Morgunblaðið - 20.04.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 20.04.1996, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Islenskt er nafn þitt íslensk er þjóðin sem arfínn þinn geymir. íslensk er tunga þín skír eins og gull. (Margrét Jónsdóttir.) ÁRIÐ 1991 setti Alþingi ný lög um ís- lensk mannanöfn er leystu af hólmi lög sem gilt höfðu óbreytt frá 1925. Lagasetn- ingin 1991 átti því langan aðdraganda, enda höfðu tvívegis verið lögð fram stjórn- arfrumvörp ásamt rækilegum greinar- gerðum, 1955 og Jónas Kristjánsson 1971, uns loks heppnaðist í þriðju atrennu að semja og setja hin nýju lög á árunum 1989-91. Hefði því mátt vænta þess að fullburðug skepna mundi fæðast eftir svo miklar fijógjafir og langan með- göngutíma. En svo brá þó við að einungis var skammt liðið á þriðja ár frá setningu laganna þegar þau töldust úrelt orðin, og setti dóms- málaráðherra þá enn á fót nefnd sérfræðinga til að endurskoða þau. Að höfðu samráði við ráðherra töldu nefndarmenn þó rétt að semja frumvarp til nýrra manna- nafnalaga. Það frumvarp hefur síðan verið til umræðu og meðferð- ar á Alþingi á liðnum vetri. Af athugasemdum sem frumvarpinu fylgja er ljóst að nefndin hefur í sumum greinum verið borin ráð- um, vegna þess að „hörð and- staða“ hefur komið frá einhveijum mönnum ónefndum; og síðan hafa setumenn löggjafarsamkundunnar smám saman verið að krukka í frumvarpið eins og siður er til. Slíkt er vitanlega þeirra réttur; en það er þá með sama hætti réttur þegnanna að efast um að nýmæli frumvarpsins um íslenskar nafn- giftir horfi að öllu leyti til bóta. íslendingar hafa um langan ald- ur verið einlægir málverndarmenn. Á nítjándu öldinni tókst þeim með undraverðum hætti að* hreinsa rit- mál sitt af dönskum áhrifum sem lengi höfðu tíðkast. Enn í dag er hugsjónin lifandi og viðleitnin vak- andi að sporna móti erlendum áhrifum, en nú berast þau einkum frá hinu engilsaxneska málsvæði. Háskóli íslands er borgarvirki ís- lenskrar menningar, og þar eru í öndvegi verndun og rannsóknir íslenskrar tungu og bókmennta. Á vegum Menntamálaráðuneytisins og Háskólans starfa sérstakar stofnanir til ræktar tungunnar, íslensk málnefnd og íslensk mál- stöð, en Orðabók Háskólans sinnir rannsóknum og undirbýr útgáfu vísindalegrar orðabókar. Kennsla og ræktun móðurmálsins nær síð- an með nokkrum hætti gegnum skólakerfið allt niður í barnaheim- ili og vöggustofur. Allir fjölmiðlar rækja þessa sömu viðleitni, og ber sérstaklega að lofa tvo hina stærstu og öflugustu þeirra á 9.900 Verö frá kr. hvora leið meö flugvallarskatti Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku, Sími: 0045 3888 4214 Fax: 0045 3888 4215 PCI lím og fúguefni meðal, Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Báðir þessir fjölmiðlar hafa málfróða menn í þjónustu sinni og birta að staðaldri ýmsa þætti til fróðleiks og verndar íslenskri tungu. Fram kemur furðulega lifandi áhugi alþjóðar á máli sínu. Menn spyija í sífellu hvort þetta sé rangt mál eða rétt; menn kvarta yfir mál- villum og röngum framburði sem þeir þykjast heyra; menn hringja í síma eða skrifa bréf til stofnana og fjölmiðla, til að færa fróðleik eða láta í ljós skoðanir sínar á hinu og öðru varðandi ís- lenska tungu. En þegar kemur að nöfnunum, þá breytist viðhorfið. Þá koma ýmisskonar tilfinningar og taka völdin. Fólk langar til að heiðra eða gleðja ástkæran ættingja, föð- ur eða móður með því að flytja nöfn þeirra áfram