Morgunblaðið - 20.04.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
LAUGAKDAGUR 20. APRÍL 1996 43
svo ýkja hrifinn af nýja eigandanum,
hljóp auðvitað til og stangaði mig
* í svaðið. Þar varð grátur mikill og
gnístran tanna og nýi eigandinn
heimtaði aðra góða kind. Og fyrir
valinu varð gömul flekkótt rolla.
Eg efast stórlega um að afa hafi
fundist mikið til um fjármannsvit
mitt á þessum tíma.
Það brást ekki þegar ég gisti hjá
afa og ömmu á Löngumýri að afi
gamli kom og vakti mig um hánótt
og spurði iðulega: „Ertu lifandi,
j góan mín.“
Undir lokin var afi mikið að velta
því fyrir sér hvað biði hans handan
við hliðið sem skilur að lifendur og
dauða. Hann var sannfærður um
að þar biði hans eitthvað gott og
einhver sem tæki vel á móti honum.
Eg vona að hann afi minn hafi haft
á réttu að standa og ég þakka fyrir
, þessi tæplega 20 ár sem ég þekkti
hann.
Elsku amma Ólöf. Afi fékk ósk
j sína uppfyllta, hann fékk að sjá
■ bæinn sinn í síðasta sinn og þá var
hann tilbúinn að fara um hliðið
mikla. Megir þú eiga ánægjulegt
ævikvöld og megi minningin um afa
á Löngumýri lifa.
Ólöf Birna.
I
í
:
I
í
(
(
(
(
i
I
I
Björn Pálsson á Löngumýri er
allur. Svipmikill og sérstæður sam-
ferðamaður er kvaddur með virð-
ingu og þökk.
Björn ólst upp í stórum systkina-
hópi á Guðlaugsstöðum á fjölmennu
menningar- og efnaheimili. Guð-
laugsstaðir eru mjög góð sauðíjár-
jörð með góðan og nærtækan af-
rétt. Þar hefur oftast verið rekið
stórt sauðfjárbú og var um skeið
eitt af fjárflestu búum landsins.
Björn Pálsson vakti snemma at-
hygli fyrir það að hann var ekki
eins og algengast er. Hann var
bráðskarpur að greind og næmi,
glaðlyndur, orðheppinn, stríðinn,
uppivöðslusamur og afreksmaður til
verka. Brá honum að mörgu til
móðurafa síns Björn Eysteinssonar,
einnig hvað varðaði kjark og áræði.
Björn stundaði nám í bændaskól-
anum á Hólum og var þar dux. Síð-
an nam hann í Samvinnuskólanum
og á Voss í Noregi. Þá fór hann til
Nýja-Sjálands og kynntý sér með-
ferð á lambakjöti og til Ástralíu og
kynnti sér sauðfjárrækt.
Þegar Björn kom heim til Islands
fór hann fljótlega að huga að bú-
skap. Góðar jarðir lágu ekki á lausu
en honum vildi það til að Jón Pálma-
son á Ytri-Löngumýri var farinn að
sækjast eftir þingmennsku og flutti
sig að Akri í Torfalækjarhreppi, en
þaðan var hentugra að stunda fé-
lagsmálastörf.
Björn keypti Ytri-Löngumýri af
Jóni og hóf þar umsvifamikinn bú-
skap. Réðst hann í miklar fram-
kvæmdir í ræktun og byggingum
þrátt fyrir kreppuna. Bjöm hleypti
upp skepnum og keypti fé hvar sem
hann fékk það. Kaupaféð tolldi illa
á Löngumýri og þótti honum hent-
ara að reka það í Guðlaugsstaði og
sleppa því þar fyrsta vorið.
