
kcmur að það heldur góðum anda í
hernum. Hermennirnir vita að
þeir eru ekki einir á báti.“
I tengslum við þetta segir
Garðar sögu af hermanni frá
Suður-Kóreu sem hafi verið með
honum í hóp. „Þar er öðruvísi
hugarfar," segir hann. „Við vorum
látnir bera félaga okkar tíu
kílómetra til að undirstrika að
menn yrðu aldrei skildir einir
eftir.
Hermaðurinn frá Suður-Kóreu
sagði að þetta myndi aldrei tíðkast,
í heiijpdandi sínu. Sá særði myndi
heldur aldrei leggja þetta á félaga
sína. Hann var því bölvandi allan
tímann og sagði að í Suður-Kóreu
væru slasaðir menn skildir eftir
með byssu og látnir sjá um sig
sjálfir."
1971 Fæddur 6. ágúst í Reykja-
vík.
1975 Flyst til Lúxemborgar.
1976-1983 Stundar nám í Ecole
Primaire Junglinster.
1983-1986 Stundar nám í Lycee
Classique d’Echternach.
1986 Flyst til íslands og hefur
nám í Verzlunarskóla íslands.
1988 Lýkur verslunarprófí.
1988 Byrjar í Flugbjörgunar-
sveit Reykjavíkur.
1990 Klárar stúdentspróf úr
hagfræðideild Verzlunarskóla
' íslands.
1990-1993 Markaðsfulltrúi hjá
. Megahf.
1990 Sækir námskeið í fallhlífa-
stökki og útskrifast sem stökk-
stjóri frá United States Infantry
School Fort Benning, Georgia.
1993 Hefur liðsforingjanám í
þýska hemum.
1993 Grunn- og sérþjálfun frá 1.
júlí til 31 desember.
1994 Hefur ársnám í liðþjálfa-
skóla foringjanámsins 1. mars.
Verkleg liðþjálfamenntun sem
felst í umsjón með hóp í grunn-
þjálfun 1. júlí til 31. september.
Sérsveitarþjálfun. Skotkennara-
námskeið.
1995 Utskrifast sem sveitar-
stjóri 1. mars og hópstjóri 1.
júlí. Lýkur foringjaskóla þýska
hersins (Offízierschule des
Heeres Hannover) Námið skipt-
ist í herkænskufræði,
stjórnmálafræði með aðal-
áherslu á uppbyggingu NATO,
Vesturevrópusambandið og
Sameinuðu þjóðirnar, réttar-
fræði, þýskan rétt, alþjóða-
sáttmála t.a.m. Genfar-
sáttmálann, mannleg sam-
skipti og mannskynssögu
seinni tíma með áherslu á
hersögu.