til ungra barna, og það jafnvel þótt nafnið sé óís- lenskt eða virðist ónefni í margra augum. Stundum er ekki víst að litlu börnin verði nógu mörg til að gefa nöfn allra kærra ættingja og vina sem menn fýsir að yngja upp, og þá vaknar hneiging til að slá tveimur nöfnum saman í eitt — sem kann þá á stundum að verða ærið ankannalegt. Þegar slík ræktarsemi ræður ferðinni við nafngiftir er því líkast sem smekk- vísi manna og tilfinning brenglist fyrir réttu og fögru íslensku máli. Og þá er sérstök þörf aðhalds og leiðbeiningar af hálfu löggjafanna sem setja reglur um íslensk mannanöfn. íslendingar skulu bera íslensk eiginnöfn Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Af athugasemdum með hinu nýja lagafrumvarpi má glögglega ráða hver sé meginástæða til þess að nú á að breyta nafnalögunum sem aðeins hafa gilt í fáein ár. Það er eftirtalið ákvæði í 2. grein: „Eiginnafn skal vera íslenskt eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.“ í athugasemdum með nýja frumvarpinu segir að þessi grein hafi verið „umdeildasta grein mannanafnalaganna frá 1991“. Til að friða þá sem óánægðir eru á nú að fella þetta ákvæði brott: „ekki er lengur tilskilið að eigin- nafn skuli að jafnaði vera ís- lenskt,“ segir í athugasemdunum. Það er að segja, lögunum skal breytt til hagræðis fyrir þá sem langar að bijóta þau. Ef einhver skemmir hús þá skal skemmdin löghelguð. Ef íslenska þegna lang- ar að spilla tungunni og taka upp erlend orð (að þessu sinni erlend nöfn) þá skal það heimilað með lögum. Ofurlitlar hömlur á þó að leggja á innstreymi erlendra nafna. Helsti varnagli er sá að nafnið „skal geta tekið íslenska eignar- fallsendingu". Þetta skilyrði ætti þó ekki að verða til mikils trafala fyrir þá sem vilja taka upp erlend skírnarnöfn, því að þorri erlendra nafna er þannig vaxinn að með einhveijum hætti má klína á þau eignarfallsendingu. Um þetta seg- ir í greinargerðinni: „Á meðal nafna sem taka íslenska eignar- fallsendingu eru t.d. flest nöfn sem eru endingariaus í nefnifalli, öll karlmannsnöfn sem enda á -i í nefnifalli og öll kvenmannsnöfn sem hafa nefnifallsendinguna -a.“ Þetta eru aðeins dæmi um þijá flokka erlendra nafna — sem að vísu eru geysilega stórir og fjöl- skrúðugir hver um sig. Og til að víkka gáttina enn betur kemur síðan eftirfarandi undanþága: „Þegar þannig stendur á að end- ingarleysi í eignarfalli á sér kerfis- bundnar samsvaranir í íslensku máli verður þó að fallast á það í tökunöfnum. Dæmi um slíkt er t.d. karlmannsnafnið Ross, sbr. íslenska nafnorðið foss.“ „Nafnið má ekki bijóta í bág við íslenskt málkerfi," segir enn fremur í lagafrumvarpinu. En þetta er ekki haldmikil stoð fremur en eignarfallsendingin, því að fjöl- mörg kynleg nöfn sem ekki munu teljast bijóta móti 'málkerfinu hljóta að berast með erlendum innflytjendum, og síðan fá þau að festa hér rætur með lögbundnum íslendingar hafa einir allra germanskra þjóða varðveitt þann foma sið, segir Jónas Kristjáns- son, að kenna sig við föður eða móður. hætti. Hið nýja lagafrumvarp krefst þess ekki að innflytjendur sem fá íslenskt ríkisfang skipti um nafn, og er það vissulega vel far- ið. En vandalaust væri síðan að sporna við því að framandleg er- lend skírnarnöfn festi hér rætur með komandi kynslóðum. Slíkt viðnám er einmitt í lögunum sem nú gilda (frá 1991): „Eiginnafn skal vera íslenskt ...