Morgunblaðið - 20.04.1996, Side 28

Morgunblaðið - 20.04.1996, Side 28
28 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Stofnanir með „norrænt notagildi“ STJÓRNMÁLAMENN hafa nú sagt sitt í framhaldssögunni um endurskipulagningu norrænu stofnananna. Mörg stóryrði hafa fallið, talað var um „slátrun“ og „svik við norrænt samstarf“. Sem betur fer getur lokan- iðurstaðan orðið á allt annan veg. Að tiltrú norrænna stjómmála- manna og annarra valdhafa á norrænum stofnunum muni auk- ast. Allt opinbert nor- rænt samstarf byggist nefnilega á pólitískum vilja almennings og þeirra sem taka ákvarðanirnar. Ástæða þess að út- tektin „norrænt nota- gildi“ var gerð, er sú að lítill hópur nor- rænna stjómmála- manna sagðist hafa misst trúna á að norrænt samstarf hefði nokkurt gildi umfram þá til- finningalegu fullnægingu sem hafa mætti af því að starfa saman. Þetta vantraust kom fram í skýrslu um endurbætur sem fimm ráðherrar og fimm þingmenn lögðu fram um áramótin 1994/1995 að beiðni Norðurlandaráðs og Norrænu ráð- herranefndarinnar. Þörfin á endur- bótum var rökstudd með niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslnanna um aðild að ESB. Spurt var hvort nægur pólitískur vilji væri til að halda norrænu samstarfí áfram. ESB var í fyrirrúmi og Norðurlönd- in sundruð. Margir stjórnmála- menn, bæði í Danmörku og Sví- þjóð, héldu því fram að norrænt samstarf væri úr sér gengið og gamaldags, dýrt og óskilvirkt. Þeg- ar meirihlutinn reyndist vera á öðru máli varð niðurstaðan sú að norrænu samstarfi skyldi halda áfram, en sýnt yrði fram á beinan árangur þess og aukið gildi á áþreifanlegri hátt en hingað til. Hugtakið „norrænt notagildi" var sett fram. Sumir hafa skopast að því, aðrir vilja meina að í orðinu notagildi felist fjárhagslegt nota- gildi. Þannig hugsuðu þó ekki endurbóta- sinnarnir. Þeir héldu því fram að allt sem unnið væri að í nor- rænu samstarfi ætti að verða til þess að leiða áfram hugsun- ina á bak við norrænt samstarf og að við nálguðumst enn frek- ar raunverulegan nor- rænan samruna. And- stæðan er sú að menn láti sér nægja að gæta þess sem þegar hefur áunnist með sam- starfinu eða að það hreinlega kaffærist í þróuninni. Varðandi það síðast- nefnda vaknaði sú spurning hvort um tvíverknað væri að ræða milli þess sem unnið væri í löndunum hveiju um sig, í norrænu sam- starfi og Evrópusamstarfi - vissu- lega réttmæt spurning. Það var langt frá því að sérfræð- inganefndin sem gerði úttektina „norrænt notagildi" væri skipuð „skriffinnum" fjármálaráðuneyt- anna. Þrír af fimm fulltrúum í hópnum höfðu starfað á pólitískum vettvangi. Þegar þeir gáfu samtals 19 stofnunum einkunnina „lágt notagildi“, brast á stormur, bæði í löndunum þar sem þessar stofn- anir eru staðsettar og í menningar- geiranum. í flýtinum gleymdu menn því að samtals 28 stofnanir fengu góða einkunn, þar með tald- ar þær mikilvægustu. Ánnar útbreiddur misskilningur var sá, að ástæða þessarar „slátrunar" væri þörfin fyrir sparn- að, sem er alrangt. Samstarfsráð- herrar Norðurlanda, sem skipuðu nefndina, sögðu að það fjármagn sem ef til vill kynni að sparast mætti nota til að fjármagna ný norræn verkefni, sem kemur sér vel á tímum sem nú, þegar ekki er mögulegt að auka við fjárlögin. Ég fékk síðan sem fram- kvæmdastjóri Ráðherranefndar- skrifstofunnar það verkefni að vinna úr tillögum starfshópsins og koma með tillögur um aðgerðir, þ.e. um það hvort starfseminni skyldi haldið áfram eða henni hætt. Eiginlega fannst mér þetta Engn norrænu sam- starfi mun ljúka alveg, segir Par Stenback, í