Saga er til af því þegar rúið var
um vorið, þá var Björn orðinn fjár-
fleiri en faðir hans sem þó bjó mjög
stórt. Lét Björn mjög yfír fjáreign
sinni við föður sinn. „Sá er munur-
inn“ sagði faðir hans „að ég á mitt
fé sjálfur", en Björn óð auðvitað í
skuldum. Björn bjó lengi með ráðs-
konum en giftist 1946 Ólöfu Guð-
mundsdóttur úr Flatey á Skjálfanda
af hinu kunna Brettingsstaðakyni á
Flateyjardal. Ólöf er fluggreind,
merk og orðsnjöll og hefðu fáar
I konur haldið út hálfrar aldar sam-
búð við Björn án þess að bíða lægri
1 hlut.
I Björn var ráðríkur mjög og vildi
hafa áhrif á umhverfí sitt. Hann var
lengi oddviti sinnar sveitar og sýslu-
nefndarmaður, stjórnarmaður í
Kaupfélagi Húnvetninga og Slát-
urfélagi Austur-Húnvetninga og svo
mætti lengi telja.
Björn var íhlutunarsamur um
landsmálapólitík. Hann var Bænda-
I flokksmaður og studdi Jón í Stóra-
dal frænda sinn í átökum hans við
Jónas frá Hriflu. Gekk hann þar
{ gegn bróður sínum Hannesi Páls-
syni á Undirfelli sem þá var í for-
ystu Framsóknarmanna í Austur-
Húnavatnssýsiu. Þegar Bænda-
flokkurinn leið undir lok sneri Björn
aftur til Framsóknar.
Björn gerðist 1955 ásamt með
stórbúskap kaupfélagsstjóri á
Skagaströnd. Hófst hann þar handa
við útgerð, stofnaði útgerðarfélagið
Húnvetning 1957 og Húna 1962.
Útgerðina rak hann í allmörg ár.
Útgerðin átti mjög hug Björns. Þar
voru umsvif mikil, áhætta og gróða-
von. Segja má að það hafi verið
Skagaströnd mjög mikiivægt að
Björn kom þar til starfa á stöðnun-
artímabili fullur bjartsýni og áræðis.
Jón Pálmason á Akri hafði um
langan aldur verið þingmaður Aust-
ur-Húnvetninga. Hafði hann mjög
traust fylgi og hafði frambjóðendum
Framsóknarmanna ekki tekist að
fella hann.
Vorið 1959 var Björn valinn til
framboðs fyrir Framsóknarmenn.
Er þar skemmst af að segja að hann
náði kjöri og sat síðan á Alþingi til
1974.
Björn vann marga frækilega
kosningasigra. Hann var góður
ræðumaður, flutti mál sitt af þrótti,
orðheppinn og töluglöggur og talaði
ávallt blaðalaust. Lifa enn mörg
snilliyrði Björns frá líflegum fram-
boðsfundum.
Á Alþingi lét Björn einkum til sín
taka efnahagsmáí, sjávarútvegsmál
og landbúnaðarmál. í eðli sínu var
Björn uppreisnarmaður. Þoldi hann
illa allan flokksaga og hafði iðulega
sérstöðu í mikilvægum málum.
Hann skoðaði alla hluti frá sínum
eigin sjónarhóli og mótaði sér skoð-
anir í samræmi við það og tók eng-
an sannleik gildan hafðan eftir öðr-
um.
Þessi frelsisþrá aflaði honum
virðingar og vinsælda í kjördæminu
en áhrif hans á Alþingi urðu e.t.v.
stundum minni en ella vegna þess
að þar fór hann ætíð sínu fram og
hlífði ekki forystu Framsóknar-
flokksins ef svo bar undir.
Björn hafði mikla mannheiil og
var vinsæll hjá þeim sem umgeng-
ust hann. Olii því glaðlyndi hans og
andlegt fjör. Það var ætíð nokkurt
ævintýri að hitta Björn og eiga við
hann tal.
Eins og áður segir vildi Bjöm
ekki láta hlut sinn fyrir neinum.
Stóð hann gjarnan í málaferlum og
fylgdi málum sínum venjulega til
sigurs fyrir dómstólum. Flutti hann
stundum sjálfur mál sín fyrir
Hæstarétti.
Þrátt fyrir málafylgjuna og kapp-
gimi að láta ekki hlut sinn var hann
brjóstgóður og viðkvæmur maður.