“ Nú á að ryðja þeirri hömlu úr vegi, opna gáttina, skemma tunguna! Islendingar skulu kenna sig við föður sinn eða móður Islendingar hafa einir allra germanskra þjóða varðveitt þann forna sið að greina sig frá öðrum mönnum samnefndum með því að kenna sig við föður eða móður. Þetta er eitt meðal fegurstu og dýrmætustu einkenna íslenskrar tungu og menningar. Frá því að sögur hófust á Norðurlöndum hef- ur faðirinn venjulega orðið fyrir valinu til auðkennis, en þó var í fornöld einnig nokkuð algengt að menn væru kenndir við mæður sínar. Um skeið lagðist sá siður niður, en tók aftur að tíðkast á þessari öld og var góðu heilli lög- festur 1991. Á seinni öldum fóru sumir ís- lendingar að nota svokölluð ættar- nöfn að hætti erlendra þjóða. Þetta voru einkum menn sem höfðu dvalist erlendis eða þóttust fínni heldur en „almúginn“ heima fyrir. Stundum lögðust þessi ónefni nið- ur þegar upphafsmennimir féllu frá, en oftar loddu þau við niðja þeirra í karllegg kynslóð eftir kyn- slóð. Þjóðhollir menn skildu hvílík- ur ósómi þetta var, og með nafna- lögunum frá 1925 var bannað að taka upp ný ættarnöfn. En það sýnir viðnámsleysi íslendinga og vesaldóm að menn hafa í sífellu reynt að lauma inn nýjum og nýj- um ættarnöfnum í trássi við lögin, og tekist það svo vel að fjöldi slíkra nafna hefur margfaldast á þessari öld — líklega meir en sjötugfald- ast, ef marka má það sem segir í greinargerð með nýja lagafrum- varpinu. Og sama heimild sýnir að á næstu ámm eftir gildistöku nafnalaganna í nóvember 1991, sem enn bönnuðu ný ættarnöfn skilmerkilega, hélt þessi ófögnuð- ur áfram að magnast með ofboðs- legum hraða. Fram á mitt ár 1994 bættust við 635 ný ættarnöfn, en aðeins 71 var fellt niður á sama tíma. Fjölgunin nemur 564 á hálfu fjórða ári! Öllum má ljóst vera að á fáum áratugum munu ættar- ónefnin tortíma hinum forna menningararfi vorum, ef ekkert verður að gert. Þetta hefur nefnd- in, sem samdi nýja frumvarpið, glögglega skilið, og hún „hugðist ... því leggja til að farinn yrði sá meðalvegur í þessu efni að öll ættarnöfn breyttust smám saman í millinöfn, með því móti að ófædd- ir niðjar þeirra sem nú bera ættar- nöfn mættu bera þau sem milli- nöfn ásamt föður- eða móðurnafni en ekki sem ættarnöfn ... Það orðalag sem nefndin hafði í huga var nokkurn veginn eftirfarandi: „Hver maður skal kenna sig til föður eða móður þannig að ... Maður sem ber ættarnafn má þó bera það áfram en það gengur ekki til niðja hans ...“ En nefndin varð þess áskynja „að víða væri hörð andstaða gegn því að nokkuð yrði hróflað við ættarnöfnum. Hefur nefndin því ekki talið raun- hæft að halda þessari tillögu til streitú. Nefndin telur þó enn að þessi millinafnaleið sé besta leiðin út úr þeim ógöngum sem kenni- nafnakerfi Islendinga hefur ratað í.“ Ég leyfi mér að taka undir þessi orð og harma það að undir- búningsnefndin skyldi vera borin ráðum. Getur nokkrum blandast hugur um hvað hér er að gerast? Löggjaf- arþing íslendinga ætlar vitandi vits að setja lög sem munu í senn opna gáttir fyrir erlendum eigin- nöfnum í stað íslenskra, og jafn- framt tortíma þeim ævaforna nafngiftarsið að hver maður kenni sig við föður sinn eða móður. Ekki leyni ég því að margt fleira fýsir mig að segja um hið nýja nafnafrumvarp og breytingartil- lögur þær sem allsheijarnefnd Alþingis hefur á því gert. En.hér er ekki tóm til meiri málaleng- inga. Ég hef aðeins staldrað við þau atriði sem ég tel stefna í mestan voða. Mér er kunnugt um að mikil andstaða er gegn því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt svo sem það er nú. Ég er einn í flokki margra sem telja ráð- legast að fresta setningu nýrra mannanafnalaga uns tími hefur gefist til að undirbúa þau rækilega „að bestu manna yfirsýn“. En ef Alþingi hyggst knýja fram nýja lagasetningu nú í vor, þá skora ég á þingmenn að sjá til þess að í lögunum verði eftirtalin ákvæði: 1. Eiginnafn skal vera íslenskt eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Óheimilt er að taka upp nýtt ættarnafn hér á landi. 