kjölfar stofnanaúttekt- ar sem nú hefur verið samþykkt. vera allt of fáir kostir; það hlyti að finnast einhver þriðja leið. Og hún fólst 1 endurskipulagningu. Eftir gagngerar breytingar ætlar ráðherranefndin, að fimm stofnan- ir geti á þennan hátt öðlast nýtt líf með meira notagildi. Margar stofnanir höfðu sjálfar dregið þessa ályktun og lagt af eigin rammleik út í jákvæða endurskipu- lagningu. Sem dæmi má nefna Norrænu listamiðstöðina í Svea- borg. Gagnrýniraddirnar þögnuðu þegar stofnunin sjálf og forstjóri hennar féllust á róttæka endur- skipulagningu sem felur í sér að leggja stofnunina niður í núverandi mynd og endurreisa hana sem nýja stofnun með breiðara starfs- svið. Eftir er að útfæra feriið í smáatriðum, en sannað þykir að þörf hafi verið á endurskipulagn- ingu, sem fylgjendur núverandi ástands vildu þó ekki viðurkenna. í Helsingfors verður því áfram norræn listamiðstöð, sem verður tvímælalaust enn mikilvægari í framtíðinni. En hvað með þær átta stofnanir sem þrátt fyrir allt verða lagðar niður? Fjórum eða fimm þeirra hafði fyrir ijórum árum verið til- kynnt að þær yrðu ekki reknar áfram með íjárveitingu af norrænu fjárlögunum. Þýðir þetta að sam- starfinu á átta sviðum verði hætt? Nei, samstarfið heldur áfram, þó það verði í annarri mynd, aðallega í formi fjármögnunar á verkefnum eða sem netkerfi. Ég nefni sem dæmi Norrænu tölfræðiárbókina, sem verður gefín út áfram þrátt fyrir það að Norræna hagstofan verður lögð niður. Enginn mun heldur hindra að stofnun sem verð- ur tekin af norrænu íjárlögunum starfi áfram sem norræn stofnun, fjármögnuð af heimalandinu eða öðrum aðila. Mín niðurstaða er ein- hliða: Engu norrænu samstarfi mun ljúka alveg í kjölfar þeirrar stofnanaúttektar sem nú hefur verið samþykkt. Nokkur orð um framtíð norræna málsamstarfsins. Á þessu sviði hafa neikvæðar umsagnir frá sér- fræðingum verið lagðar til grund- vallar nýjum jákvæðum tillögum. Ástæðan fyrir því að Norræna mála- og upplýsingamiðstöðin í Helsingfors verður formlega lögð niður er sú, að ráðherranefndin ætlar að hefja í hennar stað rekst- ur nýrrar stofnunar með breiðari starfsvettvang og bættum mögu- leikum á að ná til almennings. Vissulega hefur Norræna mála- og upplýsingamiðstöðin unnið prýðilegt starf meðal sænskukenn- ara í Finnlandi en ekki hugað nægilega að aðalatriðinu, nefni- lega því hvernig auka megi tengsl Finnlands við hin norrænu löndin með því að bæta kunnáttuna í skandinavískum málum og með kynningu á finnskri tungu, sem norrænu tungumáli, annars staðar á Norðurlöndum. Ætlunin er að snúa sér nú í auknum mæli að ís- lensku og þeim vandamálum sem henni eru tengd. Nýja stofnunin á og að nýta norrænt menningar- Par Stenback Höfundarréttur og almannahagsmunír VÍÐA um lönd er nú fjallað opinberlega um stöðu rithöfunda og þróun höfundarréttar. Ástæðan er sú að Menningarmálastofn- un Sameinuðu þjóð- anna, UNESCO, sam- þykkti á fundi í október sl. að lýsa 23. apríl dag bóka og höfundaréttar. Mér þykir vel til fallið að hér á landi verði dagurinn m.a. notaður til að skýra hve víðtækt gildi höfundarréttur hefur og nefna sumt sem betur má fara í lögum og samningum sem byggjast á þeim rétti. Viðleitni til að styrkja höfundar- rétt og framkvæmd laga, reglu- gerða og samninga sem hvíla á honum er að líkindum oftast talin einhliða sérhagsmunagæsla. Reyndar er engum blöðum um það að fletta að með ákvæðum höfunda- laga um eignarrétt höfunda á verk- um sínum, einkarétt þeirra til að birta þau og ákvæðum um bann við því sem getur skert höfundar- heiður og höfundarsérkenni