Hann var engum smærri en heldur
engum stærri þegar hann átti sam-
skipti við samferðamenn sína.
Björn var aðsjáll, en stórgjöfull
ef hann á annað borð gaf. Við ná-
grannar hans undruðumst oft
heppni Björns og stríðslukku. Eftir
á að hyggja kom ekki eingöngu
heppni til heldur mikil fyrirhyggja
og óbilandi kjarkur.
Hann hugsaði vel sitt ráð og sá
atburðarás fyrir langt fram í tímann
og hafði gjarnan áhrif á hana.
Þegar Bjöm hætti þingmennsku
1974 sneri hann sér af miklum
krafti að búskapnum en Ólöf hafði
stýrt stóru búi langtímum saman í
ijarveru bónda síns. 1982 setti hann
búið í hendur sonum sínum og dvöld-
ust þau Ólöf í Reykjavík næstu árin.
1985 snem þau aftur norður og
hófu aftur búskap. Mun fágætt að
áttræður maður setji saman bú.
Björn var heilsugóður og hirti sjálf-
ur fjárbú sitt sem hann hafði á háif-
lendunni í Litladai sem hann hafði
keypt.
Nú er Björn á Löngumýri allur
og dalurinn okkar 'ekki sá sami.
Hann var þeirrar gerðar að hann
verður öllum sem kynntust honum
minnisstæður. Mér er mikil eftirsjá
að honum og er þakklátur fyrir
okkar kynni, og margvísleg ráð og
liðveislu.
Björn á Löngumýri „brá stórum
svip yfir dálítið hverfi".
Páll Pétursson, Höllustöðum.
0 Fleirí minningargreinar um
Björn Pálsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
KARL OLUF
BANG
+ Karl Oluf Bang
fæddist í Dan-
mörku 28. maí
1906. Hann lést á
Landspítalanum 9.
apríl síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Áskirkju 18.
apríl.
Sj álfsævisöguritar-
inn K.O. Bang, sem
nefndi sögu sína „Ég
var felubarn", hefur
nú lokið langri ævi.
Hann hefði orðið ní-
ræður hinn 23. maí á þessu ári.
Við kynntumst seint á ævi, eftir
að ég las áhugaverða grein í Mbl.
Greininni fylgdi mynd af svipmikl-
um og fallegum fimm ára dreng.
Karl sendi mér ævisögu sína í
köflum. Ég er vottur þess og vil
að það sé hugleitt, að hann skrifaði
alla söguna sína, eins og hún kem-
ur fyrir, án þess að tví- eða þrí-
skrifa kaflana. Ekkert var endur-
skrifað. Ekki eitt blað þurfti breyt-
inga við. Svo skýrt var hugsað og
samfellt, að ótrúlegt er. Sagan hans
vakti mikla athygli. Það gladdi
hann.
Karl las kafla úr sögu sinni á
samkomum með eldra fólki í félags-
heimili Áskirkju og stundum las
hann þar upp kvæði. Ég sagði einu
sinni við Karl: „Þú ert fæddur rit-
höfundur." Þá sagði hann mér, að
einn vetur, þegar hann var í Verzl-
unarskóla Islands, kom prófessor
frá Danmörku og hélt fyrirlestra
um bókmenntir fyrir íslenska stúd-
enta og háskólanema. Karl sótti
einnig þessa fyrirlestra og það fór
ekki á milli mála að hann talaði
dönsku lang best af öllum þátttak-
endunum. Fyrir jólin áttu þeir allir
að gjöra ritgerð á dönsku. Hann
fékk langbestan vitnisburð, bæði
fýrir söguna og dönskukunnáttuna.
Móðir Kals var dönsk og töluðu þau
Sigvaldi Kaldalóns alltaf saman á
dönsku. Karl talaði því bæði tungu-
málin vel. Danski bókmenntapró-
fessorinn var svo hrifinn af frammi-
stöðu Karls, að hann tók sér ferð
á hendur sérstaklega til að hitta
Kaldalónshjónin. Sagði hann þeim
að þessi ungi maður yrði að taka
stúdentspróf og lesa síðan bók-
menntir í háskóla. Þau gáfu það
svar að til þess væru engin efni.