3. Öllum skal vera skylt að kenna sig við föður sinn eða móð- ur. Höfundur er forstöðumaður stofn- unar Árna Magnússonar. Vinnuskólinn í Reykjavík Sumarvinna skólafólks FYRIR einu ári gjörbreytti R-listinn vinnutilhögun 14 og 15 ára unglinga er sóttu um vinnu í Vinnuskólanum. Þetta þýddi verulega kauplækkun hjá þess- um unglingum. Við sjálfstæðismenn í borgarstjórn mót- mæitum þessum áformum R-listans en án árangurs. Nú á að halda áfram á þessari braut og taka fyrir skólafólkið 16-17 og 18 ára. Nú þegar hef- ur verið samþykkt í stjórn Vinnu- skólans og í borgarráði vinnutil- högun 16 ára unglinga. Hér eftir verða þeir eingöngu ráðnir í „ungl- ingavinnu“ undir verkstjórn Vinnuskólans og Skógræktarfé- lags Reykjavíkur. Vinnutími og lengd ráðningartímabils verður verulega stytt, sem þýðir kaup- lækkun miðað við síðasta ár. 15 ára unglingar sem voru í Vinnu- skólanum á sl. ári og urðu þá fyr- ir hinni miklu skerðingu, bjuggust að sjálfsögðu við að fá almenna vinnu hjá Reykjavíkurborg í ár. Miðað við þessa breytingu skulu þau dvelja í vinnuskólanum eitt ár til viðbótar. í nóvember sl. skip- aði borgarstjóri vinnuhóp, sem átti að gera tillögu um verkefni og fyrirkomulag um atvinnuúr- ræði í þágu unglinga og ungmenni í borginni. Annars vegar skal mið- að við atvinnulaus ungmenni utan skóla og hins vegar við skólafólk sem sækist eftir vinnu yfir sumar- mánuðina. Kauplækkun Á síðasta borgarráðsfundi var skýrsla þessa vinnuhóps lögð fram í tillögum vinnuhópsins kemur fram að öllu skólafólki, af ár- göngum sem verða 16, 17 og 18 ára á árinu, verði boðin vinna ef sótt er um á tilskildum tíma, en vinnutíminn og lengd ráðningarímabils verði styttri en á sl. ári þ.e. 7 klst. á dag 5 daga vikunnar í 6 eða 7 vik- ur fyrir 16 ára og 8 vikur fyrir 17 og 18 ára. Þá er lagt til að eingöngu unglingar 19 ára og eldri verði ráðnir í afleysinga- vinnu. Á undanförnum árum höfum við sjálf- stæðismenn leitast við að bjóða öllu skóla- Hilmar fólki 16-25 ára vinnu Guðlaugsson a.m.k. í 8 vikur án skilyrða.'Með því töldum við að þar væri verið að létta undir með fjölskyldum þessara unglinga, Um er að ræða grund- vallarbreytingar, segir Hilmar Guðlaugsson, á vinnutilhögun á sum- arvinnu unglinga. bæði fjárhagslega og félagslega. Ég benti einnig á þetta grundvall- arsjónarmið í fyrra við gerð fjár- hagsáætlunar R-listans en þessi skoðun mín hlaut ekki náð fyrir augum R-listans og gerir það að sjálfsögðu heldur ekki núna. Að lokum vil ég ítreka að hér er um að ræða grundvallarbreyt- ingu á vinnutilhögun á sumarvinnu unglinga, ekki aðeins hjá Vinnu- skólanum heldur einnig hjá eldri unglingum sem fram að þessu hafa fengið almenna vinnu hjá Reykja- víkurborg án skilyrða, við garð- yrkjustörf, við gatnagerð og hjá Skógræktinni. Hvað kemur næst - ágætu borgarfulltrúar R-listans? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og í stjórn Vinnu- skólans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.