er verið að gæta hagsmuna höfunda. í lög- unum er almannahagsmuna einnig gætt með ýmsum hætti; ákvæði sett sem auðvelda víðtæk not aj: vemduðum verkum. Allur 2. kafli laganna fjallar um vissar tak- markanir á höfundar- rétti. Þær eru einkum fólgnar í heimildum sem gefnar eru í lög- unum til að gera ein- tök af verki til einka- nota, til að taka verk í safnrit, útvarpa verk- um og ljósrita verk. Fyrir verk sem tekin eru í safnrit, flutt í útvarpi eða birt með öðrum hætti skal þó koma greiðsla og aðili sem óskar eftir að fá að ljósrita verk um- fram einkanot skal gera um það samning við samtök höfundarrétt- arfélaga eða höfund. Ef við leiðum hugann að forsend- um þess að hafa höfundalög ætti fljótlega að verða ljóst að það þjón- ar almannahagsmunum að höfund- arréttar sé vel gætt í lögum og framkvæmd þeirra gangi sómasam- lega. Fái námsgagnahöfundar, rit- höfundar og aðrir listamenn ekki sanngjarnar greiðslur fyrir verk sín hlýtur það að bitna á starfí þeirra og árangri þegar til lengdar lætur. Það er leitun á landi þar sem reynt er að semja og gefa út hvers konar rit fyrir jafn fámenna þjóð og ís- lendinga. Á tískumáli tímans, við- skiptamálinu, heitir þetta að vera bundinn við þröngan markað. Það geta ekki margir haft tekjur sem heitir af því að semja og gefa út fyrir íslenskan bókamarkað. Því er mikilvægt að farið sé að lögum og þeir samningar gerðir sem eiga að tryggja höfundum tekjur af verkum sínum og útgefendum nægan hagn- að til að halda áfram. Hvernig til tekst hefur víðtæk áhrif á þróun íslenskrar tungu og menningar; ræður miklu um dýpt og breidd ís- lenskra bókmennta og gæði náms- efnisins sem uppvaxandi kynslóð kynnist. Ör þróun þeirrar tækni, sem beitt er við að gera eintök af ritverkum eða hluta þeirra og dreifa hugverk- um milli lands- og heimshoma í tölvutæku formi, gerir kröfu um að lög, reglur og samningar fylgi þróuninni og vemdi starfgrundvöll þeirra sem skapa verkin. Að þessu hefur m.a. verið unnið af samtökum rétthafa, Fjölís, sem hafa annast samninga um vissa heimild skóla til að ljósrita úr útgefnum verkum. Bætt hefur verið við höfundalög ákvæðum sem heimila slíkum sam- tökum samninga um fjölföldun og innheimtu gjalda fyrir hana. Samn- ingar Fjölís og menntamálaráðu- neytisins hafa hins vegar ekki verið kynntir nægilega vel. Þá ályktun Hörður Bergmann dreg ég af því hve margir höfundar í Hagþenki — félagi höfunda fræði- rita og kennslugagna verða varir við ljósritun umfram það sem samn- ingar heimila, jafnvel þannig að heilu verkin eru tekin til handar- gagns og seld nemendum. Það er enn ekki nægilega ljóst innan skóla- kerfisins að samkvæmt gildandi samningum má aðeins Ijölfalda stutta þætti úr hverju riti og 20% hið mesta eða 30 blaðsíður. Og fjöl- földun er aðeins heimil til bráða- birgðanota og ekki til geymslu í birgðum. Um ljósritun umfram það sem heimilað er í samningum Fjölís verður að semja við hlutaðeigandi rétthafa. Það þjónar almanna- hagsmunum, segir Hörður Bergmann, að höfundarréttar sé vel gætt í lögum. Ég tel það einnig alvarlegt mál hve dræm viðbrögð Fjölís hefur fengið hjá fulltrúum ríkisvaldsins við kröfum um samninga fyrir þá ljósritun verndaðra verka sem fer fram annars staðar en í skólum hins opinbera, þ.e. hjá öðrum opin- berum stofnunum. Slíkir samningar hafa verið í gildi annars staðar á Norðurlöndum { meira en áratug. Það verður að teljast meiri háttar skammsýni að beita ríkisvaldi okkar til að tefja sanngjörn viðbrögð við viðleitni til að framfylgja lögum, vernda höfundarrétt og starfsskil- yrði