Sigvaldi hefði fengið berklaveiki og
varð aldrei jafngóður. Karl Oluf
kostaði sig sjálfur á Verzlunarskól-
ann. ísland ól hann upp. Lækurinn
talaði við hann. Hann átti að passa
hálfbróður sinn, sem var tveggja
ára og vildi koma að læknum. Karl,
sem var sex ára, fór með hann í’
gamla myllu, þar sem máríuerlur
áttu hreiður og unga. Mesta glæfra-
för var hjá svo ungum dreng að
fara með yngra barn inn í mylluna.
Allt gekk þó slysalaust.
Karl vann um tíma hjá Kaupfé-
lagi ísfirðinga. Þá byggði hann sér
lítið hús innan við kauptúnið,
skammt ofan við fjöruna. Þar reisti
hann og rak fyrsta hænsnabú á
ísafirði. Gaman er að lesa um vin-
áttu hans og hænsnanna. Karl var
mikill dýravinur. Hann hefði getað
kallað ævisögu sína: „Tveir villtir
svanir.“
Nú læt ég hann sjálfan segja
frá: „Ég verð að nefna tvo vini, sem
veittu mér mikla gleði, í daglegu
amstri. Það voru tveir mjallhvítir
svanir. Mér hafði tekist að venja
þá á að ramba upp alla bröttu
brekkuna að húsi mínu og þiggja
daglega hjá mér góða lúku af ma-
ís. Þeir voru orðnir svo spakir við
mig, að þeir létu það ekkert á sig
fá, þótt ég héldi annarri hendinni
um hálsinn á þeim á meðan þeir
kroppuðu úr hinni hendinni. Það var
sem þeim líkaði vel, að vera strokið
niðureftir hálsi og baki. En þeir
komu ekki nema ég gæfi þeim
merki með ákveðnu blístri, sem
þýddi, að ég væri
heima og vænti
þeirra."
Karl Oluf hafði mjög
góða máltilfínningu,
framburður hans afar
skýr. Hann lærði líka
málið af þeim mönn-
um, sem töluðu saman
gegnum brim og boða.
Hann stundaði líka
sjálfur sjó á unglingsá-
rum.
Kvæði Davíðs Stef-
ánssonar kenndu hon-
um fýrst að meta fagra
ljóðlist, eins og mörgu
fólki þess tíma. En eftir að Davíð
hafði kröftuglega mótmælt því að
rímlaust óstuðlað mál væru Ijóð,
þá sneri bókmenntaakademían við
honum bakinu. Þögn var mynduð
um ljóð hans næstu 20 árin. Ungu
fólki til ómælanlegs tjóns og tungu
vorri.
Karl fór ekki eingöngu vel með
prósa. Hann las ljóð einnig sérlega
vel. Og hafði þó enginn kennt hon-
um það, nema hans eigin máltilfinn-
ing.
Karl Oluf hafði á yngri árum
lagt gjörva hönd á flesta atvinnu-
vegi, svo sem við bústörf, verslunar-
störf, sjómennsku, og smíðar. Einn-
ig reyndist Karl mikill athafnamað-
ur í einkarekstri.
Karl var mjög reglufastur maður
og stundvís, mikið snyrtimenni.
Orðheldinn var hann og mikill vinur
vina sinna og varð að jafnaði vel
til vina. Hann varð verslunarstjóri
í Reykjavík, þegar hann var nýút-
skrifaður úr Verzlunarskólanum.
Karl var mikill rausnarmaður að
gerð. Hann kvæntist Guðríði Guð-
mundsdóttur. Hún var fósturbarn
kaupmannshjóna í Reykjavík. Þau
Karl áttu fallegt heimili um margra
ára skeið, en fluttu í Dalbraut 21
er Guðríður missti heilsuna. Þá var
Karl um áttrætt, en alltaf sá hann
um konu sína þó hún yrði mikill
sjúklingur. „Hún stóð alltaf fast
með mér,“ sagði Karl.
Þau hjónin eignuðust þijá sonu.
Þeir er upp komust heita Erling og
Guðmundur. Lærðu þeir það sem
hugur þeirra stóð til. Þeir og fjöl-
skyldur þeirra reyndust Karli afar
vel.
Þegar Karl Oluf Bang var fimm
ára, kom stúlka, falleg og bjart-
hærð, á hans fund. Hún færði hon-
um ný föt og skó, lét taka af honum
mynd og fór með hann burtu af
barnahæli í Danmörku. Þau fórui
fyrst í járnbraut, síðan fóru þau um
borð í stórt skip. En skipið sýndist
minna, þegar úthafið var allt í kring
og ekkert land í augsýn. Hann var
á ferð til ókunnugs lands. Þau voru
svo heppin stúlkan og hann að þau
urðu ekki sjóveik. Karl fékk að
skoða skipið í krók og kring. Allir
voru góðir við hann._ ísland tók
honum kuldalega á ísafirði með
hráslaga regni og stormi. Svo voru
þau í síldarbát. Síðan á læknissetr-
inu Ármúla við ísafjarðardjúp.
Þegar Karl var 15 ára, var hann
aftur á ferð til ókunnugrar eyjar í
Djúpinu. Það var Æðey. Þar leið
honum sérlega v_el.
Bók Karls „Ég var felubarn“
fjallar um ævi höfundarins og er
afar fróðleg og skemmtileg.
Eftir Æðeyjardvölina afluttist
Karl til móður sinnar og stjúpa, sem
þá voru komin til Reykjavíkur.
Hann, sem vegna vonbrigða móð-
ur sinnar, varð óvelkominn í heim-
inn, varð henni mikil hjálparhella
síðar. Og lifði lengst af hennar
börnum.
Nú hefur hann í síðasta sinn lagt
á djúpið til ókunna landsins, eins
og Sigurbjörn Sveinsson kallaði
land eilífðarinnar í barnasöguni
„Engilbörnin". Þar lýsir Sigurbjörn
því fagurlega, þegar englar sungu
yfir báti ferjumannsins á leið til
ókunna landsins.
Skyldu ef til vill tveir hvítir svan-
ir hafa mætt Karli Oluf Bang, þeg-
ar komið var að landi á hinni
ókunnu strönd.
Legg þú á djúpið, þú, sem þreyttur lendir
úr þungaróðri heimsins, - Jesús bendir, -
6, haf nú Drottin hjá þér innan borðs.
Þá fer þú góða för í síðasta sinn,
þvi sálarforða skaltu byrgja inni
Guðs eilífs orðs.
(Matt. Joch.)
Samúðarkveðja.
Rósa B. Blöndals.
t
Minningarathöfn um sambýlismann
minn, son minn og bróður okkar,
BRYNJAR KRISTINSSON,
hárgreiðslumeístara,
(Baldursgötu 30),
Newark,
Englandi,
verður haldin í Seltjarnarneskirkju
mánudaginn 22. apríl kl. 15.00.
Keith Williamson,
Svanhildur Jónsdóttir, Rafn Bjarnason,
Jón Gunnar Kristinsson, Steinunn Skúladóttir,
Þurfður Ósk Kristinsdóttir, Theodór Gunnarsson,
Sigurjóna Kristinsdóttir, Ólafur Helgason,
Kristinn B. Kristinsson, Bryndfs Olsen,
María H. Kristinsdóttir, Birkir Fossdal,
Bryndfs H. Kristinsdóttir
og systkinabörn.
t
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem
sýnduð okkur samúð og vináttu við
andlát og útför eiginmanns míns, föð-
ur, tengdaföður og afa,
BJARNA S. GUÐJÓNSSONAR,
Stígahlíð 8,
Reykjavík,
Ásta Þórarinsdóttir,
Ásgeir Bjarnason, Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Ásta Lilja, Elfn Marta
og Bjarni Gunnar.