höfunda og útgefenda á tímum sem auðvelda jafnt og þétt hvers konar afritun. samstarf til að auka vinsældir skandinavísku málanna í Finnlandi og snúa sér beint að almenningi og ákvarðanatökuaðilum. Augljóst er að þær breytingar sem standa fyrir dyrum verða sárs- aukafullar hvað varðar sumar stofnananna. Á síðasta ári hófu tvær nýjar stofnanir störf, báðar með aðsetur í Noregi og breyting- amar snerta þær að sjálfsögðu ekki. Þannig er hér á engan hátt verið að fara inn í ferli samdráttar og lokana, heldur er verið að gera úttekt á starfseminni, úttekt sem er nauðsynleg, ekki síst til að þeir sem taka hinar pólitísku ákvarðan- ir glati ekki trúnni á samstarfið. Það er ekki auðvelt fyrir þá að skilja og kynnast störfum norrænu stofnananna, sem eru 49 talsins. Það tók mig sjálfan eitt og hálft ár að læra á alla þætti norræna kerfisins. Nú eru þessir aðilar þó alla vega búnir að fá vottorð um að þetta stóra stofnanakerfi starfi vel næstu ár. Stofnanaúttektin hefur fætt af sér ýmsar nýjar hugmyndir og það hefur verið ánægjulégt að sjá að norrænt samstarf, sem stundum er ásakað fyrir að vera ekkert annað en pappírsverksmiðja, á sér marga vini og málsvara. Það, hvað umræðan hefur verið áköf og á köflum haft á sér blæ áróðursher- ferðar gegn úttektinni allri, á sér öðru fremur tvær skýringar. Önnur er sú, að hver og einn stendur vörð um sitt svið, eins og skiljan- legt er, og hin er sú, að þeir eru fáir sem hafa raunverulega yfirsýn og innsýn í norræna samstarfs- kerfið, enda byggist það á víð- tækri valddreifingu til samstarfs- sviðanna og innan þeirra. Norrænu samstarfsráðherrarnir fengu því það, a.m.k. að hluta til, vanþakk- láta hlutverk að sjá um að ákvarð- anirnar yrðu teknar um þessa end- urskipulagningu. Fagráðherra- nefndunum, hverri á sínu sviði, er nú falið að sjá um að ákvarðanim- ar komi til framkvæmda og koma í veg fyrir að þær útvatnist og verði að engu fyrir tilstilli ýmissa þrýstihópa. Höfundur er framkvæmdastjóri Norrænu róiöherranefndarinnar. Að lokum skal á það minnt að hér á landi eru greiðslur fyrir af- not bóka á almenningsbókasöfnum í engu samræmi við það sem tíðk- ast annars staðar á Norðurlöndum. Og engar greiðslur koma enn til höfunda vegna bóka í skólabóka- söfnum. Þetta getur hvorki talist góð menningarpólitík né í samræmi við góða viðskiptahætti. Hvað skyldu aðrar starfstéttir í þjóðfé- laginu segja ef ríkið tæki vöruna sem þær eru að reyna að selja sér til lífsframfæris og hefði hana til útlána handa almenningi án þess að teljandi bætur kæmu fyrir? Að þessu máli er vikið í greinargerð með frumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á höfunda- lögumogvakinathygliá,,... nauð- syn þess að endurskoða ákvæði um greiðslur til höfunda fyrir afnot verka í bókasöfnum og verði greiðslurnar látnar ná til allra höf- unda sem hagsmuna eiga að gæta vegna verka á bókasöfnum". í frumvarpinu er þó ekki að finna tillögur um þetta efni enda er því markað það þrönga hlutverk að „ ... aðlaga löggjöf landsins að hinu almenna verndarstigi hugverka í Evrópusambandslöndunum“. M.a. er lagt til að höfundarréttur hald- ist í 70 ár frá láti höfundar í stað 50 ára eins og nú er. Sú tillaga þjónar ekki hagsmunum höfunda, útgefenda eða almennings að mínu mati. Með slíku lagaákvæði yrði fé sem gæti runnið til skapandi starfs og útgáfu nýrra verka bund- ið við minni gagnsemd og ýmiss konar útgáfustarf torveldað að óþörfu. Höfundur er framkvæmdastjóri Hagþenkis - félags höfunda fræði- rita og kennslugagna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.